05.04.2015 14:04

Asiatic og kafbáturinn

Fyrir 75 árum eða þann 5 apríl 1940 var þessi fyrirsögn í Morgunblaðinu

Kolaskipið "Asiatic" (nú í Reykjavíkurhöfn ) sigldi á kaf bát

Enska flutningaskipið "Asiatic" (6000 smál.) frá Hull, sem hér! Hefir legið undanfarna daga og er með kolafarm til kolaverslana, hefir lent í hinum mestu ævintýrum síðan stríðið hófst. Meðal annars sigldi skipið á þýskan kafbát og skemdi hann allmikið eða ef til vill sökti honum. Blaðamaður frá Morgunblaðinu átti í gær tal við skipstjórann á "Asiatic", Mr. R. Jennings, og Mr. A. Cullen, 1. vélstjóra. Skipstjórinn sagði svo frá um atburðinn, er skipið sigldi á kafbátinn:" Við vorum staddir við norðausturströnd Skotlands og vorum hlaðnir 6000 smálestum af járnmálmi. Þetta var klukkan 10.30 um kvöld. Skip okkar sigldi ljóslaust
og alt í einu urðum við varir við kafbát, sem var í þann veginn að sökkva skipi hlutlausrar þjóðar (sænsku skipi), sem var þarna með fullum Ijósum.

Kafbátur sömu gerðar og U-63
                                                                                                                                                                Mynd af U-boat.net

Við komum út úr myrkrinu og lenti stefni okkar á kafbátnum rétt framan við turn hans. Vegna myrkurs vissum við ekki hvað af kafbátnum varð, en geta má nærri, að þegar skip, sem fer með 10 mílna hraða á klukkustund og sem hlaðið er 6000 smálestum af járnmálmi, lendir á kafbát, þá segir það sig sjálft, að kafbáturinn hlýtur að verða fyrir miklum
Laskaðist "Asiatic" við áreksturinn ? já, en það var ekki mikið, segir skipstjóri.Fréttist ekki síðar um afdrif kafbátsins? Við gerðum breska flotamálaráðuneytinu aðvart í gegnum Ioftskeytastöð okkar og skömmu síðar sáum við að tundurspiliir og flugvélar komu á vettvang.

ASIATIC

                                                                                                                            © BANGSBO MUSEUM


Skipið var smíðað hjá Burntisland SB Co í Burntisland Bretlandi 1923  sem:ASIATIC  Fáninn var:breskur Það mældist: 2300.0 ts, 3741.0 dwt.(hér er eitthvað sem ekki passar) Loa: 106.60. m, brd 15.20. m Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1943 EMPIRE TORRIDGE - 1946 HUNTRESS - 1950 MODESTA Nafn sem það bar síðast undir finnskum fána En skipið var rifið í Júgóslaviu 1962

Það var síðar fullyrt að kafbáturinn hefði sokkið, eða að minsta kosti stórlaskast.Við vonumst til að þegar við komum heim þá fáum við fé það sem sett er til höfuðs óvinakafbátum greitt En það er 1000 sterlingspund (23.000 ísl. krónur), fyrir að sökkva kafbát og 500 fyrir að laska hann. Við vonumst eftir að fá greiðslu að minsta kosti fyrir hálfan kafbát . "Tilvitnun í Moggan líkur. Síðuhaldari lagðist í smá rannsóknar blaðamennsku og fann út að þýska kafbátum  U-63 var sökkt á þeim slóðum sem Jennings skipstjóri talar um þ 24 febr 1940
Hér má lesa um það
Sænska skipið sem  Jennings skipstjóri minnist á gæti verið þetta skip

SANTOS

                                                                                                                                      © söhistoriska museum se

Farþegaklefi í SANTOS

                                                                                                                                 © söhistoriska museum se

SANTOS á S-Atlantshafi 07-11-1934

                                                                                                              © söhistoriska museum se

Og hér má lesa um örlög SANTOS
En hvort þessi tilgáta mín á við rök að styðjast sver ég af mér.


Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5165
Gestir í dag: 162
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195256
Samtals gestir: 8306
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 19:26:18
clockhere