04.07.2015 23:39

Shettlands Larsen I

Við ákváðum það ég og vinur minn sem ég birti mynd af um daginn að skrifa eilítið meir úr WW 2 Og nú ætlum við að rekja svolítið sögu "Shetlands Larsens" Leif Andreas Larsen («Shetlands-Larsen») (f 9. januar 1906 i Bergen, d 12. oktober 1990) var einn af þekkstu andspyrnuhreyfingarmönnum í Noregi í WW2  Hann fæddist inn í hóp  12 systkina .Faðir hans sem var faraldsali var ættaður frá Asíu en móðirin var dönsk Fáir foringar í sjóherjum bandamanna hlutu fleiri heiðursmerki en Larsen.Tvisvar var hann sæmdur "Krigskorset med sverd".Æðsta heiðursmerki Noregs Fyrir stríðið eða frá 1922 var hann mótormaður á kaupskipum í langfart.Og frá 1931-1938 formaður á mótorbátum heima í Noregi Allt hljómar þetta furðulega því Larsen var litblindur Hann kom svo í land og vann um tíma á vélaverkstæði 1940 skráði hann sig í Svenska Frivilligkåren í Finnska vetrarstríðinu 

Shetlands-Larsen

                                                                                                       Mynd af Netinu © mér óþekkt

Og barðist þar undir stjórn Gösta Benckert.Þegar því stríði lauk sneri hann heim. Á heimleiðinni barst honum vitneskjan um að þjóðverjar hefðu hertekið Noreg Bæði norðmenn og svíar sem í herdeildinni voru héldu beint til Noregs til að taka þátt í bardaganum við þýska innrásarliðið Í Noregi börðust  Larsen og félagar úr Gösta Benckerts flokknum í Kongsvinger virkinu og einnig og  i Glåmdalen. Larsen yfirgaf Noreg 9 febr 1941og kom til Lerwick 11. Febrúar Í Bretlandi, gekk hann strax í deild sem stofnuð hafði verið þar frá Norska sjóhernum

Hann skráði sig í Svenska Frivilligkåren í Finnska vetrar stríðinu 


                                                                                                                                     Mynd af Netinu © mér óþekktur


Hann varð svo miðpunktur "Shetlandsgjengen", Þessari fg norsku sjóhersdeild undir breska stjórn sem flutti flóttamenn og njósnara fram og til baka á milli Noregs og Shetland. Larsen hafði góða forystuhæfileika. Hann gerði ekki mikið úr eigin hæfleikum en gerði þess meira úr þeim hjá samstarfsmönum sínum «Það var ég skipstjórinn sem fékk orðurnar. En það voru minir menn sem gerðu mig verðugan þessa" sagði hann einsinni í blaðaviðtali. Hann fór 52 ferðir yfir Norðursjóinn frá 1941 til hausts 1943 á venjulegum norskum fiskibátum Flokkurinn sem Larsen tilheyrði fór 198 ferðir. Tíu skútur með 44 manns fórust.Tvisvar fórust bátar sem Larsen stjórnaði en hann slapp í öll  skiftin á æfintýralegan hátt

Arthur einn af bátum Larsen



                                                                                                              Mynd af Netinu © mér óþekktur

"Arthur" var í eigu Reidar Søvik m.fl í Søvik. Það var þann 30. október 1941, sem bátnum rænt af Leif Larsen og Palmar Bjørnøy og tveimur öðrum frá Shetlandsgjengen, meðan skipið lá í í Søvik. "Arthur" fór nokkrar ferðir með andspyrnumenn yfir Norðursjó. Þegar Larsen og félagar hertöku bátinn hékk arnbandsúr í stýrishúsinu.Eftir stríð leitaði Larsen eigandan uppi og afhenti honum úrið. MK Arthur var notað í "Operation Title" Aðgerð sem gekk út á að sökkva hinu þýska  "Tirpitz".  


Larsen og áhöfn hans á Arthur

                                                                                Mynd af Netinu © mér óþekktur                                

Sem þá var í Asenfirð Átti Arthur flytja þangað Chariot tundurskeyti sem voru í reynd mannaðir dvergkafbátar Þeir höfðu verið prófað í Englandi og voru knúnir rafmagni. Áhöfnin kafbátanna voru klæddir í froskbúninga svo þeir gætu dvalið tímunum saman undir yfirborði sjávar  Bátarnir var búin með tímasettar sprengiefni tæki sem hægt væri að festa við bol  skipa með segulstáli. Átti að koma þeim  eins nálægt herskipinu og hægt var. Áhöfnin á Arthur var þessi  Norðmmenn voru: Leif Larsen,skipstjóri Palmer Bjørnøy, vélstjóri Johannes Kalve, háseti Bretar voru: Roald Strand loftskeytamaður Sub-Lieutenant William Brewster Able Seaman A. Brown  Sergeant Don Craig   Able Seaman Bob Evans Able Seaman Billy Tebb og Able.Seaman Malcolm Causer

Palmer Bjørnøy, vélstjóri

                                                                                                                        Mynd af Netinu © mér óþekktur

Planið var að dvergbátarnir yrðu lestaður um borð í Arthur og faldir í lest bátsins undir mópokum.Síðan átti að koma þeim við kjölinn á bátnum og síðast draga þá síðustu metrana þannig  Lagt var af stað 26 oktober 1942 Fljótlega eftir brottför, lentu þeir félagar í mjög slæmu veðrir. Loks þ 28. Október sáu þeir Larsen  strandlengju Noregs nálægt bænum Bud, suður af Kristiansand. Þá gaf vélin sig Áhöfnin var neydd til að hafa hægt um sig meðan Bjørnøy reyndi að koma vélinni í gang.

Dvergkafbátarnir lestaðir

                                                                                                                 Mynd af Netinu © mér óþekktur

Aðstoð þurfti járnsmiðs til að laga vélina. Sem betur fór þekkti Larsen til eins slíks sem treysta mátti á þarna á svæðinu.Var bilaða hlutnum komið til hans og gerði hann það sem gera þurfti Meðan urðu aðrir bátsverjar að hafa gætur á ef til óvinarins sæist Eftir 3 klukkustundir, tókst það og hægt var að sigla áfram aftur.Að morgni næsta dags, lagðist Arthur við akker nálægt Edøya. Þar sem "bátarnir" yrði fluttir til og festir við kjölinn.

Arthur að leggja af stað í ferðina frægu

                                                                                                                        Mynd af Netinu © mér óþekktur

Eftir að yfirgefa Hestvik þann 31. október, var hópurinn tilbúinn til athafnanna gegn Þjóðverjum.Nokkru seinna voru þeir stöðvaðir af þýskum eftirlitsbát  Norska áhöfnin faldi skammbyssunar undir peysur sínum. en Bretar földust hinsvegarí í leynihólfi, með byssur sínar tilbúnar,. Eftir nokkrar spenntar mínútur af spjalli  milli Larsens og hins þýska foringa róaðist andrúmsloftið .Aðeins fyrir áræðni norska áhafnarinnar,slapp Arthur án tortryggni þjóðverja. Eftir aðra nokkrar mínútur, var Arthur leyft  að sigla inn í fjörðinn Báturinn hafði einnig vera heimsóttur af eldri manni í kajak en eftir að Larsen hafði logið um samstarf hans við Þjóðverja, sneri sá gamli heim aftur.

Hluti af áhöfnin á Arthur


                                                                                                                                  Mynd af Netinu © mér óþekktur

En þegar þeir félagar áttu eftir 9 sjm í ákvörðunarstað gerði ofsa veður Skyndilega, heyrðist skelfilegur hávaði frá kjölnum þar sem bátarnir voru festir. Eftir að hafa komist í lygnari sjó kafaði Bob Evans undir kjöl til að athuga með dvergkafbátana  Þegar hann kom úr kafi hrópaði hann með skelfingu "Það er ekkert þarna"  Höfðu bátarnir brotnað  af kjölnum og sökkið. Bara 9 sjm frá Tirpitz hafði allt verið unnið fyrir bý. Kæmist upp um  herferðina í myndi það hafa voðalegar afleiðinga.Bátsverjar áttu ekki annarskosta völ en að sökkva bátnum og flýja til Svíþjóða Norskir landamæraverðir urðu varir við þá og skutu á þá. Einn leiðangursmanna Bob Evans særðist og náðist. Honum var síðar misþyrmt til dauðs af nasistum

Svona gekk það fyrir sig

Mynd af Netinu © mér óþekktur

En Arthur var svo bjargað upp eftir stríð og afhentur eiganda sínum og haldið út sem fiskibát eftir það Fyrir þatta afrek sem þó mistóks var Larsen sæmdur bresku orðunni Conspicuous Gallantry Medal  fyrstur erlendra manna. Aðgerðina flokkuðu bretar undir "Riddaraleg mislukka?? "( "chivalrous failure") Frh


Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5165
Gestir í dag: 162
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195256
Samtals gestir: 8306
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 19:26:18
clockhere