17.02.2018 20:05

Charm I,II og III

Heilsan hefur ekki alveg verið upp á það besta undanfarið svo að nennan hefur eiginlega ráðið ríkjum Svo að þetta kemur kannske til með að bera þess merki í dag og á næstunni  í dag En nafnið Charm virtist ekki hafa verið til mikillar gæfu hjá danska útgerðar félaginu"Mortesen & Lange" Lítum aðeins betur á málið Fyrsti Charm(urinn!!!)slapp nokkuð vel undir stjórn útgerðarinnar
Charm (1980-81)

                                                                                                             Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni

Skipið var smíðað hjá Unterweser í Bremerhaven Þýskalandi 1967 sem:MARIE REITH Fáninn var:þýskur Það mældist:1866.00 ts,2813.00 dwt.Loa:88.50. m,brd:13.60. m Skipið gekk undir þessum nöfnum 75 HIPPO SAILOR - 76 SCOMBER - 77 CAP HERO - 77 HIMNO I - 79 AYAN I - 80 CHARM - 81 TRANSEAST - 86 DAVUT I Nafn sem það bar síðast undir tyrkneskum fána  En skipið var rífi' þar í landi(Aliaga)2011

Næsta Charm þekkum við vel úr íslenska kaupskipaflotanum(sáluga) Undir nöfnunum Keflavík og Írafoss Heitir í dag Altair og siglir undir Panama fána En þ 20 júlí 1981 skeður þetta MBL þ 21 sama mán Meira í sama blaði þ 22 sama mán Síðan Dagblaðið þ 24 sama mán

                                                                                                                          Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni

Svo er komið að næsta Charm hjá Mortesem & Lange Því miður meira óhappa skip í þeirra þjónustu en sá síðastnefndi

                                                                                                                       Mynd skönnuð úr gamalli bók© óþekktur

Skipið var smíðað hjá Svendborg Skibs í Svendborg Danmörk 1984 sem:Charm Fáninn var: Danskur Það mældist: 3133.00 ts,3970.00 dwt.Aðalvél; Mak2650.hö Hraði 13,5 sml Loa:94.40. m, brd:15.40. m Skipið gekk aðeins undir þessu eina nafni sem það bar síðast undir sama fána En skipið fórst á 44°19´0 N og 015°.20´0 V  Eða ca 280 sml út frá Finisterra á leið frá Caen Frakklandi til Savannah USA,með farm af stáli,Þ.24-11-1992 Sjö menn fórust .Fimm björguðust Þeim var bjargað í myrkri og stormi af frönskum herskipum sem af tilviljun voru að æfingum í nágrenni slysstaðarins Svona segir MBL frá slysinu á sínum tíma
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4310
Gestir í dag: 119
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194403
Samtals gestir: 8263
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 17:58:39
clockhere