26.05.2015 16:09
Davíð og Mette
"Miklar breytingar hafa átt sér stað varðandi stærðir gámaskipa frá því að Ideal X gamall T2 tankari frá heimstyrjaldarárunum var breytt 1956 til að geta flutt gáma á þilfari og gat tekið 58 gáma á þilfar. Frá þeim tíma hafa gámaskipin stækkað mikið og fyrir skömmu var tveimur skipum sem A.P.Möller lét smíða í Yangshan í S. Kóreu gefið nafn Þau fengu nöfnin Margrethe Mærsk og Mette Mærsk.
Bæði skipin eru nú farin frá Yangshan í sína fyrstu ferð til hafna í Kína þar sem lestun hefst. Mette Mærsk er engin smásmíði GT 194849, Net 79120, DWT 196000, lengdin 399, 2 / 376,21 m, breiddin 59 m , dýptin 30,3 m og djúpristan 16 m Gámafjöldin gefin upp 18.270 sem er með því mesta sem gerist í dag. Það verður þó ekki lengi ef marka má frétt á netmiðli þar sem segir Maersk Line is in early talks with Asian shipbuilders for an order of up to 10 container ships that would have capacities of up to 20,000 20-foot-equivalent units. Ekki er nú víst að þau skip verði mikið stærri mælingalega séð, eitt lag til viðbótar í hæð og smá aukning á breidd gerir sjálfsagt langleiðina í þann teus fjölda. Það þarf jú að hugsa fyrir fleiru en að sigla þessu yfir hafið það þarf að koma þessu inn á oft þröngar hafnir og skipaskurði þar sem plássið er oft í það knappasta að ekki sé nú talað um þegar vindfangið bætist við ef eitthvað hreifir vind."
Gamli T2 tankarinn Ideal I sem segja má að sé fyrsta gámaskipið gat flutt 58 gáma.Sem Heiðar talar um Svo sendi hann mér myndir "ættaðar"frá Davíð Guðmunds skipstjóra á METTE MÆRSK Og eru þær hér með skýringum
Skipstjórarnir á Mette Mærsk og Margrethe Mærsk Skipstjórarnir á Mette Mærsk Tom Olsen og Davíð Ágúst til hægri
Skrifstofa skipstjóra sennilega orðið uppfullt af möppum og skipsgögnum nú.
Vélaraflið 2x 29680 kW gefur siglingahraðan rúmar 22 sjóm. / klst
Skipstjórinn og stýrimaður í brúnni
Davíð við stjórnpúltið í miðri brúnni
Stjórnpúltið í miðri brúnni
Legufærin ekki neinir smá drekar 32 tonn hvort akkeri með tilheyrandi keðjum.
Ærið tilefni til að skála fyrir nýju skipi. Einhver tíma hefði nú tilefnið verið minna og drykkurinn magnaðri.
Tekin bunkers í fyrstu ferð. Pláss er fyrir HFO 13.845 m3 og MDO 970 m3 það slagar langleiðina uppí einn farm á Hamrafelli sem stundum hefur verið rætt um hér á síðunni.Ég þakka þeim félögum Heiðari og Davíð kærlega fyrir pistilinn og myndirnar