13.01.2018 07:17
Litlafell II
Lítum í Tímann frá 1971 Svo var beðið eftir skipinu.Svo kemur það
Hér heitir skipið Sioux
© Hans-Wilhelm Delfs
Hér Litlafell
@ Graham Moore.
Skipið var smíðað hjáLindenau í Kiel,Þýskalandi1964 sem:SIOUX Fáninn var:Þýskur Það mældist:949.00 ts,1250,00 dwt.Loa:67.50.m, brd:9.90. m
Aðalvél:MAK 1100 hö Ganghraði 12.sml.Skipið gekk undir þessum nöfnum 1971 LITLAFELL - 1982 ÞYRILL - 1984 VAKA - 1990 TARINA - 1997 RAMONA - 1998 HALMIA Nafn sem það bar síðast undir fána © Hawkey01 Shipsnostalgia
Hérlendis stjórnaði skipinu í fyrstu öðlingurinn og dugnaðarforkurinn Ásmundur Guðmundsson 1971-1975
Ásmundur Guðmundsson (1929-2012)
Með Jón Guðmundsson bróðir sinn sem yfirvélstjóra
Fastráðnir skipstjórar á skipinu hjá Skipdeildinni eftir Ásmund
Guðni E Lange 1975-1976
Sveinþór Pétursson 1976-1978
Georg St Scheving1978-1979
Guðni Björnsson 1980-1982
Svo kom að því Og skipið var svo selt
Sigurður Markússon
Hér heitir skipið Vaka og er í eigu Sigurðar
©yvon Perchoc © Patrick Hill
© Patrick Hill
Hér sem Tarina ©Jan Melchers
Hér sem HALMIA
Mín plögg segja þetta um skipið: Status of ship :No Longer updated by (LRF)
IHSF since 24/01/2012.
Eftirfarandi er fengið að láni úr.Sögu "Skipadeildar SÍS og Samskipa h/f"skráða af Kristjáni Ólafssyni En við þessa samantekt Kristjáns hef ég stuðst mikið við í færslum um Skipadeildarskipin Á Kristján miklar þakkir skilið fyrir að leyfa mér að notast við þau gögn:"Samband ísl. Samvinnufélaga og Olíufélagið h.f. keyptu skipið notað til landsins þegar eldra og minna olíuskip með sama nafni var selt úr landi. Skipinu ætlað að þjóna strandflutningum með olíuafurðir og einnig flutningi á lýsi til Evrópulanda sem það gerði. Einnig var skipið í tímabundnum leiguverkefni erlendis. Skipið afskráð úr flokkun 2006. Ekki vitað um skráninagrland og afdrif janúar 2012"
Ég vil svo endilega biðja menn sem hafa tíma og eða nennu og kannske einhverja ánægju að lesa árangurinn af þessu grúski mínu að hjálpa mér við að halda þessari síðu á lífi.Og leiðrétta mig sé ég að vaða einvern reyk t.d vegna lélegs prófarkalesturs.fljótfærni eða þvíumlíku Einnig ef myndir sem ég hef aðgang að eru lélegar.Það er nú þannig að fimm sverir þumaputta á hvorri hendi geta oft gert mikinn usla séu þeir látnir óáreittir vegna fg ástæðna Og ég hreinlega auglýsi hér með eftir góðum aðstoðarmönnum Og ef menn eiga t.d myndir af skipum og mönnum sem koma við sögu þeirra og gætu hugsað sér að lána mér þær til birtingar hér að senda mér þær Ég er t,d afar óánægur með þær einu myndir sem ég fann af tveimur mönnum sem komu við sögu þessarar færslu Eigi menn betri myndir af þeim væru þær vel þegnar.Rafpósturinn minn er: Góður vinur minn Ólafur Eyvinsson sendi mér um daginn skemmtilegar myndir á lykli Því miður láðist mér af einskærri fljótfærni að "Save" það sem á honum var áður en ég skilaði honum aftur. Ég þakka þeim kærlega sem hafa nennu að skoða þessa síðu Og vildi óska að menn hefðu,þó ekki væri nema snefil af þeirru ánægju að lesa þetta eins og ég hef af að grúska í þessu Verið ávallt kært kvödd