28.07.2015 14:41
Skipin hans Óla Tomm m.m
Ólafur Tómasson stýrimaður (1908-1977)
© Mynd úr bók Ólafs með leyfi afkomenda
ESJA I
Úr mínum fórum © ókunnur
Síðan lá leiðin á Gullfoss I.Það eru fá ártöl skráð í æfisögu Ólafs og því erfitt að sjá hvenær hann skráir á þetta eða hitt skipið.En á GULLFOSSI vinnur Ólafur sig upp úr starfi þjóns á öðru farrými í starf háseta.
GULLFOSS I
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
En vorið 1927 talar hann við Sigurð Pétursson skipstjóra á skipinu og biður um að fá að vera vinnandi farþegi til Kaupmannahafnar þar sem hann ætli sér að fá starf á erlendum skipum Gefur Sigurður honum loforð um það ef hann fari einnig til Emils Nielsen forstjóra Eimskipafélagsins og fái leyfi hans. Þetta gerði Ólafur og ekki stóð á leyfi hjá Nielsen sem aftur spurði Ólaf hvað hann hyggðist fyrir.Ég hyggst fara í siglingar og koma svo heim aftur fara í Stýrimannaskólan og fá þá stöðu hjá Eimskipafélaginu. Við getum nú athugað það sagði Nielsen en hvenær yrði það. Eftir svona hálft annað ár.Ef ég verð hérna enn þá skal það svo vera..
SIðurður Pétursson t.h á stjórnpalli GULLFOSS I Hann reyndist Ólafi vel
Þegar til Kaupmannahafnar kom fékk hann svo að búa og matast um borð í GULLFOSSI meðan skipið stansaði þar. Og Sigurður skipstjóri lagði inn gott orð fyrir hann hjá skipamiðlara sem hann þekkti .Eftir að GULLFOSS fór heim aftur settist Ólafur að í Sjómannaheimili. Á fimmta eða sjötta degi kemst hann svo á POLONIU fimmtán þúsund tonna farþega skip í eigu Baltic -Ameríkulínunnar en þarna í leigu þýskrar ferðaskrifstofu sem rak það sem skemmtiferðaskip í Miðjarðar og N-Afríkusiglingum.
POLONIA
© photoship
OREGON
Eftir að Ólafur losnaði af spítalanum nennti hann ekki að bíða eftir skipinu úr fyrstu ferðinni en réði sig á OREGON sjö þúsund tonna kornflutningaskip.Sem komið vsr til Hafnar með korn í danska ölger. Skipið átti að losa í Danmörk og síðan í Noregi . Eftir þrjár hafnir í Noregi kom skipið til Odense. Þar komst Ólafur að því að skipið átti þar að fara í þriggja mánaða klössun. En ekki til S-Ameríku eins og honum hafði skilist . Fékk hann sig þá stax lausan og hélt aftur til Hafnar.. Hann ræður sig svo á tankskipið EMMU MÆRSK ..
Á þessu skipi er hann svo í átján mánuði.Eins og samningar í "langfart" sögðu til um í þá daga.Það munaði minnstu að Ólafur réði sig á skólaskipið KÖBENHAVN En danskur skipstjóri á EMMU MÆRSK kom í veg fyrir það Og bjargaði þannig lífi hans en skólaskipið hvarf eftir brottför frá La Plata í Argentínu
Þessi mynd sem er sennilega síðasta mynd sem tekin var af KÖBENHAVN er tekin frá EMMU MÆRSK við brottför þess skips frá La Plata

Hann skráist af skipinu í New York. Ræður sig þar eina ferð á "drullukláf" sem SVERGEN (fann enga mynd) hét og átti að lesta ál frá Nýfundnalandi til Hamborgar Þar afskráist Ólafur og fer þaðan til Hafnar þar sem hann kemst heim sem vinnandi farþegi á BRÚARFOSSI.
Falleg málverk af "Gamla BRÚSA" málað af Robert Panitzsch 1937
Úr safniFinn Bjørn Guttesen
Það gerðust ýmsir atburðir á þessum skipum sem skemmtilegt er að lesa um í f.g bók Er heim kemur byrjar hann að búa sig undir nám í Stýrimannaskólan í Reykjavík.Fer ferð og ferð á GULLFOSSI og ÓÐNI.Nýtur leiðsagnar stýrimannana á þessum skipum við væntanlegt nám Í Stýrimannaskólann innritast hann svo 1930.
Óðinn I
Mynd skönnuð úr gamalli bók © óþekktur
Skólapiltar 1931-2

Hann lendir í slæmum veikindum og fer fyrst á Vífilsstaði og síðar eitt sumar norður á Strandir. Hann nær sér nokkurnveginn Upp úr því fór hann á SKELJUNG og LAXFOSS .
Skólabræður Ólafs í Farmannadeildinni 1932. Þarna má sjá margan kappan sem seinna urðu þekktir skipstjórar og hafnsögumenn
SUÐURLAND Hér sem M.DAVIDSEN
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
SKELJUNGUR I
© Sigurgeir B Halldórsson
Eftir að hann hafði náð sé alveg að fullu hélt hann á fund Nielsen forstjóra Eimskipafélagsins og hermir upp á hann loforðið gamla. Og forstjórinn stóð við sitt og Ólafur fór um borð í sitt gamla skip, GULLFOSS I
GULLFOSS I
Mynd skönnuð úr gamalli bók © óþekktur
ESJA II
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Dettifoss
Mynd skönnuð úr gamalli bók © óþekktur
Eftir það á REYKJAFOSSI I þar til 1947 að hann mættir sjómennsku og gerist forstjóri Togara afgreiðslunnar
Hér er REYKJAFOSS I í Vestmannaeyjum
© Tryggvi Sigurðsson
Hér eru svo að lokum nokkrar myndir úr bókinni um æfi Ólafs Tómassonar
Hluti skipshafnar á EMMU MÆRSK

Skipshöfn GULLFOSS I 1925

Síðasta skipshöfnin á GULLFOSSI I 1940
