06.08.2015 19:41

Skipstjórar í árdaga ísl .farmennsku I

Lítum aðeins í Morgunblaðið þ 25 júní 1917.Þar birtist grein eftir Sveinbjörn Egilsson Hann skrifar m.a:"Fyrir næsta nýár (1917-18) verðum við, sem tekið höfam próf í stýrimannafræði í Danmörku, að hafa fengið íslensk skipstjóraskírteini hjá stjórnarráðinu ef við ekki viljum missa réttindi vor. Það er með öðrum orðum, að erlend próf veita eftir þann tíma engin réttindi hér. Þetta er alt ágætt og í samræmi við það, sem aðrar þjóðir fara að, en skyldu nú ekki hinar leiðu undanþágur, sem eru smán fyrir lög landsins, einnig komast hér að, vegna þess, hve lítil fyrirhyggja hefii verið viðhöfð, áður en þessi lög voru tilbúin.

Sveinbjörn Egilsson var mikill áhugamaður um íslenska farmennsku



Stýrimannaskóli hefir nú starfað hér á landi um 30 ára skeið og hefir útskrifað fjölda manna. Hann hefir verið endurbættur og fylgst með tímanum í einu og öllu og kennarar hafa verið ágætir, en eftir það að auðsjáanlegt er að landið fer að eignast milliferða- og vöruflutningsskip, hefir engum dottið i hug að til að stjórna þeim þurfi íslenska menn, með islensku stýrimannaprófi í það minsta eftir nýár 1918, en nú i júní 1917 vantar alla réttindi til að gerast skipstjórar á slíkum skipum, hvernig á að skilja það."Svo rekur Sveinbjörn Siglingarlögin  Og svo seinna í greininni:" Við erum að eignast skip þeim eiga að sigla íslenskir menn með islensku prófi, til þess að hafa rétt til skipstjómar verður að hafa siglt í tvö ár sem stýrimaður og á þvi er enginn byrjaður, nema þeir örfáu menn, sem eru bjá Eimskipafélaginu; hjá því fjölgar skipum og stýrimenn þeirra hafa máske ekki siglt nóg, þegar enn fleiri koma,hvað skal þá? Þá kemst undanþágan að, sem sumum þykir svo vænt um að sjá í öllum siglingalögum okkar. Eina ráðið er nú, sé nokkur alvara í öllu þessu, eigi íslenskir menn að sigla framvegis islenskum millilandaskipum, að eiga Eimskipafélagið að, til þess að við getum fullnægt kröfunnm. Það gæti haft yfirmannaefni á skipum sinum 2-3 unga menn með prófi, sem nytu tilsagnar og leiðbeininga yfirmannanna og væru þannig tilbúnir að komast að, fyrst sem aðrir stýrimenn þegar eitthvað losnaði og í hvert skifti, sem skip er keypt, losnar eitthvað" Tilv lýkur

Emil Nielsen fyrsti forstjóri Eimskipafélags Íslands




Það voru mikil átök um skipstjórastöður hjá Eimskipafélagi Íslands á árdögum þess félags. Í maí 1917 keypti Landsjóður þrjú skip es BORG es WILLEMOES es STERLING og voru þau sett "undir hatt" Eimskipafélags Íslands  Það mætti segja  að þessi átök hefjist öll upp úr strandi es GOÐAFOSS En það voru allavega að litlum hluta að séð deilur milli sjómannana sjálfra. Heldur tóku fréttablöðin með sinni fjöld af spekingum (eins og ávallt) sem tóku af þeim ómaki. Í ársbyrjun 1917 keypti Eimskipafélagið es PROFIT norsksmíðað danskt skip sem þeir gáfu nafnið LAGARFOSS.

es LAGARFOSS I


                                                                                                           Mynd úr mínum fórum © óþekktur


Skipstjóri var ráðinn Ingvar Þorsteinsson . Þaulreyndur skipstjórnar maður en að mati "bannmanna" talinn dálítið talinn fyrir sopan. Lítum aðeins í vikublaðið Austra þ 14 apríl 1917:" Eins og getið var um í símskeyti hér í blaðinu fyrir nokkru síðan, verður Ingvar Þorsteinsson skipstjóri á »Lagarfossi«. Hann stýrði strandferðabátnum »ísafold« og síðar »Kristjáni IX.« er Ásgeir Pétursson átti Bólað hefir á nokkurri óánægju Bólað hefir á nokkurri óánægju með skipstjóravalið á »Lagarfoss«.

Ingvar Þorsteinsson skipstjóri (1875-1949)



Þykir mönnum, sem von er, það miklu skifta að vel sé vandað til valsins, og verður tilrætt um »Goðafoss«-æfintýrið í því sambandi.  »Austri« hefir ekki viljað leggja neitt til þess máls hingað til, en að fengnum upplýsingum þykir rétt að geta þess að val skipstjóra á skip Eimskipafélagsins fellur undir starfsvið útgerðarstjóra samkvæmt lögum félagsins. Enda eðlilegast, þar sem hér stendur svo á, að hann hefir sérþekkingu á að byggja. En ábyrgð verður hann að bera á vali sínu. Nýtur Nielsen trausts Einaskipafélagsstjórnarinnar í þessu efni sem öðrum. Hann hefir nú valið þann af þeim, sem kostur var á, er hann telur hæfastan. Um fáa var að velja, og sumir íslenskra skipstjóra t. d. Guðmundur Kristjánsson öfáanlegir.

Jón Erlendsson (1878-1967)



Jón Erlendsson, yfirstýrimann á »Gullfoss«, vill Nielsen gera að góðum skipstjóra, en vill að hann sé enn um hríð stýrimaður. Jón hefir aflað sér álits flestra eða allra, sem hafa kynst honum, og myndi það mörgum kært að vita hann i skipstjórastöðu hjá Eimskipafélaginu. Ingvar Þorsteinsson er þekktur að dugnaði, en ekki hefir hann þótt reglumaður að sama skapi. En fullyrt er að skiptjórastaðan á Lagarfossi sé veitt honum með skilyrði um algerða reglusemi, og verður að treysta því, meðan ekki er önnur reynsla á fengin" Tilv.lýkur En þetta var aðeins byrjuninn Eimskipafélagið var með skip Landstjórnar í rekstri hjá sér

Es Borg

                                                                              Mynd skönnuð úr gamalli bók © óþekktur
Og þegar Júlíus Júlíníusson var ráðinn skipstjóri á es BORG fóru blöðin á fullt.Til að fá betri yfirsýn á það skulum við líta í Morgunblaðið þ 2 febr 1917:" Þegar eftir að Lagarfoss var keyptur, hafði »Politiken« tal af Nilsen framkvæmdastjóra, og spurði hann hvort Júlíus ætti að verða skipstjóri á hinu nýja skipi. Nei: svaraði Nielsen, hann skal aldrei nokkru sinni stýra skipi fyrir Eimskipafélag íslands. Sá skipstjóri, sem þvert ofan í lög og reglur bannar stýrimönnum sínum að nota gufupípuna, nema þvi að eins að láta sig vita áður, og sá skipstjóri, sem hvergi er hægt að finna í skipinu, má alls eigi stíga fæti í skip okkar. Nei, hinn nýi skipstjóri verður duglegur og áreiðanlegur og þaulkunnugur íslandsferðum frh

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 3913
Gestir í dag: 93
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194006
Samtals gestir: 8237
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 16:52:08
clockhere