05.02.2018 06:39
Skipin hans Gunnars II
Áhöfnin siglir hraðbátum (tundurskeytabátar), sem Landhelgisgæslan var að skila aftur til Englands
Baldur einn af þrem hraðbátunum sem skilað var
Mynd skönnuð úr gamalli bók© óþekktur
© söhistoriska museum se
Hér eru Gunnar og Kristín í tilhugalífinu En þau giftu sig sem fyrr sagði 1946
Mynd úr safni Magnúsar Gunnarssonar©óþekktur
AKUREY að koma í fyrsta sinn í nýja heimahöfn Akranes í júlí 1952
Úr mínum fórum © ókunnur
Svona leit hún út eftir að norðmenn fóru höndum um hana. Hér sem PETREL
Skipið siglir í dag sem lúxusfarþega skip á suðrænum slóðum
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henn
m/t Þyrill
Mynd úr safni Guðlaugs Gíslasona
Sigldi einnig sem stýrimaður á þessu skipi
M/S HEKLA
© Tryggvi Sig
Einnig á þessu skipi
M/S ESJA
@Tryggvi Sigurðsson
Og á þessu
M/S HERÐUBREIÐ
Úr safni Tryggva Sig
1959 fór Gunnar í land og tók við m.t. Haskel hjá Oliufélaginu hf og hóf að byggja þak yfir höfuðið á sér og fjölskyldunni á Unnarbrautinni En Haskel var skip með töluvert mikla sögu En skipið mun hafa verið notað í hinni níu mánaða löngu en árangurslausu tilraunar til að knésetja tyrkneska Ósmanaríkið en það stóð með Þjóðverjum í stríðinu. 86 þúsund tyrkneskir hermenn og 30 þúsund breskir, ástralskir og nýsjálenskir hermenn féllu í orrustunni sem stóð sem sagt yfir í níu mánuði. Að henni lokinni urðu Bretar að hverfa á brott með hersveitir sínar. Sá sem hafði mælt hvað mest fyrir árásinni var Winston Churchill, þáverandi flotamálaráðherra, sem hrökklaðist úr embætti vegna ófaranna
Hér er verið að afgtgreiða olíu úr Haskel í bandarískan kafbát
Mynd skönnuð úr gamalli bók© óþekktur
Haskel sekkur svo í Hvalfirði 04-07-1962.Svona er sagt frá þvi í fjölmiðlum m.a:En er skipið var komið á móts við Hvammsvík bilaði skilrúm á milli olíulestarinnar og lúkarsins. Flæddi olía þá fram í skipið, sem seig á endann, og reis að lokum beint upp úr sjónum ogsökk.Þrír menn voru á olíubátnum, Gunnar Magnússon, skipstjóri og tveir menn aðrir. Er þeir sáu hvað verða vildi fóru þeir um borð í skektu, sem á bátnum var,og reru á land í Hvammsvik. Haskell var olíuprammi, um 130 tonn að stærð. Notaði Olíufélagið h.f. hann til flutninga á olíu um borð í togara, til Hvalfjarðar fleira. Skip þetta kom hingað fyrir allmörgum árum. Var það þá eldra en 12 ára, en samkvæmt íslenskum lögum má ekki flytja inn eldri skip. Hefur Haskell verið skráður í London og flutt olíuna um Faxaflóa undir breskum fána. Eftir þann atburð sækir Gunnar m.t. Bláfell til Grikklands og siglir því heim í október 1962. Skipi fékkst ekki skráð fyrr en það kom heim og hét því Ano Syros á heimleið. Ano Syros þýði Efri Syros.
Hér er Gunnar að sigla Ano Syros inn í Reykjavíkurhöfn í fyrsta skifti 08-11-1962
Mynd skönnuð úr gamalli bók© óþekktur
Gunnar og Vilhálmur Jónsson forstjóri O.Í Þegar skift hafði verið um brú á Bláfellinu
Mynd úr safni Magnúsar Gunnarssonar©óþekktur
í febrúar 1965 tekur Gunnar svo við skipstjórn á m/s Önnu Borg. Flutningaskipi sem þá nýstofnað hlutafélag, Skipaleiðir hafð keypt frá Danmörk Skipið, sem bar nafn hinnar látnu listakonu, Önnu Borg, var þriggja ára gamalt, smíðað í Hollandi og hét áður Else Daníelsen. Stærð þess er 810 brúttólestir eða 1240 dw. Skipið hafði oft komið hingað til Reykjavíkur áður, en það var afhent Skipaleiðum i Bremenhaven 11. febrúar 1965 Anna Borg var sennilega uppáhaldsskip Gunnars.Þar sigldi hann fyrst og fremst til Miðjarðarhafsins og seinna í Karabískahafinu og sigldi í gegnum Panamaskurðinn til Kyrrahafssins. Anna Borg er sennilega eitt víðförlasta flutningaskip sem siglt hefur undir íslenskum fána.Skipið var selt úr landi í des 1969.
Hér heitir skipið Else Danielsen
@Krees Heemsklerk
Hér Anna Borg
© T.Diedrich
© söhistoriska museum se
Hér heitir skipið Elisabeth Holwerda
© T.Diedrich
Í jan 1970 tekur Gunnar við skipstjórn á Síldarflutningaskipinu Haferninum Og er með það skip þar til það var selt úr landi í sept 1971.
© Úr safni Björgvins S Vilhjálmssonar
© Úr safni Björgvins S Vilhjálmssonar
© Úr safni Björgvins S Vilhjálmssonar
Hér set ég amen eftir efninu í öðrum kafla um Gunnar Magnússon
Frh