14.06.2015 23:38
Endurkoman
Jæja þá er komið að "endurkomunni" Ég verð að játa mig kannske ekki sigraðan en í þannig stakk kominn að ég eiginlega get ekki annað en haldið áfram með þessa síðu. Ég vil byrja á að þakka allar þær hlýju kveðjur sem ég fékk hérna, í rafpósti og síma. Ég verð að játa að eftir að ég hætti að fást við síðuna vantaði eitthvað í tilveruna. Og í sambandi við það datt mér í hug vísa eftir uppáhaldsskáldið mitt Vilhjálm frá Skáholti:" Að lifa hér við andlaust ískur / og engan kraft í brjósti að geyma / nei þá er betra að fara frískur / fjandans til í neðri heima". En aftur að alvörunni ég var líka komin í algera þversögn við sjálfan mig. Hafði oft skrifaði að ég hefði svo gaman af þessu (sem er sannleikanum samkvæmt) að ég hirti lítið um innlitin. En það var nú það sem skeði eitt kvöldið í einhverju fýlukasti ákvað ég að hætta. En ég kem kannske til með að fara hægar í sakirnar og breyta síðunni jafnvel eitthvað Jæja ég ætla ekki að hafa formálan að endurkomunni lengri En þá er sem sagt síða opnuð aftur
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5267
Gestir í dag: 171
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195360
Samtals gestir: 8315
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 19:48:08