11.02.2018 20:07
Keflavík
http://fragtskip.123.is/blog/2018/01/30/774873/
En næsta skip sem félagið keypti var þetta skip sem þeir gáfu nafnið Keflavík og hafði Vík í Mýrdal sem heimahöfn lítum í MBL þ 06-01-1982 og svo sama blað þ.14-01-1982 Svo Víkurfréttir þ.06-05-1982Hér er skipið sem Charm
Hér sem Keflavík
@Rick Cox
Skipið var smíðað hjá Svendborg Skibsværft Svendborg Danmörk 1978 sem CHARM Það mældist 1599 ts 3860 dwt. Loa:94,20 m brd:15.40 m Skipafélagið Víkur kaupa skipið 1982 og skírir það KEFLAVÍK með heimahöfn í Vík í Mýrdal, ef mig misminnir ekki. Áður en Víkur kaupa skipið lenti það í árekstri við BERGLIND skip í eigu Eimskip með þeim afleiðingum að BERGLIND sökk. Eimskip yfirtekur skipið 1989 og gefur því nafnið ÍRAFOSS.Skipið er selt til Noregs 1997 og gekk síðan undir þessum nöfnum: 1997 AASFJORD - 1911 ALTAIR Nafn sem það ber í dag undir Panamafána
Keflavík
© Úr safni Björgvins S Vilhjálmssonar
Hjálmar Diego 1982
Yfirvélstjóri í byrjun hjá Víkur h/f mun hafa verið
Klemens Egilsson
En næsti fasti skipstjóri skipsins hjá Víkurskipum var
Ásgeir Pétursson 1982-1989 ?
Hjálmar Diego sem reyndist mér eins og hans er von og vísa sannur félagi sendi mér myndir og nokkrar línur með Sem ég tek mér bessaleyfi til að birta hér:"Ég var fyrsti skipstjórinn á bátnum, nema að Finnbogi Kjeld sigldi henni heim frá Svendborg sem skráður skipstjóri og ég 1. stm. Síðan tók ég við í Grindavík, sem var fyrsta höfn.Sigurður Þorláksson var 1. stm. hjá mér mestallan tímann sem ég var með bátinn og hann var seinna skipstjóri, að mig minnir eftir að Ásgeir Pétursson hætti og fór í minnkaræktina aftur.Ýmsir 2, stm. meðal annarra Inga Fanney Egilsdóttir Stardal. Inga ar háseti og leysti einnig af sem bátsmaður áður en hún varð stm.Hólmfríður Guðjónsdóttir frá Neskaupstað, núverandi skólastjóri Hólabrekkuskóla var héseti á sumrum og báðar þessar konur voru hörku sjómenn, eins og reyndar öll áhöfnin sem ég var svo heppinn að vera með".
Keflavík
Sagan af endalokum Skipafélagsins Víkur h/f var sögð í færslunni um Eldvík II
Hér heitir skipið ÍRAFOSS
Fyrsti skipstjóri skipsins hjá Eimskipafélagi Íslands var
Jón Þór Karlsson
Ekki vitað um yfirvélstjóra
Einnig var Engilbert Engilbersson verið með skipið
Eftir því sem ég kemst næst mun Klemens Egilsson hafa fylgt skipinu yfir til E.Í sem yfirvélstj.
Írafoss
© Frao
© Frao
© Frode Adolfsen
@ humbertug
Hér heitir skipið ALTAIR
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni