30.03.2018 10:11
Ágúst Jónsson og skipin hans III
©Handels- og Søfartsmuseets da
© Capt.Jan Melcher
@Anna Kristjáns
Lítum í Vísir þ 23 sept 1974 Og MBL daginn eftir Síðan í MBL þ 18 mars 1975
Ágúst er með Múlafoss I þar til 14 okt 1976 að hann tekur við skipstjórn á Fjallfossi II
FJALLFOSS II
@ bob Ships Nostalgia
@ tryggi sig
© Peter William Robinson
Svo skeður það skeflilega Í apríl 1977 þegar hann er staddur með skip sitt sitt í. hafnarborg í Rúmeníu veikist hann alvarlega og er fluttur þar í land Hvort eitthvað hefði mátt betur fara þarna í Rúmeníu í byrjun skal ósagt hér.En þetta hefur sennilega verið byrjunin á endi skipsstjóraferils þessa mikla sómamanns Eftir fjögrra mánaða veikindafrí fer hann eina ferð á Bæjarfossi í ágúst/sept 1977
BÆJARFOSS
@Rick Cox
Fjallfoss III hét Mercandia Transporter í upphafi

© BANGSBO MUSEUM
© Chris Howell
Hér er skipið komið í erlenda eigu og heitir PICO DO FUNCHO
© PWR
© PWR
Svo er það í des 1977 að veikindin settja punt við feril Ágústs sem skipstjóra Og hann neyðist til að hætta sem slíkur En hefur þá störf við starfsmannahaldið á skrifstofu Eimskipafélagsins Þar starfar hann þar til veikindin setja honum alfarið stólinn fyrir dyrnar 1990 Og hann hættir störfum hjá því félagi sem hann hafði þjónað af alúð og trúnaði í rúm fjöritíu ár Águst lést svo 26 des 1996 rúmlega sjötugur að aldri Sárt saknað af mörgum samferðarmanninum Eins og sjá má af fjölmörgum minningargreinum sem skrifaðar voru um hann Og eru hér nokkur brot úr sumum þeirra
Guðmundur Einarsson skrifar m.a:
"Þegar ég kynntist Gústa var hann 1. stýrimaður og síðar skipstjóri hjá Eimskipafélagi Íslands. Hann var samviskusamur og farsæll í því starfi, og víst er að enginn var svikinn af störfum hans þar, hvorki Eimskipafélagið né skipsfélagarnir. Ágúst var trúaður maður og trúrækinn og hann var trúr í öllum samskiptum sínum við samferðamenn sína. Samviskusemin og skylduræknin voru einmitt ein helstu persónueinkenni Ágústs. Hann var traustur skipstjórnandi og þótt skipstjórnendur nútímans hafi fullkomin siglingartæki sér til aðstoðar auk himintunglanna, þá er það víst að sterk trú og drengskaparlund áttu þar sinn hlut að máli. Ágúst hélt áfram störfum á skrifstofu Eimskipafélagsins eftir að heilsan bilaði og átti þar marga trausta vini.
Ágúst var félagslyndur maður, hann var félagi í Víkingi, starfaði í Kiwanisklúbbi Ness og í Oddfellowhreyfingunni, Landssambandi hjartasjúklinga auk ýmissa annarra félaga, og vissulega mætti telja Eimskipafélagið þar með, því það félag var honum meira en bara vinnuveitandi. Við störfuðum um tíma saman í sóknarnefnd Seltjarnarneskirkju og var hann þá formaður þeirrar nefndar er annaðist kyrrðarstundirnar, og sóttu þau hjónin þær reglulega, einnig eftir að hann lét af störfum í sóknarnefndinni, allt til hins síðasta. Fyrir um 19 árum bilaði heilsan. Hann hafði veikst er hann var með skip sitt í Rúmeníu og varð fljótt ljóst að hér var engin umgangspest á ferðinni. Hann þurfti að gangast undir hjartaaðgerð, og þótt aðgerðin tækist vel náði Ágúst aldrei fullri heilsu aftur. Einstakur dugnaður og umhyggja Margrétar eiginkonu Ágústs ásamt óbilandi trú þeirra beggja hefur þó án vafa veitt honum betri heilsu en annars hefði verið. Við eftirlifandi vinir hans minnumst hans fyrst og fremst sem góðs drengs, því hann hafði ekki aðeins trú, hann hafði einnig kærleika. Eftirlifandi eiginkonu, börnum, tengdabörnum og barnabörnum votta ég einlæga samúð"Bekkjarsystkini úr MR árgangi 1947:
"Það var glaðvær og samstilltur hópur ungmenna sem lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík í júní 1947. Áfanga var náð að loknu ströngu námi sem jafnframt hafði verið blandað góðri skemmtan og leik með vinum. Hugur Ágústs stóð til náms í læknisfræði og innritaðist hann í læknadeild Háskóla Íslands haustið 1947. En örlög hans áttu eftir að verða önnur en að verða læknir eins og faðir hans hafði verið.Ágústs verður ávallt minnst af bekkjarsystkinunum sem hins glaðværa og hressa félaga er lét sig aldrei vanta á samkomur árgangsins væri hann á annað borð á landinu. Lagði hann ávallt sitt af mörkum til að gera stemmninguna góða og glaðværa. Blessuð sé minning hans"
Kveðja frá Knattspyrnufélaginu Víkingi
"Ágúst Jónsson, eða "skipstjórinn" eins og vitnað var til Ágústs í daglegri umræðu meðal fjölda Víkinga, æfði íþróttir og keppti undir merki Víkings á sínum yngri árum og var alla tíð dyggur stuðningsmaður Víkings bæði í orði og verki. Sem dæmi má nefna að um árabil var Ágúst ómetanlegur við sölu getraunaseðla fyrir félagiðÞetta voru aðeins örfáir úrdrættir úr minningargreinum Blessuð sé minning þessa sóma manns"
"Ágúst var góður yfirmaður, hann kunni vel á þetta hárfína atriði að stjórna fólki sínu af festu og ákveðni, og jafnframt að mgangast undirmenn sína sem jafningja þegar það átti við. Hann lét sér annt um okkur yngri mennina og hvatti þá sem honum leist vel á til að fara í Stýrimannaskólann og afla sér stýrimannsréttinda, enda tel ég að Ágúst hafi metið starf skipstjórnarmannsins öðrum störfum meira. Árið 1977 varð Ágúst að fara í land vegna veikinda og hóf í framhaldi af því að vinna í starfsmannahaldi félagsins. Þar lágu leiðir okkar aftur saman árið 1983 og þar unnum við saman þar til Ágúst varð alfarið að hætta störfum árið 1990 vegna heilsubrests. Þá var fastmælum bundið að ákveðnu sambandi yrði haldið áfram og Ágúst lofaði að láta sjá sig í svokölluðu "kleinukaffi" sem alltaf var á föstudagsmorgnum. Þetta varð að föstum sið og oft var kátt á hjalla þessa stund, enda Ágúst einstaklega glaðvær og skemmtilegur maður. Enda er ég sannfærður um að hans létta lund og jafnaðargeð hafi hjálpað honum mikið í veikindum hans. Síðustu árin versnaði enn heilsa Ágústs og þurfti Ágúst oft að leggjast inn á spítala. Í öllum hans veikindum reyndist Margrét eiginkona hans honum stoð og stytta og er það gæfa hvers manns að eiga slíkan lífsförunaut"
Hér lýkur þessari samantekt minni um þennar vinsæla og farsæla skipstjóra og skipin hans Blessuð sé minning Ágústs Jónsonar