25.06.2015 17:30

Sagan af Altmark 1

"Herskip framundan á stjórnborða!" Tilkynningin kom frá formasturstoppnum. Allt frá dögun á þessum september degi var þilfarsvaktin stranglega á verði í tankskipinu "Altmark", sem nú er statt í miðju Norður-Atlantshafi. í tvo daga hafa menn þar um borð verið að leita að herskipi, ekki einhverju óákveðnu herskipi, heldur sérstöku herskipi, sem fáir vissu af á þessum slóðum. Fyrir einni viku síðan vissu allir, að Altmark var eitt hið stærsta og hraðskreiðasta tankskip, sem til var á þeim tímum. Það var á leiðinni frá Port Arthur í Texas með olíufarm til Evrópti. En áhöfn þess skips lét aldrei sjá sig, hvorki í heimahöfn sinni, Hamborg, né öðrum höfnum í Evrópu. Gegnum útvarpið bárust stöðugt ógnandi fréttir að heiman um ófrið, sem gæti brotist út á hverju augnabliki, þangað til Dau skipstjóri fékk að lokum símskeyti með leyniletri frá flotastjórninni í Berlín. Frá því augnabliki hafði Altmark sínu eigin ætlunarverki að sinna. Þetta skip var hvorki byggt sem verslunarskip né herskip, heldur sem birgðaskip sjóhersins, sem átti að hafa það ætlunarverk að vera fljótandi birgðaskemma fyrir herskip á hafi úti, sem voru langt frá heimalandinu. Síðan fyrra heimsstríðinu lauk átti Þýskaland ekki framar neinar nýlendur, og réð ekki yfir neinum hjálparhöfnum á ókunnum stöðum, sem gætu orðið til stuðnings herskipum í fjarlægum höfum. Starfssvið slíks birgðaskips er ekki eingöngu eingöngu undir stærð eldsneysisgeymanna komið, skotfæri, matvæli, varahlutir í vélar og ýmis hergögn, allt þetta er bráðnauðsynlegt herskipum, sem verða við og við að endurnýja birgðir sínar, ef þau eiga að geta haldið uppi hernaði sínum til lengdar.

ALTMARK

                                                                                                                                                                       © photoship


Það, sem önnur flotaveldi, er eiga margar fjarlægar nýlendur, hafa eignast fyrirhafnarlaust, hafði Þýzkaland orðið að afla sér með því að byggja fjölda birgðaskipa. Eitt af þessum stóru, hraðskreiðú birgðaskipum var Altmark og var það hlaðið öllum hugsanlegum hlutum, sem herskip þurftu með, sem héldu uppi. hernaði fjarri heimalandi sínu, og höfðu verið byggð sex slík skip, sem öll voru eins. Árið 1938 var Altmark, sem sagt tilbúið til að gegna skyldu sinni sem birgðaskip. Það hafði þá tekið þátt í æfingum þýzka flotans í Caribbean sea og með orustuskipunum "Gneisenau" og "Admiral Graf Spee" í Norður-Atlantshafi. Á milli
þessara flotaæfinga hafði svo skipið siglt á mill Mið-Ameríku og Evrópu með olíu. sem alltaf varð dýrmætari og ómissanlegri fyrir hinn vaxandi þýska flota og einnig iðnað landsins, sem stöðugt jókst. En olíufarmur sá, sem Altmark nú var með, átti ekki eftir að renna inn í olíugeymslur Hamborgarhafnar, heldur  samkvæmt skipun flotastjórnarinnar  um borð i Admiral Graf Spee til að reka hinar átta stóru dieselvélar þess skips Fyrir þremur dögum, þann 3. September 1939, höfðu England og Frakkland sagt Þýzkalandi stríð á hendur og hinn þýzki bryndreki var nú staddur fjarri heimalandi sínu, einhvers staðar ekki langt frá Altmark. Frá Þýskalandi hafði Altmark farið þann 21. ágúst 1939. Það var Admiral Graf Spee, sem varðmennirnir á Altmark voru nú að gá að.og töldu sig hafa komið auga á út við sjóndeildarhring. Þeir höfðu mætt á þeim stað, sem ákveðinn hafði verið gegnum loftskeyti. Ennþá er þó ekki alveg hægt að átta sig á hvort hér sé um hið rétta skip að ræða. Það gæti kannske verið Englendirigur, sem af tilviljun væri þarna á sveimi. og Englendingana varð að forðast. f höndum Bretanna mátti Altmark ekki lenda, því þá stæði Admiral Graf Spee einn og yfirgefinn eftir." Hart á bakborða, báðar vélar fulla ferð áfram." Þannig hljóðar skipun Dau's skipstjóra á Altmark. Altmark snýr við. Á herskipinu hafa menn fyrir löngu þekkt birgðaskipið í hinum góðu sjónaukum sínum. Ljóskastarinn efst uppi í forsiglu herskipsins byrjaði nú að morsa G. S. "Gustav Sophie" er morsað yfir um.Þetta eru upphafsstafirnir á Graf Spee og einkennismerki herskipsins. Þá snýr Altmark aftur við og sendir einnig skeyti með Ijóskastaranum og nálgast nú hið þýzka herskip vopnað hinum ægilegu fallbyssum sínum. Þessu herskipi á Altmark að þjóna dyggilega framvegis.

Heinrich Dau skipstjóri á ALTMARK

                                                                                      Mynd af Netinu © óþekktur

Frívaktin kemur nú af forvitni upp á þilfar. Menn streyma á báðum skipunum út að borðstokknum, veifa húfum sínum glaðir og í góðu skapi og taka ljósmyndir, þetta mikilvæga augnablik má ekki gleymast, og myndirnar verða seinna meir að fylla heimilis albúmið. Brátt liggja skipin nærri hvort öðru, allt í kringum þau er úthafið, stórt og umfangsmikið, eri nú rólegt og vingjarnlegt og svo yst, sjóndeildarhringurinn, þar sem engin ský sjást. Dau skipstjóri lætur nú róa sér um borð í herskipið til þess að tala við Langsdorf skipherra um byrjunaratriðin í þeirri samvinnu, sem nú ar að hefjast, og milli skipanna fara nú orðið margir árábátar. Sjóliðarnir á herskipinu fara út í Altmark að gera innkaup, og koma með allskonar kassa og pinkla aftur. Sambandi með gúmmíslöngum er nú komið á milli skipanna og dælurnar dæla hinni dýrmætu olíu um borð í Admiral Graf Spee, svo að það óhindrað geti haldið áfram ferð sinni til Suður-Atlantshafsins. Skipun frá Berlín hefur nú komið um byrjun verslunarstríðs og Altmark heldur í kjölfar herskipsins. Það er stefnt í suður og siglt um hið víðáttumikla úthaf á nokkuð afskekktum slóðum Altmark hefur sterkar vélar svo að það getur fylgt á eftir herskipinu, og lagt í skyndi krók á leið sína, ef grunsamlegt skip skyldi sjást. Engan grunar, að þýskt orustuskip sé nú á leið til Suður-Atlantshafsins, reiðubúið að sökkva öllum kaupskipum óvinanna sem á leið þess verða. Það mun heldur enginn vita með vissu að svo sé fyrr en eftir að fyrsta skipinu hefur verið sökkt. Á hinu rétta augnabliki mun Langsdorf skipherra koma öllum að óvörúm og hann mun ekki eyða skotunum til óþarfa. Þegar farið var yfir miðjarðarlínuna var samþykkt að fella niður hina venjulegu skirn nýliða, sem er siður að viðhafa við slík tækifæri, til þess að seinka ekki á neinn hátt ferðum skipsins. Neptunus varð að loka augunum og lofa þeim að sleppa óskírðum yfir línuna. Það var í þetta sinn eins og verið væri að ögra gamla manninum, því það varð þrisvar sinnnni að fara yfir þessa línu. Á stjórnborða sáust 3 skip framundan svo að Admiral Graf Spee var neyddur til að taka á sig krók til austurs til að forðast skipin, og þá var línan skorin aftur, seinna var svo aftur haldið í suður og urðu bæði skipin þá enn einu sinni að sigla yfir hina ímynduðu línu, sem skiptir hnettinum í tvo jafna parta.

Orustuskipið ADMIRAL GRAF SPEE


                                                                                                                          Mynd af Netinu © óþekktur
Á þessum slóðum er eðlilega mjög heitt. Sólin skín lóðrétt niðnr á jörð og þilfarið varð svo heitt að mennirnir gátu varla gengið um það nöktum fótum. Menn eru kófsveittir, jafnvel þótt hreyfing sé lítil, og hver spjör er reitt utan af líkamanum. En varðmennirnir höfðu nóg að starfa. Þeir urðu stöðugt að rannsaka hinn skínandi bláa flöt hafsins út að ystu rönd sjóndeildarhringsins í leit. að skipum, í hinum brennandi geislum sólarinnar.
Það var dálítil tilbreyting í að sjá flugfiskahópana, sem hröðuðu sér undan kinnungunum á Altmark og flugu 200 til 300 metra um í loftinu og stungu sér svo aftur niður í hafið. Við og við lenti einn af þessum íbúum hafsins á þilfarinu, og þaðan beint í eldhúsið, þar sem matsveinninnvar ekki lengi að búa góðan ,kvöldverð úr honum Annars gengur allt fyrir sig um borð eins og venjulega. Vaktin er á sínum stað,ýmist við vélarnar eða á þilfari, og frívaktin eyðir tímanum við hljóðfæraleik, lestur eða ýmiskonar rjátl, ef hún ekki sefur. Á langferðaskipum hefur hver sína uppáhaldsskemmtun. Næsta morgun tók þilfarsvaktin á Altinark eftir því, að flugvél hóf sig upp af rennibraut herskipsins og hvarf út í blámóðuna. Hún kom aftur eftir nokkuð langan tíma og kom með þá fregn, að bak við sjónarröndina væri skip. "Að öllum líkindum herskip," sögðu menn, en þó var ekki gott að segja um það, því regnskúr hafði skyggt á. Af varkárni heldur nú Admiral Graf Spee í stóran boga og Altmark á eftir og bæði skipin halda áfram ferð sinni.

Hans Wilhelm Langsdorff (1894 - 1939) skipherra á  Admiral Graf Spee


                                                                                                                           Mynd af Netinu © óþekktur

Næstu tvo daga ber ekkert við. En á þriðja morgni fékk Altmark skeyti um, að nú skyldi fylla olíugeymslur herskipsins. Þá var komið að skilnaðarstund þessara skipa. Og eftir að hafa ákveðið að hittast á vissum stað seinna, heldur nú Admiral Graf Spee á brott frá vinaskipi sínu og stefnir á austurströnd Suður-Ameríku, þar sem á að herja á kaupför óvinanna. Kveðjuskeytið frá Altmark hljóðar svo: ,,Góða ferð og góðan árangur," og svo hverfur brátt hinn þýski bryndreki sjónum.
Altmark er nú aftur orðið eitt. Ekki er það þó alveg eins varnarlaust og áður. Tvær 2 cm - Fla - MG - byssur hefur það fengið frá herskipinu um borð, til varnar flugvélum, og er önnur byssan á framþilfarinu en hin á afturþilfari. Hvort hægt er að skjóta niður með þeim árásarflugvélar úr mikilli hæð er ekki gott að segja. Það verður seinna að koma í ljós. Að minnsta kosti þurfa menn þó ekki að horfa aðgerðarlausir á, ef árás yrði gerð á skipið. Ráðist á óvinina getur þó Altmark ekki, þessar 2 ,,sprautur", eins og skipshöfnin kallar byssurnar í spaugi, eru alltof lítilfjörlegar til þess. Önnur vopn eru ekki á Altmark. Hlutverk skipsins er líka að byrgja önnur skip upp en ekki það að berjast. Skipið notar því ekki herfánann, heldur venjidegan siglingafána Þýskalands Skipshöfninni um borð í Altmark finnst nú liðinn óratími frá því augnabliki að skilið var við Admiral Graf Spee og þó voru það ekki nema þrír dagar En allt í einu kom loftskeyti. Brezka flutningaskipinu "Clement", 5051 brúttó lestir, hafði verið sökkt. Það var á leiðinni frá New York til Höfðaborgar með olíu. Þegar þetta spurðist urðu menn glaðir Um borð í Altmark. Nú var hernaðurinn Á sjónum hafinn, og einn maður í brúnni sagði, að nú væri að byrja að "færast líf í tuskurnar." En það er ein ástæðafyrir því enn að menn verða líflegri um borð í Altmark. Galgopi nokkur meðal skipshafnarinnar hefur útbreitt þá fregn, að um borð í "Clement haf'i verið flokkur amerískra dansmeyja, sem herskipið hafi tekið um borð, og við næsta fund skipanna, verði þeim svo skipað um borð í Altmark. Sumir hlæja að þessu og trúa því ekki, en aðrir aftur á móttaka þetta trúanlegt og tala í alvöru  hvernig hafa skuli ofan af fyrir hinum ungu meyjum meðan þær dvelja um borð.

Þeir bjuggust við dansmeyjum

                                                                                                                           Mynd af Netinu © óþekktur
Einnig meðal yfirmanna skipsins er þessi ameríski meyjaflokkur aðalumræðuefnið meðan verið er að borða, og einnig, hver eigi að taka á móti stúlkunum. Álitið er, að skipslæknirinn, sökum embættis síns, komi þar helst til greina. Hann segist hlakka til þess, eða að minnsta kosti lætur hann svo. Þessar umræður hafa einnig. gott í för með sér. Stjórnendur skipsins verða í alvöru að búa sig undir að taka' á móti gestum í lengri tíma, hvort sem þeir verða nú karkyns eða kvenkyns og hvaða hörundslit, sem þeir kunna að hafa. Þetta fólk verður að hugsa vel um. Um farþegaklefa um borð er ekki að ræða, aðeins lítil lestarúm, auk hinna stóru tanka, og þessi geymslurúm verða svo innréttuð eftir hendinni þegar þau tæmast, sem íbúð fyrir hina komandi fanga.
Næstu daga skeður svo ekkert. Skeyti um eyðileggingu fleiri skipa koma ekki. Um borð í Altmark vita menn yfirhöfuð ekkert um vasaorustuskipið og verða að taka því með þolinmæði og halda sterkan vörð sem áður. En svo dag einn verða menn alveg undrandi. Allt í einu sést til ferða Graf Spee út við sjónarrönd, ekki úr vestri, þar sem skipið hvarf síðast, heldur þaðan, sem Afríkuströnd liggur langt bak við sjóndeildarhringinn, þaðan sem enginn bjóst við að það kæmi. Það stefnir beint á Altmark og á merkjaránni blakta 4 fánar, sem menn þóttust vita  vera merkjaflögg en við nánari athugun sáu menn, að hér var um að ræða nöfn þeirra 4 skipa, sem herskipið hafði sökkt fram að þessu. Fyrir utan Clement voru það "Newton Beach" (4661 hr.t.) með maisfarm, "Ashley" (4229 br.t.) með sykurfarm og svo "Huntsman" (8300 br.t.) stórt flutningaskip hlaðið ýmiskonar vörum, málmgrjóti, teppum, tei og mörgu öðru og var það á leiðinni frá Kalkutta til London.


ALTMARK fékk tvær 2 cm - Fla - MG - byssur frá ADMIRAL GRAF SPEE


                                                                                                                       Mynd af Netinu © óþekktur
Þrjú fyrstu skipin höfðu verið skotin í kaf, en varðmenn höfðu verið látnir um borð í "Huntsman" og var það nú einnig á Ieiðinni til móts við Altmark.
Þegar Altmark hafði stöðvað vélarnar og lá orðið kyrrt ekki langt frá herskipinu, lét Dau skipstjóri róa sér um borð í það og var vel tekið á móti honum af skipherranum og honum boðinn góður vindill. "Við komum hér með ríkulegt herfang. herra skipstjóri," sagði Langsdorff skipherra. "Úr fyrstu þremur skipunum gátum við ekkert tekið með, en "Huntsman" er hlaðinn ýmiskonar gæðavörum. Eg ætla að reyna að senda eitthvað af þeim heim." "Hafið þér einnig tekið fanga?" spyr Dau skipstjóri. "Auðvitað en engan af Clement nema skipstjórann. Skipshöfnin fór í bátana og réri yfir til strandarinnar, því að við lágum rétt út af Pernambuco." Þá kímir Dau skipstjóri. Skipshöfnin á Altmark beið auðvitað í röðum út við borðstokkinn, í mjög miklum taugaæsingi, eftir því að sjá dansmeyjarnar, og mundi hún nú verða fyrir miklum vonbrigðum, því það voru engar fegurðardísir, sem komu um borð, og þótt að vísu margir hinna herteknu manna væru klæddir ekki ólíkt því, sem dansmeyjar eru stundum, í mjög mislit og sundurleit sjöl þá voru þeir gjörsneyddir öllu kvenlegu aðdráttarafli. Þennan dag bættist ekkert fólk við um borð í Altmark. En daginn eftir, þann 17. október, kom "Huntsman" snemma um morguninn og lagðist nærri Altmark. Allir þeir, sem ekki eru á vakt koma nú að taka á móti gestunum. Ekki færri en 48 myndavélum er nú stefnt að gestunum, tilbúnar að taka myndir. Menn vilja gjarnan, þegar heim er komið sanna frásagnirnar með myndum. Fyrsti báturinn var nú dreginn að Altmark. Hann var fullur af fólki, sem ekki var gott að greina, því það húkti niðri í bátnum. Þó sá skipshöfnin á Altmark brátt, að hér var ekki að" ræða um amerískar dansmeyjar, heldur indverska  sjómenn og kyndara, 67 að tölu. Þeir stigu nú um borð í Altmark og viku brátt feimnislega til hliðar og létu ækki á sér bera. I hinum mislitu skikkjum sínum, sem eru fallegar, og með kurteislegri framkomu vekja þessir menn þó á sér athygli, þótt þeir ekki beinlínis veki hrifningu þeirra, sem hafa búizt við einhverju meiru.

CLEMENT

                                                                                                                                                © photoship

Einnig þessum mönnum, sem flestir voru skinhoraðir og höfðu tekið"bænateppið"
sitt með sér, varð að sjá fyrir mannsæmandi vistarverum. Ekki geta þeir að því gert, þótt þeir hafi verið teknir til fanga. Nokkur geymslurúm hafa þegar verið tæmd. Það er skortur á dýnum og" þess háttar handa svo mörgum mönnum. Langsdorff skipherra vissi hvað hann gerði þegar hann kom með Huntsman. Hamp og  teppafarmurinn kom sér vel í staðinn fyrir dýnur og var mikið af teppum flutt frá Huntsman út í Altmark Indverjarnir höfðu sennilega aldrei á. ævi sinni haft eins mjúkt undir sér og þeir höfðu nú. Hvert lagið á fætur öðru af teppunum hafði verið látið undir þá, svo vel færi um þá. Einnig voru gangar og íbúðir um borð alþakið teppum. Eftir að fangarnir af Huntsman höfðu verið látnir niður komu báðar skipshafnirnar af skipununi sem Graf Spee hafði sökkt um borð í Altmark. Það voru Englendingar, og urðu þeir nú að láta sér vel líka að vera þarna með Indverjunum. Fyrsti stýrimaður á Huntsman bauð yfirmönnunum á Altmark þegar í stað hjálp sína við að koma löndum sínum fyrir um borð og láta þá hlýða. Þeir láta sér nefnilega fátt um finnast um allar þessar breytingar og hlýða treglega öllum fyrirskipunum. Sumir Englendingarnir ala von í brjósti um að fangelsisvist þeirra muni ekki standa lengi. Ensk herskip munu fljótlega gera enda á þessu og hertaka Altmark. Skipstjórarnir og eldri yfirmenn á hinum bresku skipum fá sérstakar íbúðir.

NEWTON BEACH

                                                                                                                                                   © photoship

Ekki aðeins vegna þess að það eigi betur við heldur einnig af varúðar ráðstöfunum. Það er því minni hætta á að skipshafnirnar komist undir áhrif þeirra. Það gæti komið fyrir að uppreisn brytist út um borð og reynt yrði að taka skipið með valdi. Þetta verður að hindra. Að kvöldi þessa dags liafa allir fangarnir um borð í Altmark verið látnir niður í skipið. Huntsman rekur nú eitt og yfirgefið á öldum hafsins, eftir að búið er að taka nokkuð af tefarmi hans og flytja um borð í Altmark. Skipherra á Graf Spee hefur nú horfið frá því að senda skipið heim. Hann álítur að til þess vanti menn. Ef tekin yrðu nokkur skip á þennan hátt framvegis yrði auðvitað að manna þau, og baráttuhæfni onustuskipsins mundi þá líðá við það, ef til bardaga kæmi. Þá kemur til kasta tundurskeytanna. Skipið sekkur mjög hægt. Hinir áhugasömu myndatökumenn verða þarna af  góðu tækifæri því myrkrið færist nú óðum yfir, svo ekki er hægt að taka myndir. Klukkan 23 sekkur svo Huntsman að lokumog hafnar á botni Guineaflóans.
Þessa nótt hverfur einnig Admiral Graf Spee af sjónarsviðinu. Birgðaskipið Altmark siglir nú eitt síns liðs um úthafið. enn með það fyrir augum að hitta herskipið seinna

ASHLEY



                                                                                                                                                © photoship

Fangarnir fá sama matarskammt og skipshöfnin, 500 gr. brauð, 125 gr. kjöt, 40 gr. smjör, 100 gr. hýðisávöxt, hrísgrjón og kálmeti, 20 gr. kaffi, 25 gr. sykur, 75 gr. Brauð álegg og 60 gr. kartöflur. Te fá allir eins og þá langar í. Kokkarnir og bakararnir fá meir en nóg að gera, að seðja allan þennan hóp, því tala hinna hungruðu hefur aukist um meira en helming, eða 153 menn. Mataræði Indverjanna veldur nokkrum áhyggjum. Þeir neita einfaldlega að borða þann mat sem Evrópumennirnir borða. Þeir koma fram með sinn eigin matsvein sem nú vinnur stöðugt í eldhúsinu með matsveinunum á Altmark. Þessi nýi kokkur býr til einhvern leyndardómsfullan mat handa löndum sínum, og horfir matsveinninn á Altmark tortryggnislega á meðan það er gert. Þennan mat þorir enginn að leggja sér til munns nema Indverjarnir. Sérstaklega er það kaka, sem steikt er í heitri feiti, sem virðist vera aðal fæða Indverjanna, og borða þeir óhemjulega mikið af þessu.

HUNTSMAN

                                                                                                                                          © photoship

Þessi kaka er svo vond á bragðið, eftir því sem fyrsti stýrimaðurinn á Altmark sagði þegar hann vildi reyna að leggja sér hana til munns,
að hann fékk undir eins áköf uppköst. Það er því óskiljanlegt hvernig Indverjarnir fara að njóta hennar með sannri gleði. Dagurinn hjá föngunum er nákvæmlega sundurliðaður. Kl. 6.45 er vaknað á morgnana og kl. 19 að kvöldi er kvöldganga. Eftir þann tíma verður að ríkja alger kyrrð á skipinu Svo leið tíminn
Frh
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 840
Gestir í dag: 89
Flettingar í gær: 4912
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 253470
Samtals gestir: 10869
Tölur uppfærðar: 29.4.2025 10:42:44
clockhere