01.10.2017 15:08
Bakkafoss III
Eigum við aðeins að kíkja á skip sem smíðuð voru hjá Appledore SB í Appledore Englandi en þjónuðu Eimskip Byrjum á skipi sem bar nafnið Bakkafoss í þjónustu þess og var þriðja skipið með því nafni hjá félaginu
Svona segir Morgunblaðið frá skipinu 9 mars 1983
Og svona segir Vísir frá skipinu 21 mars 1983
Fyrsti íslenski skipstjóri skipsins var Þór Elísson
Þór Elísson (1929)
Með Ásgeir Sigurjónsson sem yfirvélstjóra
Ásgeir Sigurjónsson (1923-2007)
Skipið var smíðað hjá Appledore SB í Appledore Englandi 1981 sem City of Oxford fyrir þarlenda aðila.Það mældist 1599.0 ts 4336.0 dwt, Loa: 104.20 m brd: 16.80 m Aðalvél:Doxford 5000 Hö 3678 Kw 1983 tekur Eimskipafélag Íslands skipið á þurrleigu og skýrir Bakkafoss. 1987 er skipinu skilað aftur og fær það nafnið Oxford 1993 nafnið Norasia Malacca 1996 Hub Melaka 1996 Melaga 2005 Jts Sentosa og 2006 SYSTEMINDO PERDANA nafn sem það ber í dag undir fána Indonesíu © photoship
© photoship
© photoship
© shipsmate 17