04.11.2017 14:20
Meira af fyrstu kaupskipunum
Ásgeir G Ásgeirsson ásamt fl fyrir utan hús sitt á Ísafirði 1908

Og þennan vilja þeirra drakk Ásgeir yngri í sig strax á barnsaldri Í grein eftir Kristján Jónsson frá Garðsstöðum um Ásgeirsverslunina í "Vestra" 1918 segir m.a:" Ég minnist að hafa heyrt Asgeir yngri segja sem dæmi, hve fast hann hafi orðið að fylgja karli töður sínum, að oft hafi það verið, þá er þeir feðgar sátu heima hjá Jóni Sigurðssyni í Kaupmannahöfn. að á meðan karlarnir sátu að sumbli langt tram á nótt og ræddu um fullveldisbaráttuna og hvað væri fyrir Íslandi fyrir bestu þá hafl hann sofnað tram á borðið með epli, sem frú Ingibjörg hafði gefið honum, í hendinni".
Ásgeir G Ásgeirsson á samt konu sinni Lauru
© Ljósmyndasafn Ísafjarðar
En eftir dauða föður síns 1877 tók Ásgeir G Ásgeirsson við fyrirtækjum hans.1889 kaupir Ásgeir G 36 tonna gufubát Sem hann gaf nafnið Ásgeir litli í höfuðið á systursyni sínum Þetta var því fyrsta vélknúna (gufu) kaupskip í eigu Íslendinga. Ásgeir litli var notaður til áætlunarferða með póst og farþega í Ísafjarðardjúpi Einnig suður í Önundar- og Súgandafjörð Og N í Grunnavík Þessi litli bátur var líka fyrsti póst og farþegabátur á Íslandi Heimahöfn var að vísu alltaf í Kaupmannahöfn Og skipstjórar erlendir menn
ÁSGEIR LITLI
0
ÁSGEIR LITLI
© Ljósmyndasafn Ísafjarðar
© Ljósmyndasafn Ísafjarðar
Hér er A.ASGEIRSSON á Eskifirði
© Skjala-og myndasafn Norðfjarðar
© Ljósmyndasafn Ísafjarðar
© photoship

Ætli ég sé orðinn of skáldlegur þegar ég kalla Ásgeir G Ásgeirsson "guðfaðir" íslenskrar kaupskipaútgerðar Frh