10.10.2017 07:09
Flóabáturinn Laxfoss
Svona segir Vikublaðið Fálkinn frá komu skipsins í 13 tbl í júlí 1935
Fyrsti skipstjóri skipsins var Pétur Ingjaldsson
Með Skúla Sívertsen sem yfirvélstjóra
Þann 10 jan 1944 strandaði flóabáturinn LAXFOSS í Örfirisey
Lítum á Moggan 11 jan 1944
Skipið náðist út mikið skemmt Hér er það með gamla"lúkkinu"
Laxfoss.var smíðaður hjá Ålborg Værft í Ålaborg Danmörk 1935 fyrir Skallagrím h/f í Borgarnesi.Hann mældist 279 ts.Loa:38.30 m.Brd:6.7 m.Aðalvél Mías720 Hö Skipið strandar 10 janúar 1944 í Örfirisey. Skipið náðist út og engan mann sakaði. Skipið var stórskemmt og það tók um 18 mánuði að gera við það.Í sambandi við viðgerðina var skipið lengt upp í Loa:46.60 m og ts varð 312.0 ts Ný aðalvél var sett í skipið:Polardisel 4 cylindra 730 bremsuhestafla með 300 snúningum
Þetta stendur á áttundu síðu Þjóðviljans þ 25 febr 1944
Þetta var skipið sem um var rætt En einu d er ofaukið í nafninu Skipið hét RANEN
© Sjöhistorie.no
Skipið var smíðað hjá Storviks í Kristiansund N Noregi 1917 sem RANEN Fáninn var:norskur Það mældist: 224.0 ts, 399.0 dwt Loa:42.70. m, brd 7.00. m 1927 var skipið lengt upp í Loa 48.80 m, og 263.0 ts 463,0 dwt Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1958 PANAGIS VENETSANOS Nafn sem það bar síðast undir grískum fána En skipið strandaði og varð til 44°38´30 N 014°15´51 A 17-11-1965 á leiðinni frá Trieste til Longiette í ballest
Hvað kom svo í veg fyrir leiguna á skipinu veit ég ekki. En þarna var skipið komið í þjónustu breska hersins og getur það hafa haft áhrif á málið
Lítum svo á Moggan 13 júlí 1945
Síða 2 í Vikunni 30 tbl júlí 1945
Hér er Laxfoss koma í fyrsta skifti eftir viðgerðina til Borgarnes í júlí 1945
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Skipið strandaði svo aftur 18 jan 1952 og nú við Kjalarnes Mannbjörg varð en skipið náðist ekki allt út og varð eiginlega þarna til. Ég hef oft hugsað um þessi tvö strönd. Bæði ströndin að vísu í miklu dimmviðri.Báðir skipstjórarnir (Pétur Ingjalsson1944 og Þórður Guðmundsson 1952) þekkti leiðina já og skipið (það búið segulkompásum sem alltaf hljóta að hafa verið kolrangir) eins og fingurna á sér. Að vísu var viss misskilningur í gangi í seinna strandinu