04.11.2017 14:35

Meira af fyrstu kaupskipunum

Ég bið menn að taka þessi skrif mín hér ekki sem einhverja sagnfræði Enda eru þau ekki ætluð sem slík. Þau eru bara afleiðingar af grúski gamals kalls sem auðveldlega getur mis-lesið/skilið. En mér finnst við ekki geta skilið si svona við þennar mikla athafnamann Ásgeir G Ásgeirsson sem hafði mörg járn í eldinum Sem kannske svo seinna styrktu fullveldið. Eins og ég skrifaði í síðustu færslu þá réðst Ásgeir 1993 í kaup á 849 lesta gufuskipi fyrir eiginn reikning. Skipið kom til Ísafjarðar næsta ár og var nefnt Á. Ásgeirsson eftir föður Ásgeirs yngra en var jafnan kallað Ásgeir stóri.

A.ASGEIRSSON


                                                                                                       © Ljósmyndasafn Ísafjarða
Þetta var fyrsta gufuknúna millilandaskipið í eigu Íslendinga og flutti vörur til og frá versluninni og sigldi með saltfisk til Miðjarðarhafslanda á haustin. Ásgeir varð að þigga nafnbótina Etatsráð úr hendi konungs 1908 Segir sagan að Ásgeir hafi verið lítt hrifin af nafnbótinni En hún var dönsk tignarnafnbót sem sumir báru fyrr á öldum. Tignin gekk ekki í arf. Um 1930 var hætt að notast við þessa nafnbót. Konungur sæmdi menn tigninni, en hún taldist vera af "þriðja flokki" (da. tredje rangklasse), þ.e.a.s. þeim mönnum leyfðist að líta á sig sem nokkurs konar aðalsmenn, sem hana báru. Einnig fylgdi sá réttur tigninni, að mönnum leyfðist að koma dætrum sínum að í Vemmetoft klaustri.Etatsráðstign fylgdi hvorki embætti né aðrar skyldur, og var hún aðeins virðingartitill, í það minnsta frá því um 1700  Til dæmis var H.C Andersen etatsráð. Meðal þekktra Íslendinga sem þessi nafnbót var veitt voru:Finnur Magnusson og Magnús Stephensen

Fiskireitir í Neðstakaupstað  1910                             

                                                                                     © Ljósmyndasafn Ísafjarða

Úr "Skírni" þ 01-01-1893

"Ásgeir kaupmaður Ásgeirsson lét t.d gera í Kaupmannahöfn fiskverkunarvél, er var smíði skipstjórans á gufubát, sem Ásgeir kaupmaður á og "Ásgeir litli" beitir; lét hann siðan nota vél þessa á Ísafirði; hún er knúð áfram með gufuafli og þvær 60 fiska á mínútunni; kvaö hún leysa það fullt eins vel af hendi eða betur en unnt er með handafli einu saman. Við vélina þarf að eins 2 menn og má vænta, að hún geti komið þeim að miklum notum, er mikinn sjávartitveg hafa"Sífellt vaxandi umsvif Ásgeirsverslunar urðu til þess að stofnuð voru útibú á Flateyri, Hesteyri og Arngerðareyri, í Höfn í Hornvík, í Bolungarvík og á Suðureyri. Að auki hafði verslunin fiskmóttöku víða um Djúp og Hornstrandir. Líkur hafa verið leiddar að því, að Ásgeirsverslun hafi á mektarárum sínum átt 10-15% alls saltfisks sem fluttur var frá Íslandi, miðað við verðmæti, og stundum mun meira. Saltfiskur var langmikilvægasta útflutningsafurð Íslendinga á þessum tíma og vafasamt að nokkurt annað fyrirtæki hafi í annan tíma átt eins mikla hlutdeild í heildarútflutningi þjóðarinnar.  Straumhvörf urðu í vinnslu sjávarfangs og geymslu á beitu þegar farið var að reisa íshús hér á landi á síðustu árum 19. aldar. Fyrsta íshúsið á Vestfjörðum byggði Ásgeirsverslun í Neðstakaupstað á Ísafirði árið 1896 og var ísinn tekinn á Pollinum


Fyrsta Íshus á Ísafirði 1896


                                                                                                                     © Ljósmyndasafn Ísafjarða
Talsíminn var fundinn upp árið 1876 og breiddist þessi nýja tækni hratt um heiminn. Til Danmerkur barst síminn árið 1877 og þremur árum síðar var komið upp talsímakerfi í Kaupmannahöfn. Íslendingar erlendis komust vitaskuld í kynni við þetta undratæki. Þó varð dráttur á að menn reyndu að koma á talsambandi hér á landi. Það er Ásgeir kaupmaður yngri sem á heiðurinn af því að hafa fyrstur látið leggja síma á Íslandi. Hann var sem fyrr segir  einn af aðsópsmestu athafnamönnum landsins og þótti bæði framsýnn og djarfhuga. Verslun hans og útgerð urðu risafyrirtæki á íslenskan mælikvarða enda urðu þau undirstaða mikils og blómlegs atvinnulífs á Ísafirði. Eins og áður sagði hafði Ásgeir jafnan vetursetu í Kaupmannahöfn og þar kynntist hann gildi talsímans. Þegar hann kom til Ísafjarðar vorið 1889 hafði hann í farteski sínu símtæki og efni í símalínu. Að sjálfsögðu var enginn maður á Ísafirði sem kunni til símalagningar en Ásgeir fékk til verksins þekktan hagleiksmann, Guðmund Pálsson, sem var beykir og þúsundþjalasmiður hjá Ásgeirsverslun. Hann lagði símalínu um hálfan kílómetra milli Faktorshússins í Neðstakaupstað og verslunarhúss Ásgeirsverslunar við Aðalstræti (nú Aðalstræti 15).

Fyrsta talsímatækið á Ís

                                                       © Ljósmyndasafn Ísafjarða


Guðmundur Pálsson er þannig í raun fyrsti símamaðurinn á Íslandi. Síðan var önnur lína lögð frá Faktorshúsinu í vefnaðarvörudeild Ásgeirsverslunar, sem var þá í húsi því sem síðar var Aðalstræti 20 en hefur nú verið rifið. Þessar fyrstu símalínur landsins voru í notkun þar til símakerfi innanbæjar á Ísafirði var tekið í notkun árið 1908. Áður hafði verið lögð lína milli Ísafjarðar og Hnífsdals og var hún tekin í notkun árið 1892. Ásgeir kom einnig á fót hvalveiðistöð á Uppsalaeyri í Seyðisfirði í Djúpi í félagi við Norðmanninn Stixrud og gerðu þeir út tvo hvalveiðibáta. Hvalveiðastöðina sem þeir Á.G Asgeirsson  reistu á Uppsalaeyri við Seyðisfjörð vestra,var svo síðar flutt austur á Eskifjörð og reknar þar hvalveiðar um tíma.Þeir voru einnig sagðir eiga marmaranámu í Noregi en það er óstaðfest Fyrir ýmsum nýbreytingum gekst Ársgeirsverslunin á fyrri árum. Einna fyrstur mun Ásgeir hafa látið leggja sporbraut um verslunarlóðina til fisks og vöruaksturs; hafskipabryggja, myndarlegri en þá tíðkaðist, var bygð og þilskipaútgerð rekin í stórum stíl, eftir því sem þá gerðist

Á.G.Ásgeirsson stofnsetti hvalveiðistöð í Seyðisfirði


                                                                                          © Ljósmyndasafn Ísafjarða

Ásgeir G. Ásgeirsson varð bráðkvaddur  í Danmörku árið 1912 í blóma lífsins aðein 56 ára gamall Og gekk dánarbúið þá óskipt til móður hans, frú Sigríðar Ásgeirsson. Verslunin var rekin áfram til ársins 1918 undir stjórn J. M. Riis, mágs Ásgeirs. Sigríður Ásgeirsson lést 1915 og ákváðu erfingjar hennar að selja fyrirtækið. Nokkur útibúanna voru seld kaupmönnum á svæðinu en Hin sameinuðu íslensku verslanir keyptu meginhlutann. 30. nóvember 1918 var síðasti dagurinn í 66 ára sögu Ásgeirsverslunar.

Þarna má sjá stakkstæðin  á öndverðri  20 öldimmi á Ísafirði

                                                                                               © Ljósmyndasafn Ísafjarða
Fyrirtækið sem í upphafi tengdist Jóni Sigurðssyni og þjóðfrelsisbaráttunni sterkum böndum hætti þannig starfsemi daginn áður en Íslendingar fengu fullveldi. En sem betur fer áttu íslendska þjóðin fleiri svona bjartsýna og djarfhuga menn sem sáu nauðsyn þess að siglingar til og frá landinu væru í höndum landsmanna sjálfra
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4541
Gestir í dag: 126
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194634
Samtals gestir: 8270
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 18:21:23
clockhere