21.06.2015 13:47
Helgafell II
Skipið bar fyrst nafnið MERCANDIAN SHIPPER
Skipið var byggt hjá Frederikshavns Værft í Frederikshavn 1975 sem MERCANDIAN SHIPPER Fáninn var danskur Það mældist: 1599.0 ts, 2999.0 dwt. Loa: 78.50. m, brd: 13.10. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum:1979 HELGAFELL - 1984 SPERANZA - 1990 EUROPE 92 Nafn sem það bar síðast undir Ítölskum fána En þetta segja þau gögn sem ég hef um skipið Laid-Up (since 01-09-1998)
MERCANDIAN SHIPPER
© PWR
Hér sem Helgafell II

© Phil English Shippotting
En ég verð að segja frá því að á föstudag var ég boðinn í saltkjöt og baunir "að hætti hússins" um borð í núverandi HELGAFELL. Þau klikka ekki matarboðin hjá meistara kokknum Val Haukssyni. Ég verð að játa að ég var með myndavélina meðferðis. til að mynda veisluföngin.En ég féll svo kyrfilega fyrir þeim að ég steingleymdi vélinni. Því er hér notast við eldri myndir
Meistarakokkurinn Valur
Og þessi öðlingur sem er þarna til hægri í mynd var skipstjóri þessa ferð Sigþór H Guðnason. Þarna er ég að þakka fyrir meginlandsferðina í fyrra. En Sigþór er fjórði
ættliðurinn sem eru skipstjórnarmenn. Guðni Jóhannsson langafi hans
byrjaði sem slíkur 1926 einmitt hér í Eyjum.Var að mig minnir meðeigandi
í m/b Heimir og með hann 1937-1946 Ég er farinn að halda að þeir HELGAFELLS-menn með Val í fararbroddi ætli að halda þyngdarstuðlinum á vissum manni i horfinu.