06.05.2018 06:51
Lítið brot af ferðasögu
Þann 23 maí 1964 leggur Bakkafoss I undir stjórn Magnúsar Þorsteinssonar af stað frá Vestmannaeyjum áleiðis til Ítalíu hlaðinn saltfiski. Fastur fysti stm skipsins Ágúst Jónsson hafði tekið sér frí þannig að annar stm Garðar Bjarnason gengi því starfi þessa ferð
Skipið
Úr mínum fórum © ókunnur
Magnús og frú á yngrin árum
© Afkomendur Magnúsar Þorsteinssonar
Bæði Magnús og Garðar tóku konur sínar með Þær Helgu Guðbjörnsdóttir konu Magnúsar og Mörtu Maríu Jónasdóttir konu Garðars Og þau Garðar og Marta Maria tóku son sinn Jónas 11 ára peyja einnig með Einnig var Guðbjörn sonur Magnúsar og Helgu Guðbjörn háseti á skipinu.
Þarna er Jónas sonur Garðars stm að sulla í lauginni sem skipshöfnin hefur sett upp
© Afkomendur Magnúsar Þorsteinssonar
© Afkomendur Magnúsar Þorsteinssonar
Nú ekki segir mikið af ferðum skipsins Vegna aldur muna viðkomandi ekki ýkja mikið úr henni En með hjálp Skipafrétta í Morgunblaðinu frá þessum tíma sem finna má inn á "Tímarit.is"má rekja ferðina að mestu leiti hvað dagsetningar varðar En Eimskipafélagsmenn hafa ekki verið eins duglegir og önnur skipafélög þess tíma að senda frá sér skipafréttir
Meira sull
© Afkomendur Magnúsar Þorsteinssonar
En skipið kemur til Napóli þ 3 júni ´64 Þ 9 er skipið í Valencia fór þaðan 10 til Pireus Óvíst um komu Pireus En þaðan fer skipið 14 til Gagliarí.Kemur þangað 17 Lestar þar salt til Austur og Norðurlandhafna Fer þaðan 23 áleiðis til fg hafna á Íslandi Kemur til Norðfjarðar 4 júlí.Þar skellir sonur Garðars sem var töluvert dökkur fyrir en nú vel sólbrendur sér í sundlaugina en varð fyrir aðkasti innfæddra sem héldu hann eins og nú á að segja "þeldökkan"Ýmisleg blundað lengi í landanum.
Í ótilgreindri höfn Ekki viss á konunni til v svo er það Jónas Garðarsson Guðbbörn Magnússon og Gaðar Bjarnasonn
© Afkomendur Magnúsar Þorsteinssonar
Skipið losar svo farminn á öðrum Austfjarðahöfnum t.d Fáskrúðsfirði;Stöðvarfirði,Virðist svo fara aftur til Norðfjarðar,síðan til Seyðisfjarðar,Reyðarfjarðar og Raufarhafnar og aftur og enn til Norðfjarðar (eftir skipafréttunum)Sem hann svo fer frá þ 17 júlí til Ardrosan (Við Clydefjörðinn á Skotlandi) Belfast og Manchester Lýkur hér þessariörðu af ferða sögu
Hér eru svo ónafngreindar og óstaðsettar myndir úr ferðinni
© Afkomendur Magnúsar Þorsteinssonar
© Afkomendur Magnúsar Þorsteinssonar
© Afkomendur Magnúsar Þorsteinssonar
© Afkomendur Magnúsar Þorsteinssonar
© Afkomendur Magnúsar Þorsteinssonar
© Afkomendur Magnúsar Þorsteinssonar
© Afkomendur Magnúsar Þorsteinssonar
© Afkomendur Magnúsar Þorsteinssonar
Hafi menn haft nennu til að lesa þetta held ég að flestir geri sér grein fyrir hver "unglingurinn" í ferðinni er En í dag er hann formaður Sjómannafélags íslands