04.01.2018 08:25
Tröllafoss
Og ekki voru þau spöruð stóru orðin
Ekki voru allir sammála
Hann þótti mikið skip

Skipið var byggt hjá Consolidated Steel Corp í Wilmington CA í USA 1945 sem: COASTAL COURSER Fáninn var: USA Það mældist: 3805.0 ts, 5032.0 dwt. Loa: 103.20. m, brd 15.20. m. Aðalvél:Nordberg 1750 hö Ganghraði 11 sml.Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1948 TRÖLLAFOSS - 1964 SEOUL Nafn sem það bar síðast undir fána Líberíu En 29-08-1973 lá skipið við akkeri á ytri höfn Inchon í Kóreu. Skall á rok skipið fór að draga akkerið og rak úu úr því á land. Var það rifið á staðnum
Fyrsti íslenski skipstjóri á skipinu var Bjarni Jónsson
Bjarni Jónsson (1889-1974)
Með Jón Aðalstein Sveinsson sem yfirvélstjóra
Jón Aðalstein Sveinsson (1894-1958)
Mikill velunnari síðunnar Björgvin S Vilhjálmsson sendi mér þessar tvær myndir á sínum tíma.Og kan ég honum mínar kærustu þakkir fyrir þær.
Þarna mun "Tröllið" vera í New York. Það má geta þess að í þeirri höfn var hann í nokkur skifti kosið snyrtilegasta skipið í höfninni
© Björgvin S Vilhjálmsso
Þarna er það í Hamborg
© Björgvin S Vilhjálmsson









Þessir voru fastráðnir skipstjóra á skipinu eftir Bjarna Jónsson
Eymundur Magnússon 1953
Eymundur Magnússon (1893-1977)
Uppúr 1950 fór "mccartyisminn" að vaxa fiskur um hrygg í USA Og komúnistahræðslan að heltaka bandaríkjamenn Þeir sáu á í hverju horni. Nokkrir íslenskir vinstrisinnaðir farmenn fengu ekki að sigla til USA. Einn þeirra var Eymundur Magnússon.En Eymundur tók við Tröllafossi af Bjarna Jónssyni 1952 . Eymundur mun hafa sagt við Mc Carthy erindrekana sem yfirheyrðu hann: " Ég hef siglt tvær heimstyrjaldir til Bandaríkjanna og var mér tjáð að ég væri að sigla til þess ríkis.þar sem lýðræði sé í hásæti og Bandaríkin séu og eigi að vera öðrum þjóðum þar fremri. Með þessu tel ég mig vera búinn að svara spurningum ykkar" En öðlingurinn Eymundur var að láta í minni pokann.Hann var færður til í starfi að undirlægi bandaríkjamanna og látinn taka Reykjafoss um tíma uns hann tók nýtt og glæsilegt skip Fjallfoss 1954. En það var árið sem þessar ofsóknir McCarthy tóku enda allavega að miklu leiti
Óskar Sigurgeirsson 1961-1962
Guðráður Sigurðsson 1962-1964
Svo kom að þessu meir um það hér