23.06.2015 01:06
LUSITANIA.
LUSITANIA.
LUSITANIA. að koma til New York
© photoship
Mildur, þokudrungaður morgun hins 7. maí 1915 rann upp yfir Írland. Frá Waterford við St. George's sundið við mynni írska hafsins og allar götur að hinum einstæða Fastnet kletti við suðvestur odda Írlands hvíldi ljósgrá þokuslæða yfir haffletinum. Við suðurströnd írlands voru flestir fiskibátarnir bundnir við bryggjur. Mávar með breiðum, svartbryddum vængjum görguðu, er þeir svifu út úr þokunni og stungu sér í sjóinn í leit að síldarseiði.
U-20 ásamt fleiri kafbátum í Kíel 1914
Mynd af Netinu © óþekktur
Walther Schwieger, kafbátaforingi (7 April 1885 - 5 September 1917)
Þetta var fyrsta ferð hans sem yfirmanns á kafbáti í stríði, sem hafði staðið tæplega eitt ár. U-20 leysti U-24 og U-32 af hólmi. Nú voru þeir einhvers staðar við strendur Stóra-Bretlands að brjóta sér leið inn í Norðursjóinn og heim. Lífíð var kyrrlátt og sérstaklega unaðslegtt
En svo var það, að skömmu fyrir klukkan tvö eftir klukku Schwiegers, kom hann auga á nokkuð í kíkinum sínum depil, sem skýrðist hratt, og kom að vestan Hann leit á þetta aftur og skrifaði í leiðarbók sína:
"Beint Iramundan birtast fjórir reykháfar og tvær siglur á gufuskipi með stefnu þvert á okkur. (Það stefndi frá SSV og hélt í átt til Calley Head). Skipið virðist vera stórt farþegaskip
William Thomas Turner,skipstjóri á LUSITANIA (October 23, 1856 - June 23, 1933)
© photoship
Fjörkippur fór um allan kafbátinn, er skipunin hljómaði og stuggaði heldur óvænt við áhöfninni: "Tilbúnir að kafa."Og Schwieger, skrifar í dagbókina 1430. Kafaði á 11 metra dýpi og fór með fullri ferð í stefnu á gufuskipið, i von um, að það breytti stefhu til stjórnborða við irsku ströndina. Ennþá vissi Walther Schwieger þó ekki, að því er hann skrifar, "hvert" þetta stóra skip var. En þótt foringinn á kafbátnum U-20 hafi ekki vitað, hvaða 32 þúsund lesta skip þetta var, hafði hann þó sitt hvað fram yfir William Thomas Turner, skipherra á "línuskipinu"LUSITANIA Því að hvorki þessi gamli Gunnard skipstjóri, sem var sjálfur þrautreyndur "sægarpur," né nokkrir aðrir um borð, vissu, að fylgst var með ferðum þeirra.
Skipið og staðurinn þar sem atburðurinn átti sér stað
Meðan Schwieger nálgaðist þetta 230 m skotmark, ákvað Turner, skipherra, að breyta stefnu um fjögur strik á Old Head of Kinsale, sem nú bar ógreinilega yfir bakborðsbóg. Þetta var örugg leið til að gera nákvæma staðarákvörðun, og það tók allt að heilli klukkustund Turner, skipherra, gaf skipun um nýja, stöðuga stefnu, og breytti hann lítilsháttar frá þeirri stefnu, sem áður var, í 87 gráður, eða næstum í háaustur. Hann hélt áfram með sama hraða, 18 hnútum, en það er talsvert minni hraði en hægt var að beita, hámarkshraðinn rúmlega 25 hnútar, og sá hraði gerði Lusitaniu einu sinni að "Drottningu Atlantshafsins."
Þessi skrúfuútbúnaður gerði Lusitaniu einu sinni að "Drottningu Atlantshafsins."
© photoship
nálguðust hvort annað, var meginþorri hinna 1257 farþega að enda við máltíð eða að ganga sér til hressingar á skemmtiþilförum skipsins. Sumir horfðu á ljósgræna Írlandsströnd, sem var nú svo nærri, að greina mátti húsin. Aðrir voru að láta föggur sínar niður, því að skipið átti að vera komið í höfn í Liverpool næsta morgun
Lusitania
© photoship
Málverk af atburðinum
Tilfinningar eða jafnvel eftirþankar fengu ekkert rúm í stríðsátökum hans eigin lands eða óvinanna. Rödd tundurskeyta skyttunnar barst í talpípunni með málmkenndum hljóm. "Tundurskeyti tilbúin til að skjóta."Foringinn svaraði: "Við erum í færi." Og kl 1412 GMT þ 7 maí 1915 var svo því tundurskeyti sem sennilega var eitt af því sögulegasta í styrjaldasögunni skotið frá kafbátnum U-20 Alls fórust 1.198 með Lusitaniu. Þar af voru 128 Bandaríkjamenn. Og þar af voru líka 63 börn.Reiði Bandaríkja- manna var gífurleg. Bandaríski sendiherrann í Berlín gekk á fund Vilhjálms II keisara og kvartaði svo sáran að Vilhjálmur fokreiddist og hafði sjaldan upplifað jafn eindregnir skammir.
Hér teikning af hinu sama
Og Þjóðverjar máttu vita að nánast það eina sem gæti fengið Bandaríkjamenn til að hella sér í stríðið væri ef þeim blöskraði framferði þýsku kafbátamannanna.Þjóðverjar báðust aldrei afsökunar á árásinni á Luistaniu. Það var sama hvað Bandaríkjamenn eða Bretar hömuðust á þeim fyrir að þessa grimmdarlegu árás á varnar- og vopnlaust farþegaskip Þeir héldu því alltaf fram að Lusitania hafi verið í flutningum með gríðarlegt magn af sprengiefni frá bandarískum hergagna verksmiðjum til breska hersins. Bretar þvertóku fyrir þetta, og héldu áfram að hamra á Lusitaniu í áróðursstríðinu gegn Þjóðverjum. Og örlög Lusitaniu vógu enn þungt tveim árum seinna, þegar Bandaríkjamenn afréðu loks að ganga til liðs við Breta og Frakka í styrjöldinni - gegn Þjóðverjum Það einkennilega við þetta alltsaman
Videoklipp af atburðinum
Það urðu endalok U-20 að hann strandaði við strendur Danmörk 1916. Og eyðilagðist eftir að tundurskeyti var sprengt framm í honum eftir strandið
Walter Schwieger foringi á U-20. lifði stríðið ekki af, því í september 1917 var hann á flótta á nýjum kafbáti sínum U-88 undan bresku herskipi í Norðursjó og sigldi þá á tundurdufl. Báturinn hans fórst með manni og mús.Afdrif Turners skipstjóra urðu þau að margskonar sakir voru á hann bornar eftir slysið Og mun m.a.s Churchill hafa beitt sér í þeim málum Turner í vil En margar ásakanir munu hafa fylgt Turner þau ár sem hann átti eftir ólifað En hann dró sig algerlega í hlé og lifði í hálfgerðri einangrun eftir það En þó haustið 1916 ári eftir að Lusitania, var sökkt fór hann sem afleysingaskipstjóri á Ivernia eitt af skipum Cunard Line
Skip Turners skipstjóra IVERNIA
© photos
Turner dó úr krabbameini 1933