30.12.2017 13:29
Emil Nielsen forstjóri E.Í
Nilsen ungur skipstjórnarmaður
Mynd úr safni E.í © óþekktur
Því næst var hann skipstjóri á gufuskipunum »Rusland« og »Kronprins Frederik«, í siglingum um Norðursjó og Eystrasalt. En stjórn téðs félags fékk honum síðar það trúnaðarstarf,að hafa umsjón með smíði á skipinu »Marz«, sem félagið lét smíða í Skotlandi. Skip þetta var smíðað sérslaklega til Íslandsferða, og var Emil Nielsen skipstjóri á því skipi í förum hér við land þangað til 1901. Þá gerðist hann einn af stofnendum Thorefélagsins. Var hann skipstjóri á skipum þess félags i siglingum hingað, en jafnframt ráðunautur félagsins bæði um kaup og smíði á skipum og ýmsum öðrum greinum,þangað til hann gekk í þjónustu Eimskipafélags Íslands 1. apríl 1914. Þegar farið var að hreyfa stofnun Eimskipafélags Íslands, hafði Emil Nielsen því, eins og sézt af framanrituðu, siglt hingað til lands í mörg ár, og kynnst mörgum málsmetandi mönnum bér á landi.Hafði sú viðkynning verið á þáleið, að hann hafði áunnið sér traust og virðing allra, fyrir óvenjulegan dugnað i starfi sínu og fyrir hyggindi og ráðdeild í öllu, sem hann hafði með höndum. Var aðstaða hans þannig, að hann hafði haft sérstaklega gott tækifæri til þess að kynna sér rekstur siglinga milli Íslands og útlanda og með ströndum landsins, og mjög góðum hæfileikum búinn til þess að nytfæra sér þá þekkingu. Það var því engin tilviljun, að þeir menn, sem voru frumkvöðlar að stofnun Eimskipafélagsins, höfðu þegar i upphafi augastað á Emil Nielsen, til þess að fá honum í hendur útgerðarstjórn hins fyrirhugaða félags. Hinn fyrsti undirbúningsfundur til stofnunar félagsins var haldinn 22. desember 1912, og annar fundurinn var haldinn 26. s. m. Sama dag hafði Emil Nielsen, þá skipstjóri á »Sterling«, komið hingað til Reykjavíkur, og var þegar á þessum öðrum undirbúningsfundisamþykkt að snúa sér til Nielsen um ýmsar upplýsingar viðvíkjandi íélagsstofnuninni. Þriðji undirbúningsfundurinn var haldinn 29. s. m. Á þann fund kom Emil Nielsensamkvæmt beiðni forgöngumanna, og var hann þá þegar spurður að þvi, hvort hann mundi vilja taka að sér útgerðarsfjórn félagsins ef úr stofnun yrði, og tók hann þvi líklega.
Nilsen við stjórnvölinn á Gullfossi I í reynsluferðinni
Upp frá þessu hafði Emil Nielsen stöðugt starfað fyrir Eimskipafélagið.Hann vann mjög þýðingarmikið starf fyrir félagið, meðan verið var að undirbúa stofnun þess, og leggja grundvöll að starfsemi þess. Reyndust öll ráð hans þar hin hollustu, ekki síst að því er snerti stærð og fyrirkomulag skipa þeirra,er félagið lét smiða í upphafi.Hafði hann þar glöggt auga fyrir því, hvernig skipin þyrftu að vera, bæði til þess að fullnægja flutninga- og samgönguþörfum, eins og aðstaðan var þá, og tíl þess að rekstur skipanna gæti borið sig sem best.Var mjög farið að ráðum hans i öllum aðalatriðum í þessu efni. Á fundi félagsstjórnarinnar,6.febrúar 1914, var Emil Nielsen síðan ráðinn útgerðarstjóri Eimskipafélags íslands, og tók hann við því starfi 1. apríl 1914.Starf sitt rækti hann með slíkri atorku og samvizkusemi, að sliks munu fá dæmi.Hann helgað starfi sinu alla krafta sína og leitt hjá sér aukastörf,félaginu óviðkomandi. Útgerðarstjórn Eimskipafélagsins var afarerfið. Ekki síst var starfið erfitt fyrstu starfsár félagsins. Þegar félagið var nýbyrjað að láta byggja fyrstu skip sín, skall stríðið á með öllum þeim erfiðleikum, sem af þvi leiddu. Og félagið byrjaði starfsemi sína á stríðstímum. Öll venjuleg aðstaða um siglingar var gjörbreytt, og slíkir erfiðleikar í skipaútgerð, að þeim verður tæpast lýst fyrir þeim, sem ekki til þekktu, en enn var i fersku minni hinna, sem þá börðust fyrir lífi fyrirtækja sinna. Í allri þessari baráttu sýndi Emil Nielsen það best, hvílíkur maður hann var. Lyndisfesta hans, samfara lægni í viðskiftum við aðra menn, og óbilandi starfsvilji og starfsþrek, bjargaði Eimskipafélaginn yfir erfiðleika stríðsáranna. Þessir sömu eiginleikar hafa komið að haldi í útgerðarstjórn hans siðan, og þeir hafa frá upphafi verið félaginu ómetanlegir,einnig að því,er snertir aðstöðu félagsins innanlands. Félagið var félag,sem landsmönnum öllum var sérstaklega hjartfólgið. En jafnframt hafa menn auðvitað gert meiri og aðrar kröfur til félagsins en venjulega eru gerðar til einkafyrirtækis.
Málverk Gunnlaugs Blöndals af Emil Nielssyni
Á þessu sviði hafði Emil Nielsen lag á því að fullnægja, eftir því sem frekast varð til ætlast, þeim kröfum, sem gerðar hafa verið til félagsins,án þess þó að ofbjóða getu þess.Og sérstaklega lánaðist honum að stjórna félaginu svo,að hann var aldrei sakaður um, að flokksfylgi í stjórnmálum hafi nokkru sinni ráðið neinu í útgerðarstjórn hans, sem er lífsskilyrði fyrir slíkt þjóðarfyrirtæki sem Eimskipafélag Íslands var. Á aðalfundi félagsins 23. júní 1927 skýrði Emil Nielsen útgerðarstjóri frá þvi, að gefnu tilefni, að hann vegna heilsubrests og af öðrum ástæðum hefði óskað að láta af störfum sínum, en það hefði orðið að samkomulagi, að hann gengdi útgerðarstjórastoðunni til 1. janúar 1930,og í skýrslu félagsstjórnarinnar til aðalfundar 1929, var skýrt frá því, að félagsstjórnin hefði boðið Jóni Guðbrandssyni,fulltrúa á skrifstofu félagsins í Kaupmannahöfn, útgerðarstjórastöðuna, en hann hefði af sérstökum ástæðum ekki talið síg geta tekið við stöðunni, og hefði félagsstjórnin siðan ráðið Ólaf Benjamínsson kaupmann í Reykjavik forstjóra félagsins frá byrjun 1930 Var svo um talað, að Ólafur Benjamínsson skyldi byrja að starfa hjá félaginu 1. október 1929. til þess að kynnast sem best starfinu,áður en Emil Nielsen færi, og gæti um tima notið þekkingar hans og reynslu til undirbúnings því að taka við forstjórastarfinui.En skömmu áður varð Ólafur Benjamínsson alvarlega veikur. Var það þó ekki fyr en í nóvember 1929 að læknar töldu veikindi hans þess eðlis, að eigi væri rétt hvorki hans né félagsins vegna,að hann tæki við útgerðarstjórn félagsins. Skrifaði Ólafur Benjamínsson síðan félagsstjórninni 13. nóv. þ á. og skýrði frá því, að allar líkur væru til þess, að hann yrði ekki fær um að taka að sér forstjórastöðuna sökum áfalls þess, er heilsa hans hefði orðið fyrir, og óskaði því,að felldur yrði úr gildi samningur hans við félagið.Samþykkti félagsstjórnin það að sjálfsögðu og lét um leið í ljós við Ólaf Benjamínsson,að hún harmaði það mjög, að félagið gæti ekki notið starfskrafta hans eins og til var stofnað. Lá nú enn fyrir að leitast fyrir um nýjan útgerðarstjóra fyrir félagið. Var tíminn svo naumur, að málinu var ekki lokið fyrir áramótin, og tók Emil Nielsen þvi að sér, eftir ósk félagsstjórnarinnar, að starfa áfram fyrst um sinn sem forstjóri.
Hér er Nielsen fyrir miðri mynd ásamt Einari Stefánssyni skipstj.og fl um borð í Goðafossi II íKaupmannahöfn í mars 1921
¨ Mynd úr safni E.í © óþekktur
Emil Nielsen lengst t.h þegar E.s Dettifoss var gefið nafn 24 júlí 1930
Mynd úr safni E.í © óþekktur
Stykkishólmi 5. Mars 1914
[25 nöfn].
Vér áttum í gær viðtal við hinn tilvonandi útgerðarstjóra Eimskipafélagsíns,og tjáði hann oss gleði sína yfir þessu vináttumerki Stykkishólmsbúa. Hann bað oss að lokum að birtá eftirfafandi þakklæti sitt til Stykkishólmsbúa, og er oss það sönn ánægja."Hr. ritstjóri! Viljið þér svo vel gera að flytja í hinu útbreidda blaði yðar mitt innilegasta þakklæti til vina minna i Stykkishólmi, fyrir hínn fagra minjagrip,vegna þess að Sterling komst eigi inn á Stykkishólm i þessari för sökum ishindrana."
Emil Nielsen
Sterling fór héðan í gærkvöld kl. 0800; er það síðasta ferð Nielsens á þvi skipi. Hætt er við, að mörgum þyki hér skarð fyrir skildi að missa hann af Sterling. En því láni eigum vér að fagna, innan skamms að fá Nielsen alfluttan hingað sem forstjóra hins stærsta innlenda fyrirtækis,er stofnað hefir verið.
Sterling síðasta skipið sem Emil Nielsen stjórnaði Statt í Stykkishólmi
Mynd úr safni E.í © óþekktur