11.01.2018 07:52

Hvassafell II ?

Árið 1946 ákvað Sambandið Íslenskra Samvinnufélaga að hefja rekstur eigin skipa og keypti skip sem var í smíðum á Ítalíu og nefnt var Hvassafell. Ég set nr II á þetta skip En Hvassafellið sem var nr 1 hjá Samvinnumönnum var togari með nafninu Hvassafell .
Togarinn HVASSAFELL.Var nr I með þessu nafni hjá Samvinnumönnum


                                           Skannað úr bók Jóns Björnssonar Ísl skip © ókunnur
Skipið var smíðað hjá Dundee Shipbuilding.& co Dundee 1907 Sem Urania M217 fyrir aðila í Milford Það mældist 64.0 ts 141.0 dwt. Loa 36.50 m brd: 6.50 m 1914 er skipið endurmælt og mældist nú 187.0 ts 212.0 dwt Sama ár er skipið selt til Ayr heldur nafni en fær AR1 sem einkennisstafi 1922 er skipið selt til Hull heldur nafni en fær einkennisstafi H519 Skipið er selt til Svíþjóðar (Gautaborgar) og þaðan kaupa svo KEA-menn skipið 1937. Svona er sagt frá því í blöðunum m.a og svo endalokin hér
HVASSAFELL II Kom svo 1946
Svona var sagt frá komu þess m.a Ennþá ítarlega hér


                                                                    
    © söhistoriska museum se
Gísli Jónsson Eyland skipstjóri stjórnaði HVASSAFELLI í fyrstu eða til 1947

Gísli Jónsson Eyland(1886-1972)
Með Ásgeir Árnason sem yfirvélstjóri

Ásgeir Árnason(1904-1976)

Skipið var byggt hjá Ansaldo Cerusa í Voltri Ítalíu sem Hvassafell Fáninn var íslenskur Það mældist: 1690.0 ts, 2300.0 dwt.  Loa: 83.60. m, brd: 12.30. m Skipið gekk aðeins undir tveim nafnum en það var selt til Portúgal 1964 og fékk það nafnið Ana Paula 
Hvassafell II

                                                                                                                                              © photoship
Ég man eftir hvað þetta skip þótti glæsilegt þegar það kom fyrst í Borgarnes. Sem hefur sennilega verið fljótlega eftir að það kom nýtt til landsins. Og ég man hve ég öfundaði einn af æskufélögunum af að eiga bróðir þar um borð. Ekki man ég nú alveg eftir hvort bróðir hans Jón Danielsson var þarna í byrjun en mig minnir að hann hafi komið þangað fljótlega. Annar borgnesingur Helgi Ólafsson var líka mikið á þessu skipi. Og þeir geta hafa verið fleiri þó ég muni það ekki
Hvassafell II

                                                                                © söhistoriska museum se

                                                                                © söhistoriska museum se
Hér er skipið að lesta óvenjulegan flutning í Vestmannaeyjum


                                                                                                 Úr safni Friðriks Harðarsonar ©Hörður Sigurgeirsson faðir hans
Fastráðnir skipstjórar skipsins eftir Gísla J Eyland voru:
Sverrir Þór 1947-1948
Sverrir Þór skipstjóri(1914-1990)

Bergur Pálsson 1948-1954
Bergur Pálsson skipstjóri (1917-1991)
Guðmundur Hjaltason 1954-1962
Guðmundur Hjaltason skipstjóri(1923-1989)
Jörundur Kristinsson 1962-1964
Jörundur Kristinsson(1930-2009)
Svo kom að´í Ítarlega sagt frá því hér
ANA PAULA  komin að fótum fram

                                                                       Úr safni Marijan Zuvic

Að síðustu lá svo skipið í tvö ár í Brodogradiliste «Jozo Lozovina Mosor» shipyard í Króatíu. Og eftir nauðungarsölu þ 14 mars 1969 kom það 15 mai sama ár til  Sveti Kajo shipyard í Split í sama landi þar sem það var rifið.

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5165
Gestir í dag: 162
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195256
Samtals gestir: 8306
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 19:26:18
clockhere