08.01.2018 12:21
Ljósafoss I
LJÓSAFOSS
© Jan Anderiesse.
Með Gísla Hafliðason (1925-2013) sem yfirvélstjóra
Skipið var smíðað hjá Scheepswerf De Hoop í Lobit Hollandi 1961 og skírt ECHO.Það mældist 1855 ts.2142 dwt,Loa:88,4m. Brd 12.8,m. Aðalvél Werkspoor 1850.hö/1361 kw Ganghraði 14.sml.Skipið var sérstaklega byggt til siglinga á vötnunum miklu í Canada. Eimskip kaupir skipið 1969 og gefur því nafnið LJÓSAFOSS.Eimskip selur það 1972 til Frakklands þar sem það fær svo nafnið PECHEUR BRETON,1987 er það selt til Seychelles Isl en heldur nafni,Það er svo selt til Honduras 1994 Heldur enn nafni Skipið sekkur svo 01-07-1994 á 06°51´0 N og 079° 48´0 A eftir að leki kom að því. Þá var skipið á leið frá Seychelles Isl til Alang Indlandi til niðurrifs.Mér fannst þetta alltaf eitt af fallegustu skipunum í íslenska kaupskipaflotanum meðan skipsins naut við þar Allavega fallegast af notuð keyptum skipum
Hér sem ECHO
@Jan Harteveld
@Jan Harteveld
@Jan Harteveld
@Jan Harteveld
@Jan Harteveld
@Jan Harteveld
© Yvon Perchoc
Svo kom að því
Hér heitir skipið PECHEUR BRETON og komin í nýjan búning eftir Íslandsveruna
@Jan Harteveld
© Yvon Perchoc
© Yvon Perchoc