26.02.2018 12:50

Meir um Skaftá / Múlafoss

Hér er smáviðbót á færslunni um m/s Skaftá Aðallega byggt á athugasemd frá hinum fjölhæfa listamanni og fv skipstjóra hjá Eimskipafélagi Íslands,Guðmundi Kristjánssyni.Það tók mig dágóðan tima að koma þessu heim og saman En hér er þessi viðbót Ég hafði skrifað um að skipið hafi sennilega aldrei lent í "drift" hjá Eimskipafélaginu Og Guðmundur svarað því svona:"Það er rétt Ólafur Vorum sendir út til Antwerpen(6-8 menn?) og þar sem skipið hafði verið kyrsett á sínum tima eða árið áður og Eimu borgaði þá skipið út.??.(Sektina?)Við vorum þarna í rúman mánuð að gera skipið klárt fyrir notkun ,því það var margt að ,td.sprungnar vatnsleiðslur ofl.Mig minnir að ég hafi verið skrifaður eigandi skipsins þarna, er Eimu tók yfir skipið.?? "ENN ekki fékk ég sölupeningana?".
Skaftá
                                                                                                                                           Mynd skönnuð úr gamalli bók© óþekktur
Lítum í Vísir -Dagblaðið þ 30-07-1986
Útvegsbanki íslands keypti ms. Skaftá, sem eitt sinn var í eigu Hafskips, á nauðungaruppboði í Antwerpen í gær fyrir 23 milljónir belgískra franka, eða sem svarar 21 milljón íslenskra króna. Láras Jónsson bankastjóri sagði í samtali við DV að Útvegsbankinn teldi sig geta selt skipið á svipuðu verði fljótlega og þannig flýtt fyrir innheimtu fjárins sem í því liggur. Samkvæmt belgískum lögum má bjóða skipið upp aftur ef annað og hærra tilboð berst innan fimmtán daga. Lárus Jónsson reiknaði ekki með að Útvegsbankinn tæki þátt í frekari uppboðum á skipinu. Um þrjátíu aðilar hvaðanæva úr heiminum mættu á uppboðið á Skaftá í Antwerpen í gær. Ekki bárust mörg tilboð í skipið. Næsthæsta tilboðið kom frá finnskum umboðsmanni og var það allmiklu lægra en tilboð Útvegsbankans.Skaftá var síðast í eigu þrotabús Hafskips. Skipið var kyrrsett í Antwerpen í nóvember 1985 vegna skulda Hafskips en var þá í ferð á vegum Islenska skipafélagsins.
Skaftá

                                                                                                                             Mynd skönnuð úr gamalli bók© óþekktur
Vísir - Dagblaðið 15-08-1986
Eimskipafélag íslands hefur keypt vöruflutningaskipið Skaftá af Útvegsbanka íslands. Skaftá var slegin eign Útvegsbankans á miðvikudag eftir uppboð sem haidið var í Antwerpen 29. júlí síðastliðinn. Keypti bankinn skipið á sem svarar til 21 mílljónar íslenskra króna og seldi Eimskipafélaginu það fyrir sama verð. Halldór Guðbjarnason, bankastjóri Útvegsbankans, sagði í samtali við DV í gær að með þessum viðskiptum fengi bankinn dágóðan hluta af andvirði skipsins upp í skuld Hafskips við Útvegsbankann en sem kunnugt er var Skaftá eitt sinn í eigu Hafskips hf. Halldór sagði að ekki yrði ljóst hve mikið bankinn fengi fyrr en skiptaráð- andi hefði gert upp skuldir hins gjaldþrota skipafélags við erlenda kröfuhafa. Þórður Magnússon, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Eimskipafélagsins, var í gær spurður hvers vegna skipafélagið heföi staðið að kaupunum á Skaftá með þessum hætti, frekar en að bjóða í skipið á uppboðinu í Antwerpen á dögunum. Sagði Þórður að þar sem Útvegsbankinn átti miklar kröfur í Skaftá hefðu Eimskipafélagsmenn talið sýnt að bankinn myndi bjóða ríflega í skipið til að tryggja hagsmuni sína. Ekki hefði verið talin ástæða til að reyna að yfirbjóða bankann en bíða þess í stað og sjá hver framvinda mála yrði. Verðið sem Skaftá hefði verið keypt á væri mjög í samræmi við markaðsverð skipa af þessu tagi og lokaniðurstaðan því einkar hagstæð fyrir alla aðila. Eimskipafélagið mun taka við Skaftá í Antwerpen á næstu dögum. Mun skipið hefja siglingar fyrir félagið að loknum smávægilegum viðgerð- um sem munu taka um þrjár vikur. Skipinu verður gefið nafhið Múlafoss. Skipstjóri verður Guðmundur Kr. Kristjánsson.
Skaftá í Hafskipslitunum

                                                     Úr safni Bjarna Haldórs @ókunnur
Svo í Þjóðviljan 18-08-1986
"Eimskip hefur keypt m/s Skaftá af Útvegsbankanum fyrir um 21 miljón króna, á svipuðu verði og bankinn greiddi fyrir skipið á uppboði í Hollandi í lok júlí. Eimskip tekur við skipinu þar sem það liggur í Antwerpen, en það var kyrrsett þar þegar Hafskip fór að sökkva í desember, og verður skipið látið sigla þegar að lokinni standsetningu. Skaftáin fær hjá nýjum eigendum nafnið Múlafoss og verður skipstjóri þess Guðmundur Kr. Kristjánsson"

Þarna er skipið undir nafninu POLLY PROGRESS að fara út úr höfninni í Famagusta Kýpur                 
                                                                                                                                       © óli ragg                                           

                                                                                                                                         © óli ragg

Og svo varð endirinn svona  Morgunblaðið þ 02 okt 1986

Skaftá seld:

Söluverð 22 millj. króna: "EIMSKIP seldi í fyrradag Skaftána, sem fyrirtækið keypti af Útvegsbankanum á sínum tima. Söiuverðið var 22 milijónir króna, sem er sama upphæð og Eimskip keypti Skaftána á á sínum tíma. Eins og kunnugt er, var Skaftáin kyrrsett á sínum tíma í Antwerpen. Útvbegsbankinn keypti hana svo á uppboði í Antwerpen og seldi Eimskip. Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskips, sagði fsamtali við Morgunblaðið í gær, að sama verð hefði fengist, og Eimskip greiddi fyrir skipið. Hann sagði að skipið hefði verið slet í því ástandi sem það var, þegar Eimskip keypti það. Hefði það verið afhent nýju eigendunum í Antwerpen í fyrradag, og myndi að lfkindum fara í ávaxtaflutninga frá höfnum við Miðjarðarhafið, til hafna á meginlandi Evrópu"Skipið er enn að sigla nú undir nafninu D.M.Spiridon og fána Líbanon

Og lítur einhvernveginn svona út í dag

                                                                                                                               Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4541
Gestir í dag: 126
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194634
Samtals gestir: 8270
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 18:21:23
clockhere