02.07.2015 15:14

Nýsköpunin

Atli Mikk íaði að því að ég skrifaði eitthvað um aðkomu Ríkisins að "Nýsköpunnartogurunum".Lítum aðeins í grein eftir Ásgeir Jakobsson í gömlu Sjómannadagsblað.Þar stendur m.a:" Íslenska þjóðarskútan hlaut að stranda strax að stríðinu loknu. Ákafi stjórnvalda og þjóðarinnar var mikill við að koma stríðsgróðanum í lóg. Hann fór ekki allur í skipakaup, eins og oft hefur verið klifað á, heldur mestur í ýmsar aðrar þarfir, svo sem bættan bíla- og húsakost og ýmsar framkvæmdir í landi svo sem uppbyggingu frystivinnslu, og svo auðvitað að hluta í sukk og óráðsíu, þessa fylgikvilla íslensks þjóðlífs.


b/v INGÓLFUR ARNARSSON Var fyrstur af Nýsköpunnartogurunum

                                                                                                                         Mynd úr mínum fórum © óþekktur


Þjóðin, sem aldrei hafði séð peninga í Kreppunni, þegar stríðið skall á, svalg í sig stríðsgróðann, eins og sá maður, sem að dauða er kominn af þorsta, svelgur vatn, og ekki undarlegt, en hitt undarlegra, að því meira sem drukkið hefur verið, því meiri þorstinn Fiskiflotinn naut ekki stríðsgróðans, þótt hann hafi að stórum hluta myndað þær inneignir, sem íslenska ríkið átti í Bretlandi. Útgerðin í landinu átti þar engar inneignir. Hennar gróði hafði verið tekinn af henni hér heima jafnharðan og hann myndaðist.

b/v MARZ var í eigu Tryggva Ófeigs

                                                                                                                      Mynd úr mínum fórum © óþekktur

Það var strax á öðru stríðsárinu tekið að skattleggja útgerðina stórlega og hún fékk ekki að leggja nema lítinn hluta af ágóða í Nýbyggingarsjóð, en í hann mátti ekki leggja nema helming af leyfilegu varasjóðstillagi, sem var skattfrjálst, en það var svo séð fyrir sköttunum, að varasjóðs ,tillagið var ekkert sum árin, og þá ekki heldur neitt til að leggja í sjóð. Smíðaverð hækkaði náttúrlega gífurlega á styrjaldarárunum, og smíði nýs togara fullbúins var um 3,5 milljónir. Þegar Finnur Jónsson, ráðherra, fór að telja upp úr Nýbyggingarsjóði togaraútgerðarinnar í lok stríðsins, eða 1945, hafði ekki safnazt í hann nema 14 milljónir, eða sem svaraði kaupverði 4 togara af þeim 30, sem ríkisstjórnin pantaði í Bretlandi 1945.

Einar Þorgilsson & co áttu b/v Surprise

                                                                                                     Mynd úr mínum fórum © óþekktur

Einstaka útgerð í landinu átti eina milljón í sjóði, svo sem útgerðir þeirra Einars Þorgilssonar og Tryggva Ófeigssonar,og það svaraði til fyrstu útborgunar í einn togara, enda gerðust margir tregir til kaupanna. Stærstu útgerðarfélögin, eins og Alliance og Kveldúlfur keyptu aðeins sinn togarann hvort. Mestallur flotinn, sem dreifðist um landið var keyptur af bæjarútgerðum eða nýjum hlutafélögum með bæ eða ríki með í kaupunum.

Ingólfur Arnarsson hét hann þessi dæmigerði "Svíþjóðarbátur" af stærri gerðinni

                                                                                                                                 Mynd úr mínum fórum © óþekktur

Ekki tókst betur til um Nýbyggingarsjóð bátaútgerðarinnar. Þar voru ekki nema 2 milfjónir í sjóði, en kaupverð þess flota, sem pantaður var í Svíþjóð, taldi Finnur vera um 24 milljónir. Hér er aðeins verið að ræða um fyrstu pöntun ríkisins, 30 togara í Bretlandi og 45 báta í Svíþjóð. Auk þessa voru nokkru síðar keyptir 6 togarar, þar af 3 diesiltogarar og 1950-51 enn keyptir 10 togarar og nokkrir bátar, sem einstakir útgerðarmenn létu smíða sér í Svíþjóð. Til Reykjavíkur komu á þessum árum 21 togari og allmargir bátar, sem fyrr er lýst.

Garðar EA dæmigerður "Svíþjóðarbátur" af minni gerðinni


                                                                                                                         Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Í fiskveiðum eftirstríðsáranna gekk þetta til með svipuðum hætti, nema í ríkara mæli, og eftir Fyrri heimsstyrjöldina. Allur kostnaður, sem hafði stóraukist á stríðsárunum, hélst uppi og stórjókst hérlendis vegna mikillar innlendrar verðbólgu. Til að sæta soðið endurtók sig sagan frá Kreppuárunum. Gengi krónunnar var haldið of háu. Markaður var nógur hjá sveltandi þjóðum Evrópu, en þær gátu ekki borgað nema í lélegum vörum, verksmiðjuhverfi þeirra í rúst og allt atvinnulíf" Svo mörg voru þau orð m.a.


Hér er slóð á  nöfnin á fyrstu skipunum

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 981
Gestir í dag: 355
Flettingar í gær: 6117
Gestir í gær: 267
Samtals flettingar: 197191
Samtals gestir: 8766
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 19:21:02
clockhere