08.11.2015 19:30

Fullveldi verslun og siglingarr I

Það sem gerist í nútíð og framtíð á sér einhverjar rætur í fortíðinni. Saga, sem er að skapast og mun skapast, hlýtur einatt að mótast af atburðarás fyrri tíma. Öllum er því nauðsynlegt að þekkja almenna sögu, og þó hvað helst sögu sinnar eigin þjóðar sem allra best. Við íslendingar stöndum betur að vígi í þessum efnum en flestir aðrir. Við vitum deili á mönnum er mest koma við sögu, og á þeim atburðum sem örlögin hafa ráðið í sögu þjóðar vorrar frá því fyrstu landnámsmenn bar að garði.Landið var snautt af þeim hráefnum, sem öðrum fremur voru nauðsynleg til skipa bygginga.En eyþjóð í mikilli fjarlægð frá öðrum löndum, er nauðsynlegt að hafa skip til umráða eigi hún sjálf að geta annast verslun og siglingar.Er það grundvöllurinn fyrir sjálfstæðu lífi hennar.

Íngólfur Arnarsson kemur að landi í Reykjavík
                                                                                                                 Málverk eftir Johan Peter Raadsig (1806 - 1882),

Landnámsmennirnlr íslensku voru harðgerðir menn, og um aldir mæddu þjóðina hretviðri óblíðar náttúru og erlendrar kúgunar, bæði í stjórnmálum og verslun. Fræ hugsjóna og framtaks er Fjölnismenn og Jón Sigurðsson sáðu á 2. og 3. fjórðungi 19. aldar, festu rætur í hugum fólksins, og þrátt fyrir öll harðindi seinni hluta aldarinnar, uxu upp af þeim. margir traustir stofnar, sem. borið hafa ávexti þjóðinni til viðreisnar á flestum sviðum á eftirkomandi tímum Ýms tímamót sögunnar verða, leiðarmerki á framfarabrautinni. Stjórnin 1874 hvatti til meiri átaka.Á seinni hluta 18. aldar og fyrri hluta 19. aldar, má segja að íslendngar hafi fjarlægst aðrar menningarþjóðir meira en nokkurn tíma áður í sögu þjóöarinnar. Fjarlægðin var að vísu sú sama í mílum, en á verklegu sviði var bilið að breikka.Um löndin suður í. álfunni fóru nýir menningarstraumar eins og eldur í sinu.

Hér var Landsbankinn stofnaður 1885


                                                                                                                  Mynd úr mínum fórum © óþekktur


Einveldi féllu eða riðuðu til falls', og aðallinn fór smátt og smátt að missa sín forréttindi. Þjóðernishreyfingnar urðu sterkari og sterkari.Verklegar framfarir urðu geysimiklar. Gufuaflið kom til sögunnar svo vélaiðnaður óx hröðum skrefum. Gufuskip og járnbrautir, ritsími og talsími gjörbreyttu verslunarháttum og samgönguhraði margfaldaðist Nokkrir ungir menn fóru nú utan til verslunarnáms, þar á meðal tveir handgengnir' Jóni Sigurðssyni. Þeir voru. Þorlákur Ólafsson (Johnson) frændi Jóns og systursonur konu hans og Pétur Eggerz, dvöldu þeir báðir í Englandi um árabil og koma mikið við sögu verslunar seinni hluta 19. aldar.  Þegar stjórnin fluttist inn í landið 1904,var mikilsverður.i áfanga náð. Þá óx þjóðinni áræði til allra framkvæmda. 

Bankastræti fékk nafnið  af Bankanum sem þarna sést á miðri mynd

                                                                                                           Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Með stofnun Landsbankans: 1885 var stigið heillaríkt spor til þess að koma á fót lánsstofnun í landinu. Landsbankinn undir stjórn Tryggva. Gunnarssonar örfaði mjög þilskipaútgerðina og varð það tii þess að útflutningur sjávarafurða óx að miklum mun,Íslandsbanki var stofnaður 1902. Honum var gefið mikið vald í peningamálum. Hann lánaði einkum rekstursfé til kaupmanha og til útgerðar:, en varð einnig til þess að' styðja um of allskonar' óheilbrigt brask. (hljómar nútímalegt!) Á því sprakk hann'.síðar meir

Hinn mikli athafnamaður Tryggvi Gunnarsson


                                                                                                       Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Árið 1906 er merkisár í sögu verslunar og framtaks. Þá, kom síminn og fyrstu íslensku. togararnir. Þá var stofnað fyrsta íslenzka heildsölufyrirtækiS af þeim Ólafi Johnsoh, syni Þorláks Johnson, og Ludvik Kaaber, sem siðar varð einn af af bankastjórum Landsbankans Siglingar og verslun, sérstaklega eyþjóðarar sem okkar, haldast í hendur.Landnámsmenn voru miklir siglingamenn. Meðan ættatengsl voru sterkust milli íslendinga og höfðingja Noregs og íslenzkir höfðingjasynir fóru í víking, komst þjóðin sæmilega af með skipakost.

Íslenskir víkingar

                                                                                                                 Teikning eftir Oscar Arnold Wergeland

En þar sem ekki var nothæfur skógur í landinu til skipabygginga, misstu þeir smám saman tökin á siglingum milli landa, og á versluninni um leið. Keyrði um þverbak eftir að einokunin og einveldið urðu allsráðandi í landinu.Fljótlega eftir 1787 fóru einstakir atorkumenn íslenskir að eignast smáskip, sem þeir notuðu til vöruílutningam milli landa. Merkastur á því sviði var Bjarni Riddari Sivertsen í Hafnarfirði, er sjálfur rak skipasmíðastöð.

Bjarni Riddari Sivertsen


                                                                                                      Mynd úr mínum fórum © óþekktur

Síðar komu gufuskipin til sögunnar.  Fyrsta gufuskipið sem hélt uppi áætlunarferðum milli Kaupmannahafnar og Reykjavíkur að tilstuðlan og með styrk stjórnarvalda var "Arcturus", 472 brúttósmálestir. Það kom fyrst til Reykjavíkur þann 27. apríl 1858. Skipið var á vegum fyrirtækisins Koch & Renderson, er síðar varð einn af stofnendum Sameinaða gufuskipafélagsins 1866. Það félag tók síðan við ferðunum, og hafði að að nokkru leiti til 19689 Að vísu hafði "Det islandske handelssamlag" í Björgvin sem stofnað var 1872 keypti gufuskip og fékk leyfi Jóns Sigurðssonar  til að láta það heita hans nafni. Þetta skip var sent fullhlaðið vörum til Íslands vorið 1872 og hafði viðkomu i Leirvík og Þórshöfn í Færeyjvim. Kom til. Reykjavikur 25. mai En þessi skipaútgerð lagði upp laupana 1878 Det Forenede Dampskibs-Selskab eða Sameinaða gufuskipafélagið eins og það heitir á íslensku stundaði svo Íslandssiglingar í rúm 100 ár Eða fljótlega eftir stofnun félagsins 1866 og til 1969. Fyrsta skipið sem notað var til þessara siglinga hét ARCTURUS og eftir að það skip fórst 1887 kom ANGLO DANE

ARCTURUS

                                                                                 © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Skipið var smíðað hjá Alexander Denny, Albert Yard, Dumbarton Bretlandi 1856 sem:VICTOR EMANUEL  Fáninn var:breskur Það mældist:331.0 ts.472.0 dwt  Loa: 47.60. m, brd 7.10. m. Skipið var búið Blackwood & Gordon 2-cyl. expansionsmaskine 60 hö Það gekk aðeins undir tveimur nöfnum En 1887 fékk það nafnið ARCTURUS  Nafn sem það bar síðast undir dönskum fána En 1887 sökk skipið eftir árekstur við SS Savona í  Øresund

ARCTURUS

                                                                                                                                    © Handels- og Søfartsmuseets.dk

                                                                       © Handels- og Søfartsmuseets.dk

ANGLO DANE

                                                                                          © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Skipið var smíðað hjá Andrew Leslie & Co. í Hebburn Bretlandi 1866   sem: ANGLO DANE Fáninn var: breskur Það mældist: 708.0 ts, 776.0 dwt. Loa: ?. m, brd ?.m Skipið hafði Andrew Leslie & Co., Hebburn, 2-cyl mótor 340 hö  Skipið gekk aðeins undir þessu eina nafni en hafði síðast danskan fána.En skipið rakst á tundurdufl undan Kirkabistervita við  Lerwick 21.10.1917. Einn maður fórst

ANGLO DANE

                                                                                      © Handels- og Søfartsmuseets.dk


Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4049
Gestir í dag: 101
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194142
Samtals gestir: 8245
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 17:14:10
clockhere