25.12.2017 16:57

Eitt happaskipið til Lagarfoss I

Fyrir rúmum 113 árum eða í júní 1904 hljóp nýtt skip af stokkunum  hjá Nylands Værft í Kristjaníu (Osló) í Noregi fyrir þarlenda aðila, H.Klær & co,Skipið var gefið nafnið PROFIT.Þetta skip átti eftir að skrá nafn sitt feitu letri í sögu siglinga íslenskra kaupskipa í WW1 og WW2 Það var eimskipið LAGARFOSS I sem Eimskipafélag Íslands keypti 1917.LAGARFOSS var aðeins meira skip en SELFOSS,þó með mikilli virðingu fyrir því skipi.Bæði var"Laggi" lengri og breiðari og minnstakosti 500 ts í dwt stærri.Á aðalfundi Eimskipafélags Íslands 1916 var ákveðið að auka hlutaféð upp í 2 miljónir með það fyrir augum að auka skipaflotan. En það hafði strax komið í ljós að skipin tvö sem félagið átti önnuðu ekki skipaþörfinni En þá kom reiðarslagið Goðafoss strandar.Tjón félagsins varð mikið þó vátryggingin sem það fékk borgaða hafi verið 900000 kr eða 400000 kr ( GULLFOSS kostaði 580000 Goðafoss 500000) meira en skipið hafði kostað þá var tjón félagsins tilfinnanlegt.

Ég tel það gæfu Eimskipafélags Íslands að þessi danski fv skipstjóri Emil Nielsen stýrði félaginu í byrjun. Hann kom mikið við sögu við kaupin á LAGARFOSS I



Ekki nóg með að missa skipið úr rekstri heldur höfðu skip hækkað gífurlega í verði og voru íllfáanleg vegna WW1 (Að vísu hafði félagið keypt flakið af Tryggingarfélaginu og haft hagnað af því sem hægt hafði verið að bjarga úr því.Það hafði tekist 1917 Það má t.d til fróðleiks skýra frá að stálrúmin úr GOÐAFOSSI voru notuð fyrir sjúkrarúm þegar Barnaskólinn í Reykjavík var virkjaður sem sjúkrahús í Spönsku veikinni 1918). Forstjóri Eimskipafélags Íslands Emil Nielsen fór þá utan að leita hófana um kaup á skipi. Bar sú för þann árangur að þ 12 jan 1917 keypti félagið norskt skip sem PROFIT hét.(skyldi nafnið hafa haft nokkuð með kaupin haft að gera !!!!) Skipið fékk svo nafnið LAGARFOSS Það kostaði 1.277.500 kr og eftir breytingar á því sem félagið taldi nauðsynlegar 1.360.00 kr Svona segir Mogginn frá kaupunum á skipinu Og h
ér er sagt frá komu skipsins Ísafold fagnaði líka komu skipsins ein og sjá má hér Ekki hef ég heyrt eða lesið um nein vandræði hvað varðar skipið í siglingum á stríðsárunum. Nema kannske sprengingin í Halifax Í endurminningum Andrésar Péturssonar Matthíassonar "Hin hvítu segl" skrifuðum af Jóhannesi Helga  Segir Andrés sem var háseti á Lagarfoss I frá á bls 85- 87 að skipið hafi komið til Halifax þennan morgun sem hann lýsir sem "voðalegasta"allra morgna sem hann hafði lifað Síðan heldur hann áfram:"Sörensen örvar kyndarana með víni svo við getum orðið fyrsta skip inn á höfnina á flóðinu. Það tekst ekki og þar skilur á milli feigðar og fjörs. Það eru skip á undan okkur og enn fleiri á innleið. Við bíðum meðan lóðsinn siglir fyrsta skipinu inn á höfnina og í dauðan " Og síðar Ég horfi inn í hvítglóandi helvíti; því er líkast sen eldholi á risastórum bræðsluopni sé sleginn opið með ærandi gný og himininn formyrkvast í kolsvörtum æðandi mekki sem hylur höfnina sjónum annar glampi  og sá þriðji bjartir einsog sól mitt í mekkinum sem bógnar og hverfist með ofsahraða yfir borginni" Og enn seinna "Heill borgarhluti er þurkaður út þegar síðasta eldtungan er kæfð. Sjö skipum hefur sprengingin kastað á land ; baujur liggja á götum í miðri borg." Hér lýkur innslaginu úr bókinni "Hin hvítu segl"Sem lesa má um hér og meira hér

Eftir sprenginguna miklu í Halifax 1917



Það mætti kannske segja  léleg kol hafi öfugt við SELFOSS bjargað LAGARFOSSI frá stórum skakkaföllum þarna 1917.Þau komu í veg fyrir að skipið hefði unnið kappsiglingu við annað skip á leiðinni frá New York. Þannig að það skip komst miklu lengra inn í höfnina í Halifax.En LAGARFOSS kom að hafnsöguskipinu 1/2 klst seinna En á dekki LAGARFOSS var farmur af bensíni og sprengiefni á milliþilfari Og svo var loftþrýstingurinn mikill þar sem hann var staddur, eða um 7 sml frá aðalsprengingunni að rúður brotnuðu í yfirbyggingu og menn á dekki féllu um koll. Hefði sennilega ekki þurft að spyrja að leikslokum hefði skipið komist á undan í hafnsögumanninn 

LAGARFOSS I við komuna til Reykjavíkur í fyrsta sinn 17 maí 1917



                                                                                                           Mynd úr mínum fórum © óþekktur

Skipið var sem fyrr sagði smíðað hjá Nylands Værft í Kristjaníu (Osló) í Noregi 1904 fyrir þarlenda aðila, H.Klær & co, Skipið var gefið nafnið PROFIT  Það mældist 1126 ts loa:68,6 m brd 10.3.m.Aðalvélin var gufuvél 700 Hö Ganghraði9.0 sml.Eimskip kaupa skipið 1917 og fær það nafnið LAGARFOSS.1920 var skipið eiginlega endurbyggt og mældist þá 1211 ts 1600 ts dwt,Það var rifið í Kaupmannahöfn 1949

LAGARFOSS I


                                                                                                    Mynd úr mínum fórum © óþekktur

Lagarfoss I sigldi sem fyrr sagði farsællega í báðum WW.  Í ferðum milli Íslands og USA 1917-1920 Og skipið var statt í Halifax í hinni miklu sprengingu sem þar varð 1917 án þess þó að skemmast 1920 var skipið eiginlega endurbyggt í Kaupmannahöfn Eftir það var skipið bæði í ferðum til Vesturheims og Evrópu Eftir 1922 var það eingöngu í Evrópusiglingum 1927 byrjaði skipið að sigla áætlunarferðir þar sem siglt var frá Kaupmannahöfn um Leith til Djúpavogs og síðan um Austfirði,Norðurland til Norðurfjarðar á Ströndum Þar snúið við og sigld sama leið til baka. 


                                                                                                    Mynd úr mínum fórum © óþekktur



                                                                                                                        Úr safni Tryggva Sig © óþekktur

Í þessum ferðum var skipið svo til 1940 að Norðurlönd lokuðust vegna stríðsins. Þá hóf skipið aftur Vesturheimsferðir og sinnti þeim til 1945 að stríðinu lauk Eftir það sigldi það aftur til Norðurlanda og Evrópu Þar til yfir lauk En 13 mars 1949 þegar skipið var statt í brælu undan Danmerkurströndum brotnaði öxull aðalvélarinnar. SELOSS I dró þá skipið inn til Frederikshavn. Ekki þótti borga sig að gera við vélina og var skipið selt til niðurrifs Það kom svo til Kaupmannahafnar í togi 13 apríl 1949 og var rifinn þar. Hafði þá þjónað Eimskipafélagi Íslands í 32 ár

LAGARFOSS I


                                                                                                    Mynd úr mínum fórum © óþekktur
LAGARFOSS I


                                                                                                    Mynd úr mínum fórum © óþekktur

LAGARFOSS í Reykjavíkurhöfn eftir stríð


                                                                                                             © Tóti í Berjanesi
LAGARFOSS I


                                                                                                             © Tóti í Berjanesi 
Fyrsti skipstjóri hérlendis var Ingvar Þorsteinsson Frá 1917-1921

 
Ingvar þorsteinsson (1875-1949)

Með  Gunnar W Sörensen sem yfirvélstjóra

Gunnar W Sørensen (1885-1958)


Svo tók Júlíus Júliníusson við frá 1921-1926
Júlíus Júniusson (1877-1973)


Pétur Björnsson var með skipið 1926-1930

 Pétur Björnsson (1887-1978)


Jón Eiríksson  stjórnaði skipinu frá 1930-1941
 Jón Eiríksson (1893-1982)

Sigurður Gíslason  (1890-1978) stjórnaði skipinu 1941-1942

 Sigurður Gíslason  (1890-1978)

Bjarni Jónsson stjórnaði skipinu 1942-1948 


 Bjarni Jónsson (1889-1974)

Bertel Andrésson 1948-49
Bertil Anrésson (1890-1987)
Þetta voru mannirnir sem stjórnuðu skipinu svo farsællega í gegn um styrjaldirnar tvær og eftir hana. Vitaskuld með sínum dugmiklu áhöfnum af íslensku sjómönnum. Mér finnst það satt að segja skylda að á næstu Sjómannadögum verði þeirra sjómanna sem lögðu líf sitt og limi til að afla þessari þjóð nauðsynja í WW2 sérstaklega minnst á viðeigandi og virðulegan hátt Og þar á ég við bæði farmenn og fiskimenn Fiskimennirnir öfluðu galdeyrisins sem svo notaður var til að kaupa nauðsynjavörur sem farmennirnir fluttu svo heim

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 57
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 844
Gestir í gær: 71
Samtals flettingar: 218483
Samtals gestir: 9806
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 03:32:23
clockhere