19.03.2018 10:31
Ágúst Jónsson og skipin hans I
Heilsan hjá mér tók nokkur feil púst um daginn Svo getan og nennan til mikilla skrifta lá um tíma í láginn En til að hafa eitthvað fyrir stafni var tíminn notaður til upprifjunnar á ýmsu léttmeti á"fésbókinni" En nú hefur kallinn braggast það mikið að komið er að alvörunni aftur Á síðunni hefur verið fjallað um gömul og ný kaupskip. Og menn hafa bent mér á að fjalla mætti um mennina sem sigldu þeim Þ.á.m Ágúst Jónsson, þann farsæla fyrrverandi skipstjóri hjá Eimskipafélagi Íslands, Hann fæddist í Reykjavík 2. ágúst 1926.. Foreldrar hans voru hjónin Jón Kristjánsson, læknir í Reykjavík, og Emilía Sighvatsdóttir Áhuga sinn á sjómennsku telur Bogi sonur Ágústs að hann hafi fengið frá bróðir sínum Bogi lýsir þessu þannig Ég held að áhugi pabba á sjómennsku hafi kviknað því bróðir hans Kristján var loftskeytamaður og var til sjós. Mér er ekki kunnugt um að neinir sjómenn séu meðal næstu forfeðra okkar, þetta voru mest bændur og embættismenn
Ágúst Jónsson skipstjóri (1926-1996)
Mynd skönnuð úr gamalli bók © óþekktur
Kristján Jónsson Loftskeytamaður bróðir hans (1915-1994)
Mynd skönnuð úr gamalli bók © óþekktur
Mynd úr safni Boga Ágústssonar © óþekktur
Ágúst byrjaði að stunda sjó 19 ára á sem háseti á Mb Fargrakletti GK frá Hafnarfirði.
Fagriklettur Gk
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Síðan á Mb Andvara RE svo á Mb Jóni Valgeir. IS
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Hér heitir Jón Valgeir Ásþór RE
Mynd úr mínum fórum © óþekktu
Ágúst varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1947 Þá byrjar hann í læknisfræði við H.Í þá um veturinn En vegna þess að þá kom mikil og óvænt síldarganga inn á Faxaflóa og fyllti öll sund fyrir utan Reykjavík svo og Hvalfjörð af vaðandi síld, sem veidd var grimmt. Síldina þurfti að flytja norður til Siglufjarðar til bræðslu og voru fengin öll tiltæk flutningaskip til þeirra hluta. Þar á meðal var gamli Selfoss Eimskipafélagsins.
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Reykjafoss I
Úr mínum fórum © ókunnur
Þá fer Ágúst á Lagarfoss II
© söhistoriska museum se
Um haustið hefur hann nám í Stýrimannaskólanum í Reykjavík og lauk þaðan farmannaprófi 1952. Hann er viðloðandi Lagarfoss II yfir tímann í Stýrimannaskólann og til 1953.
Ágúst ásamt skipsfélögum sínum sennilega af Lagarfoss II hafa hitt þarna hinn eina sanna Loui Ágúst er lengst til vinstri Ég hef fengið vísbendingu um að maðurinn aftan við Loui sé Aðalsteinn Aðalsteinsson seinna skipstj. hjá Eimskip Aðalstein þekkti ég aldrei en kynntist konunni sem áttti eftir að verða eiginkona hans hér í Eyjum á mínum fyrstu árum hér Hinni glaðværu og sérstaklega skemmtilegu Hönnu Guðrúnu Ingibergsdótti Fallegri Eyjasnót sem alltaf var hrókur alls fagnaðar hvar sem hún kom Og fletti maður bókinni "Skipstjórar og Skip II" birtast þeir félagar fyrstir í skipstjóratalinu
Mynd úr safni Boga Ágústssonar © óþekktur
Árgangur 1952 frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík
Ágúst mun hafa leyst af sem þriðji stýrimaður á Lagarfossi II eftir skólagönguna Hann verður svo fastráðinn stýrimaður hjá félaginu 1953 Fyrst á því skipi stuttan tíma Síðan annar stm á Es Selfossi I ( en þar voru stýrimennirnir tveir) Svo aftur á Lagarfoss II sem þriðji og annar stýrimaður Síðan á Selfossi II sem II stm þegar hann kom nýr til landsins 1958 frh