Í smáklausu í Mogganum 7
mars 1963 frá hinum ötula fréttaritara Oddi á Akranesi segir m.a:"Svo
er og danskt skip, Edith, komið hingað með salt" Ekki get ég fundið
danskt skip með þessu nafni umræddan tíma. En sænskt skip passar vel inn
í myndina. Það var skip er að losa salt í "Flóanum" þarna í byrjun mars Mikið var skrifað um skemmt salt í því skipi:En enginn nafngreindi það skip nema kannske Oddur.
Og í greininni í Vísi þ 8 mars um milljónatjón á saltfiski segir má:" Nú
hefur verið upplýst, að skip það, er flutti 900 tonna saltfarm til
Suðurnesja fyrir nokkru, hafi þar áður verið í brotajárnsflutningum,
og eru allar líkur til þess að koparagnir hafi leynzt í lestum þess, en
ekki mun þurfa nema einn hluta kopars á móti milljón af salti til að
spilla því, en það þýðir, að eitt kíló kopars í lestum skipsins hefði
nægt til aðger eyðileggja allan farminn" Eigum við að gefa
ýmyndunnaraflinu svolítið lausan tauminn.Og ímynda okkur að Oddur af
Skaganum hafi ranglega dæmt þjóðerni saltskipsins Og að skipið sem með
mengaða saltið hafi verið EDITH hin sænska
Skipið var smíðað hjá Sölvesborgs Varvs & Rederi í Sölvesborg 1959 sem:EDITH Fáninn var: sænskur Það mældist: 499.00 ts, 1082.00 dwt. Loa: 66.30. m, brd 10.00. m Skipið gekk undir þessum nöfnum:1967 PELIKAN - 1973 PELIKAN SUD - 1973 MARI PRIMA Nafn sem það bar síðast undir ítölskum fána En skipið strandaði hjá Dellys í Alsír 24.11.1986 Og varð þar til
Ég er ekki viss um að nokkurt orð sé rétt í þessari færslu Allt nema staðreyndin um stærðartölurnar á skipinu eru mínar hugrenningar. En víst gæti þetta hafa verið svona
Er fæddur 1938 á Höfuðdaginn (29/8) Byrjaði ungur til sjós tæplega 15 ára 1953,Þvældist gegn um Stýrimannaskólann 1st 1963 fiskimannapróf síðan 1980 farmannapróf Starfaði síðan sem stm og skipstj á íslenskum og erlendum farskipum.