16.04.2018 12:11

Furðu farmar m.m

Árið 2001 var ég mikið" busy man"Ég sagði frá um daginn skrautlegri ferð frá Sunderland til Frederiksværk í mars apríl Þá var skift um skipstjóra Frá Fr V var farið til Gadiz Þaðan til Malags svo til Shoreham Þar var aftur skift um skipstjóra og Andreas var settur á Marianne Danica

Hér erum við Andreas Krossá á Marianne í öðru landi í Karabían Munur á mönnum að vinna sömu vinnu Andrés þetta mikla snyrtimenni en hinn alltaf eins og drulluhrúga

                                                                                                                                                        © óli ragg


En sá sem tók við heitir Hans Taestensen sem ég þekkti ekkert þá en sem varð svo góður vinur minn Og sem ég áttin eftir að sigla oft með .Einn af fáum sem enn sigla hjá H.Folmer og ég er í sambandi við Frá Shoreham var svo farið Til Teigmouth þar sem lestaður var "China Glay"í lausu Til Barcelona En Cina Clay er duft í nokkrum flokkum eftir vinnsluferli og notað í Postulíngerð.Og það furðulega við þær lestanir var að við tókum stundum (man ekki hvað margar voru þarna)tvo  til fjóra flokka Þegar búið var að lesta einn sérstakan flokk var hersían strigi breiddur yfir hrúguna og byrjað að  að hella næstu hrúgu þar fyrir framan.

Hér erum við Hans um borð í White

                                                                                                                                                                      © óli ragg

Þegar komið var svo krabbi sem jós öllu í land Striginn gerði sem sagt ekkert gagn að mínu áliti Stundum var hreinlega ekkert eftir að síðasta partíinu Ég afmunstraði í Barcelona.Þ14 maí.

Hérna er sýnishorn um bulk lest aðskilda með hersían En af allt öðru skipi með allt annan farm                                  

                                                                                                                                                © óli ragg

Svo skeði það að vinur minn Andreas krossá var komin á Marianne Danica frá USA Með vopn í Miðjarðarhafið og Persa Flóan Nú var hann kominn til Izmir líkaði ekki stýrimaðurinn og bað um að fá mig Ég var fljótur að segja já Og um borð í M.D kom ég Í Izmir Tyrklandi þ.21 Maí

Andreas var  mikið góður vinur sem ég var mikið með Hér á Marianne Danica

                                                                                                                                        © óli ragg

Þaðan fórum við þ.22 maí til Kuwait.Þangað komum við þ 6 júní Enginn innfæddur verkamaður held ég að sé þar til Allt indverjar harla fátæklegir til fara unnu við skipið Fórum svo þaðan daginn eftir þ 7 til Bahrain Þar þ 8 út og inn Sama sagan þar með verkamennina

Marianne Danica

                                                                                                                                        Úr fórum mínum©ólkunnur

Í Suez þ 20 maí og Port Said 21 Komum Yerakini Grikklandi þ 24 júní að lesta Magnesium áburð í lausu.Til Helsingborgar.En í Yerakini  var legið út á og lestað úr litlum bátum unnið allan sólarhringinn

Lestun í Yerakini En í allt annað skifti og skipið Danica Rainbow

                                                                                                                                                                                   © óli ragg

                                                                                                                                                                  © óli ragg

Farið frá Yerakini þ 26 júní Komið til Plymouth 7 júli að taka olíu út sama dag Komum Helsingborg þ 10 júlí kl 2200. Nú vildi það til að annar góður vinur minn Alex Skoby var staddur með Karina Danica í Dunkirk og vantaði stm og bað um kappan

Alex Skoby                           

                                                                                                                                                       © óli ragg
Ekki held ég að þessi eftirspurn hafi verið út af einherjum miklum hæfileikum frekar hitt að ég held að ég hafi alltaf verið ósérhlífinn Þvi einu sinnu er einn skipperinn Tom á Viólet  (hann sagði mér þetta sjálfur)bað um þriðja háseta var svarið frá útgerðinni neikvætt : "Nu du har islændingen" Nema hvað Atli Mikk minn góði  vinur með annan mjög svo góðan vin sem nú er horfin frá okkur Sigga Úlvars frá Vattarnesi sem meðreiðarsvein sóttu mig til Helsingborgar og fóru með mig með smástoppi heima hjá mér í Staffanstorpp á Járnbrautarstöðina í Malmö Þar var tekin lest til Kastrup og svo SAS vél til Parísar og lest til Dunkirk Og kominn um borð um Karina Danica um miðnætti þ12

Karina Danica

                                                                                                                                         Úr mínum fórum©ókunnur

Mikið fjandi var kallin útkeyrður er komið var um borð var komið Skipið var þarna að lesta stálrör til notkunnar í olíuiðnaði til Novorossiysk,rússneskar borgar við Svartahaf  Frá Dunkirk var svo farið um miðnætti 12.Eitthvað var ég ekki alltof ánægður með sjóbúninginn eða súrringarnar en eftir mas og fjas með útgerðina inblandaða varð ég að láta í minni pokan En það kom svo sannarlega að ljós að ég hafði nokkuð mikið til míns máls (og það kitlaði nú innst inni aðeins sjálfdrægnina) En þegar við vorum komnir út í Norðursjóinn fengum við veður og vind á hliðina með miklum velting Fóru þá að, heyrast skruðninar miklir úr lestinni.Og þegar ég komst þangað niður var þar allt á fleygi ferð.Skipperinn hló bara og sagði þetta lagast með veðrinu En rörin voru húðuð að utan með einhverri klæðningu eins og sést á myndum sem myndum sem fylgja með. Og sæmilegasta veður fengum við svo lungan af leiðinni.Nema einhverstaðar í Miðjarðarhafinu fengumn við mikinn mótvind sem átti eftir að hafa nokkuð slæmar afleiðingar sem ég kem seinna að Til Novorossiysk komum við þ 27 júlí.Okkur var sagt við komuna að losun tæki sólarhring Og eitt gengi verkamanna yrði við losun

Losun í Novorossiysk

                                                                                                                                                                                © óli ragg
                                                                                                                                                                                     © óli ragg
                                                                                                                                                                        © óli ragg

En nú kom aldeilis babb í bátinn.Rörinn átti að losa þannig að tekin voru að mig minnir tvö rör í einu með krókum settum ínn í opin á endunum Í mótvindinum höfðu rörin sem alla leiðina voru eiginlega laus keyrst svo fram í lestarnar að erfitt var að hreyfa þau aftur með járnköllum og allslags til færingum til að koma krókunum að.Og sólarhringurinn umræddi varð að sex Og ímyndið ykkur alltaf sama gengið af mönnum.Aldrei nein vaktaskifti.Ég hef aldrei séð önnur eins vinnubrögð Vansvefta vofur gerði samt eins og þeir gátu Einu sinni sofnaði einn í landgangströppunni við skipshliðina og féll fram yfir sig og lenti með hausinn á háum lestarkarminum og stórskaddaðis Var fluttur fossblæðandi á börum í land og upp í vöruskemmu dálítið frá Ég gerði nokkrum sinnum athugasemdir við vinnubrögðin en var bara sagt að snarhalda kjafti Og Alex bað mig um að vera ekki að styggja björninn.Eitthvað smotterí lestuðum við í Novorossiysk man ekki hvað það var En eitthvað í bulk Ég gerði yfirleitt lestar plan og átti í bókum sem því miður eins og nokkur dagatalsspjöldin hafa týnst í flutningum En miklu brasi átti ég við hafnaryfirvöld um stabilitet útreikninga sem samþykkja af þeim hálfu varð fyrir brottför Var góðan tima kófsveittur upp á Hafnarskrifstofunni til að fá þá til að viðurkenna minn reikning En það tókst þó að lokum en með seimingi og einhverjum óskiljanlegum athugasemdum af þeirra hálfu (aftur smá upplyfting fyri mitt sálartetur) En mikil var ömurlegt allt umhorfs á staðnum Ég áttin eftir að koma þarna nokkrum sinnum aftur Fátæktin þarna virtist skelfileg Þeir sögðu bara:"Við viljum Stalin aftur því þá fengum við eitthvað að borða"Vissu sennilega ekkert um nautakjötið sem Stalín tók t.d af Pólverjunum.Jæja frá Novorossiysk fórum við  seint um kvöld þ 2 ágúst Og með þennar farm sem ég man ekki lengur hver var fórum við með til La Spezia Ítalíu Komum þangað þ 9 ágúst og fórum þaðan svo þ 10 til Sfax Túnis þar sem lestað var að mig minnir salt til Ayr Skotlandi Þaðan farið þ 17 og komið til Ayr þ 27 kl 0820 Og eftir almanaksspjaldinu góða var fljótlosað þar þvi við förum þaðan kl 1900 sama dag Og nu haldið til Esbjerg þar sem skipið átti að fara í skipp Þangað komið um kvöldið þ 30 og heim til Sverige fer ég svo daginn eftir Sjálfur Jørgen Folmer forstjórinn var komin þangað og sá um að ég var settur á ágætis hótel Og fékk svo þægilega ferð heim í allastaði Sem var nú ekki alltaf fyrir að fara Þ.e.a.s ferðamátinn og hótelin En það er nú allt önnur saga En hér lýkur þessari langloku sem átti nú eiginlega að vera um einn af furðulegu förmunum sem við fluttum hjá H.Folmer Eða kannski þá  eiginlega með Svartahafs ferðina með í huga En því miður teygðist svona úr þessu Formálinn stærsti hlutinn af frásögninni

Frá lestun í Yerakini Tíminn annar og skipið Danica Rainbow

                                                                                                                                                                                      © óli ragg
                                                                                                                                                                                © óli ragg
                                                                                                                                                © óli ragg



Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4310
Gestir í dag: 119
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194403
Samtals gestir: 8263
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 17:58:39
clockhere