02.01.2018 22:11
Reykjafoss I
Flutningaskipið Katla I heitir hér Manchioneal
© Sjöhistorie.no
Skipið var smíðað hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn Danmörk1911 sem MANCHIONEAL Fáninn var: norskur Það mældist: 1654.0 ts, 2010.0 dwt Loa: 77.80. m, brd 10.90. m Aðalvél B&W 1400 hö gufuvél Ganghraði 12.0 sml.s Það gekk undir þessum nöfnum á ferlinum:1911 MANCHIONEAL 1934 KATLA - 1945 REYKJAFOSS - 1949 NAZAR - 1955 CERRAHZADE Nafn sem það bar síðast undir tyrkneskum fána En það var rifið í Tyrklandi 1967
Hér sem KATLA með "öryggisskildina" á síðunum
. úr mínum fórum © ókunnur
Þegar seinni heimstyrjöldin (WW2 eins og ég kalla hana sennilega út af of mikilli nennu ) skall á þ 1 sept 1939 lá Katla I í höfninni í Port Talbot í Wales. Í farmi skipsins voru m.a 12 tonn af striga sem nota átti til pökkunnar á saltfiski og síldarmjöli.Bretar töldu þennan varnign stórhættulegan því hægt væri að nota þetta sem umbúðir fyrir sendingar til Þýskalands. Það var ekki fyrr en Sveinn Björnsson þ.v sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn hafði útvegað yfirlýsingu frá íslensku ríkisstjórninni að efnið yrði ekki notað á þann hátt að það kæmist í hendur "óvinarins". Þá losnaði skipið úr prísundinni og kom svo til Reykjavíkur 18 okt 1939. Við brosum nú að þessu nú til dags.En þá var þetta grafalvarlegt mál í augum breta.Sem sést af, að skipinu var haldið um hálfan mánuð út af því.þ 17- 09 -1939 birtist þessi grein En 1 sept. það ár braust WW2 út með mikilli hættu fyrir sjófarendur á N- Atlantshafi Þessi þarna nefndur "Hlífiskjöldur" mun hafa veitt Íslenskum skipum einhverja vörn í byrjum stríðsins En svo kom hafnbann Þjóðverja. Kæmi til stríðs í dag skildi fánar sem skip í íslenskri eigu sigla undir veita þeim íslensku sjómönnum sem á þeim eru nokkra vörn???
Úr mínum fórum © ókunnur
Fysti skipstjóri á skipinu eftir að E.Í keypti það Var Sigurður Gíslason til1948
En þá tók Haraldur Ólafsson við og stýrði þar til það var selt 1949
Yfirvélstjóra hvergi getið Sem mér persónulega finnst vera galli á gjöf Njarðar
Sennilega hefur það verið mikil viðbrigði að taka við næsta skipi sem hann tók við En 38 ára aldursmunur mun hafa verið á þeim Þá meina ég þegar Sigurður tók Lagarfoss (sm 1949) nýja eftir Reykjafoss (sm 1911)
Úr safni Tryggva Sig © ókunnur
Svo kemur þessi frétt Síðan selur E.Í skipið eins og sagt er frá hér Svo er hann horfinn úr íslenski siglingasögu