01.11.2015 15:12
Strandferðaskip Sameinaða
Sameinaða gufuskipafélagið gerði samning við Rump Íslandsherra 1897 um siglingar milli Kaupmannahafnar og Reykjavíkur og strandferðir þar sem m.a. var gert ráð fyrir að félagið skyldi útvega tvö skip til sérstakra strandferða. Hinn 17. febrúar 1898 tilkynnti Sameinaða ráðuneyti Íslandsmála, að það hefði aflað sér skipa til strandferða við Ísland. Þau voru keypt frá Christianiu í Noregi og hétu Vadsø og Vardø smíðuð 1892-93.
SKÁLHOLT
SKÁLHOLT
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Sameinaða tilkynnti síðan, að brottför skipanna til Íslands væri ákveðin 2. apríl. Skyldu Hólar sigla fyrir austan land en Skálholt fyrir vestan. Gert var ráð fyrir að skipin færu strandferðir sínar á tímabilinu 15. apríl til 31. október eins og áður sagði og átti Austurlandsskipið að fara sjö ferðir, sem hver tæki 8-11 daga, en Vesturlandsskipið sex ferðir, sem tækju 9-12 daga.Hólar og Skálholt voru af flestum talin þokkaleg skip, en gallinn var sá, að oft fluttu þau alltof marga farþega. Með góðu móti var pláss í þeim fyrir hundrað farþega, en stundum voru farþegar í þeim fjórum til fimm sinnum fleiri.
HÓLAR
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Ægði þá öllu saman, fólki, vörum og skepnum og átti þá margur illa vist Undir árslok 1898 birtist í blaðinu Austra ágæt úttekt á siglingum Hóla og Skálholts þeirra fyrsta sumar. Er þessi grein mun jákvæðari en venjulega tíðkaðist í blaðaskrifum um siglingar Dana við Ísland. Skipstjórunum, Jakobsen á Hólum og Aasberg á Skálholti er borin vel sagan. Þeir eru sagðir "ágætir sjómenn og nákunnugir öllum leiðum kringum landið". Þá hafi þeir "sýnt farþegjum alla tilhliðrunarsemi og velvilja", t.d. með því að koma við víðar en á hinum tilteknu viðkomustöðum.
HÓLAR Myndin er tekin á Breiðdalsvík. Verið að þétta botn skipsins eftir strand
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Ferðir þessara nýju skipa hafi orðið til þess að létta undir með þeim landsmönnum, sem sótt hafi vinnu í aðra landshluta, og þær styrki verslunarrekstur. Það sé hins vegar sá galli á skipunum, að þau ruggi mikið. Segir blaðið, að Jakobsen skipstjóri ætli að láta laga þetta.
SKÁLHOLT
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
SKÁLHOLT
Sameinaða tilkynnti síðan, að brottför skipanna til Íslands væri ákveðin 2. apríl. Skyldu Hólar sigla fyrir austan land en Skálholt fyrir vestan. Gert var ráð fyrir að skipin færu strandferðir sínar á tímabilinu 15. apríl til 31. október eins og áður sagði og átti Austurlandsskipið að fara sjö ferðir, sem hver tæki 8-11 daga, en Vesturlandsskipið sex ferðir, sem tækju 9-12 daga.Hólar og Skálholt voru af flestum talin þokkaleg skip, en gallinn var sá, að oft fluttu þau alltof marga farþega. Með góðu móti var pláss í þeim fyrir hundrað farþega, en stundum voru farþegar í þeim fjórum til fimm sinnum fleiri.
HÓLAR
Ægði þá öllu saman, fólki, vörum og skepnum og átti þá margur illa vist Undir árslok 1898 birtist í blaðinu Austra ágæt úttekt á siglingum Hóla og Skálholts þeirra fyrsta sumar. Er þessi grein mun jákvæðari en venjulega tíðkaðist í blaðaskrifum um siglingar Dana við Ísland. Skipstjórunum, Jakobsen á Hólum og Aasberg á Skálholti er borin vel sagan. Þeir eru sagðir "ágætir sjómenn og nákunnugir öllum leiðum kringum landið". Þá hafi þeir "sýnt farþegjum alla tilhliðrunarsemi og velvilja", t.d. með því að koma við víðar en á hinum tilteknu viðkomustöðum.
HÓLAR Myndin er tekin á Breiðdalsvík. Verið að þétta botn skipsins eftir strand
Ferðir þessara nýju skipa hafi orðið til þess að létta undir með þeim landsmönnum, sem sótt hafi vinnu í aðra landshluta, og þær styrki verslunarrekstur. Það sé hins vegar sá galli á skipunum, að þau ruggi mikið. Segir blaðið, að Jakobsen skipstjóri ætli að láta laga þetta.
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 470
Gestir í dag: 63
Flettingar í gær: 6117
Gestir í gær: 267
Samtals flettingar: 196680
Samtals gestir: 8474
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 03:38:48