14.07.2015 19:58
Tröllafoss
Hann þótti mikið skip

Skipið var byggt hjá Consolidated Steel Corp í Wilmington CA í USA 1945 sem: COASTAL COURSER Fáninn var: USA Það mældist: 3805.0 ts, 5032.0 dwt. Loa: 103.20. m, brd 15.20. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1948 TRÖLLAFOSS - 1964 SEOUL Nafn sem það bar síðast undir fána Líberíu En 29-08-1973 lá skipið við akkeri á ytri höfn Inchon í Kóreu. Skall á rok skipið fór að draga akkerið og rak úu úr því á land. Var það rifið á staðnum
Fyrsti íslenski skipstjóri á skipinu var Bjarni Jónsson
Með Jón Aðalstein Sveinsson sem yfirvélstjóra
Mikill velunnari síðunnar Björgvin S Vilhjálmsson sendi mér þessar myndir fyrir stuttu.Og kan ég honum mínar kærustu þakkir fyrir þær.
Þarna mun "Tröllið" vera í New York. Það má geta þess að í þeirri höfn var hann í nokkur skifti kosið snyrtilegasta skipið í höfninni
© Björgvin S Vilhjálmsso
Þarna er það í Hamborg
© Björgvin S Vilhjálmsson



