14.07.2015 23:11

Meira Tröllafoss

Eigum við aðeins að líta nánar á yfirmenn á Tröllafossi sem voru á skipinu í fyrstu ferð allavega Allir urðu þessir menn æðstu yfirmenn í brú og vél á skipum E.Í seinna Í brú var þar fremstur í flokki eftir Bjarna Eymundur Magnússon 1 stýrimaður

Eymundur Magnússon (1893 - 1977) Ferill hjá E.Í 1918-1959




Eymundur tók við Tröllafossi af Bjarna 1952 Eftir að hafa verið með Selfoss I sem var fyrsta skipið sem Eymundur stjórnaði sem fastur skipstjóri hjá E.I og Reykjafoss II Uppúr 1950 fór "mccartyisminn" að vaxa fiskur um hrygg 


SELFOSS I var fyrsta skip Eymundar sewm fastur skipstj hjá E.Í.


                                                                                                       Mynd úr mínum fórum © Ókunnur 


Og komúnistahræðslan að heltaka bandaríkjamenn Þeir sáu þá í hverju horni.
Nokkrir vinstrisinnaðir farmenn fengu ekki að sigla til USA. Einn þeirra var Eymundur Magnússon.  Eymundur mun hafa sagt við Mc Carthy erindrekana sem yfirheyrðu hann:"Ég hef siglt tvær heimstyrjaldir til Bandaríkjanna og var mér tjáð að ég væri að sigla til þess ríkis.þar sem lýðræði sé í hásæti og Bandaríkin  séu og eigi að vera öðrum þjóðum þar fremri. Með þessu tel ég mig vera búinn að svara spurningum ykkar" En öðlingurinn Eymundur var að láta í minni pokann.

Annar stýrimaður á Tröllafossi við komuna var Stefán Dagfinnsson

Stefán Dagfinnsson (1895-1959) Ferill hjá E.I 1919-1959



Fyrsta skip Stefáns sem fastur skipstj.hjá E.Í var Brúarfoss I

BRÚARFOSS I


                                                                                          © Coll. R.Cox Sea the ships

III stm á Tröllafossi var Eiríkur Ólafsson

Eiríkur Ólafsson (1916-1975) Ferill hjá E.Í 1941-1964



Fyrsta skip Eiríks sem fastur skipstj. hjá E.Í var Mánafoss I

Mánafoss I


                                                                                                                                    © Guðjón V

Svo eru það vélstjórarnir Annar vélstj var Ágúst Jónsson

Ágúst Jónsson ( 1901-1976) Ferill hjá E.Í 1926-1967


Ágúst varð seinna yfirvélstjóri á skipum E.Í

III Vélstjóri var Einar Sigurjónsson

Einar Sigurjónsson (1910-1961) ferill hjá E.Í 1941-1961




Einar varð seinna yfirvélstjóri á ýmsum skipum E.Í

IV vélstjóri var Sigurður Hallgrímsson

Sigurður Hallgrímsson (1921-2003) Ferill hjá E.Í. 1945-1950


Sigurðu átti ekki langan feril hjá E.Í

Loftskeytamaður var Einar Benediktsson

Einar Benediktsson (1900-1953) Ferill hjá E.Í 1928-1953




Einar var loftskeytamaður á ýmsum skipum E.Í Lengst af á Lagarfossi I og Tröllafossi

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5267
Gestir í dag: 171
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195360
Samtals gestir: 8315
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 19:48:08
clockhere