11.01.2018 19:45

Litlafell I

Skipadeild SÍS fékk bara nýsmíðuð skip næstu ár En svo keyptu þeir LITLAFELL Sem var eitt af hinum gömlu og góðu skipum sem átti eftir að þjónusta landsmenn um árabil. Og átti flekklausan veril við hina hrjúfu strönd landsins okkar. Mér þótti LITLAFELL I alltaf snoturst skip.Þetta var fyrsta skipið í olíuskipaflota þeirra Skipadeildarmanna. Hann var aldrei stór hvað fjölda snerti. En því stærri hvað smálestafjölda varðaði Skipaútgerð Samvinnumanna var stórmerkileg.Og með hreinum undrum að saga hennar skuli aldrei hafa verið skrifuð. Svo maður hugsi til komandi ára og áratuga. Fái einhverjir "sérvitringar" áhuga á siglingasögu landsins þá um stundir.En skip Samvinnumanna skrifar þar stóran kafla sem ekki má falla í gleymsku.Skipið keypt notað frá Svíðþjóð 1953 af Sambandi ísl. Samvinnufélaga og Olíufélaginu h.f. og ætlað til dreifingar á olíuafurðum til hafna á Íslandi. Skipið flutti einnig frá Íslandi lýsi til Evrópu. Þá var skipið einnig notað nokkrum sinnum til flutninga á lausu fóðri frá Evrópu til Íslands.Fyrstu fréttir af kaupunum Svona er sagt frá komu þess

LITLAFELL I


                                                                             Úr safni Samskip © óþekktur

Litlafell I var smíðað hjá Norrköpings Varv í Norrköping Svíþjóð 1950 sem MAUD REUTER. Fáninn var sænskur Það mældist: 803.0 ts  879.0 dwt. Loa: 65.60. m  brd: 9.00. m Aðalvél Atlas Polar 750 hö Ganghraði11,0 sml Skipadeild SÍS og Olíufélagið h/f keyptu skipið 1954 og gáfu því nafnið Litlafell.Þeir selja það svo 1971 og fær það nafnið POLYXENI  1973 GLAROS - 1975 MARK III  Um endalok skipsins er þetta að segja  í þeim plöggum sem ég hef um skipið::No Longer updated by (LRF) IHSF (since 05-08-2010) Síðasta flaggið var Honduras


                                                                   Úr safni Samskip © óþekktur

Skipinu stjórnaði í fyrstu hérlendis Bernharð Pálsson til 1964

Bernharð Pálsson(1908-1985) 

Með Sigurjón Jóhannsson sem yfirvélstjóra

Sigurjón Jóhannsson (1895-1994)

LITTLAFELL I

                                                                                                    Úr safni Samskip © óþekktur                                  


                                                                                                                                          Úr safni Samskip © óþekktur
Fastir skipstjórar á skipinu eftir Bernharð  voru:
Hörður Friðbertson 1964-1965


Ásmundur Guðmundsson 1965-1971
Ásmundur Guðmundsson (1929-2012)  


Svo kom að þessu

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5267
Gestir í dag: 171
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195360
Samtals gestir: 8315
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 19:48:08
clockhere