25.10.2015 19:20
Torefélagið I
Vestfirðingar lögðu þungar lóðir á vogaskálar kaupskipaútgerðari eigu innfæddra. Og það gerðu Austfirðingar líka. Enda lágu Austfirðir í "þjóðbraut" til útlanda Íslendingar hafa löngum kennt því um að þeir hefðu glutrað niður sjálfstæði
sínu í öndverðu vegna þess að þeir létu siglingar úr höndum sér og urðu
eingöngu upp á náð og miskunn norskra kaupmanna komnir með ferðir landa á
milli. Nokkrar tilraunir voru gerðar til þess að reka strandferðarskip
en flestar reyndust þær mislukkaðar þar sem flutningarnir voru ekki
ábatasamir. Árið 1897 hóf svokallað Thorefélag sem var í eigu Þórarins E Tuliniusar í
Kaupmannahöfn ferðir hingað en ekki mun sú útgerð hafa reynst ábatasöm.
Árið 1909 samdi landstjórnin þó við Thorefélagið um að sjá um siglingar
hingað og taka upp viðkomu í Hamborg eins og margir íslenskir
kaupsýslumenn höfðu áhuga á. Það var þó leyst undan þessum samningi
1912.
Þórarinn E Tulinius

Þórarinn E Tulinius var fæddur á Eskifirði 1860 og var sonur Carls D. Tuliniusar kaupmanns og konsúls þar, sem andaðist veturinn 1904, og konu hans Ouðrúnar Þórarinsdóttur prófasts Erlendssonar á Hofi í Álftafirði, og andaðist hún sama ár og maður hennar. í móðurætt var Þórarinn kominn af gömlum og góðum íslenskum ættum og gat rakið ætt sína upp til landnáms manna. Faðir hans var Suður- Jóti að ætt, og kom ungur til Íslands, um miðja síðustu öld. Var síðan verslunarstjóri fyrir verzlun Örum & Wulffs á Eskifirði og eignaðist þá verslun 1863, og rak hana fyrir sinn reikning þar til um aldamótin 1900 að sonur hans tók við. Þórarinn Tulinius ólst upp í foreldrahúsum, þar til hann var 9 ára, þá var hann sendur til Danmerkur; gekk síðan á lærðaskólann í Hróarskeldu og tók þar fjórðabekkjarpróf og hætti þá því námi
HJÁLMAR
HJÁLMAR
En brátt kom það í ljós, að «Hjálmar» nægði honum ekki, og þegar á næsta ári 1899 keypti hann «Víking» (400 lestir), sem strandaði árið eftir á Sauðárkrók. I stað hans var svo «Inga» keypt 1901 (300 lestir) og sama ár «Mjölnir» (750 lestir), en "Hjálmar"var seldur til Noregs. Loks var «Perwie» (550 lestir) keypt vorið 1902 í stað «Ingu», sem strandaði. Jafnframt þessum skipum hafði Þórarinn leiguskip í förum og hélt uppi föstum samgöngum milli útlanda, Austurlands og Norðurlands, og lét skip sín fara hinar afarþörfu, en um leið hættulegu vetrarferðir til norðurlandsins allt til Skagafjarðar, enda hefir hann mist sumt af skipum sínum einmitt á þeim ferðum.
PERWIE hét seinna CLARA

© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Það kemur meira um þenna frumkvöðul "strandsiglinga" hérlendis
Þórarinn E Tulinius

Þórarinn E Tulinius var fæddur á Eskifirði 1860 og var sonur Carls D. Tuliniusar kaupmanns og konsúls þar, sem andaðist veturinn 1904, og konu hans Ouðrúnar Þórarinsdóttur prófasts Erlendssonar á Hofi í Álftafirði, og andaðist hún sama ár og maður hennar. í móðurætt var Þórarinn kominn af gömlum og góðum íslenskum ættum og gat rakið ætt sína upp til landnáms manna. Faðir hans var Suður- Jóti að ætt, og kom ungur til Íslands, um miðja síðustu öld. Var síðan verslunarstjóri fyrir verzlun Örum & Wulffs á Eskifirði og eignaðist þá verslun 1863, og rak hana fyrir sinn reikning þar til um aldamótin 1900 að sonur hans tók við. Þórarinn Tulinius ólst upp í foreldrahúsum, þar til hann var 9 ára, þá var hann sendur til Danmerkur; gekk síðan á lærðaskólann í Hróarskeldu og tók þar fjórðabekkjarpróf og hætti þá því námi
HJÁLMAR
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
HJÁLMAR
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
En brátt kom það í ljós, að «Hjálmar» nægði honum ekki, og þegar á næsta ári 1899 keypti hann «Víking» (400 lestir), sem strandaði árið eftir á Sauðárkrók. I stað hans var svo «Inga» keypt 1901 (300 lestir) og sama ár «Mjölnir» (750 lestir), en "Hjálmar"var seldur til Noregs. Loks var «Perwie» (550 lestir) keypt vorið 1902 í stað «Ingu», sem strandaði. Jafnframt þessum skipum hafði Þórarinn leiguskip í förum og hélt uppi föstum samgöngum milli útlanda, Austurlands og Norðurlands, og lét skip sín fara hinar afarþörfu, en um leið hættulegu vetrarferðir til norðurlandsins allt til Skagafjarðar, enda hefir hann mist sumt af skipum sínum einmitt á þeim ferðum.
PERWIE hét seinna CLARA
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Það kemur meira um þenna frumkvöðul "strandsiglinga" hérlendis
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 3913
Gestir í dag: 93
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194006
Samtals gestir: 8237
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 16:52:08