30.06.2015 20:56
Altmark 5
Um borð í Altmark voru
menn nú viðbúnir, því að Englendingar sýni sig brátt aftur. Hin norska
landhelgi var ekki lengur nein vörn gegn fjandsamlegum árásum. Tæpri
klukkustundu eftir flugvélaheimsóknina en Altmark var þá statt út af
Egersund komu í ljóss á stjórnborða eitt breskt herskip af
Aurora-gerðinni og þar að auki 5 tundurspillar. Þessi skip nema fyrst
staðar fyrir utan landhelgina, bíða eftir Altmark og halda síðan áfram
ferðinni. samhliða binu þýzka skipi. Skyndilega breyta Bretarnir um
stefnu og koma nær
Þá birtust bretarnir á Aurora skipum sínum m.a
© photoship
Þ.á.m. tundurspillirinn Intrepid.
© photoship
Jössing-fjörðurinn
Mynd af Netinu © óþekktur
Seinna koma þangað svo bæði norsku varðskipin Firern og Hval IV. Ein skipun frá hinni norsku yfirstjórn flotans hljóðaði á þá leið að þessi varðskip skyldu leggjast sitt hvoru megin utan á Altmark til þess að hindra breska árás á skipið. Hefðu Bretarnir farið yfir norsku varðbátana hefði mátt Ieggja það út sem árás á varðbátana sjálfa. Þessi skipun virðist þó seinna hafa verið tekin aftur, en skipun gefin út um að .koma í veg fyrir hvers konar valdbeitingu Það var komin nótt. Ensku tundurspillarnir lágu stöðugt fyrir utan fjörðinn. Hvort þeir voru að bíða eftir frekari skipunum frá ensku flotastjórninni, eða hvort þeir biðu eftir myrkrinu, vissu menn ekki
Svo kom enski tundurspillirinn Cossack
© photoship
Á meðan sendir Dau skipstjóri tvö skeyti til þýska sendiráðsins í Osló og kemur því í skilning um hvernig sakir standa. Ef til vill hefði það getað hjálpað upp á sakirnar. Í bráðina var ekkert að gera fyrir Altmark en að liggja kyrrt í Jössingfirði sem var tiltölulega öruggur staður og bíða eftir frekari skipunum frá þýska sendiráðinu, sem líklega tæki ekki langan tíma. Hinn þýski sendiherra í Osló lét sitt heldur ekki eftir kyrrt liggja. Hann fór þegar upp í flotamálaráðuneytið norska og krafðist þess að send yrði aðstoð til Jössingfjarðar,og var honum lofað því, en sú aðstoð kom ekki í tæka tíð til þess að hindra þann sorgarleik sem nú var að hefjast Það ríkti nú kyrrð í firðinum. Báðir norsku tundurskeytabátarnir Kjell og Skarv lágu mjög nærri Altmark, viðbúnir, en Englendingar sáust ekki lengur Klukkan var orðin 22 þegar menn komu auga á, skuggamynd af skipi í fjarðarmynninu sem nálgaðist hægt og hélt sig síðan í námunda við hina norsku tundurskeyta báta.
Honum stjórnaði P.L Vian (1894-1968)
Um borð í Altmark var þegar í stað öllum gert viðvart. Enginn þekkti þennan skuggalega óboðna gest. Dau skipstjóri hélt að hér væri um að ræða tundurduflaslæðarann Olav Tryggvason, sem hann hafði séð áður, fyrir utan Bergen, skipið virtist líkjast honum. Dau skipstjóri lét nú spyrja um hverskonar skip þetta sé. Norðmennirnir héldu sér að hinu sama, þeir morsa: "Segið okkur hvaða skip þetta er !" En það var þögn. Ekkert svar, engin merki. Um hálfrar stundar þögn ríkti, sem er þrungin æsingarkenndri óvissu. Hið ókunna skip liggur kyrrt nærri norsku skipunum. Það lítur út fyrir að hér sé um viðbótarstyrk að ræða handa Norðmönnunum til að vernda Altmark "Setjið út kaðalstiga. Á bakborða!" kallar skipandi rödd yfir til Altmark. Það var byrjað að morsa á hið ókunna skipi. Dau skipstjóri spyr: "Hvaða skip er þetta?" En hið ókunna skip svarar ekki. Skipstjórinn á Altmark þurfti ekki lengi að vera í óvissu um, hvers konar skip þetta var og hver tilgangurinn var. "Snúið skipi yðar upp í vindinn, eða við skjótum á yður," var því næst morsað yfir til þeirra frá ókunna skipiniu, og þá voru menn um borð í Altmark ekki lengur í neinum vafa um að hér væri um enskt skip að ræða en ekki norskt.
Svo byrjaði "ballið"
Hið enska skip hlaut að hafa virt að vettugi hina norsku landhelgislínu, og án þess að blygðast sín var ráðist til atlögu á hið þýska birgðaskip, sem var í landhelgi hlutlausrar þjóðar. Þetta var enski tundurspillirinn Cossack, skipherra P. L.Vian. Altmark eykur nú hraðann og þegar skipin eru komin nokkuð lengra inn í fjörðinn er Ijóskastara þess stefnt á kinnung breska skipsins til að sjá hvort það veitti Þjjóðverjum eftirför. Dau skipstjóri átti enn bágt með að trúa að Bretarnir gerðu alvöru úr ógnun sinni. Með því að ráðast á eða skjóta á hið þýska skip myndu Bretar rjúfa hlutleysi Norðmanna og svo að segja skora Noreg á hólm og hinir norsku tundurskeyta bátarnir mundu þá verða neyddir til að skerast í leikinn og reyna að verja Altmark.
ALTMARK í Jössing-firði
Orrusta milli herskipa þessara tveggja ríkja mundi því þýða það sama og friðslit milli Noregs og Bretlands. En til þess máttu ekki koma, þótt gott væri, að ná í hina 300 fanga um borð í Altmark. En þarna skjátlast hinum þýska skipstjóra. Skipherrann á hinum breska tundurspilli hafði fengið strangar skipanir um, frá yfirstjórn brezka flotans, að ná í þessa fanga og það jafnvel þótt það væri gert á móti vilja Noregsstjórnar. Árásin var þess vegna hafin. Menn um borð í Altmark vita nú hverju þeir eiga von á. Nú er ekki lengur hægt að láta fangana fara upp á þilfar og sprengja skipið í loft upp.Til þess var heldur ekki neinn tími Á fullri ferð tókst Dau skipstjóra að stýra skipi sínu þannig, að afturhluti þess snýr stöðugt að mótstöðumanninum, sem hefur siglingaljósin uppi. Allir björgunarbátarnir voru nú einnig undirbúnir undir að verða látnir á flot. Dau skipstjóri vildi reyna allt sem hægt værir til þess að komast hjá því að lenda í bardaga við árásarmennina á tundurspillinum.
Sama hér
Altmark var ekki herskip og mátti þess vegna ekki heyja neins konar baráttu í hlutlausri landhelgi Cossack kom nú nær og beygir á stjórnborða.En Altmark hagar sér þannig að það hefur tundurspillinn stöðugt fyrir aftan sig. Við hentugt tækifæri lét Dau skipstjóri vélarnar ganga með fullri ferð afturábak. Afturhluti þýska skipsins stefndi nú beint á miðja brú tundurspillisins svo örlög hans virtust vera ráðin. Hinn mikli þungi birgðaskipsins, sem er 10.000 tonn að stærð, hlyti að valda mikilli eyðileggingu um borð í tundurspillinum. En englendingarnir höfðu þegar komið auga á hina miklu hættu sem steðjar að, og með öllu afli véla sinna, sem hafa yfir að ráða 44.000 hestöflum, tekst englendingunum á síðasta augnabliki að komast hjá árekstri svo að afturhluti birgðaskipsins, eins og af óskiljanlegum ástæðum, sveiflast á bakborða. Eins og seinna kom í ljós var það ísinn sem framundan var, sem orsakaði þetta, og gerði það einnig að verkum að Cossatk lenti ekki upp í hina sæbröttu strönd. En í sama bili og tundurspillirinn rennur hjá afturhluta hins þýzka skips stökkva einn liðsforingi og um það bil 20 sjóliðar úr reiða tundurspillisins niður á þilfar Altmarks.
Einnig hér
Þeir voru með stálhjáltna, vopnaðir skammbyssum, stórum og smáum. Þessir menn hófu þegar í stað æðisgengna skothríð, og með óhljóðum og öskrum ráku þeir skipshöfnina á Altmark á undan sér til að smala henni saman. Skipshöfnin á Altmark, sem engin vopn höfðu, og ekki hafði neins konar ráð til að veita mótspyrnu, varð þegar í stað ótta slegin. Allir reyna á flótta að komast úr skipinu til að forðast að verða teknir til fanga. Sumir fóru í bátana og reyndu að slaka þeim niður, aðrir sveifluðu sér í köðlum niður á ísinn og komust svo á land. En skotin dundu stöðugt yfir þilfar hins þýzka skips, sem er upplýst af ljóskösturum frá tundurspillinum, og hver á fætur öðrum af áhöfn birgðaskipsins hneig í valinn. Það ríkti æðisgengíð uppnám. Hróp, skipanir. blótsyrði, traðk, áflog og skotdrunur. Hver sem var reyndi nú að bjarga sér sem best hann gat, og engin stjórn var lengur á neinu. Sá eini sem var óhræddur og stóð rólegur í brúnni var Dau skipstjóri, og það sem einkennilegast var, skipta Englendingarnir sér ekkert af honum. Því þeir álítu að hann vera norskan lóðs.
Hluti fanganna við komuna til Englands með Cossack.
Af þessari ástæðu heppnaðist honum, án þess að nokkur taki eftir, að stýra skipinu, þannig að afturendi þess lenti upp í hinni klettóttu strönd, sem var þar mjög nærri Hvernig svo sem allt færi mátti ekki Altmark lenda í höndum Englendinga. Þótt ekki kæmi alvarlegur Ieki að skipinu myndi það þó líða það mikið tjón að það yrði ekki fyrst um sjófært. Þetta heppnaðist ágætlega. Það brakaði og brast í skipinu þegar það lendir í grjótinu. Þá fyrst skildi hinn breski liðsforingi, hver það var sem hann hafði látið standa þarna afskiptalausan við stýrið. En nú var orðið of seint að kippa þessu í lag. Altmark situr fast, með afturendann upp á landi, og hafði þegar orðið fyrir alvarlegu tjóni. Sá hluti skipshafnarinnar á Altmark, sem ekki hafði getað flúið af skipinu og sem ekki þegar lá í blóði sínu á þilfarinu, sundurskotinn af skammbyssuskotum, hafði nú verið rekinn saman í hóp og ógnað með byssuhlaupum.
8 Þjóðverjar eru grafnir í Jössa -firði
Enginn reyndi að veita mótspyrnu en allir hefðu viljað geta flúið til þess að losna við fangavist á Englandi í lengri eða skemmri tíma Svo voru fangarnir látnir lausir, hver á fætur öðrum, og stjórnaði Dau skipstjóri því verki. Þeir voru samtals 300, og fóru þeir allir um borð í Cossack. Enginn einasti þeirra hreyfir neinu smánaryrði til skipverja á Altmark eða til skipstjórans. þeir vissu það allir, að undir öllum kringumstæðum var ekki betur hægt að fara betur með þá, og engin ástæða var til neinna kvartana frá þeirra hendi.
Norsk minningartafla í Jössefirði um atburðinn
Flutningur fanganna gengur fljótt fyrir sig. Englendingarnir eru auðsjáanlega taugaóstyrkir og tlýta sér eins og þeir geta. Þegar sá síðasti hinna 300 fanga er kominn um borð í tundurspillinn, bjuggust þeir 100 menn af skipshöfninni af Altmark, sem ósærðir eru, við því að fara á eftir hinum um borð í tundurspillinn sem fangar Englendinga. Það væri óhugsandi að þeir yrðu skildir eftir En hið óvænta skeður.Cossack leggur í skyndi frá birgðaskipinu og sigldi út fjörðinn með þeim hraða sem skipið hefur yfir að ráða. Einnig létu hinir norsku tundurskeytabátar ekki á sér bæra. Þeir lágu á sínum stað og létu Englendingana sigla. fram hjá í friði Ekki líður ´löngu þar til bretarnir sameinast þeirri flotadeildi sem þeir áður höfðu verið með og stefna nú öll skipin í vestur Skipshöfnin um borð í Altmark þeir sem ekki eru fallnir eða særðir drógau nú andann léttara. Sjö menn eru þegar dánir og sá áttundi var að dauða kominn af sárum. Fimm menn eru mikið særðir en sex lítið tvo varð að skera upp, og gerði skipslæknirinn það, en hann annaðist yfirleitt þá særðu.
Þjóðverjar bera fallna félaga frá borði
Með þessu bragði sínu tókst Englendingunum að gera upp reikningana við óvinina og næstu daga stóð svo að segja allur heimurinn á öndinni af undrun. Óneitanlega var hér um alvarlegt hlutleysisbrot að ræða, af hendi Englendinga, þar sem þeir réðust þannig á hið þýska birgðaskip Altmark, sem sigldi í landhelgi Noregs. En það má einnig segja að heiður Stóra-Bretlands sem flotaveldi hafi verið í veði, og hefði það orðið mikill álitshnekkir fyrir Breta hefðu þessir 300 fangar komist heilu og höldnu til Þýskalands. Tilraun til að frelsa þá varð að gera, en þessi tilraun var brot á öllum alþjóðareglum. Þetta hlutleysisbrot Englendinga varð einnig gert þeim hlutfallslega létt. Þetta á ekki einungis við Norðmenn, sem horfðu hér um bil aðgerðalausir á þessar aðfarir, heldur einnig Þýskaland sjálft. Hér var um hugtakið "Ríkisskip" að ræða, sem er ekki markaður neinn bás í alþjóðarétti. Þetta, sem var nokkurs konar millitegund milli kaupskips og herskips, varð þess valdandi að Norðmenn urðu svo hikandi í aðgerðum sínum. Þeir vissu ekki almennilega hvernig þeir áttu að haga sér þegar um þess konar skip var að ræða, og svo lokuðu þeir báðum augum og gerðu ekki neitt.
Þjóðverjarnir reistu líka merki
En það má þó segja að aðferðin til þess að koma þessu verki í framkvæmd hafi ekki verið sem heiðarlegust hjá Bretum. Eftir að þeir átta sem féllu og einn, sem hafði drukknað og fannst aldrei, höfðu verið jarðaðir á norskri grund, var svo hafin viðgerð á Altmark í byrjun mars í Langefjord og 22. mars lagði það á stað heimleiðis, án þess að nokkuð frekara bæri við. En nafnið Altmárk hafði þyrlað upp miklu pólitísku ryki í þessari veröld og var mikið rætt um þessa atburði á eftir. Eftir þetta var svo breytt um nafn á skipinu eins og til þess að reyna að láta það gleymast, sem skeð hafði, og skipið fékk nafníð Uckermark. Undir þessu nafni átti svo þetta skip eftir að fara margar mikilvægar ferðir til Austur-Asíu.