12.11.2015 17:32
Fullveldi,verslun og siglingar II
Í
tilefni að því1899 að 25 ár voru liðin frá því að Kristján XI afhenti
Íslendingum stjórnarskrá þá skrifaði cand. juris & polit.Jón
Krabbe, aðstoðarmaður í ráðaneytinu fyrir ísland, grein í *Nordisk
Tidsskrift* 1899 (bls. 96-116).Hafði greinarhöfundur rannsakað, hvort
landið hafi nú tekið miklum eða litlum framförum á þessu tímabili. Sem
sönnun fyrir því, að framfarirnar séu eigi alllitlar, bendir hann fyrst
á, hve stórkostlega viðskiftamagn verslunarinnar við önnur lönd hafi
vaxið (t. d. úr rúmum 3 milj. 1849 upp í rúmar 15 milj. 1896) og
siglingar til landsins aukist (t. d. lestarúm útlendra skipa 1863-72
rúmar 15 þús. smálestir, en 1896 nálega 72 þús. smálestir).Af hinum
útfluttu vörum séu landvörurnar hér um bil 1/3 og hafi vörumagnið, að
því er þær snertir, haldist nokkurnveginn óbreytt hinn síðasta
mannsaldur.
E.S Ingólfur fyrsta vélknúna vöruflutningaskip sem smíðað var fyrir Íslendinga 1908

Mynd úr mínum fórum © ókunnur
Aftur hafi útflutningur á sjávarafla, sem nú sé um 2/3 alls þess, er útflutt sé, aukist stórum. Þannig var t. d. 1849 ekki flutt út nema 5.1/4 milj. pd. af saltfiski, en 1896 rúmlega 22 milj. pd. Yfirlit yfir innfluttar vörur segir höf. bendi mjög á bættan efnahag manna, t. d. aukin sykurkaup (1840: 1,81 pd. á mann, en 1896: 27,92 pd.) og kaffikaup (1840: 1,54, en 1896: 10,33). Reyndar sé sykureyðslan á mann hálfu minni en í Danmörku, en hinn mikli vöxtur hennar bendi þó á bættan efnahag og sýni, hve fátæktin hafi verið mikil áður. Kaffieyðslan þykir honum furðu mikil, því hún sé meiri en í nokkru öðru landi í Norðurálfunni. En hann getur þess ekki, að á Íslandi er svo sem ekkert drukkið af tei, en mikið í öðrum löndum. Samanburðurinn verður því ekki réttur, nema hvorttveggja sé tekið í einu lagi, bæði te og kaffi. Merkilegt er að sjá, að þrátt fyrir aukið kaupmagn var nákvæmlega jafnmikið keypt af brennivíni á mann árið 1896 eins og 1840 (5,05 ptt.). Brennivínsdrykkjan hefir því ekkert aukist og þakkar höf. það hinum öflugu bindindishreyfingum nú á síðustu árum.
Hér er Ingólfur í forgrunni á ytri höfn Reykjavík i byrjun 20 aldarinar

Mynd úr mínum fórum © ókunnur
En auk þess að viðskiftamagnið hefir vaxið, hafa íslenzku vörurnar hækkað mjög í verði í samanburði við útlendu vöruna. Þannig þurfti t. d. 1849 9-7 pd. af saltfiski eða 35,5 pd. af ull til þess að kaupa eina rúgtunnu, en á síðustu árum hefir hún fengist fyrir 7 pd. af saltfiski eða 22 pd. af ull Og fleiri skrifuðu um framfarir Í Eimreiðinni í sept 1900 segir m.a: "Hina fyrstu þrjá fjórðunga aldarinnar vóru samgöngubæturnar nauðalitlar. Að vegagerð var svo sem ekkert unnið og samgöngur á sjó bötnuðu lítið. Helsta framförin var að eimskip fóru að ganga til landsins (fyrst 1858), en 1875 var þó ekki lengra komið en það, að eitt eimskip fór þangað 7 ferðir á ári og kom við í 3 ferðunum á 2 stöðum, en í hinum 4 að eins á einum stað. En strandferðir vóru engar. Fyrst eftir að alþingi hafði fengið fjárveitingarvaldið var farið að vinna að því að bæta samgöngurnar, og á hinum síðasta aldarfjórðungi hafa þær líka verið bættar stórkostlega, einkum á sjó.
BARON STERNBLAD Skip Sameinaða sem hingað sigldi
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Nú sigla þannig 4 stór eimskip frá "Hinu sameinaða eimskipafélagi" minst 18 ferðir á ári milli Khafnar og Rvíkur með ákveðinni ferðaáætlun, og í 12 af þessum ferðum sigla þau að meira eða mínna leyti kringum landið og koma við á alt að 22 stöðum í báðum leiðum, auk þess sem þau jafhan koma við í Skotlandi og oftast á 2-3 hafnir á Færeyjum. Auk þess ganga í hverjum mánuði skip með ákveðínni ferðaáætlun millí Khafnar og Austur- og Norðurlandsins bæði frá »Thor E. Tulinius« og »Otto Wathnes Arvinger«, sem hafa hvor um sig 12 viðkomustaði á íslandi og koma auk þess við í Noregi og Færeyjum og stundum í Skotlandi. Og mörg önnur eimskip ganga nú árlega til landsins, án þess að þau þó hafi fasta ferðaáætlun. Auk strandferða þeirra, sem ofangreind skip veita, sigla nú stöðugt 2 strandbátar í mánuðunum apríl-október milli Rvíkur og Akureyrar, annar vestanlands 6 ferðir með 35 viðkomustöðum, en hinn austanlands 7 ferðir með 27 viðkomustöðum. Þá ganga eimbátar með fastri ferðaáætlun um sumartimann bæði á Faxaflóa og ísafjarðardjúpi, og auk þess ganga sunnanlands við og við 2 eimbátar einstakra manna (»Oddur« og »Hvítá«).
BARON STERNBLAD
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Er því munurinn orðinn ærið mikill frá því, sem var fyrir 25 árum síðan, enda er nú fólk farið að ferðast miklu meira en áður, bæði innanlands og til útlanda,sem teljast verður heillavænlegra fyrir þjóðfélagið, en að
menn sitji altaf kyrrir á sömu þúfunni og sjái aldrei neitt nema
það, sem þar gerist. Sú öld er nú úti, þegar svo fáir höfðu komið út fyrir landsteinana, að þeir vóru auðkendir með því, að kalla þá »siglda«, og almenningur áleit, að þeir einir hefðu rétt til að ganga á frakka, - jafnvel þótt þeir hefðu siglt til fangelsisvistar. En lítum svo aðeins í blað sem hét "Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi" þ 17-01-1906 Og höfum í huga að þetta er skrifað fyrir tæpum 110 árum Þegar vér rennum huganum til gufuskipafjöldans, er árlega flytja vörur til Íslands, og koma afurðum lands vors á erlendan markað, hlýtur hverjum Íslendingi að renna það til rifja, að allir þessir vöruflutningar skuli vera framkvæmdir af skipum, sem eru eign litlendinga. Vöruflutningarnir til landsins, og héðan til útlanda, fara vaxandi ár frá ári, og vaxa óefað hröðum fetum á næstu árum, að því skapi sem atvinnuvegir landsmanna komast í betra horf. Smjörbúin mega enn teljast á bernskuskeiði hér á landi, og enginn efi á því, að þeim vex bráðlega fiskur um hrygg, og fjölgar stórum, eins og fiskiveiðar landsmanna taka óefað miklum framförum. Það er því eigi gott að spá því, hve flutningaþörfin kann að aukast stórkostlega á næstu árum, auk þess er ferðalög manna milli Íslands og útlanda fara mjög í vöxt. Það er því engin smáræðis-upphæð, sem árlega fer út úr landinu, fyrir vöru- og farþegja-flutninga, auk þess er atvinnan við siglingar þessar má heita algjörlega í höndum útlendinga. Engum mun því dyljast, hve afarmikils varðandi það spari, ef fé það, sem til þessa gengur, lenti innan lands, en eigi i vösum útlendinga Það er þvi eitt af þýðingarmeiri framtíðarmálum lands vors, að koma þessu í annað horf, í það horf, að vöru- og farþegjaflutningar milli íslands og útlanda fari að mestu leyti fram á islenskum skipum, og að atvinnan við siglingar þessar komist i hendur Islendinga.
FALKEN Danskt björgunar og varðskip hér við land
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Vér efum alls eigi, að þetta verði svo, er tímar liða, efum alls eigi, að íslensk skip, með íslenskum mönnum, og Ísienskum fána, geri þá nafn Islands kunnugt víða um heim Þetta eru vonarljóðin, sem ómur hafsins kveður við strendur íands vors. En til þess að þessi hugsjón geti rætst sem fyrst, skiptir miklu, að byrjunin drægist eigi allt of lengi. Það er landinu að þvi skapi meiri skaði, sem drátturinn verður lengri. Dönum þykir það borga sig, að mynda hlutafélög, eins og t. d. Thore-félagið, til þess að annast vöru- og fólksflutningana milli Íslands og útlanda, enda þótt á tvær hættur sé að tefla, þar sem hérlendir kaupmenn, og atvinnurekendur, ráða því að sjálísögðu, hverjum þeir fela flutninginn.En hversu miklu betur standa þá eigi Íslendingar að vigi, þar sem það eru þeir sjálfir, er yfir vöruflutningunum ráða?
NORDJYLLAND var í Íslandssiglingum
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Hér virðist þvi eigi vanta annað, en dugnað, framtakssemi og félagslyndi. Það. sem vantar, til að skapa byrjunina, er það, að ýmsir helstu kaupmenn,og atvinnurekendur, hér á landi komi sér saman, og stofni öflugt, innlent gufuskipafélag. Þó að félag þetta geti eigi annast, nema nokkum hluta af flutningunum fyrst i stað, þá væri þó afar-mikið unnið, er byrjunin væri gjörð, og væntanlega liði þá eigi á löngu, uns félag þetta færði meira og meira út kvíarnar. Og vissulega sýnist áhættan i þessu efni eigi vera mikil. Allar líkur til, að fyrirtækið hlyti engu siður að reynast íslendingum arðvænlegt, en útlendingum. Vér höfum að þessu sinni að eins viljað víkja stuttlega að þessu þýðingarmikla málefni, sem óskandi væri, að kaupmenn, Og aðrir atvinnurekendur, vildu taka til rækilegrar íhugunar, svo að framkvæmiiirnar drægjust ekki mjög mörg árin.
E.S Ingólfur fyrsta vélknúna vöruflutningaskip sem smíðað var fyrir Íslendinga 1908
Mynd úr mínum fórum © ókunnur
Aftur hafi útflutningur á sjávarafla, sem nú sé um 2/3 alls þess, er útflutt sé, aukist stórum. Þannig var t. d. 1849 ekki flutt út nema 5.1/4 milj. pd. af saltfiski, en 1896 rúmlega 22 milj. pd. Yfirlit yfir innfluttar vörur segir höf. bendi mjög á bættan efnahag manna, t. d. aukin sykurkaup (1840: 1,81 pd. á mann, en 1896: 27,92 pd.) og kaffikaup (1840: 1,54, en 1896: 10,33). Reyndar sé sykureyðslan á mann hálfu minni en í Danmörku, en hinn mikli vöxtur hennar bendi þó á bættan efnahag og sýni, hve fátæktin hafi verið mikil áður. Kaffieyðslan þykir honum furðu mikil, því hún sé meiri en í nokkru öðru landi í Norðurálfunni. En hann getur þess ekki, að á Íslandi er svo sem ekkert drukkið af tei, en mikið í öðrum löndum. Samanburðurinn verður því ekki réttur, nema hvorttveggja sé tekið í einu lagi, bæði te og kaffi. Merkilegt er að sjá, að þrátt fyrir aukið kaupmagn var nákvæmlega jafnmikið keypt af brennivíni á mann árið 1896 eins og 1840 (5,05 ptt.). Brennivínsdrykkjan hefir því ekkert aukist og þakkar höf. það hinum öflugu bindindishreyfingum nú á síðustu árum.
Hér er Ingólfur í forgrunni á ytri höfn Reykjavík i byrjun 20 aldarinar
Mynd úr mínum fórum © ókunnur
En auk þess að viðskiftamagnið hefir vaxið, hafa íslenzku vörurnar hækkað mjög í verði í samanburði við útlendu vöruna. Þannig þurfti t. d. 1849 9-7 pd. af saltfiski eða 35,5 pd. af ull til þess að kaupa eina rúgtunnu, en á síðustu árum hefir hún fengist fyrir 7 pd. af saltfiski eða 22 pd. af ull Og fleiri skrifuðu um framfarir Í Eimreiðinni í sept 1900 segir m.a: "Hina fyrstu þrjá fjórðunga aldarinnar vóru samgöngubæturnar nauðalitlar. Að vegagerð var svo sem ekkert unnið og samgöngur á sjó bötnuðu lítið. Helsta framförin var að eimskip fóru að ganga til landsins (fyrst 1858), en 1875 var þó ekki lengra komið en það, að eitt eimskip fór þangað 7 ferðir á ári og kom við í 3 ferðunum á 2 stöðum, en í hinum 4 að eins á einum stað. En strandferðir vóru engar. Fyrst eftir að alþingi hafði fengið fjárveitingarvaldið var farið að vinna að því að bæta samgöngurnar, og á hinum síðasta aldarfjórðungi hafa þær líka verið bættar stórkostlega, einkum á sjó.
BARON STERNBLAD Skip Sameinaða sem hingað sigldi
Nú sigla þannig 4 stór eimskip frá "Hinu sameinaða eimskipafélagi" minst 18 ferðir á ári milli Khafnar og Rvíkur með ákveðinni ferðaáætlun, og í 12 af þessum ferðum sigla þau að meira eða mínna leyti kringum landið og koma við á alt að 22 stöðum í báðum leiðum, auk þess sem þau jafhan koma við í Skotlandi og oftast á 2-3 hafnir á Færeyjum. Auk þess ganga í hverjum mánuði skip með ákveðínni ferðaáætlun millí Khafnar og Austur- og Norðurlandsins bæði frá »Thor E. Tulinius« og »Otto Wathnes Arvinger«, sem hafa hvor um sig 12 viðkomustaði á íslandi og koma auk þess við í Noregi og Færeyjum og stundum í Skotlandi. Og mörg önnur eimskip ganga nú árlega til landsins, án þess að þau þó hafi fasta ferðaáætlun. Auk strandferða þeirra, sem ofangreind skip veita, sigla nú stöðugt 2 strandbátar í mánuðunum apríl-október milli Rvíkur og Akureyrar, annar vestanlands 6 ferðir með 35 viðkomustöðum, en hinn austanlands 7 ferðir með 27 viðkomustöðum. Þá ganga eimbátar með fastri ferðaáætlun um sumartimann bæði á Faxaflóa og ísafjarðardjúpi, og auk þess ganga sunnanlands við og við 2 eimbátar einstakra manna (»Oddur« og »Hvítá«).
BARON STERNBLAD
Er því munurinn orðinn ærið mikill frá því, sem var fyrir 25 árum síðan, enda er nú fólk farið að ferðast miklu meira en áður, bæði innanlands og til útlanda,sem teljast verður heillavænlegra fyrir þjóðfélagið, en að
menn sitji altaf kyrrir á sömu þúfunni og sjái aldrei neitt nema
það, sem þar gerist. Sú öld er nú úti, þegar svo fáir höfðu komið út fyrir landsteinana, að þeir vóru auðkendir með því, að kalla þá »siglda«, og almenningur áleit, að þeir einir hefðu rétt til að ganga á frakka, - jafnvel þótt þeir hefðu siglt til fangelsisvistar. En lítum svo aðeins í blað sem hét "Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi" þ 17-01-1906 Og höfum í huga að þetta er skrifað fyrir tæpum 110 árum Þegar vér rennum huganum til gufuskipafjöldans, er árlega flytja vörur til Íslands, og koma afurðum lands vors á erlendan markað, hlýtur hverjum Íslendingi að renna það til rifja, að allir þessir vöruflutningar skuli vera framkvæmdir af skipum, sem eru eign litlendinga. Vöruflutningarnir til landsins, og héðan til útlanda, fara vaxandi ár frá ári, og vaxa óefað hröðum fetum á næstu árum, að því skapi sem atvinnuvegir landsmanna komast í betra horf. Smjörbúin mega enn teljast á bernskuskeiði hér á landi, og enginn efi á því, að þeim vex bráðlega fiskur um hrygg, og fjölgar stórum, eins og fiskiveiðar landsmanna taka óefað miklum framförum. Það er því eigi gott að spá því, hve flutningaþörfin kann að aukast stórkostlega á næstu árum, auk þess er ferðalög manna milli Íslands og útlanda fara mjög í vöxt. Það er því engin smáræðis-upphæð, sem árlega fer út úr landinu, fyrir vöru- og farþegja-flutninga, auk þess er atvinnan við siglingar þessar má heita algjörlega í höndum útlendinga. Engum mun því dyljast, hve afarmikils varðandi það spari, ef fé það, sem til þessa gengur, lenti innan lands, en eigi i vösum útlendinga Það er þvi eitt af þýðingarmeiri framtíðarmálum lands vors, að koma þessu í annað horf, í það horf, að vöru- og farþegjaflutningar milli íslands og útlanda fari að mestu leyti fram á islenskum skipum, og að atvinnan við siglingar þessar komist i hendur Islendinga.
FALKEN Danskt björgunar og varðskip hér við land
Vér efum alls eigi, að þetta verði svo, er tímar liða, efum alls eigi, að íslensk skip, með íslenskum mönnum, og Ísienskum fána, geri þá nafn Islands kunnugt víða um heim Þetta eru vonarljóðin, sem ómur hafsins kveður við strendur íands vors. En til þess að þessi hugsjón geti rætst sem fyrst, skiptir miklu, að byrjunin drægist eigi allt of lengi. Það er landinu að þvi skapi meiri skaði, sem drátturinn verður lengri. Dönum þykir það borga sig, að mynda hlutafélög, eins og t. d. Thore-félagið, til þess að annast vöru- og fólksflutningana milli Íslands og útlanda, enda þótt á tvær hættur sé að tefla, þar sem hérlendir kaupmenn, og atvinnurekendur, ráða því að sjálísögðu, hverjum þeir fela flutninginn.En hversu miklu betur standa þá eigi Íslendingar að vigi, þar sem það eru þeir sjálfir, er yfir vöruflutningunum ráða?
NORDJYLLAND var í Íslandssiglingum
Hér virðist þvi eigi vanta annað, en dugnað, framtakssemi og félagslyndi. Það. sem vantar, til að skapa byrjunina, er það, að ýmsir helstu kaupmenn,og atvinnurekendur, hér á landi komi sér saman, og stofni öflugt, innlent gufuskipafélag. Þó að félag þetta geti eigi annast, nema nokkum hluta af flutningunum fyrst i stað, þá væri þó afar-mikið unnið, er byrjunin væri gjörð, og væntanlega liði þá eigi á löngu, uns félag þetta færði meira og meira út kvíarnar. Og vissulega sýnist áhættan i þessu efni eigi vera mikil. Allar líkur til, að fyrirtækið hlyti engu siður að reynast íslendingum arðvænlegt, en útlendingum. Vér höfum að þessu sinni að eins viljað víkja stuttlega að þessu þýðingarmikla málefni, sem óskandi væri, að kaupmenn, Og aðrir atvinnurekendur, vildu taka til rækilegrar íhugunar, svo að framkvæmiiirnar drægjust ekki mjög mörg árin.
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4049
Gestir í dag: 101
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194142
Samtals gestir: 8245
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 17:14:10