06.05.2018 14:59
Jónas Böðvarsson og skipin hans
Jónas Böðvarson skipstjóri var fæddur 29 ág.1900 Hann tók próf frá Flensborgarskólanum og síðan Farmannapróf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1920.Jónas hóf sjómennsku í maí 1916 sem háseti b/v Víði frá Hafnarfirði.Er þar þangað til í sept 1919
Ekki alveg viss um að þetta sé rétt ski En það hét Víðir og var frá Hafnarfirði
Mynd úr mínum fórum © óþekktu
Es Gullfoss
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Es Borg Mynd skönnuð úr gamalli bók © óþekktur
Að undanskildum nokkrum mánuðum 1922 sem hann var annar stm á Es Borg Síðan er Jónas annar stm á Es Selfossi frá jan 1 jan 1928 til sept 1930
SELFOSS I
Mynd úr mínum fórum © Ókunnur
Þá á Es Gullfoss aftur og nú sem annar stm þar til 1935 Verður þá fyrsti stm á Es Lagarfossi I þar til 1940
Lagarfoss I
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Byrjar að leysa af sem skipstjóri þar 1937 Síðan fyrsti stm á eftir töldum skipum: Es Goðafossi II
Goðafoss II
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Hér má lesa um örlög Goðafoss I Es Dettifossi I og Es Brúarfossi I til ársins 1948
DETTIFOSS I
© Mynd úr safni Björgvins S Vilhjálmssonar
BRÚARFOSS I

© photoship
Og leysir skipstjórana á þeim skipum af á í þeirra leyfum Hann er skipstjór á Es Dettifossi I í orlofi skipstjórans PétursBjörnssonar,þega þýskur kafbátur sökkti skipinu þ 21 febr 1945 Með skipinu fórust 12 skipverjar auk 3 farþegar Hér má lesa um örlög Dettifoss I1948 tekur Jónas við skipstjórn á Es Selfossi I er með hann í 1 ár
Selfoss I
Úr safni Gunnars Magnússonar © ókunnur
Hér lýkur fyrstu færslu mum Jónas Böðvarsson
06.05.2018 06:51
Lítið brot af ferðasögu
Þann 23 maí 1964 leggur Bakkafoss I undir stjórn Magnúsar Þorsteinssonar af stað frá Vestmannaeyjum áleiðis til Ítalíu hlaðinn saltfiski. Fastur fysti stm skipsins Ágúst Jónsson hafði tekið sér frí þannig að annar stm Garðar Bjarnason gengi því starfi þessa ferð
Skipið
Úr mínum fórum © ókunnur
Magnús og frú á yngrin árum
© Afkomendur Magnúsar Þorsteinssonar
Bæði Magnús og Garðar tóku konur sínar með Þær Helgu Guðbjörnsdóttir konu Magnúsar og Mörtu Maríu Jónasdóttir konu Garðars Og þau Garðar og Marta Maria tóku son sinn Jónas 11 ára peyja einnig með Einnig var Guðbjörn sonur Magnúsar og Helgu Guðbjörn háseti á skipinu.
Þarna er Jónas sonur Garðars stm að sulla í lauginni sem skipshöfnin hefur sett upp
© Afkomendur Magnúsar Þorsteinssonar
© Afkomendur Magnúsar Þorsteinssonar
Nú ekki segir mikið af ferðum skipsins Vegna aldur muna viðkomandi ekki ýkja mikið úr henni En með hjálp Skipafrétta í Morgunblaðinu frá þessum tíma sem finna má inn á "Tímarit.is"má rekja ferðina að mestu leiti hvað dagsetningar varðar En Eimskipafélagsmenn hafa ekki verið eins duglegir og önnur skipafélög þess tíma að senda frá sér skipafréttir
Meira sull
© Afkomendur Magnúsar Þorsteinssonar
En skipið kemur til Napóli þ 3 júni ´64 Þ 9 er skipið í Valencia fór þaðan 10 til Pireus Óvíst um komu Pireus En þaðan fer skipið 14 til Gagliarí.Kemur þangað 17 Lestar þar salt til Austur og Norðurlandhafna Fer þaðan 23 áleiðis til fg hafna á Íslandi Kemur til Norðfjarðar 4 júlí.Þar skellir sonur Garðars sem var töluvert dökkur fyrir en nú vel sólbrendur sér í sundlaugina en varð fyrir aðkasti innfæddra sem héldu hann eins og nú á að segja "þeldökkan"Ýmisleg blundað lengi í landanum.
Í ótilgreindri höfn Ekki viss á konunni til v svo er það Jónas Garðarsson Guðbbörn Magnússon og Gaðar Bjarnasonn
© Afkomendur Magnúsar Þorsteinssonar
Skipið losar svo farminn á öðrum Austfjarðahöfnum t.d Fáskrúðsfirði;Stöðvarfirði,Virðist svo fara aftur til Norðfjarðar,síðan til Seyðisfjarðar,Reyðarfjarðar og Raufarhafnar og aftur og enn til Norðfjarðar (eftir skipafréttunum)Sem hann svo fer frá þ 17 júlí til Ardrosan (Við Clydefjörðinn á Skotlandi) Belfast og Manchester Lýkur hér þessariörðu af ferða sögu
Hér eru svo ónafngreindar og óstaðsettar myndir úr ferðinni
© Afkomendur Magnúsar Þorsteinssonar
© Afkomendur Magnúsar Þorsteinssonar
© Afkomendur Magnúsar Þorsteinssonar
© Afkomendur Magnúsar Þorsteinssonar
© Afkomendur Magnúsar Þorsteinssonar
© Afkomendur Magnúsar Þorsteinssonar
© Afkomendur Magnúsar Þorsteinssonar
© Afkomendur Magnúsar Þorsteinssonar
Hafi menn haft nennu til að lesa þetta held ég að flestir geri sér grein fyrir hver "unglingurinn" í ferðinni er En í dag er hann formaður Sjómannafélags íslands
05.05.2018 04:23
Magnús Þorsteinsson og skipin hans III
sem skipstjóra á Lagarfossi II
Lagarfoss II
Úr safni Ástþórs Óskarssonar © ókunnur
Við skildum við Magnús Þorsteinsson sem skipstjóra á Lagarfossi II Með Lagarfoss er Magnús svo þar til að í júli 1970 eða þ15 kemur Magnús sem skipstjóri með nýtt skip í heimahöfn Reykjavík Goðafoss IV Lítum í Tímann þ 04-07-1970 Þjóðvíljann þ 16 júlí 1970
© Handels- og Søfartsmuseets
©Handels- og Søfartsmuseets
Hér í Cambridge Md.

© Gunnar S Steingrímsson
Hér fullestaður á heimleið yfir hafið

© Gunnar S Steingrímsson
Hér á útleið frá Vestmannaeyjum
@ Tryggvi sig
Hér í brælu á Atlantshafinu
@ photoship
Hér er skipið á siglingu undan Sikiley 1989
@ óliragg
Hér komin undir erlendan fána


@ Jim Potting © Keith More
Við komuna til Reykjavíkur:

Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Hér sem Byblos
© Rick Cox
Og svo myndir af skipinu sem Sea Force
© Gregoretti Cristi
© Mahmoud shd
Með Bakkafoss II er Magnúst þar til að hann tekur Mánafoss II 1976
Úr mínum fórum © ókunnur
© Photoship
Hér sem ILE DE LUMIERE II,
© Ray Smith
© Ray Smith
Með það skip er svo Magnús þar til 1981 að hann lætur af störfum vegna aldurs Eftir fjöritíu og fimm ára störf fyrir Eimskipafélag Íslands Fyrst eftir starfslok leysti Magnús af sem hafnsögumaður við ReykjavíkurhöfnHann lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík 26. júlí 2015 tæplega níutíu og sjö ára gamall
19.04.2018 01:41
Lítil saga af litlu skipi Leiðrétt og endurbætt
Danica Red Skipið sem umrædd ferð var farin á
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Áhöfn þessara skipa samanstóð yfirleitt af:Skipstj.,stýrim.kokkur og 2-3 hásetar eða ubefaren skipsassistent eða eins og það heitir.Þetta þýðir lauslega þhálfdrættingur eða léttmatrós.Það var enginn vélstjóri á þessum skipum,en útgerðin sem ég starfaði hjá (Ég miða öll þessi skrif við hana)hafði 3 menn sem þeir senda hvert sem þurfa þótti.Einn þeirra var með stærstu réttindi danskra vélstjóra og hafði meira að segja starfað hjá Callesen verksmiðjunum En allar vélar skipana voru þess gerðar Þegar mest var rak útgerðin 12 skip.Skipin voru byggð á árunum 1981-1993.9 af þeim voru eiginlega af sömu teikningu aðeins lengdinni breytt.Skipstjórinn og stýrimaðurinn sjá um vélarnar..Ein er sú stofnun sem hefur með öryggi sæfarenda að gera IMO(International Maritime Organization).Fyrir nokkrum árum var innleiddur svokallaður ISM kodi sem tryggja átti enn meir öryggi sjómanna og sett var á stofn svokallað Port State Control.Allt var gert til að öryggi sjómannanna yrði sem mest.En að mínu áliti og nú tek ég virkilega skýrt fram að ég skrifa eftirfarandi eftir minni reynslu og allt sem ég skrifa er eftir hvernig ég upplifði þessa hluti Og þetta eru sem sagt mínar eigin skoðanir á málunum
Svona hljóðaði skeytið um flutninginn á einum farminum
Mér fannst satt að segja vinnubrögðin hjá þessum samtökum(IMO)harla einkennileg svo ekki sé tekið dýpra í árinni.Mér finnst það vera eins og þessir menn haldi að það sé að slökkva á manni kl 1800 á kvöldin og kveikja á manni kl 2400.Kveikja kl 1200 og slökkva 1800.Það var aldrei hugsað um t.d. aðbúnað til hvíldar..Þverkojur og skip í ballast eða með allan farm í botni.Ég man t.d.eftir einni ferð en þá lestuðum við Granít í Larvik(Noregi)til Bremen(Þýskaland)Alla leiðina SV 7-8 (Beaufort)og sjór eftir því.
Þó einhverjar tilraunir til að sjóbúa hefðu svo sannarlega verið gerðar fóru þær eiginlega tilm fjandans strax í byrjun Því dallurinn hentist þetta til og frá eins og gefur að skilja með allan þungan í botninum.Það var ekki mikið sofið því ég var í þverkoju og stóð annaðhvort í lappirnar eða á hausnum Og var því algerlega vansvefta þegar við nálguðumst Weserfljótið En þá kom telex frá útgerðinni um hvort við gætum ekki siglt sjálfir upp fljótið án þess að taka lóðs.Skipperinn sem var nýbyrjaður og var að vinna sig í álit svaraði því játandi.Siglingin lenti svo á mér.Þarna sat ég hálfdottandi loksins komin í kyrrðina.
En þetta slampaðist allt af í þessari ferð fengum við mann frá Bureau Veritas í Mandal,síðan kom Port State Control í Bremen.Við fórum svo aftur lóðslausir til Hamborgar þar sem við lestuðum korn til Grenå.Í Grenå komu svo menn frá Söfartsstyrelsen.Allir þessir menn virtust reyna að hanka mann á einhverju.Mér fannst satt að segja eftirlitsmaðurinn frá Bureau Veritas sem kom í Mandal bíta hausinn af skömminn þegar hann sagði:"Dårlig dag ingen bemærkninger"Þessi maðu finnst mér að hafa átt að segja "Good dag"o.sv fr Það var ekkert tilllit tekið hvort að við værum uppteknir við að lesta eða hvort við þyrftum að hvílast.Ég var í 14 ár siglandi um heimshöfin á fyrrgreindum skipum.
Við vorum með milli 6-800 sjókort sem við þurftum að leiðrétta.Notice of Mariners(leiðréttingar fyrir sjókort og bækur)koma út 4sinnum í mánuði.Þeim hjá IMO eða Poirt State Control kom ekkert við hvort það voru 5 stýrimenn á skipunum eða bara 1.Þetta átti allt vera op to date þegar þeir komu.Ef við hverfum aftur til Bremen þá komum við þangað upp úr 6 leitinu um morguninn.Strax byrjað að losa.Þegar losað og lestað var hafði skipstjórinn yfirlrleitt alltaf nóg að gera við að sinna vélinni og fást við agenta og komu því sjaldan að losun eða lestun.Og þarna kom svo Port State Control.Nú við vorum búnir að losa um 2200 um kvöldið.Og þegar við vorum búnir að sleppa og losna við hafnarlóðsin var komin vakt á mig.
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Við vorum svo búnir að binda í Hamborg um 1600 um eftirmiðdaginn.Búnir að lesta um 2100 svo farið 1 tíma seinna út fljótið og inn í Kílarskurð ( þar vitanlega með hafnsögumenn)og sem leið liggur í gegn um Stórabelti til Grenå.Mér fannst það með ólíkindum hvað leggja mátti á menn í þessu sambandi.og alltaf er talað um öryggi.Og þetta snéri þannig að mér að mér fannst þetta öryggi vera þannig að ef það kostaði útgerð eða yfirvöld peninga þá væri allt í lagi að gefa undanþágu eða sleppa því.En ef það kostaði meiri vinnu fyrir þá sem á skipunum voru þá er um að gera að fylga því fast eftir
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Eins og ég sagði þá eru engir vélstjórar,þannig að skipstj.og stm þurftu að fara að minnsta kosti 2svar niður í vél á vaktinni.Nú þá var brúin mannlaus á meðan.Þetta vissu þeir sem veittu undanþágu til útgerðinnar í sambandi við mönnum,því menn frá Söfartsstyrelsen leystu af sem skipstj.og stm.á skipunum.T.d. áttum við að hafa björgunnaræfingar minnst 1 sinni í mánuði.Við höfðum svokallaðan MOB.Eða man over board-bát.Þessum bát slökuðum við í sjóinn ef við vorum í höfn 1sinni í mánuði.þetta voru björgunaræfingarnar.
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Að lokum mynd af, þá ungum enskum frænda í heimsókn í einu af Danica skipunum Afstaðan í brúnni svipuð og í Danica Red
© óli ragg eins og aðrar ómerktar myndir
16.04.2018 12:11
Furðu farmar m.m
Árið 2001 var ég mikið" busy man"Ég sagði frá um daginn skrautlegri ferð frá Sunderland til Frederiksværk í mars apríl Þá var skift um skipstjóra Frá Fr V var farið til Gadiz Þaðan til Malags svo til Shoreham Þar var aftur skift um skipstjóra og Andreas var settur á Marianne Danica
Hér erum við Andreas Krossá á Marianne í öðru landi í Karabían Munur á mönnum að vinna sömu vinnu Andrés þetta mikla snyrtimenni en hinn alltaf eins og drulluhrúga
© óli ragg
En sá sem tók við heitir Hans Taestensen sem ég þekkti ekkert þá en sem varð svo góður vinur minn Og sem ég áttin eftir að sigla oft með .Einn af fáum sem enn sigla hjá H.Folmer og ég er í sambandi við Frá Shoreham var svo farið Til Teigmouth þar sem lestaður var "China Glay"í lausu Til Barcelona En Cina Clay er duft í nokkrum flokkum eftir vinnsluferli og notað í Postulíngerð.Og það furðulega við þær lestanir var að við tókum stundum (man ekki hvað margar voru þarna)tvo til fjóra flokka Þegar búið var að lesta einn sérstakan flokk var hersían strigi breiddur yfir hrúguna og byrjað að að hella næstu hrúgu þar fyrir framan.
Hér erum við Hans um borð í White
© óli ragg
Þegar komið var svo krabbi sem jós öllu í land Striginn gerði sem sagt ekkert gagn að mínu áliti Stundum var hreinlega ekkert eftir að síðasta partíinu Ég afmunstraði í Barcelona.Þ14 maí.
Hérna er sýnishorn um bulk lest aðskilda með hersían En af allt öðru skipi með allt annan farm
© óli ragg
Svo skeði það að vinur minn Andreas krossá var komin á Marianne Danica frá USA Með vopn í Miðjarðarhafið og Persa Flóan Nú var hann kominn til Izmir líkaði ekki stýrimaðurinn og bað um að fá mig Ég var fljótur að segja já Og um borð í M.D kom ég Í Izmir Tyrklandi þ.21 Maí
Andreas var mikið góður vinur sem ég var mikið með Hér á Marianne Danica
© óli ragg
Þaðan fórum við þ.22 maí til Kuwait.Þangað komum við þ 6 júní Enginn innfæddur verkamaður held ég að sé þar til Allt indverjar harla fátæklegir til fara unnu við skipið Fórum svo þaðan daginn eftir þ 7 til Bahrain Þar þ 8 út og inn Sama sagan þar með verkamennina
Marianne Danica
Úr fórum mínum©ólkunnur
Í Suez þ 20 maí og Port Said 21 Komum Yerakini Grikklandi þ 24 júní að lesta Magnesium áburð í lausu.Til Helsingborgar.En í Yerakini var legið út á og lestað úr litlum bátum unnið allan sólarhringinn
Lestun í Yerakini En í allt annað skifti og skipið Danica Rainbow
© óli ragg
© óli ragg
Alex Skoby
© óli ragg
Ekki held ég að þessi eftirspurn hafi verið út af einherjum miklum hæfileikum frekar hitt að ég held að ég hafi alltaf verið ósérhlífinn Þvi einu sinnu er einn skipperinn Tom á Viólet (hann sagði mér þetta sjálfur)bað um þriðja háseta var svarið frá útgerðinni neikvætt : "Nu du har islændingen" Nema hvað Atli Mikk minn góði vinur með annan mjög svo góðan vin sem nú er horfin frá okkur Sigga Úlvars frá Vattarnesi sem meðreiðarsvein sóttu mig til Helsingborgar og fóru með mig með smástoppi heima hjá mér í Staffanstorpp á Járnbrautarstöðina í Malmö Þar var tekin lest til Kastrup og svo SAS vél til Parísar og lest til Dunkirk Og kominn um borð um Karina Danica um miðnætti þ12
Karina Danica
Úr mínum fórum©ókunnur
Mikið fjandi var kallin útkeyrður er komið var um borð var komið Skipið var þarna að lesta stálrör til notkunnar í olíuiðnaði til Novorossiysk,rússneskar borgar við Svartahaf Frá Dunkirk var svo farið um miðnætti 12.Eitthvað var ég ekki alltof ánægður með sjóbúninginn eða súrringarnar en eftir mas og fjas með útgerðina inblandaða varð ég að láta í minni pokan En það kom svo sannarlega að ljós að ég hafði nokkuð mikið til míns máls (og það kitlaði nú innst inni aðeins sjálfdrægnina) En þegar við vorum komnir út í Norðursjóinn fengum við veður og vind á hliðina með miklum velting Fóru þá að, heyrast skruðninar miklir úr lestinni.Og þegar ég komst þangað niður var þar allt á fleygi ferð.Skipperinn hló bara og sagði þetta lagast með veðrinu En rörin voru húðuð að utan með einhverri klæðningu eins og sést á myndum sem myndum sem fylgja með. Og sæmilegasta veður fengum við svo lungan af leiðinni.Nema einhverstaðar í Miðjarðarhafinu fengumn við mikinn mótvind sem átti eftir að hafa nokkuð slæmar afleiðingar sem ég kem seinna að Til Novorossiysk komum við þ 27 júlí.Okkur var sagt við komuna að losun tæki sólarhring Og eitt gengi verkamanna yrði við losun
Losun í Novorossiysk
© óli ragg
© óli ragg
© óli ragg
En nú kom aldeilis babb í bátinn.Rörinn átti að losa þannig að tekin voru að mig minnir tvö rör í einu með krókum settum ínn í opin á endunum Í mótvindinum höfðu rörin sem alla leiðina voru eiginlega laus keyrst svo fram í lestarnar að erfitt var að hreyfa þau aftur með járnköllum og allslags til færingum til að koma krókunum að.Og sólarhringurinn umræddi varð að sex Og ímyndið ykkur alltaf sama gengið af mönnum.Aldrei nein vaktaskifti.Ég hef aldrei séð önnur eins vinnubrögð Vansvefta vofur gerði samt eins og þeir gátu Einu sinni sofnaði einn í landgangströppunni við skipshliðina og féll fram yfir sig og lenti með hausinn á háum lestarkarminum og stórskaddaðis Var fluttur fossblæðandi á börum í land og upp í vöruskemmu dálítið frá Ég gerði nokkrum sinnum athugasemdir við vinnubrögðin en var bara sagt að snarhalda kjafti Og Alex bað mig um að vera ekki að styggja björninn.Eitthvað smotterí lestuðum við í Novorossiysk man ekki hvað það var En eitthvað í bulk Ég gerði yfirleitt lestar plan og átti í bókum sem því miður eins og nokkur dagatalsspjöldin hafa týnst í flutningum En miklu brasi átti ég við hafnaryfirvöld um stabilitet útreikninga sem samþykkja af þeim hálfu varð fyrir brottför Var góðan tima kófsveittur upp á Hafnarskrifstofunni til að fá þá til að viðurkenna minn reikning En það tókst þó að lokum en með seimingi og einhverjum óskiljanlegum athugasemdum af þeirra hálfu (aftur smá upplyfting fyri mitt sálartetur) En mikil var ömurlegt allt umhorfs á staðnum Ég áttin eftir að koma þarna nokkrum sinnum aftur Fátæktin þarna virtist skelfileg Þeir sögðu bara:"Við viljum Stalin aftur því þá fengum við eitthvað að borða"Vissu sennilega ekkert um nautakjötið sem Stalín tók t.d af Pólverjunum.Jæja frá Novorossiysk fórum við seint um kvöld þ 2 ágúst Og með þennar farm sem ég man ekki lengur hver var fórum við með til La Spezia Ítalíu Komum þangað þ 9 ágúst og fórum þaðan svo þ 10 til Sfax Túnis þar sem lestað var að mig minnir salt til Ayr Skotlandi Þaðan farið þ 17 og komið til Ayr þ 27 kl 0820 Og eftir almanaksspjaldinu góða var fljótlosað þar þvi við förum þaðan kl 1900 sama dag Og nu haldið til Esbjerg þar sem skipið átti að fara í skipp Þangað komið um kvöldið þ 30 og heim til Sverige fer ég svo daginn eftir Sjálfur Jørgen Folmer forstjórinn var komin þangað og sá um að ég var settur á ágætis hótel Og fékk svo þægilega ferð heim í allastaði Sem var nú ekki alltaf fyrir að fara Þ.e.a.s ferðamátinn og hótelin En það er nú allt önnur saga En hér lýkur þessari langloku sem átti nú eiginlega að vera um einn af furðulegu förmunum sem við fluttum hjá H.Folmer Eða kannski þá eiginlega með Svartahafs ferðina með í huga En því miður teygðist svona úr þessu Formálinn stærsti hlutinn af frásögninni
Frá lestun í Yerakini Tíminn annar og skipið Danica Rainbow
03.04.2018 20:21
Magnúsar Þorsteins og skipin hans II
© Peter William Robinson
Magnús umborð í skipi sínu Fjallfossi í Leningrad á jólunum 1961
Úr mínum fórum © ókunnur
Síðan tekur Magnús við skipstjórn á Ms Reykjafossi 1962-1963
© Tryggvi Sigurðsson
@ Hawkey01 Shipsnostalgia
Svo er það1963 að Bakkafoss I er keyptur notaður af dönum MBL þ 9 maí 1963 og Vísir þ 28 maí 1963Úr mínum fórum © ókunnur
Magnús ásamt yngsta syni sínum Gunnlaugi f 1957 á Trafalgar Square London 1964Með Bakkafoss er svo Magnús þar til hann tekur við skipstjórn á nýju skipi Skógafossi Sem kemur nýtt til landsins þ 17 júni 1965 Alþýðublaðið þ19 júni 1965
Skógafoss í Surtseyjargosiniu 1965
Hér heitir skipið LEFKAS
© Peter William Robinson
© Peter William Robinson
© Peter William Robinson
Magnús er svo með Skógafoss þar til hann tekur Lagarfoss II í apríl 1969

© söhistoriska museum se

© söhistoriska museum se
Í rúmsjó
© photoship
03.04.2018 13:00
Magnúsar Þorsteins og skipin hans
Magnús Þorsteinsson (1918-2015)
Goðafoss II fyrsta skipið sem Magnús ræður sig á
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Eiginkona: Magnúsar Helga Guðbjörnsdóttir, húsmóðir í Reykjavík, f. 13.4. 1923. Foreldrar: Guðbjörn Hansson lögregluvarðstj. í Reykjavík og Guðfinna Gunnlaugsdóttir, húsmóðir.Magnús og Helga gengu í hjónaband 8.7. 1944 sem varði í 71 ár. Magnús ólst upp í stórri verkamannafjölskyldu í Reykjavík, gekk í Miðbæjarskólann í Reykjavík, en fór ungur að vinna fyrir sér. Vann á sumrin í sveit frá 10 til 12 ára aldurs. Farmennska Magnúsar hófst í desember 1936 með es. Goðafossi (II). Fyrsta starf: káetu- og vikadrengur, síðar messadrengur, óvaningur, viðvaningur ("léttmatrós") og háseti.
ðir Mynd úr gömlum ritum um E.Í © óþekktur
Magnús var á Es Goðafossi í síðari heimsstyrjöldinni á milli þess sem hann stundaði nám í Stýrimannaskólanum en á þeim tíma var Goðafoss skotinn niður af þýskum kafbát.
Þessi mynd af Magnúsi þorsteinssyni t v með góðum vini sínum og Stýrimannaskólabróðir Hektor Sigurðssyni er tekin um borð í Goðafossi II á stríðsárunum Sjá má að björgunarbátar eru útslegnir
Mynd úr safni Magnúsar þorsteinssonar birt með leyfi afkomenda © ókunnur
Eftir að Es Goðafoss hafði verið skotinn niður þ 14 nóv 1944 Byrjaði Magnús vorið eftir á Es Fjallfossi I
Fjallfoss I annað skip Magnúsar hjá E.Í
© Sigurgeir B Halldórsson
Magnús útskrifaðist frá farmannadeild skólans 1946,
Hann sigldi síðan á Es Fjallfossi og Es Reykjafossi I sem háseti þar til 1948
Fjallfoss I
Úr mínum fórum © ókunnur
Reykjafoss I
Úr mínum fórum © ókunnur
Reykjafoss I í Vestmannaeyjum
Úr safni Tryggva Sig © ókunnur
Svo er Magnús fjóra mánuði háseti á Goðafossi III 1948
Magnús Þorsteinsson orðinn stm á Goðafossi III
Mynd úr safni Magnúsar þorsteinssonar birt með leyfi afkomenda © ókunnur
Goðafoss III hér í New York
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
1948 - 1954 er Magnús II ,II og iI stm á Goðafossi III
Þarna er Magnús Þorsteinsson stm lengst t.h með félögum af Goðafossi III þ Árna Jóhanssyni aðstoðar vélstj. og Magnúsi Þorsteinssyni vélstjóra áTrafalgar Square, London 1950
Mynd úr safni Magnúsar þorsteinssonar birt með leyfi afkomenda © ókunnur
Ungt og ásfangið stýrimannspar Magnús og kona hans Helga Guðbjörnsdóttir
Mynd úr safni Magnúsar þorsteinssonar birt með leyfi afkomenda © ókunnur
Þarna er stýrimaðurinn af Goðafossi III komin með þrjú börn:Guðbjörn f 11 mai 1944.Þorsteinn Helgi f 19 maí 1946 og svo er eiginkona með dóttirina Birnu Guðfinnu f 16 mars 1949
Mynd úr safni Magnúsar þorsteinssonar birt með leyfi afkomenda © ókunnur
Ungur stm á Goðafossi III
Mynd úr safni Magnúsar þorsteinssonar birt með leyfi afkomenda © ókunnur
Ungur stm með ungan son sinn þorstein Helga f 1946 um borð í Goðafossi III
Mynd úr safni Magnúsar þorsteinssonar birt með leyfi afkomenda © ókunnur
Skipshöfn á m/s Goðafossi III einhverntíma á árunum 1948-1954
Mynd úr safni Magnúsar þorsteinssonar birt með leyfi afkomenda © ókunnur
Yfirmenn í brú á m/s Goðafossi III einhverntíma á árunum 1948-1954 Frá V Eyjólfur Þorvaldsson I stm Jónas Böðvarsson skipstjóri Guðráður Sigurðsson II stm Og Magnús Þorsteinsson III stm
Mynd úr safni Magnúsar þorsteinssonar birt með leyfi afkomenda © ókunnur
Hér er Magnús orðinn I stm á Goðafossi III með Gunnar Þorvarðarson sem II stm sér á v hönd Og Ragnar Ágústsson á hægri Mynd úr safni Magnúsar þorsteinssonar birt með leyfi afkomenda © ókunnur
Goðafoss III
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Næst er Magnús 1 stm á Reykjafossi II 1954-1955
Reykjafoss
Úr mínu fórumi en © mér óþekktur
Magnúsi þótti vænt um þetta skip Sem hann átti sjálfur eftir að stjórna sem skipstjóri
Mynd úr safni Magnúsar þorsteinssonar birt með leyfi afkomenda © ókunnur
Úr mínu fórum en © mér óþekktur
© Rick Cox
Falleg málverk af "Gamla BRÚSA" málað af Robert Panitzsch 1937
Úr safniFinn Bjørn Guttesen
BRÚARFOSS I
© Coll. R.Cox Sea the ships
© photoship
Þarna mun Tröllafoss vera í New York. Það má geta þess að í þeirri höfn var hann í nokkur skifti kosið snyrtilegasta skipið í höfninni
© Björgvin S Vilhjálmsso
Þarna er hann í Hamborg
© Björgvin S Vilhjálmsson


Af Tröllafossi fer Magnús á Dettifoss II í nóv 1955 og er þar f júlí 1956 að hann fer á Goðafoss III ágúst -okt sama ár Síðan á Reykjafoss II 1956 til1958 Fer eina ferð sem skipstjóri á Tröllafossi til USA 1958 og síðan á Selfossi II 1958-1961 Á síðustu árum hafði Magnús verið skipstjóri í afleysingum í fimmtán mánuði þar af níu á Selfossi II
Dettifoss II á leið út frá Eyjum
© Tryggvi Sig
Hér í smíðum
©Handels- og Søfartsmuseet.dk
SELFOSS II
@ Anna Kristjáns
Í júlí 1961 tekur Magnús við skipstjórn á Ms Fjallfossi II sem fasstráðinn skipstjóri Og heffs þá farsæll ferill hans sem fastráðins skipstjóra hjá E,í sem stóð í tuttugu og tvo ár
Fjallfoss II
Lýkur hér fyrsta hluta
30.03.2018 10:11
Ágúst Jónsson og skipin hans III
©Handels- og Søfartsmuseets da
© Capt.Jan Melcher
@Anna Kristjáns
Lítum í Vísir þ 23 sept 1974 Og MBL daginn eftir Síðan í MBL þ 18 mars 1975
Ágúst er með Múlafoss I þar til 14 okt 1976 að hann tekur við skipstjórn á Fjallfossi II
FJALLFOSS II
@ bob Ships Nostalgia
@ tryggi sig
© Peter William Robinson
Svo skeður það skeflilega Í apríl 1977 þegar hann er staddur með skip sitt sitt í. hafnarborg í Rúmeníu veikist hann alvarlega og er fluttur þar í land Hvort eitthvað hefði mátt betur fara þarna í Rúmeníu í byrjun skal ósagt hér.En þetta hefur sennilega verið byrjunin á endi skipsstjóraferils þessa mikla sómamanns Eftir fjögrra mánaða veikindafrí fer hann eina ferð á Bæjarfossi í ágúst/sept 1977
BÆJARFOSS
@Rick Cox
Fjallfoss III hét Mercandia Transporter í upphafi

© BANGSBO MUSEUM
© Chris Howell
Hér er skipið komið í erlenda eigu og heitir PICO DO FUNCHO
© PWR
© PWR
Svo er það í des 1977 að veikindin settja punt við feril Ágústs sem skipstjóra Og hann neyðist til að hætta sem slíkur En hefur þá störf við starfsmannahaldið á skrifstofu Eimskipafélagsins Þar starfar hann þar til veikindin setja honum alfarið stólinn fyrir dyrnar 1990 Og hann hættir störfum hjá því félagi sem hann hafði þjónað af alúð og trúnaði í rúm fjöritíu ár Águst lést svo 26 des 1996 rúmlega sjötugur að aldri Sárt saknað af mörgum samferðarmanninum Eins og sjá má af fjölmörgum minningargreinum sem skrifaðar voru um hann Og eru hér nokkur brot úr sumum þeirra
Guðmundur Einarsson skrifar m.a:
"Þegar ég kynntist Gústa var hann 1. stýrimaður og síðar skipstjóri hjá Eimskipafélagi Íslands. Hann var samviskusamur og farsæll í því starfi, og víst er að enginn var svikinn af störfum hans þar, hvorki Eimskipafélagið né skipsfélagarnir. Ágúst var trúaður maður og trúrækinn og hann var trúr í öllum samskiptum sínum við samferðamenn sína. Samviskusemin og skylduræknin voru einmitt ein helstu persónueinkenni Ágústs. Hann var traustur skipstjórnandi og þótt skipstjórnendur nútímans hafi fullkomin siglingartæki sér til aðstoðar auk himintunglanna, þá er það víst að sterk trú og drengskaparlund áttu þar sinn hlut að máli. Ágúst hélt áfram störfum á skrifstofu Eimskipafélagsins eftir að heilsan bilaði og átti þar marga trausta vini.
Ágúst var félagslyndur maður, hann var félagi í Víkingi, starfaði í Kiwanisklúbbi Ness og í Oddfellowhreyfingunni, Landssambandi hjartasjúklinga auk ýmissa annarra félaga, og vissulega mætti telja Eimskipafélagið þar með, því það félag var honum meira en bara vinnuveitandi. Við störfuðum um tíma saman í sóknarnefnd Seltjarnarneskirkju og var hann þá formaður þeirrar nefndar er annaðist kyrrðarstundirnar, og sóttu þau hjónin þær reglulega, einnig eftir að hann lét af störfum í sóknarnefndinni, allt til hins síðasta. Fyrir um 19 árum bilaði heilsan. Hann hafði veikst er hann var með skip sitt í Rúmeníu og varð fljótt ljóst að hér var engin umgangspest á ferðinni. Hann þurfti að gangast undir hjartaaðgerð, og þótt aðgerðin tækist vel náði Ágúst aldrei fullri heilsu aftur. Einstakur dugnaður og umhyggja Margrétar eiginkonu Ágústs ásamt óbilandi trú þeirra beggja hefur þó án vafa veitt honum betri heilsu en annars hefði verið. Við eftirlifandi vinir hans minnumst hans fyrst og fremst sem góðs drengs, því hann hafði ekki aðeins trú, hann hafði einnig kærleika. Eftirlifandi eiginkonu, börnum, tengdabörnum og barnabörnum votta ég einlæga samúð"Bekkjarsystkini úr MR árgangi 1947:
"Það var glaðvær og samstilltur hópur ungmenna sem lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík í júní 1947. Áfanga var náð að loknu ströngu námi sem jafnframt hafði verið blandað góðri skemmtan og leik með vinum. Hugur Ágústs stóð til náms í læknisfræði og innritaðist hann í læknadeild Háskóla Íslands haustið 1947. En örlög hans áttu eftir að verða önnur en að verða læknir eins og faðir hans hafði verið.Ágústs verður ávallt minnst af bekkjarsystkinunum sem hins glaðværa og hressa félaga er lét sig aldrei vanta á samkomur árgangsins væri hann á annað borð á landinu. Lagði hann ávallt sitt af mörkum til að gera stemmninguna góða og glaðværa. Blessuð sé minning hans"
Kveðja frá Knattspyrnufélaginu Víkingi
"Ágúst Jónsson, eða "skipstjórinn" eins og vitnað var til Ágústs í daglegri umræðu meðal fjölda Víkinga, æfði íþróttir og keppti undir merki Víkings á sínum yngri árum og var alla tíð dyggur stuðningsmaður Víkings bæði í orði og verki. Sem dæmi má nefna að um árabil var Ágúst ómetanlegur við sölu getraunaseðla fyrir félagiðÞetta voru aðeins örfáir úrdrættir úr minningargreinum Blessuð sé minning þessa sóma manns"
"Ágúst var góður yfirmaður, hann kunni vel á þetta hárfína atriði að stjórna fólki sínu af festu og ákveðni, og jafnframt að mgangast undirmenn sína sem jafningja þegar það átti við. Hann lét sér annt um okkur yngri mennina og hvatti þá sem honum leist vel á til að fara í Stýrimannaskólann og afla sér stýrimannsréttinda, enda tel ég að Ágúst hafi metið starf skipstjórnarmannsins öðrum störfum meira. Árið 1977 varð Ágúst að fara í land vegna veikinda og hóf í framhaldi af því að vinna í starfsmannahaldi félagsins. Þar lágu leiðir okkar aftur saman árið 1983 og þar unnum við saman þar til Ágúst varð alfarið að hætta störfum árið 1990 vegna heilsubrests. Þá var fastmælum bundið að ákveðnu sambandi yrði haldið áfram og Ágúst lofaði að láta sjá sig í svokölluðu "kleinukaffi" sem alltaf var á föstudagsmorgnum. Þetta varð að föstum sið og oft var kátt á hjalla þessa stund, enda Ágúst einstaklega glaðvær og skemmtilegur maður. Enda er ég sannfærður um að hans létta lund og jafnaðargeð hafi hjálpað honum mikið í veikindum hans. Síðustu árin versnaði enn heilsa Ágústs og þurfti Ágúst oft að leggjast inn á spítala. Í öllum hans veikindum reyndist Margrét eiginkona hans honum stoð og stytta og er það gæfa hvers manns að eiga slíkan lífsförunaut"
Hér lýkur þessari samantekt minni um þennar vinsæla og farsæla skipstjóra og skipin hans Blessuð sé minning Ágústs Jónsonar
28.03.2018 22:26
Ágúst Jónsson og skipin hans II
SELFOSS II
© Lars Brunkman
Næsta skip Ágústar mun hafa verið Dettifoss II
DETTIFOSS II
© Malcom Cranfield Shipsnostalgia
© photoship
© photoship
Næst er það hans gamla skip Lagarfoss II og nú sem annar og fyrsti stmÞessu má bæta hér inn í
Hér í friði og spekt í Hull
Hér að koma til Eyja í bræluskít
© Tryggvi Sig
Þarna er Ágúst annar stýrimaður á Lagarfossi II og þeir hittu Dettifoss II, sennilega í Noregi. Á myndinni er m.a Jónína Guðný Guðjónsdóttir fyrri kona Ágústar (situr fremst til vinstri í bátnum) og Ásgeir Sigurðsson, sem þá hefur sennilega verið 1. stýrimaður á Dettifossi II sem má sjá í baksýn Þessi mynd var tekin 1961
Mynd úr safni Boga Ágústssonar © óþekktur,
Ágúst að stilla"græjurnar"fyrir frekari myndatökur í sömu ferð Með Dettifoss II í baksýn
Mynd úr safni Boga Ágústssonar © óþekktur
BAKKAFOSS
© photoship
Úr mínum fórum © ókunnur
Úr mínum fórum © ókunnur
Úr mínum fórum © ókunnur
Á Bakkafossi er Ágúst svo þar til að hann ásamt fl sækir Reykjafoss III nýjan til Ålaborgar sem fyrsti stm Þannig segir Vísir frá skipinu þ 18 okt 1965 og MBL þ 26 sama mánaðar Og Þjóðviljinn sama dagHér er skemmtileg mynd af tveim dugmiklum heiðursmönnum Þekktum úr Kaupskipaflotanum þeim Ágústi Jónsson (1926-1996) þarna sem yfirstýrimaður á REYKJAFOSSI Hafnsögumaðurinn á myndinni er Hörður Þórhallsson( 1927-2000) sem var faðir hins góða drengs Magnúsar nv skipsstjóra á LAGARFOSSI
REYKJAFOSS
© photoship
REYKJAFOSS
© photoship
s © Hawkey01 Shipsnostalgi
Ágúst tekur svo við skipstjórn á Reykjafossi III í des 1970 og er með hann í forföllum þar til í apríl 1971 Þá tekur hann við skipstjórn á sínu gamla skipi Bakkafossi I Þar hefst glæsilegur ferill hans sem fastráðins skipstjóra hjá E.Í Sem því miður veikindi bundu svo endir á alltof snemma, frh
19.03.2018 10:31
Ágúst Jónsson og skipin hans I
Heilsan hjá mér tók nokkur feil púst um daginn Svo getan og nennan til mikilla skrifta lá um tíma í láginn En til að hafa eitthvað fyrir stafni var tíminn notaður til upprifjunnar á ýmsu léttmeti á"fésbókinni" En nú hefur kallinn braggast það mikið að komið er að alvörunni aftur Á síðunni hefur verið fjallað um gömul og ný kaupskip. Og menn hafa bent mér á að fjalla mætti um mennina sem sigldu þeim Þ.á.m Ágúst Jónsson, þann farsæla fyrrverandi skipstjóri hjá Eimskipafélagi Íslands, Hann fæddist í Reykjavík 2. ágúst 1926.. Foreldrar hans voru hjónin Jón Kristjánsson, læknir í Reykjavík, og Emilía Sighvatsdóttir Áhuga sinn á sjómennsku telur Bogi sonur Ágústs að hann hafi fengið frá bróðir sínum Bogi lýsir þessu þannig Ég held að áhugi pabba á sjómennsku hafi kviknað því bróðir hans Kristján var loftskeytamaður og var til sjós. Mér er ekki kunnugt um að neinir sjómenn séu meðal næstu forfeðra okkar, þetta voru mest bændur og embættismenn
Ágúst Jónsson skipstjóri (1926-1996)
Mynd skönnuð úr gamalli bók © óþekktur
Kristján Jónsson Loftskeytamaður bróðir hans (1915-1994)
Mynd skönnuð úr gamalli bók © óþekktur
Mynd úr safni Boga Ágústssonar © óþekktur
Ágúst byrjaði að stunda sjó 19 ára á sem háseti á Mb Fargrakletti GK frá Hafnarfirði.
Fagriklettur Gk
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Síðan á Mb Andvara RE svo á Mb Jóni Valgeir. IS
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Hér heitir Jón Valgeir Ásþór RE
Mynd úr mínum fórum © óþekktu
Ágúst varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1947 Þá byrjar hann í læknisfræði við H.Í þá um veturinn En vegna þess að þá kom mikil og óvænt síldarganga inn á Faxaflóa og fyllti öll sund fyrir utan Reykjavík svo og Hvalfjörð af vaðandi síld, sem veidd var grimmt. Síldina þurfti að flytja norður til Siglufjarðar til bræðslu og voru fengin öll tiltæk flutningaskip til þeirra hluta. Þar á meðal var gamli Selfoss Eimskipafélagsins.
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Reykjafoss I
Úr mínum fórum © ókunnur
Þá fer Ágúst á Lagarfoss II
© söhistoriska museum se
Um haustið hefur hann nám í Stýrimannaskólanum í Reykjavík og lauk þaðan farmannaprófi 1952. Hann er viðloðandi Lagarfoss II yfir tímann í Stýrimannaskólann og til 1953.
Ágúst ásamt skipsfélögum sínum sennilega af Lagarfoss II hafa hitt þarna hinn eina sanna Loui Ágúst er lengst til vinstri Ég hef fengið vísbendingu um að maðurinn aftan við Loui sé Aðalsteinn Aðalsteinsson seinna skipstj. hjá Eimskip Aðalstein þekkti ég aldrei en kynntist konunni sem áttti eftir að verða eiginkona hans hér í Eyjum á mínum fyrstu árum hér Hinni glaðværu og sérstaklega skemmtilegu Hönnu Guðrúnu Ingibergsdótti Fallegri Eyjasnót sem alltaf var hrókur alls fagnaðar hvar sem hún kom Og fletti maður bókinni "Skipstjórar og Skip II" birtast þeir félagar fyrstir í skipstjóratalinu
Mynd úr safni Boga Ágústssonar © óþekktur
Árgangur 1952 frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík
Ágúst mun hafa leyst af sem þriðji stýrimaður á Lagarfossi II eftir skólagönguna Hann verður svo fastráðinn stýrimaður hjá félaginu 1953 Fyrst á því skipi stuttan tíma Síðan annar stm á Es Selfossi I ( en þar voru stýrimennirnir tveir) Svo aftur á Lagarfoss II sem þriðji og annar stýrimaður Síðan á Selfossi II sem II stm þegar hann kom nýr til landsins 1958 frh
26.02.2018 12:50
Meir um Skaftá / Múlafoss
Skaftá
Lítum í Vísir -Dagblaðið þ 30-07-1986
Útvegsbanki íslands keypti ms. Skaftá, sem eitt sinn var í eigu Hafskips, á nauðungaruppboði í Antwerpen í gær fyrir 23 milljónir belgískra franka, eða sem svarar 21 milljón íslenskra króna. Láras Jónsson bankastjóri sagði í samtali við DV að Útvegsbankinn teldi sig geta selt skipið á svipuðu verði fljótlega og þannig flýtt fyrir innheimtu fjárins sem í því liggur. Samkvæmt belgískum lögum má bjóða skipið upp aftur ef annað og hærra tilboð berst innan fimmtán daga. Lárus Jónsson reiknaði ekki með að Útvegsbankinn tæki þátt í frekari uppboðum á skipinu. Um þrjátíu aðilar hvaðanæva úr heiminum mættu á uppboðið á Skaftá í Antwerpen í gær. Ekki bárust mörg tilboð í skipið. Næsthæsta tilboðið kom frá finnskum umboðsmanni og var það allmiklu lægra en tilboð Útvegsbankans.Skaftá var síðast í eigu þrotabús Hafskips. Skipið var kyrrsett í Antwerpen í nóvember 1985 vegna skulda Hafskips en var þá í ferð á vegum Islenska skipafélagsins.
Skaftá
Vísir - Dagblaðið 15-08-1986
Eimskipafélag íslands hefur keypt vöruflutningaskipið Skaftá af Útvegsbanka íslands. Skaftá var slegin eign Útvegsbankans á miðvikudag eftir uppboð sem haidið var í Antwerpen 29. júlí síðastliðinn. Keypti bankinn skipið á sem svarar til 21 mílljónar íslenskra króna og seldi Eimskipafélaginu það fyrir sama verð. Halldór Guðbjarnason, bankastjóri Útvegsbankans, sagði í samtali við DV í gær að með þessum viðskiptum fengi bankinn dágóðan hluta af andvirði skipsins upp í skuld Hafskips við Útvegsbankann en sem kunnugt er var Skaftá eitt sinn í eigu Hafskips hf. Halldór sagði að ekki yrði ljóst hve mikið bankinn fengi fyrr en skiptaráð- andi hefði gert upp skuldir hins gjaldþrota skipafélags við erlenda kröfuhafa. Þórður Magnússon, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Eimskipafélagsins, var í gær spurður hvers vegna skipafélagið heföi staðið að kaupunum á Skaftá með þessum hætti, frekar en að bjóða í skipið á uppboðinu í Antwerpen á dögunum. Sagði Þórður að þar sem Útvegsbankinn átti miklar kröfur í Skaftá hefðu Eimskipafélagsmenn talið sýnt að bankinn myndi bjóða ríflega í skipið til að tryggja hagsmuni sína. Ekki hefði verið talin ástæða til að reyna að yfirbjóða bankann en bíða þess í stað og sjá hver framvinda mála yrði. Verðið sem Skaftá hefði verið keypt á væri mjög í samræmi við markaðsverð skipa af þessu tagi og lokaniðurstaðan því einkar hagstæð fyrir alla aðila. Eimskipafélagið mun taka við Skaftá í Antwerpen á næstu dögum. Mun skipið hefja siglingar fyrir félagið að loknum smávægilegum viðgerð- um sem munu taka um þrjár vikur. Skipinu verður gefið nafhið Múlafoss. Skipstjóri verður Guðmundur Kr. Kristjánsson.
Skaftá í Hafskipslitunum
Úr safni Bjarna Haldórs @ókunnur
Svo í Þjóðviljan 18-08-1986
"Eimskip hefur keypt m/s Skaftá af Útvegsbankanum fyrir um 21 miljón króna, á svipuðu verði og bankinn greiddi fyrir skipið á uppboði í Hollandi í lok júlí. Eimskip tekur við skipinu þar sem það liggur í Antwerpen, en það var kyrrsett þar þegar Hafskip fór að sökkva í desember, og verður skipið látið sigla þegar að lokinni standsetningu. Skaftáin fær hjá nýjum eigendum nafnið Múlafoss og verður skipstjóri þess Guðmundur Kr. Kristjánsson"
Þarna er skipið undir nafninu POLLY PROGRESS að fara út úr höfninni í Famagusta Kýpur
© óli ragg
Skaftá seld:
Söluverð 22 millj. króna: "EIMSKIP seldi í fyrradag Skaftána, sem fyrirtækið keypti af Útvegsbankanum á sínum tima. Söiuverðið var 22 milijónir króna, sem er sama upphæð og Eimskip keypti Skaftána á á sínum tíma. Eins og kunnugt er, var Skaftáin kyrrsett á sínum tíma í Antwerpen. Útvbegsbankinn keypti hana svo á uppboði í Antwerpen og seldi Eimskip. Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskips, sagði fsamtali við Morgunblaðið í gær, að sama verð hefði fengist, og Eimskip greiddi fyrir skipið. Hann sagði að skipið hefði verið slet í því ástandi sem það var, þegar Eimskip keypti það. Hefði það verið afhent nýju eigendunum í Antwerpen í fyrradag, og myndi að lfkindum fara í ávaxtaflutninga frá höfnum við Miðjarðarhafið, til hafna á meginlandi Evrópu"Skipið er enn að sigla nú undir nafninu D.M.Spiridon og fána Líbanon
Og lítur einhvernveginn svona út í dag
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
19.02.2018 04:31
Svendborg smíðuð skip Mortesen & Lange
Mynd skönnuð úr gamalli bók© óþekktur
Aðalvél: B&W Alpha 2000 hö Ganghr 13.5.sml.Skipið bar þessi nöfn:1994 MICHELLE - 2010 REKEFJORD STONE Og bar síðast fána Möltu.Það var rifið í Belgíu 2014
Rekefjord Stone
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Næsta skip í þessari upptalningu og sem smíðað var 1975 hét í byrjun Talisman
Mynd skönnuð úr gamalli bók© óþekktur
Smíðað 1975 Aðalvél: B&W Alpha 26100 hö Ganghr 13.5.sml.Skipið hefur borið þessi nöfn:1996 AASTUN - 2012 TITANIA Nafn sem það ber í dag undir fána Panama
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Næsta skip á vegi okkar er svo þetta skip sem bar fyrst nafnið Fetish
Mynd skönnuð úr gamalli bók© óþekktur
Smíðað 1977.Aðalvél MAK.2650.hö Ganghr 13.5 sml.Skipið hefur borið þessi nöfn: 2001 VIKINGFJORD - 2007 DUYDEN-3 - 2014 SUNSHINE
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Næst var það svo Charm I sem seinna varð Keflavík og Írafoss Við eru nýbúin að skoða það skip Svo við sleppum því her.Næst er það skip sem hét í fyrstu Medallion
Mynd skönnuð úr gamalli bók© óþekktur Smíðað 1981.Aðalvél MAK.2650.hö Ganghr 13.5 sml.Skipið hefur borið þessi nöfn:2002 AASNES - 2010 VISNES Nafn sem það ber í dag undir fána Gíbraltar
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Næst er svo skip sem í fyrstu bar nafnið Magic
Mynd skönnuð úr gamalli bók© óþekkt
Hér heitir skipið Goodness
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Næsta skip á dagskrá er skip sem í byrjun hét Scarab
Mynd skönnuð úr gamalli bók© óþekktur
Smíðað 1983 Aðalvél MAK:2650.hö Ganghr:13,5.sml.Skipið hefur borið þessi nöfn:2002 JASPER.2017.MERYEM NEJLA ANA Nafn sem það ber í dag undir Tyrkneskum fána
Hér heitir skipið Jasper
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Síðast í þessari upptalningu er svo óhappa skipið Charm II Við skoðuðum það í gær svo við sleppum því hér. Og ef við súmmum þetta svo upp,þá eru sex af þessum átta skipum sem smíðuð voru hjá Svendborg Skibs í Svendborg á árunum1975 til1984 enn að sigla rúmum fjöritíu árum seinna,að það fyrsta var smíðað.Eitt fórst,annað er búið að rífa.Það er hreinlega ekki hægt annað að segja að vel hafi tekist með þessa gerð skipa þrátt fyrir ólánin með tvö skipin með nafnið Charm
17.02.2018 20:05
Charm I,II og III
Charm (1980-81)
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Skipið var smíðað hjá Unterweser í Bremerhaven Þýskalandi 1967 sem:MARIE REITH Fáninn var:þýskur Það mældist:1866.00 ts,2813.00 dwt.Loa:88.50. m,brd:13.60. m Skipið gekk undir þessum nöfnum 75 HIPPO SAILOR - 76 SCOMBER - 77 CAP HERO - 77 HIMNO I - 79 AYAN I - 80 CHARM - 81 TRANSEAST - 86 DAVUT I Nafn sem það bar síðast undir tyrkneskum fána En skipið var rífi' þar í landi(Aliaga)2011
Næsta Charm þekkum við vel úr íslenska kaupskipaflotanum(sáluga) Undir nöfnunum Keflavík og Írafoss Heitir í dag Altair og siglir undir Panama fána En þ 20 júlí 1981 skeður þetta MBL þ 21 sama mán Meira í sama blaði þ 22 sama mán Síðan Dagblaðið þ 24 sama mán
ALTAIR Eins og skipið heitir í dag
Svo er komið að næsta Charm hjá Mortesem & Lange Því miður meira óhappa skip í þeirra þjónustu en sá síðastnefndi
Mynd skönnuð úr gamalli bók© óþekktur
11.02.2018 20:07
Keflavík
http://fragtskip.123.is/blog/2018/01/30/774873/
En næsta skip sem félagið keypti var þetta skip sem þeir gáfu nafnið Keflavík og hafði Vík í Mýrdal sem heimahöfn lítum í MBL þ 06-01-1982 og svo sama blað þ.14-01-1982 Svo Víkurfréttir þ.06-05-1982Hér er skipið sem Charm
Hér sem Keflavík
@Rick Cox
Skipið var smíðað hjá Svendborg Skibsværft Svendborg Danmörk 1978 sem CHARM Það mældist 1599 ts 3860 dwt. Loa:94,20 m brd:15.40 m Skipafélagið Víkur kaupa skipið 1982 og skírir það KEFLAVÍK með heimahöfn í Vík í Mýrdal, ef mig misminnir ekki. Áður en Víkur kaupa skipið lenti það í árekstri við BERGLIND skip í eigu Eimskip með þeim afleiðingum að BERGLIND sökk. Eimskip yfirtekur skipið 1989 og gefur því nafnið ÍRAFOSS.Skipið er selt til Noregs 1997 og gekk síðan undir þessum nöfnum: 1997 AASFJORD - 1911 ALTAIR Nafn sem það ber í dag undir Panamafána
Keflavík
© Úr safni Björgvins S Vilhjálmssonar
Hjálmar Diego 1982
Yfirvélstjóri í byrjun hjá Víkur h/f mun hafa verið
Klemens Egilsson
En næsti fasti skipstjóri skipsins hjá Víkurskipum var
Ásgeir Pétursson 1982-1989 ?
Hjálmar Diego sem reyndist mér eins og hans er von og vísa sannur félagi sendi mér myndir og nokkrar línur með Sem ég tek mér bessaleyfi til að birta hér:"Ég var fyrsti skipstjórinn á bátnum, nema að Finnbogi Kjeld sigldi henni heim frá Svendborg sem skráður skipstjóri og ég 1. stm. Síðan tók ég við í Grindavík, sem var fyrsta höfn.Sigurður Þorláksson var 1. stm. hjá mér mestallan tímann sem ég var með bátinn og hann var seinna skipstjóri, að mig minnir eftir að Ásgeir Pétursson hætti og fór í minnkaræktina aftur.Ýmsir 2, stm. meðal annarra Inga Fanney Egilsdóttir Stardal. Inga ar háseti og leysti einnig af sem bátsmaður áður en hún varð stm.Hólmfríður Guðjónsdóttir frá Neskaupstað, núverandi skólastjóri Hólabrekkuskóla var héseti á sumrum og báðar þessar konur voru hörku sjómenn, eins og reyndar öll áhöfnin sem ég var svo heppinn að vera með".
Keflavík
Sagan af endalokum Skipafélagsins Víkur h/f var sögð í færslunni um Eldvík II
Hér heitir skipið ÍRAFOSS
Fyrsti skipstjóri skipsins hjá Eimskipafélagi Íslands var
Jón Þór Karlsson
Ekki vitað um yfirvélstjóra
Einnig var Engilbert Engilbersson verið með skipið
Eftir því sem ég kemst næst mun Klemens Egilsson hafa fylgt skipinu yfir til E.Í sem yfirvélstj.
Írafoss
© Frao
© Frao
© Frode Adolfsen
@ humbertug
Hér heitir skipið ALTAIR
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
11.02.2018 12:20
Eldvík II
ELDVÍK II
Mynd skönnuð úr gamalli bók© óþekktur
@Yvon Perchoc
Skipið var smíðað hjá Jansen M í Leer Þýskalandi 1968 sem
TASSO Fáninn var þýskur. Það mældist: 1458.0 ts 2879.0 dwt Loa: 68.0 m brd 11.80 m 1971 fær skipið nafnið Heidi og 1975 kaupir Skipafélagið Víkur skipið og skírir ELDVÍK(II) Skipið er selt úr landi 1989 og fær nafnið CIDADE DE FARO Og 1992 AFRICA og 1995 ALBERT J Nafn sem það bar síðast undir fána Belize En þetta segja mín gögn um skipið:"No Longer updated by (LRF) IHSF (since 31/08/2011)"
Fyrsti íslenski skipstjórinn á skipinu 1974-1976.var Garðar Ágústsson
Aðrir fastir skipstjórar á skipinu undir þessu nafni voru
Ásgeir Pétursson 1976-1982
Magnús Gunnarsson 1982-1989?)
Eldvík II
© Úr safni Björgvins S Vilhjálmssonar
© Úr safni Björgvins S Vilhjálmssonar
© Úr safni Björgvins S Vilhjálmssonar
Svo voru endalokin víst óumflýanlega Tíminn þ.01-11-1988 Vísir þ.19-11-1988 MBL Þ 29-12-1988
Hér sem AFRICA
@Yvon Perchoc
Hér sem Albert J © óli ragg
© óli ragg