14.01.2018 07:59
Jökulfell II
Mynd frá:Sammlung Amtsarchiv Büsum
Hér sem Bymos
© Hawkey01 Shipsnostalgia
©Handels- og Søfartsmuseets.dk
Jökulfell II var smíðað hjá Busumer SY í Busumer Þýskalandi 1968 sem Bymos fyrir danska aðila. Skipið mældist: 499.0 ts 1677.0 dwt. Loa: 75.60. m brd: 11.90 m AðalvélMAK2027 hö Ganghraði15.0 sml Skipadeild SÍS kaupir skipið 1976 og skíra Jökulfell 1985 er II bætt aftan við nafnið sennilega vegna komu Jökulfells III. Skipadeildin selur skipið 1986 og fær það nafnið Polar Ice 1991 Coast Way 1994 Jacmar nafn sem það ber í dag undir Panama fána
Jökulfell II
© PWR
Skipinu stjórnaði í byrjun hérlendis Reynir GuðmundssonReynir Guðmundsson(1935-2010)
Með Baldur Sigurgeirsson sem yfirvélstjóra Baldur Sigurgeirsson(1936)
Annar fastráðinn skipstjóri á skipinu hérlendis var Hjalti Ólafsson 1975-1985Hjalti Ólafsson(1926-2007)
Jökulfell II
© PWR
Mynd frá Samskip © ókunnur
Úr safni Samskip © ókunnur
Mynd tekin af málverki sem var í eigu Hjalta heitins Ólafssonar skipstjóra
Mynd tekin af málverki sem var í eigu Hjalta heitins Ólafssonar skipstjóra
Svo var skipið selt
Þetta skrifar Kristján Ólafsson um skipið í sínu yfirliti um Skipaútgerð Samvinnumanna:"Skipið var keypt notað þegar eldra frystiskip með sama nafni skemmdist vegna strands og það selt til niðurrifs. Skipinu var ætlað að þjóna freðfiskflutningum frá Íslandi til Norður Ameríku og Sovétríkjanna. Einnig sinnti skipið tímabundnum leiguverkefnum erlendis. Nafni skipsins var breytt 1985 í Jökulfell ll, þegar nýtt "Jökulfell" kom í flota Sambandsins"