05.07.2015 14:15
Shetlants Larsen II
Shetlands Larsen
Mynd af Netinu © mér óþekktur
Það má telja með hreinum undrum að
Larsen fengi að stjórna skipi á vegum Breta því eins og fyrr sagði var
hann litblindur En þetta sýnir að þeir settu kíkrinn fyrir blinda augað
út af hæfileikum mannsins og hugrekki.En hann gekk að visu hægt upp í
gráðurnar vegna vöntunnar á menntun. Ég ætla mér ekki að reyna að þýða
þetta en röðin var þessi í Norskasjóhernum: Kvartermester i 1941 til
fenrik i 1943 og løytnant i 1945, , kapteinløytnant i 1953 og til
orlogskaptein i 1966.Eftir stríð Larsen reyndi Larsen fyrir sér í að
framleiða íþróttavörur En var gjaldþrota á því.
Larsen og félagar í Shetlandsgjengen
Mynd af Netinu © mér óþekktur
Það borgar sig ekki
peningalega að vera "stríðshetja" sagði hann í sambandi við það Í
kvikmynd sem gerð var 1954 um hann og "Shetlandsgjengen" Lék hann sjálfan
sig Hann var alltaf tengdur Norska sjóhernum og vann að uppbyggingu
norsku "Naval Home Guard" 1952 tók hann þátt í Nató æfingunni "Operation
Mainbrace" Þar stjórnaði hann litlum herbát og fékk hann mikið lof frá
stjórnendum æfingarinna þeim Natómönnum.
Á þessari mynd er Larsen lengst t h Palmer Bjørnøy, í miðju
Mynd af Netinu © mér óþekktur
Myndir úr ferli Larsen
Mynd af Netinu © mér óþekktur
Mynd af Netinu © mér óþekktur
Nokkur heiðursmerki Larsens
Mynd af Netinu © mér óþekktur
VIGRA eitt af skipum Larsens
Mynd af Netinu © mér óþekktur
Styttan af Larsen á Shetlands-Larsens brygge Mynd af Netinu © mér óþekktu
Larsen fékk hjartaáfall um miðjan september 1990 og lá á Haukeland
sjúkrahúsi þar tl hann dó 12. oktober 1990 84 ára gamall. Hann lét
eftir sig konu og tvær dætur Larsen hlaut Norges æðsta heiðursmerki
"Krigskorset med sverd" i1942 og tók á móti orðunni með stjörnu í annað
skiftið 1943.Þetta gerði hann einn af aðeins 11 sem hafa fengið þetta
æðsta heiðursmerki meir en einu sinn. Hann fékk "St. Olavsmedaljen med
ekegren" Krigsmedaljen med tre stjerner, Deltagermedaljen og Haakon VIIs
70-årsmedalje
Krigskorset med sverd
Mynd af Netinu © mér óþekktur
Og ég legg ekki í að þýða "Som første utlending ble han
tildelt den britiske Conspicuous Gallantry Medal. Han fikk også de
britiske dekorasjonene Distinguished Service Medal and Bar,
Distinguished Service Cross og Distinguished Service Order, samt den
amerikanske Medal of Freedom og Medaljen for norske finlandsfrivillige
1940, for sin deltakelse i Vinterkrigen".
Ein af mörgum blaðagreinum um Larsen
Mynd af Netinu
Aðeins einusinni bar hann öll sín heiðursmerki en það var í hádegisverðar boði hjá Montgomery lávarði í Bergen. 8 mai1995 var afhjúpuð stytta af Larsen á "Torgutstikkeren" í Bergen, sem um leið var gefið nafnið «Shetlands-Larsens brygge». Það var krónprinsinn Haakon Magnus sem gerði það við hátíðlega athöfnI 2000 var Shetlands-Larsen kosinn sem «Århundrets vestlending» af lesendum Bergens Tidendes
Menn minntust hetjunnar á ýmsan hátt við fráfall hans
Mynd af Netinu