16.04.2017 14:04

Selfoss VII

Mér finnst það teljast til tíðinda þegar nýtt skip kemur til landsins þótt það sé undir "þægindafána" Eimskip Antigua Barbuda Þetta "fánamál" eru er löngu tapað Sem er ráðamönnum þjóðarinnar og skipafélagana til háborinnar skammar Það er ekki úr vegi að birta úrdrátt af feisbók eins helsta baráttumanns fyrir öryggis og kjaramálum sjómanna baráttujaxlsins Jóhanns Símonarsonar(vona að hann fyrirgefi mér stuldinn):" það er kaupskipaútgerðamönnum að kenna og stéttafélögum að standa ekki meira saman. Enda er þessi þekking sem var að fjara út. Sjómannafélag Íslands hefur gert sammning um 5 skip mönnuð íslendingu. Ekki stýrimannafélagið, skipstjórar og vélstjórar höfðu áhuga á því að tryggja stöðu farmanna. Ennfremur er búið að semja um fasta yfirvinnu sem margir eru ekki sáttir við, því kerfið átti ekki að breytast. Nei þið skulið vinna þessa yfirvinnu. síðan eru skrif á yfirvinnu og það bókhald sem bátsmaður þarf að fylla út. Sem er algjört rugl. Við héldum að báknið myndi minnka og myndi draga úr kostnaði útgerðar og mannafla sem væri hægt að einfalda. Það væri gaman að sjá hvað þetta rugl kostar."Svo mörg voru þau orð Jóhanns En Selfoss VII verður víst mannaður íslendingum með Gest Helgason í fararbroddi mað lungan úr fv skipshöfn síðasta Brúarfoss með sér

                                                                                                      © Henk Jungerius

Skipið var smíðað hjá Fujian Mawei SB Co í Fuzhou Kína 2008 sem: SOPHIA Fáninn var: ATG Það mældist: 7464.00 ts, 8166.00 dwt. Loa: 129.60. m, brd 20.60. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni og undir sama fána 


                                                                                               © Henk Jungerius

                                                                                     © Henk Jungerius

                                                                                            © Henk Jungerius

                                                                                                   © Henk Jungerius

                                                                                                                      © Henk Jungerius

SaveSaveSaveSaveSave
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4541
Gestir í dag: 126
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194634
Samtals gestir: 8270
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 18:21:23
clockhere