09.05.2018 16:41
Tröllafoss m.m
Eimskipafélag Íslands hafði ýmislegt á prjónunum hvað varðaði framtíðina á 50 ára afmælinu 1965.Enda hafði 1964 verið mjög hagstætt félaginu Við skulum líta á fréttir frá félaginu árið 1965 Tvö af skipum félagsins hafa verið seld úr landi, þar sem þau voru orðin gömul og dýr í rekstri Tröllafoss, sem var 19 ára gamall, keyptur 1948 af E. f. fyrir 4.5 millj. kr., var seldur fyrir rúml. 10.1 milljón kr.
Hér er"Tröllið á Ísafirði?að lesta
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Hér að koma til Eyja í brælu
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Ég man ekki hvernig þessar tvær myndir hér að ofan komust í mitt safn Ef einhver sem á tilkall til þeirra og sér sér þær hér og er ósáttur við birtinguna að láta mig vita.Ég tek þær þá strax út Einnig ef sá sami finnst í lagi að þær séu hér að láta svo ég getir merkt þær rétt
Ég birti þessa mynd hér að neðan(úr safni Tóta frá Berjanesi á Heimaslóð) fyrir nokkrum árum Hún er sennilega tekin 1947 En þá var einn "Knottinn" eitt af tveimur systurskipun Tröllafoss sem Eimskipafélag Íslands hafði á leigu.í Reykjavík
Svo rakst ég á mynd á "netinu" af systurskipi fyrrgreinda skipa PVT.FRANK J.PETRARCA tekin einhverstaðar úti í heimi 1961 en frá svipuðu sjónarhorni hvað skipið varðar.Skipið var smíðað hjá Consolidated Steel SY Long Beach California sem LONG SPLICE. Og var af svokallaðri C1- M- AV1 gerð Það mældist 3805.0 ts 5032.0 dwt Loa:103.20 m brd: 15.20 m.1987 er skipinu breitt í "fish factory ship" 1947 fær það nafnið PVT.FRANK J.PETRARCA (PVT stendur sennilega fyrir Private eða óbreittur)1973 LONG SPLICE 1979 ARCTIC PRODUCER - 1989 ARCTIC ENTERPRISE Og það sem er athyglivert, skipið er enn á skrá og gert út frá Seattle WA og er undir fána USA
Svo eru hér eru myndir af nokkrum fl systurskipum Tröllafoss
LARS VIKING
© Rick Cox
Skipið var byggt hjá Walter Butler SY í Superior USA 1945 sem: KENOSHA Fáninn var USA Það mældist: 3805.0 ts, 5032.0 dwt. Loa: 103.20. m, brd 15.20. m 1966 var skipinu breitt í olíuborskip Skipið hefur gekk undir þessum nöfnum: 1947 RIO DALE - 1958 TORIAN - 1963 LARS VIKING - 1965 NEPTUNE V - 1967 ARABDRILL 2 Nafn sem það bar síðast undir óþekktum fána En þasð var rifið í Tyrklandi 1984
HUBERT PROM
© Rick Cox
MOKPO
Skipið var byggt hjá Walter Butler SY í Superior USA 1945 sem: CINCH KNOT Fáninn var USA Það mældist: 3805.0 ts, 5032.0 dwt. Loa: 103.20. m, brd 15.20. m Skipið hefur gekk undir þessum nöfnum: 1949 ANN MARIE - 1955 MOKPO Nafn sem það bar síðast undir óþekktum fána En það var rifið í S-Kóreu 1975
NORVANA
Skipið var byggt hjá Pennsylvania í Beaumont, Tex. USA 1945 sem: WALL KNOT Fáninn var USA Það mældist: 3806.0 ts, 5032.0 dwt. Loa: 103.20. m, brd 15.20. m Skipið hefur gekk undir þessum nöfnum: 1947 NORVANA - 1959 LAGO VIKING - 1963 AN DONG Nafn sem það bar síðast undir óþekktum fána En það var rifið í S-Kóreu 1981
NORVANA
© Rick Cox
CHOLUTECA, ESPERANZA
© photoship
Hér er skipið sem "borskip"
Mynd af Netinu © óþekktur
Hér er verið að breita skipinu í "Kranaskip"
Mynd af Netinu © óþekktur
Hér er skipið sem "Bræðsluskip
Mynd af Netinu © óþekktur