04.02.2018 17:30
Skipin hans Gunnars Magnússonar I
Mig langar að taka smá frí frá því venjulega.Og minnast fallins félaga úr Farmannastéttinni Og mér finnst það vel eiga við að ferils hans sé minnst hér.Síðan á jú að fjalla um kaupskip og mennina sem á þeim sigldu Þessi maður Gunnar Magnússon fv skipstjóri var sennilega einn af viðförlustu íslenskum skipstjórim á skipum með íslenska fánann í skut En þar næsta miðvikudag eða þ 14 febr verða þrjú árv síðan að hann lést á Landspítalanum í Reykjavík
Gunnar Magnússon (1921-2015)
Gunnar Magnússon skipstjóri fæddist 25. september 1921 í Reykjavík. Foreldar hans voru Magnús Jóhannsson skipstjóri, f. 16. júní 1894, d. 27. febrúar 1928, (Magnús var skipstjóri á b/v Jóni Forseta En fórst með skipi sínu er það strandaði við Stafnes þ.27 febr.1928) og Kristín Hafliðadóttir húsmóðir, f. 9. október 1896, d. 8. apríl 1984.
Magnús faðir Gunnars
Magnús Jóhannsson skipstj(1894-1928)
Bræður Gunnars voru Hafliði Magnússon kjötiðnaðarmaður, Jóhann Magnússon skipstjóri, síðar yfirhafnsögumaður, Sverrir Magnússon skipasmiður og Ólafur K. Magnússon ljósmyndari.Gunnar giftist 6. apríl 1946 Kristínu Valdimarsdóttur, f. 21. maí 1924, d. 3. júní 2012. Foreldrar hennar voru Valdimar Árnason vélstjóri (sem fórst með b/v Leifi Heppna í Halaveðrinu í febr 1925 þá 32 ára)gamall og Viktoría Guðmundsdóttir húsmóðir. Kristín var einkabarn þeirra hjóna.
Valdimar Tengdafaðir Gunnars
Valdimar Árnason vélstj (1892-1925)
Börn Gunnars og Kristínar eru Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri, Lína Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur og Kristín Gunnarsdóttir skrifstofumaður. Barnabörnin urðu níu, barnabarnabörn alls átján. Gunnar hóf sjómennsku á togurum Kveldúlfs hf.15 ára gamall árið 1936. Þ.a.m Þessum:
Arinbjörn Hersir RE 1
Rán ST 50
Agli Skallagrímssyni RE 165.
Allar þessar myndir eru úr mínu safni
Á styrjaldarárunum 1940-45 var Gunnar lengst af háseti á millilandaskipum. M.a á þessum:
Es Kötlu
. úr mínum fórum © ókunnur
Katla varð seinna Reykjafossi En þá,skipi Eimskipafélags Reykjavíkur
Einnig á Es Selfossi hinu fræga skipi Eimskipafélags Íslands.
Úr safni Gunnars Magnússonar © ókunnur
Gunnar og skipfélagar hans á stríðsárunum Hér sennilega aturá á Selfossi
Úr safni Gunnars Magnússonar © ókunnur
Aftur Gunnar og skipsfélagar á stríðsárunum
Úr safni Gunnars Magnússonar © ókunnur
Einnig á ES Goðafossi II Sem hér sést sigla upp Humberfljót
Úr safni E.I © ókunnur
SKELJUNGUR I
© Sigurgeir B Halldórsson
Gunnar útskrifast svo úr Stýrimannaskólanum farmannadeild vorið 1946
Hér set ég amen á eftir efninu í fyrsta kafla
Frh