16.06.2015 16:03
Fyrir 100 árum
Smá inngangur.
Við spjöllum stundum saman í síma minn góði vinur Ólafur Ragnarsson auk þess að hafa samskipti á skipasíðunni sem hann hefur haldið úti af mikilli elju. Óli vinur minn ætlaði að loka síðunni en var í aðra röndina hálf ósáttur við það þó farin sé nokkuð að mæðast. Ég stakk uppá því við hann að hann gæti sem best breytt síðunni, ekki væri nauðsynlegt að fær inn efni daglega og gjarnan mætti taka fyrir ákveðna þætti og ákveðin skip eða einstakar ferðir þeirra. Fyrir nokkrum vikum voru því gerð goð skil að 100 ár voru liðin frá komu Gullfoss fyrsta skips Eimskipafálags Íslands og barst í tal milli okkar að um þessar mundir væru 100 ár frá því að skip nr. 2 Goðafoss lagði upp í sína ferð og væri vert að minnast þess.
Undirritaður hefur í gegnum árin haft mikinn áhuga á skipum og siglingumum og á undanförnum árum reynt taka saman siglingasögu Goðafoss þess fyrsta með því nafni sem ekki var löng því skipið strandaði við Straumnes austanvert í Aðalvík aðfaranótt 30 nóvember árið 1916. Þó tíminn sé ekki langur sem Goðafoss var í siglingum er margt áhugavert og frásagnarvert frá þeim tíma og vonandi tekst mér að koma einhverju frá mér af því efni. Það varð að ráði okkar Óla Ragg að ég sendi honum efni um fyrstu ferð skipsins og geri ég það hér með og hann kemur þessu í þann búning sem hann telur bestan.
====================
Þann 19. júní 2015 eru liðin 100 ár frá því að Goðafoss annað skip Eimskipafélags Íslands lagði upp í sína fyrstu ferð frá Kaupmannahöfn til Íslands. 19. júní 1915 bar uppá laugardag og skipið lagði af stað kl. 10:30 og eftir nokkrar prufuferðir á Eyrarsundi þar sem m.a. hraði skipsins með farmi var kannaður var lagt af stað til Íslands með viðkomu í Leith. Mánudag 14. júní 1915 er fyrst fært í leiðarbók skipsins hún stimpluð og löggild í SÖ og Handelsretter í Kjöbenhavn Justitscontoret og gjald fyrir þá þjónustu var 2 kr.Þann sama dag er fyrst fært í bókina og er sú færsla eftirfarandi:
Mánudagur 14. Júní 1915 Kl. 06:00 árdegis byrjaði starfa. Fermdi allan daginn í öllum 3 farmrúmum með starfsmönnum frá landi, vindumenn hásetar.Skipið ristir farmlaust með öllum seglfestukössum og stafnkössum fullum af sjó ásamt 14 1/2 smálestum af kolum og 14 smálestum neysluvatn 7´9" að framan og 13´7" að aftan ennfremur lá skipið kjölrétt.
GOÐAFOSS I
© photoship
Hinir lögbundnu skoðunarmenn skoðuðu björgunarbáta ásamt öllum áhöldum til mannbjargar og slökkvitækjum og fundu allt í fullkomnu ástandandi eftir því sem lögin ákveða. Veður bjart hægur vestan kaldi loftv. 768mm Stikaði í öllum botnræsum og dældi þurrt." Vökumaður settur frá Flyðedokken
Miðvikudaginn 16. júní er lögskrá á skipið í fyrsta sinn og í eftirfarandi stöður samkvæmt leiðarbókinni:
2 Stýrimenn , 1 Bátsmaður , 4 Hásetar fullvanir , 1 Háseti léttvaninn, 3 vélstjórar , 1 Dunke-mand , 3 Kyndarar , 1 Bryti ,1 Matsveinn, 2 Þjónar , 2 Vikadrengir , 2 Þernur (eða meyjar).Fyrsta dagbókarfærslan á GOÐAFOSSI I
© Heiðar Kristinsson
GOÐAFOSS I
© photoship
Goðafoss var annað skipið sem Eimskipafélagið lét smíða ( Norðurlandsskipið) og var því ætlað að sigla á austur og norðurströnd Íslands frá Djúpavogi til Norðurfjarðar á Ströndum þar sem snúið skildi við og sigld sama leið til baka. Í fyrstu ferð sinni fór Goðafoss þessa leið og ásamt Ísafirði, Reykjavík þar sem snúið var við og í bakaleið komið í Stykkishólm og Flatey. Nokkru síðar var áætluninni svo breitt og sigldi skipið þá áfram frá Norðurfirði og allt til Reykjavíkur þar sem snúið var við og haldið til baka austur um og út oftast frá Fáskrúðsfirði. Eftir að hafa í þessari fyrstu ferð lestað viðbótarfarm í Leith var haldið til Íslands og gekk sú verð vel og áfallalaust og er held ég eina ferð skipsins á ferli þess þar sem herskip eða skip á vegum hernaðaryfirvalda höfðu ekki afskipti af því en heimstyrjöldin fyrri 1914 - 1918 stóð þá sem hæðst.
Opna úr dagbók GOÐAFOSS I
© Heiðar Kristinsson
Komið til Íslands: Fyrstu athuganir skipsins við Ísland eru mánudag 28 júní þá er fært í leiðarbókina Kl.11:40 Hvalbakur í NØ fjarl. 1,5 sjómílurHádegisathugun (miðdegisathugun) er Streitishorn í mv. N. t V. ¼ V fjarlægð 12 sjómílur.
Frá miðdegi stýrt með landþekkingu inn Berufjörð.Kl. 14:00 kasta bb akkeri 45 faðmar keðja við Djúpavog.
Skiluðum og móttókum póst. Affermdi ca. 21 smálest vörum. Fermdum nokkur stykki hafnarvörur[2] ásamt nokkrum farþegum Kl. 8:15 e.h. (20:15) léttum akkeri siglt til Fáskrúðsfjarðar eftir þekkingu af landi .
Kl. 12:00 miðnætti komið á Fáskrúðsfjörð bundið við innstu bryggjuna. Skiluðum pósti affermdum vörur h.u.b. 5 smál. Logn þykkt loft. Skipið hélt svo næsta dag 29. Júní frá Fáskrúðsfirði til Reyðarfjarðar og áfram norður og vestur um til Reykjavíkur þar sem snúið var við og haldin sama leið til baka og út frá Fáskrúðsfirði. Goðafoss hafði þá komið á 26 hafnir og haft 41 viðkomu þ.e. komið á margar hafnirnar í báðum leiðum. Ferðin frá því að komið var á Djúpavog þar til farið var frá Fáskrúðsfirði tók 28 dag Það má ljóst vera að vinnutíminn hefur verið bæði langur og strangur unnið við skipið strax og komið er í höfn hvort heldur er að nóttu eða degi.Siglingin verið erfið mikill ís við Norðurland og Húnaflóa og veður misjöfn þó svo að komið sé fram í júlímánuð
Dagbókaropna
© Heiðar Kristinsson
Leiðrétting: Í bókum sem gefnar hafa verið út á tímamótum Eimskipafélagsins þ.e. Eimskipafélag Íslands 30 ára eftir Guðna Jónsson, Eimskip
frá upphafi til nútíma 1998 og Eimskipafélag Íslands í 100 ár eftir
Guðmund Magnússon er ranglega sagt að skipið hafi komið í fyrsta sinn i
höfn á Íslandi 29. júní 1915 og höfnin hafi verið Reyðarfjörður Í
skipasögu Eimskipafélags Íslands eftir Hilmar Snorrason sem kom út
aukin og endurbætt á 100 ára afmælinu er sagt að strand Goðafoss hafi
verið 3. Nóvember 1016 sem er ekki rétt skipið strandaði aðfaranótt 30.
nóvember 1916