27.06.2015 12:41
Altmarks 2
ýmis þjóðarbrot auk anstæðra trúarbragða. Alltaf voru það þó Indverjarnir í hinum marglitu fötum sínum, sem vöktu eftirtekt. Stöðugt hafa þeir "bænateppið" sitt með sér, sem þeir krupu niður á, og beygðu höfuð sín í þá átt sem þeir héldu að borgin Mekka sé. Þannig báðust þeir fyrir í þögulli andagift og muldruðu eitthvað milli tannanna. En Hindúarnir, sem voru meðal þeirra, tilheyrðu öðrum ættflokki og hafa aðra trú, biðjast fyrir á öðrum tíma og fara öðruvísi að; þeir voru ekki Múhameðstrúar. Miklum hluta dags eyddu þeir í að þvo sér. Það gerðu þeir af trúarlegum ástæðum. Á meðal þessara manna var einn Paria sem tilheyrir þeim trúflokki sem er fyrirlitinn meðal Indverja og álitinn úrhrak og lægstur allra flokka. Þessi maður var alveg einangraður, þögull, og aleinn sat hann á þilfarinu og mátti ekki einusinni borða með félögum sínum. Það er merkilegt og óskiljanlegt hvernig Indverjar héldu þessa trúarsiði sína og það engu síður í fangavist, þar sem venjulegast allir fangarnir verða að halda saman Mannabústöðunum niðri í skipinu var haldið vel hreinum og rækilega loftræstir við ög við. Aukin birta lýsir þessi herbergi vel upp. Salernisspursmálið var líka leyst á viðeigandi hátt fyrsta daginn Það eina sem olli föngunum sorg var reykingabannið.
ALTMARK
© photoship
TREVANION
© photoship
DORIC STAR
© photoship
TAIROT
© photoship
Admiral Graf Spee fær olíu úr Altmark
Þetta voru síðustu orðin sem Graf Spee sendi Altmark. Með vaxandi hraða stefnir nú herskipið á austurströnd Suður-Ameríku. í námunda við árósa La Plata-fljótsins þar vonar Langsdorff skipherra að rekast að nýju á kaupskip, nýtt herföng. Þilfarsvaktin um borð í Altmark starir á eftir herskipinu á meðan hið volduga frammastur þess er sýnilegt við sjónarrönd. Þegar það er horfið sjónum, er Admiral Graf Spee horfið þeim fyrir fullt og allt. Altmark fer nú einnig á stað og stefnir í St il þess að verða ekki á vegi bresks herskips, sem ekki var ómögulegt að væri þarna nærri. Nýr
fundarstaður skipanna hefur enn ekki verið ákveðinn. Það verður gert seinna með loftskeytum. Það hefst nú á ný biðtími. I þetta sinn vona allir um borð í Altmark að ekki muni líða langur tími þangað til Admiral Graf Spee komi aftur og þá verði hafin ferðin heimleiðis. Heimþráin er fyrir alvöru farin að gera vart við sig. Þegar þeir fóru að heiman síðast vildu þeir vera komnir heim aftur fyrst í september. Nú voru þeir þegar búnir að vera meira en þrjá mánuði á hafinu og í allan þennan tíma ekki komið auga á land og ekki heldur séð neitt skip nema herskipið og Huntsman. Haf og himinn allt í kring og ekkert annað og undir fótunum en þilfarið, sem alltaf hreyfðist meira og minna. Ein vika líður og ekki kemur neitt skeyti frá "stórabróður ".En nokkrum dögum seinna nær lofskeytamaður Altmark dulmáls skeyti frá honum til Þýsku flotastjórninni. Í skeytinu stóð: "Er sem stendur í bardaga við þrjú ensk herskip!" Þegar Dau skipstjóri las skeytið varð hann mjög alvarlegur. Hann vissi að Langsdorff skipherra hafði skipun um að forðast sjóorrustu í lengstu lög, leggja ekki til orrustu nema óhjákvæmilegt væri.
Admiral Graf Spee fær olíu úr Altmark
Mynd af Netinu © óþekktur
Aftur á móti átti hann að sökkva eins mörgum kaupskipum og hægt var. Að hannháði nú bardaga við ensk herskip hlaut að þýða það að Englendingar sem voru lengi búnir að leita að skipinu hefðu nú loks fundið það og ætluðu sér að eyðileggja það. Eftir ósk skipstjórans hlustar loftskeytamaðurinn á Altmark stöðugt með mikilli eftirtekt, ef eitthváð þeirra skyldi koma fram. Svo heppnaðist honum að ná í annað skeyti. Þetta skeyti skýrði frá því að beitiskipið Exeter sé orðið mjög laskað og annað breskt herskip hafi einnig orðið fyrir miklu tjóni. Ekkert er sagt um hvernig umhorfs er í vasaorrustuskipinu. Dau skipstjóri íhugar nú hin nýju viðhorf sem skapast hafa. Þessi skeyti sem náðst hafa af tilviljun geta breytt miklu um ferðir Altmark. Líkur eru til að herskipið muni stefna á Lá Plata-fljótið og sigla annað hvort til Buenos Aires eða Montevideo. Líkur eru til að það hafi orðið fyrir einhverju tjóni og verði að Ieita viðgerðar. Samkvæmt alþjóðarétti er dvalartími herskipa þeirra þjóða sem í ófriði eiga, mjög takmarkaður í hlutlausum höfnum. Mun Admiral Graf Spee verða fær um að halda úr höfn í tíma? Munu ekki herskip óvinanna safnast saman og sitja fyrir Þjóðverjunum og ráðast síðan á þá þegar þeir koma út? Þetta eru spurningar sem Dau. skipstjóri glímir nú við án þess að fá neitt svar. Og ef gert væri ráð fyrir að Admiral Graf Spee yrði kyrrsett, mundu skapast hættulegar kringumstæður fyrir birgðaskipið. Þessir 27 skipstjórar og yfirmenn, sem teknir höfðu verið til fanga myndu þá fá frelsi sitt aftur og segja frá því að birgðaskipið Altmark hefðist við í Atlantshafinu. Herferð yrði þá haíin gegn skipinu til þess að leysa fangana úr haldi og hremma hið góða skip. Ennþá er þetta þó ekki komið svo langt, ennþá eru örlög hins þýska vasaoriustuskips ekki ákveðin. Dau skipstjóri, verður þess vegna að vera þolinmóður og bíða nMegur þangað til eitthvað nýtt heyrist. Altmark stýrði nú með fullri ferð i norðurátt. Mundi með þvi skapast betri aðstæður að komast út í Norður-Atlantshafið og heim, ef Graf Spee sæist ekki meir og ekki yrði heldur eins auðvelt að finna skipið. Svo rennur upp sá 17. desember 1939, þegar Admiral Graf Spee er sökkt. Þegar Langsdorff skipherra hefur gert sér ljóst, að hann geti ekki brotizt út úr Montevideohöfn, gegnum flota óvinaskipa, og þegar dvalarleyfið er að renna út, ákveður hann, eftir að skipshöfnin er komin í land, að skipinu skuli sökkt.
Hér er verið að dulbúa ALTMARK
Þetta sama kvöld er svo vasaorustuskipið gjörsamlega eyðilagt með sprengjum.Fregnin um hina sorglegu endalok hins þýska herskips flýgur nú um heim allan og skipverjar á Altmark heyra þetta í útvarpinu.Admiral Graf Spee er ekki lengur til. Altmark hefur nú lokið hlutverki sínu og verður að halda eitt síns liðs heimleiðis. Það, sem Dau skipstjóri óttaðist, er nú komið á daginn. Fangarnir, sem höfðu verið látnir lausir af Graf Spee hafa sagt frá birgðaskipinu og sambandi þess við hið þýska herskip. Skömmu seinna skýrir ensk útvarpsstöð frá útliti birgðaskipsins, gefur upp stærð þess, lit og áætlaða tölu fanga af sex skipum, og hvar það muni halda sig í augnablikinu. Hvað nú muni koma, veit skipshöfnin á Altmark upp á tíu fingur. Frá flotastöðvum sínum í borginni Freetown í Sierra Leone munu Englendingar með herskipum, tundurspillum og flugvélum sínum gjörsamlega "loka" Atlantshafinu, þar sem það er mjóst, milli Afríku og Suður-Ameríku. Sérhver tilraun til að komast inn í Norður-Atlantshaf án þess, að þeir verði varir við, mun þá verða ómöguleg.
Hér er verið að dulbúa ALTMARK
Þess vegna ákveður nú Dau skipstjóri að halda í suður og halda sig í sviðlægum svæðum Atlantshafsins, þar sem engan grunar, að Altmark sé, og þar sem ekki verður leitað að skipinu. En að finna eitt skip á öllu Atlantshafinu er erfitt og það þótt vel sé leitað Næsta dag hefst'um borð í Altmark einkennileg og áköf vinna. Allir þeir, sem ekki eru hlaðnir skyldustörfum taka sér nú pensil í hönd og fá sér málningardollu og byrja að mála skipið hátt og lágt, þótt erfitt sé úti í miðju hafi. Þegar sól géngur til viðar næsta kvöld á ekki hin gefna lýsing af Altmark við lengur. Skipið hefur nú fengið á sig annan blæ, og er nú orðið erfiðara að þekkja það við fyrstu sýn. Að loknu þessu verki fá allir sér hvíld og einn lítinn "snaps". sem allir þykjast hafa vel unnið fyrir.
26.06.2015 14:25
Samskip Hoffell
Hér heitir skipið PIONEER BAY
© Henk Jungerius
Skipið var smíðað hjá Yichang SY í Yichang Kína 2000 sem:AMISIA J. Fáninn var: þýskur Það mældist:4450.00 ts, 5541,00 dwt. Loa:100,40. m, brd 18,80. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum:2005 PIONEER BAY 2015 SAMSKIP HOFFELL Nafn sem það ber í dag undir fána Portugal
Hér heitir skipið PIONEER BAY
© Henk Jungerius
© Henk Jungerius
© Henk Jungerius
© Henk Jungerius
25.06.2015 23:30
Samskip Skaftafell
FRANKLIN STRAIT
© Will Wejster
FRANKLIN STRAIT
© Will Wejster
© Will Wejster
SAMSKIP SKAFTAFELL
25.06.2015 17:30
Sagan af Altmark 1
ALTMARK
© photoship
Það, sem önnur flotaveldi, er eiga margar fjarlægar nýlendur, hafa eignast fyrirhafnarlaust, hafði Þýzkaland orðið að afla sér með því að byggja fjölda birgðaskipa. Eitt af þessum stóru, hraðskreiðú birgðaskipum var Altmark og var það hlaðið öllum hugsanlegum hlutum, sem herskip þurftu með, sem héldu uppi. hernaði fjarri heimalandi sínu, og höfðu verið byggð sex slík skip, sem öll voru eins. Árið 1938 var Altmark, sem sagt tilbúið til að gegna skyldu sinni sem birgðaskip. Það hafði þá tekið þátt í æfingum þýzka flotans í Caribbean sea og með orustuskipunum "Gneisenau" og "Admiral Graf Spee" í Norður-Atlantshafi. Á milli þessara flotaæfinga hafði svo skipið siglt á mill Mið-Ameríku og Evrópu með olíu. sem alltaf varð dýrmætari og ómissanlegri fyrir hinn vaxandi þýska flota og einnig iðnað landsins, sem stöðugt jókst. En olíufarmur sá, sem Altmark nú var með, átti ekki eftir að renna inn í olíugeymslur Hamborgarhafnar, heldur samkvæmt skipun flotastjórnarinnar um borð i Admiral Graf Spee til að reka hinar átta stóru dieselvélar þess skips Fyrir þremur dögum, þann 3. September 1939, höfðu England og Frakkland sagt Þýzkalandi stríð á hendur og hinn þýzki bryndreki var nú staddur fjarri heimalandi sínu, einhvers staðar ekki langt frá Altmark. Frá Þýskalandi hafði Altmark farið þann 21. ágúst 1939. Það var Admiral Graf Spee, sem varðmennirnir á Altmark voru nú að gá að.og töldu sig hafa komið auga á út við sjóndeildarhring. Þeir höfðu mætt á þeim stað, sem ákveðinn hafði verið gegnum loftskeyti. Ennþá er þó ekki alveg hægt að átta sig á hvort hér sé um hið rétta skip að ræða. Það gæti kannske verið Englendirigur, sem af tilviljun væri þarna á sveimi. og Englendingana varð að forðast. f höndum Bretanna mátti Altmark ekki lenda, því þá stæði Admiral Graf Spee einn og yfirgefinn eftir." Hart á bakborða, báðar vélar fulla ferð áfram." Þannig hljóðar skipun Dau's skipstjóra á Altmark. Altmark snýr við. Á herskipinu hafa menn fyrir löngu þekkt birgðaskipið í hinum góðu sjónaukum sínum. Ljóskastarinn efst uppi í forsiglu herskipsins byrjaði nú að morsa G. S. "Gustav Sophie" er morsað yfir um.Þetta eru upphafsstafirnir á Graf Spee og einkennismerki herskipsins. Þá snýr Altmark aftur við og sendir einnig skeyti með Ijóskastaranum og nálgast nú hið þýzka herskip vopnað hinum ægilegu fallbyssum sínum. Þessu herskipi á Altmark að þjóna dyggilega framvegis.
Heinrich Dau skipstjóri á ALTMARK
Frívaktin kemur nú af forvitni upp á þilfar. Menn streyma á báðum skipunum út að borðstokknum, veifa húfum sínum glaðir og í góðu skapi og taka ljósmyndir, þetta mikilvæga augnablik má ekki gleymast, og myndirnar verða seinna meir að fylla heimilis albúmið. Brátt liggja skipin nærri hvort öðru, allt í kringum þau er úthafið, stórt og umfangsmikið, eri nú rólegt og vingjarnlegt og svo yst, sjóndeildarhringurinn, þar sem engin ský sjást. Dau skipstjóri lætur nú róa sér um borð í herskipið til þess að tala við Langsdorf skipherra um byrjunaratriðin í þeirri samvinnu, sem nú ar að hefjast, og milli skipanna fara nú orðið margir árábátar. Sjóliðarnir á herskipinu fara út í Altmark að gera innkaup, og koma með allskonar kassa og pinkla aftur. Sambandi með gúmmíslöngum er nú komið á milli skipanna og dælurnar dæla hinni dýrmætu olíu um borð í Admiral Graf Spee, svo að það óhindrað geti haldið áfram ferð sinni til Suður-Atlantshafsins. Skipun frá Berlín hefur nú komið um byrjun verslunarstríðs og Altmark heldur í kjölfar herskipsins. Það er stefnt í suður og siglt um hið víðáttumikla úthaf á nokkuð afskekktum slóðum Altmark hefur sterkar vélar svo að það getur fylgt á eftir herskipinu, og lagt í skyndi krók á leið sína, ef grunsamlegt skip skyldi sjást. Engan grunar, að þýskt orustuskip sé nú á leið til Suður-Atlantshafsins, reiðubúið að sökkva öllum kaupskipum óvinanna sem á leið þess verða. Það mun heldur enginn vita með vissu að svo sé fyrr en eftir að fyrsta skipinu hefur verið sökkt. Á hinu rétta augnabliki mun Langsdorf skipherra koma öllum að óvörúm og hann mun ekki eyða skotunum til óþarfa. Þegar farið var yfir miðjarðarlínuna var samþykkt að fella niður hina venjulegu skirn nýliða, sem er siður að viðhafa við slík tækifæri, til þess að seinka ekki á neinn hátt ferðum skipsins. Neptunus varð að loka augunum og lofa þeim að sleppa óskírðum yfir línuna. Það var í þetta sinn eins og verið væri að ögra gamla manninum, því það varð þrisvar sinnnni að fara yfir þessa línu. Á stjórnborða sáust 3 skip framundan svo að Admiral Graf Spee var neyddur til að taka á sig krók til austurs til að forðast skipin, og þá var línan skorin aftur, seinna var svo aftur haldið í suður og urðu bæði skipin þá enn einu sinni að sigla yfir hina ímynduðu línu, sem skiptir hnettinum í tvo jafna parta.
Orustuskipið ADMIRAL GRAF SPEE
Á þessum slóðum er eðlilega mjög heitt. Sólin skín lóðrétt niðnr á jörð og þilfarið varð svo heitt að mennirnir gátu varla gengið um það nöktum fótum. Menn eru kófsveittir, jafnvel þótt hreyfing sé lítil, og hver spjör er reitt utan af líkamanum. En varðmennirnir höfðu nóg að starfa. Þeir urðu stöðugt að rannsaka hinn skínandi bláa flöt hafsins út að ystu rönd sjóndeildarhringsins í leit. að skipum, í hinum brennandi geislum sólarinnar. Það var dálítil tilbreyting í að sjá flugfiskahópana, sem hröðuðu sér undan kinnungunum á Altmark og flugu 200 til 300 metra um í loftinu og stungu sér svo aftur niður í hafið. Við og við lenti einn af þessum íbúum hafsins á þilfarinu, og þaðan beint í eldhúsið, þar sem matsveinninnvar ekki lengi að búa góðan ,kvöldverð úr honum Annars gengur allt fyrir sig um borð eins og venjulega. Vaktin er á sínum stað,ýmist við vélarnar eða á þilfari, og frívaktin eyðir tímanum við hljóðfæraleik, lestur eða ýmiskonar rjátl, ef hún ekki sefur. Á langferðaskipum hefur hver sína uppáhaldsskemmtun. Næsta morgun tók þilfarsvaktin á Altinark eftir því, að flugvél hóf sig upp af rennibraut herskipsins og hvarf út í blámóðuna. Hún kom aftur eftir nokkuð langan tíma og kom með þá fregn, að bak við sjónarröndina væri skip. "Að öllum líkindum herskip," sögðu menn, en þó var ekki gott að segja um það, því regnskúr hafði skyggt á. Af varkárni heldur nú Admiral Graf Spee í stóran boga og Altmark á eftir og bæði skipin halda áfram ferð sinni.
Hans Wilhelm Langsdorff (1894 - 1939) skipherra á Admiral Graf Spee
Næstu tvo daga ber ekkert við. En á þriðja morgni fékk Altmark skeyti um, að nú skyldi fylla olíugeymslur herskipsins. Þá var komið að skilnaðarstund þessara skipa. Og eftir að hafa ákveðið að hittast á vissum stað seinna, heldur nú Admiral Graf Spee á brott frá vinaskipi sínu og stefnir á austurströnd Suður-Ameríku, þar sem á að herja á kaupför óvinanna. Kveðjuskeytið frá Altmark hljóðar svo: ,,Góða ferð og góðan árangur," og svo hverfur brátt hinn þýski bryndreki sjónum. Altmark er nú aftur orðið eitt. Ekki er það þó alveg eins varnarlaust og áður. Tvær 2 cm - Fla - MG - byssur hefur það fengið frá herskipinu um borð, til varnar flugvélum, og er önnur byssan á framþilfarinu en hin á afturþilfari. Hvort hægt er að skjóta niður með þeim árásarflugvélar úr mikilli hæð er ekki gott að segja. Það verður seinna að koma í ljós. Að minnsta kosti þurfa menn þó ekki að horfa aðgerðarlausir á, ef árás yrði gerð á skipið. Ráðist á óvinina getur þó Altmark ekki, þessar 2 ,,sprautur", eins og skipshöfnin kallar byssurnar í spaugi, eru alltof lítilfjörlegar til þess. Önnur vopn eru ekki á Altmark. Hlutverk skipsins er líka að byrgja önnur skip upp en ekki það að berjast. Skipið notar því ekki herfánann, heldur venjidegan siglingafána Þýskalands Skipshöfninni um borð í Altmark finnst nú liðinn óratími frá því augnabliki að skilið var við Admiral Graf Spee og þó voru það ekki nema þrír dagar En allt í einu kom loftskeyti. Brezka flutningaskipinu "Clement", 5051 brúttó lestir, hafði verið sökkt. Það var á leiðinni frá New York til Höfðaborgar með olíu. Þegar þetta spurðist urðu menn glaðir Um borð í Altmark. Nú var hernaðurinn Á sjónum hafinn, og einn maður í brúnni sagði, að nú væri að byrja að "færast líf í tuskurnar." En það er ein ástæðafyrir því enn að menn verða líflegri um borð í Altmark. Galgopi nokkur meðal skipshafnarinnar hefur útbreitt þá fregn, að um borð í "Clement haf'i verið flokkur amerískra dansmeyja, sem herskipið hafi tekið um borð, og við næsta fund skipanna, verði þeim svo skipað um borð í Altmark. Sumir hlæja að þessu og trúa því ekki, en aðrir aftur á móttaka þetta trúanlegt og tala í alvöru hvernig hafa skuli ofan af fyrir hinum ungu meyjum meðan þær dvelja um borð.
Þeir bjuggust við dansmeyjum
Einnig meðal yfirmanna skipsins er þessi ameríski meyjaflokkur aðalumræðuefnið meðan verið er að borða, og einnig, hver eigi að taka á móti stúlkunum. Álitið er, að skipslæknirinn, sökum embættis síns, komi þar helst til greina. Hann segist hlakka til þess, eða að minnsta kosti lætur hann svo. Þessar umræður hafa einnig. gott í för með sér. Stjórnendur skipsins verða í alvöru að búa sig undir að taka' á móti gestum í lengri tíma, hvort sem þeir verða nú karkyns eða kvenkyns og hvaða hörundslit, sem þeir kunna að hafa. Þetta fólk verður að hugsa vel um. Um farþegaklefa um borð er ekki að ræða, aðeins lítil lestarúm, auk hinna stóru tanka, og þessi geymslurúm verða svo innréttuð eftir hendinni þegar þau tæmast, sem íbúð fyrir hina komandi fanga. Næstu daga skeður svo ekkert. Skeyti um eyðileggingu fleiri skipa koma ekki. Um borð í Altmark vita menn yfirhöfuð ekkert um vasaorustuskipið og verða að taka því með þolinmæði og halda sterkan vörð sem áður. En svo dag einn verða menn alveg undrandi. Allt í einu sést til ferða Graf Spee út við sjónarrönd, ekki úr vestri, þar sem skipið hvarf síðast, heldur þaðan, sem Afríkuströnd liggur langt bak við sjóndeildarhringinn, þaðan sem enginn bjóst við að það kæmi. Það stefnir beint á Altmark og á merkjaránni blakta 4 fánar, sem menn þóttust vita vera merkjaflögg en við nánari athugun sáu menn, að hér var um að ræða nöfn þeirra 4 skipa, sem herskipið hafði sökkt fram að þessu. Fyrir utan Clement voru það "Newton Beach" (4661 hr.t.) með maisfarm, "Ashley" (4229 br.t.) með sykurfarm og svo "Huntsman" (8300 br.t.) stórt flutningaskip hlaðið ýmiskonar vörum, málmgrjóti, teppum, tei og mörgu öðru og var það á leiðinni frá Kalkutta til London.
ALTMARK fékk tvær 2 cm - Fla - MG - byssur frá ADMIRAL GRAF SPEE
Þrjú fyrstu skipin höfðu verið skotin í kaf, en varðmenn höfðu verið látnir um borð í "Huntsman" og var það nú einnig á Ieiðinni til móts við Altmark. Þegar Altmark hafði stöðvað vélarnar og lá orðið kyrrt ekki langt frá herskipinu, lét Dau skipstjóri róa sér um borð í það og var vel tekið á móti honum af skipherranum og honum boðinn góður vindill. "Við komum hér með ríkulegt herfang. herra skipstjóri," sagði Langsdorff skipherra. "Úr fyrstu þremur skipunum gátum við ekkert tekið með, en "Huntsman" er hlaðinn ýmiskonar gæðavörum. Eg ætla að reyna að senda eitthvað af þeim heim." "Hafið þér einnig tekið fanga?" spyr Dau skipstjóri. "Auðvitað en engan af Clement nema skipstjórann. Skipshöfnin fór í bátana og réri yfir til strandarinnar, því að við lágum rétt út af Pernambuco." Þá kímir Dau skipstjóri. Skipshöfnin á Altmark beið auðvitað í röðum út við borðstokkinn, í mjög miklum taugaæsingi, eftir því að sjá dansmeyjarnar, og mundi hún nú verða fyrir miklum vonbrigðum, því það voru engar fegurðardísir, sem komu um borð, og þótt að vísu margir hinna herteknu manna væru klæddir ekki ólíkt því, sem dansmeyjar eru stundum, í mjög mislit og sundurleit sjöl þá voru þeir gjörsneyddir öllu kvenlegu aðdráttarafli. Þennan dag bættist ekkert fólk við um borð í Altmark. En daginn eftir, þann 17. október, kom "Huntsman" snemma um morguninn og lagðist nærri Altmark. Allir þeir, sem ekki eru á vakt koma nú að taka á móti gestunum. Ekki færri en 48 myndavélum er nú stefnt að gestunum, tilbúnar að taka myndir. Menn vilja gjarnan, þegar heim er komið sanna frásagnirnar með myndum. Fyrsti báturinn var nú dreginn að Altmark. Hann var fullur af fólki, sem ekki var gott að greina, því það húkti niðri í bátnum. Þó sá skipshöfnin á Altmark brátt, að hér var ekki að" ræða um amerískar dansmeyjar, heldur indverska sjómenn og kyndara, 67 að tölu. Þeir stigu nú um borð í Altmark og viku brátt feimnislega til hliðar og létu ækki á sér bera. I hinum mislitu skikkjum sínum, sem eru fallegar, og með kurteislegri framkomu vekja þessir menn þó á sér athygli, þótt þeir ekki beinlínis veki hrifningu þeirra, sem hafa búizt við einhverju meiru.
CLEMENT
© photoship
NEWTON BEACH
© photoship
ASHLEY
© photoship
HUNTSMAN
© photoship
Frh
23.06.2015 01:06
LUSITANIA.
LUSITANIA.
LUSITANIA. að koma til New York
© photoship
Mildur, þokudrungaður morgun hins 7. maí 1915 rann upp yfir Írland. Frá Waterford við St. George's sundið við mynni írska hafsins og allar götur að hinum einstæða Fastnet kletti við suðvestur odda Írlands hvíldi ljósgrá þokuslæða yfir haffletinum. Við suðurströnd írlands voru flestir fiskibátarnir bundnir við bryggjur. Mávar með breiðum, svartbryddum vængjum görguðu, er þeir svifu út úr þokunni og stungu sér í sjóinn í leit að síldarseiði.
U-20 ásamt fleiri kafbátum í Kíel 1914
Mynd af Netinu © óþekktur
Walther Schwieger, kafbátaforingi (7 April 1885 - 5 September 1917)
Þetta var fyrsta ferð hans sem yfirmanns á kafbáti í stríði, sem hafði staðið tæplega eitt ár. U-20 leysti U-24 og U-32 af hólmi. Nú voru þeir einhvers staðar við strendur Stóra-Bretlands að brjóta sér leið inn í Norðursjóinn og heim. Lífíð var kyrrlátt og sérstaklega unaðslegtt
En svo var það, að skömmu fyrir klukkan tvö eftir klukku Schwiegers, kom hann auga á nokkuð í kíkinum sínum depil, sem skýrðist hratt, og kom að vestan Hann leit á þetta aftur og skrifaði í leiðarbók sína:
"Beint Iramundan birtast fjórir reykháfar og tvær siglur á gufuskipi með stefnu þvert á okkur. (Það stefndi frá SSV og hélt í átt til Calley Head). Skipið virðist vera stórt farþegaskip
William Thomas Turner,skipstjóri á LUSITANIA (October 23, 1856 - June 23, 1933)
© photoship
Fjörkippur fór um allan kafbátinn, er skipunin hljómaði og stuggaði heldur óvænt við áhöfninni: "Tilbúnir að kafa."Og Schwieger, skrifar í dagbókina 1430. Kafaði á 11 metra dýpi og fór með fullri ferð í stefnu á gufuskipið, i von um, að það breytti stefhu til stjórnborða við irsku ströndina. Ennþá vissi Walther Schwieger þó ekki, að því er hann skrifar, "hvert" þetta stóra skip var. En þótt foringinn á kafbátnum U-20 hafi ekki vitað, hvaða 32 þúsund lesta skip þetta var, hafði hann þó sitt hvað fram yfir William Thomas Turner, skipherra á "línuskipinu"LUSITANIA Því að hvorki þessi gamli Gunnard skipstjóri, sem var sjálfur þrautreyndur "sægarpur," né nokkrir aðrir um borð, vissu, að fylgst var með ferðum þeirra.
Skipið og staðurinn þar sem atburðurinn átti sér stað
Meðan Schwieger nálgaðist þetta 230 m skotmark, ákvað Turner, skipherra, að breyta stefnu um fjögur strik á Old Head of Kinsale, sem nú bar ógreinilega yfir bakborðsbóg. Þetta var örugg leið til að gera nákvæma staðarákvörðun, og það tók allt að heilli klukkustund Turner, skipherra, gaf skipun um nýja, stöðuga stefnu, og breytti hann lítilsháttar frá þeirri stefnu, sem áður var, í 87 gráður, eða næstum í háaustur. Hann hélt áfram með sama hraða, 18 hnútum, en það er talsvert minni hraði en hægt var að beita, hámarkshraðinn rúmlega 25 hnútar, og sá hraði gerði Lusitaniu einu sinni að "Drottningu Atlantshafsins."
Þessi skrúfuútbúnaður gerði Lusitaniu einu sinni að "Drottningu Atlantshafsins."
© photoship
nálguðust hvort annað, var meginþorri hinna 1257 farþega að enda við máltíð eða að ganga sér til hressingar á skemmtiþilförum skipsins. Sumir horfðu á ljósgræna Írlandsströnd, sem var nú svo nærri, að greina mátti húsin. Aðrir voru að láta föggur sínar niður, því að skipið átti að vera komið í höfn í Liverpool næsta morgun
Lusitania
© photoship
Málverk af atburðinum
Tilfinningar eða jafnvel eftirþankar fengu ekkert rúm í stríðsátökum hans eigin lands eða óvinanna. Rödd tundurskeyta skyttunnar barst í talpípunni með málmkenndum hljóm. "Tundurskeyti tilbúin til að skjóta."Foringinn svaraði: "Við erum í færi." Og kl 1412 GMT þ 7 maí 1915 var svo því tundurskeyti sem sennilega var eitt af því sögulegasta í styrjaldasögunni skotið frá kafbátnum U-20 Alls fórust 1.198 með Lusitaniu. Þar af voru 128 Bandaríkjamenn. Og þar af voru líka 63 börn.Reiði Bandaríkja- manna var gífurleg. Bandaríski sendiherrann í Berlín gekk á fund Vilhjálms II keisara og kvartaði svo sáran að Vilhjálmur fokreiddist og hafði sjaldan upplifað jafn eindregnir skammir.
Hér teikning af hinu sama
Og Þjóðverjar máttu vita að nánast það eina sem gæti fengið Bandaríkjamenn til að hella sér í stríðið væri ef þeim blöskraði framferði þýsku kafbátamannanna.Þjóðverjar báðust aldrei afsökunar á árásinni á Luistaniu. Það var sama hvað Bandaríkjamenn eða Bretar hömuðust á þeim fyrir að þessa grimmdarlegu árás á varnar- og vopnlaust farþegaskip Þeir héldu því alltaf fram að Lusitania hafi verið í flutningum með gríðarlegt magn af sprengiefni frá bandarískum hergagna verksmiðjum til breska hersins. Bretar þvertóku fyrir þetta, og héldu áfram að hamra á Lusitaniu í áróðursstríðinu gegn Þjóðverjum. Og örlög Lusitaniu vógu enn þungt tveim árum seinna, þegar Bandaríkjamenn afréðu loks að ganga til liðs við Breta og Frakka í styrjöldinni - gegn Þjóðverjum Það einkennilega við þetta alltsaman
Videoklipp af atburðinum
Það urðu endalok U-20 að hann strandaði við strendur Danmörk 1916. Og eyðilagðist eftir að tundurskeyti var sprengt framm í honum eftir strandið
Walter Schwieger foringi á U-20. lifði stríðið ekki af, því í september 1917 var hann á flótta á nýjum kafbáti sínum U-88 undan bresku herskipi í Norðursjó og sigldi þá á tundurdufl. Báturinn hans fórst með manni og mús.Afdrif Turners skipstjóra urðu þau að margskonar sakir voru á hann bornar eftir slysið Og mun m.a.s Churchill hafa beitt sér í þeim málum Turner í vil En margar ásakanir munu hafa fylgt Turner þau ár sem hann átti eftir ólifað En hann dró sig algerlega í hlé og lifði í hálfgerðri einangrun eftir það En þó haustið 1916 ári eftir að Lusitania, var sökkt fór hann sem afleysingaskipstjóri á Ivernia eitt af skipum Cunard Line
Skip Turners skipstjóra IVERNIA
© photos
Turner dó úr krabbameini 1933
22.06.2015 15:28
Árfell ex Jan
Hér sem JAN
Skipið var byggt hjá Sietas í Neuenfelde Þýskalandi 1976 sem: JAN Fáninn var: þýskur Það mældist: 1599.0 ts, 3850.0 dwt. Loa: 93.50. m, brd 14.50. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1987 ÁRFELL - 1990 JAN - 1991 BELL SWIFT - 1997 SWIFT - 2002 LINE Nafn sem það bar síðast undir NIS fána En skipið var rifið 2011 Danmörk
Hér sem JAN
© PWR
© Paul Morgan (simonwp)
Hér sem SWIFT
© PWR
© PWR
Hér sem LINE
© Tomas Østberg- Jacobsen
© Tomas Østberg- Jacobsen
21.06.2015 17:22
Ísberg III
Hér heitir skipið FJORD
@ Jim Pottinger
Skipið var byggt hjá Myklebust Gursken í Noregi. Sem FJORD.1976.Það mælist 499.ts 1200.dwt.Loa:69.60 m 14.50. m OK skipafélag (Bjössi Haralds og fl) Hafnarfirði kaupa skipið 1986 og skíra ÍSBERG.Eimskip kaupa það svo 1990 og skíra STUÐLAFOSS.Það er svo selt 1992 og fær nafnið ICE BIRD síðan nöfnin: 1995 SFINX 1997 FJORD og 2002 BALTIC FJORD. Þann 04-07-2006 þegar skipið var í drydock í Tallinn braust út mikill eldur út í því og var það rifið í Tallinn upp úr því
Hér með nafnið FJORD

Hér er skipið komið með nafnið ISBERG
© Paul Morgan (simonwp)
© Peter William Robinson
© Peter William Robinson
Hér heitir það SFINX
© Frits Olinga-Defzijl
21.06.2015 13:47
Helgafell II
Skipið bar fyrst nafnið MERCANDIAN SHIPPER
Skipið var byggt hjá Frederikshavns Værft í Frederikshavn 1975 sem MERCANDIAN SHIPPER Fáninn var danskur Það mældist: 1599.0 ts, 2999.0 dwt. Loa: 78.50. m, brd: 13.10. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum:1979 HELGAFELL - 1984 SPERANZA - 1990 EUROPE 92 Nafn sem það bar síðast undir Ítölskum fána En þetta segja þau gögn sem ég hef um skipið Laid-Up (since 01-09-1998)
MERCANDIAN SHIPPER
© PWR
Hér sem Helgafell II

© Phil English Shippotting
En ég verð að segja frá því að á föstudag var ég boðinn í saltkjöt og baunir "að hætti hússins" um borð í núverandi HELGAFELL. Þau klikka ekki matarboðin hjá meistara kokknum Val Haukssyni. Ég verð að játa að ég var með myndavélina meðferðis. til að mynda veisluföngin.En ég féll svo kyrfilega fyrir þeim að ég steingleymdi vélinni. Því er hér notast við eldri myndir
Meistarakokkurinn Valur
Og þessi öðlingur sem er þarna til hægri í mynd var skipstjóri þessa ferð Sigþór H Guðnason. Þarna er ég að þakka fyrir meginlandsferðina í fyrra. En Sigþór er fjórði
ættliðurinn sem eru skipstjórnarmenn. Guðni Jóhannsson langafi hans
byrjaði sem slíkur 1926 einmitt hér í Eyjum.Var að mig minnir meðeigandi
í m/b Heimir og með hann 1937-1946 Ég er farinn að halda að þeir HELGAFELLS-menn með Val í fararbroddi ætli að halda þyngdarstuðlinum á vissum manni i horfinu.
19.06.2015 20:52
Það skeði bara
17.06.2015 22:05
OCEAN TRADER
OCEAN TRADER
Skipið var smíðað hjá Jeffersonville Boat and Machinery Co. í Jeffersonville, IN.USA 1945 sem: YO-228 Fáninn var: USA Það mældist: 440.0 ts, 1390.00 dwt. Loa: 53,94. m, brd 10,23. m Skipið er strikað út af Naval Register, 27 Mars 1992 eftir að hafa legið í Inactive Ship Maintenance Facility, Philadelphia, PA um tíma 2005 er það selt og fær nafnið OCEAN TRADER Nafn sem það ber í dag undir fána Guyana
OCEAN TRADER
© Gerolf Drebes
© plongeur80
© plongeur80
© Gerolf Drebes
Hér sem YO228
Þyrill
Mynd úr safni Guðlaugs Gíslasona
© Bjarni Halldórsson
YOG 32 Hér utan á b/v Jóni Þorlákssyni við Faxagarð
© US Navi
17.06.2015 21:00
Hvalvík
Hér sem SAMBA
© T.Diedrich
Skipið var byggt hjá Neptun VEB í Rostock Þáverandi A- Þýskalandi 1970 sem Samba Fáninn var þýskur Það mældist: 3054.0 ts, 4410.0 dwt. Loa: 102.90. m, brd: 14.60. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum 1972 MAMBO - 1975 HVALVIK - 1988 HVALNES - 1993 LINZ - 2005 CAPT.IVAN - 2010 LIAN J. Nafn sem það bar í lokin undir fána SAINT KITTS & NEVIS En skipið var rifið í Aliaga Tyrklandi í maí 2010
Hér sem MAMBO
© T.Diedrich
© T.Diedrich
Hér sem HVALVÍK
© Paul Morgan (simonwp)
Hér sem HVALNES
Hér sem LINZ
© Ilhan Kermen
© Charlie Hill frá Swinefleet/Peter William Robinson
© Gerolf Drebes
Hér sem CAPT IVAN
© Ilhan Kermen
© Mahmoud shd
17.06.2015 18:52
Svartfoss
Svartfoss heitir hann þessi. Mun vera í eigu Eimskip en siglir aðallega niður í Evrópu
© Wim.Vrolijk
SVARTFOSS
© Wim.Vrolijk
© Wim.Vrolijk
© Wim.Vrolijk
16.06.2015 22:35
Hvaða skip ??
AFRICA B
© Antonio Alcaraz Arbelo
AFRICA B
© Antonio Alcaraz Arbelo
© Antonio Alcaraz Arbelo
© Antonio Alcaraz Arbelo
16.06.2015 16:03
Fyrir 100 árum
Smá inngangur.
Við spjöllum stundum saman í síma minn góði vinur Ólafur Ragnarsson auk þess að hafa samskipti á skipasíðunni sem hann hefur haldið úti af mikilli elju. Óli vinur minn ætlaði að loka síðunni en var í aðra röndina hálf ósáttur við það þó farin sé nokkuð að mæðast. Ég stakk uppá því við hann að hann gæti sem best breytt síðunni, ekki væri nauðsynlegt að fær inn efni daglega og gjarnan mætti taka fyrir ákveðna þætti og ákveðin skip eða einstakar ferðir þeirra. Fyrir nokkrum vikum voru því gerð goð skil að 100 ár voru liðin frá komu Gullfoss fyrsta skips Eimskipafálags Íslands og barst í tal milli okkar að um þessar mundir væru 100 ár frá því að skip nr. 2 Goðafoss lagði upp í sína ferð og væri vert að minnast þess.
Undirritaður hefur í gegnum árin haft mikinn áhuga á skipum og siglingumum og á undanförnum árum reynt taka saman siglingasögu Goðafoss þess fyrsta með því nafni sem ekki var löng því skipið strandaði við Straumnes austanvert í Aðalvík aðfaranótt 30 nóvember árið 1916. Þó tíminn sé ekki langur sem Goðafoss var í siglingum er margt áhugavert og frásagnarvert frá þeim tíma og vonandi tekst mér að koma einhverju frá mér af því efni. Það varð að ráði okkar Óla Ragg að ég sendi honum efni um fyrstu ferð skipsins og geri ég það hér með og hann kemur þessu í þann búning sem hann telur bestan.
====================
Þann 19. júní 2015 eru liðin 100 ár frá því að Goðafoss annað skip Eimskipafélags Íslands lagði upp í sína fyrstu ferð frá Kaupmannahöfn til Íslands. 19. júní 1915 bar uppá laugardag og skipið lagði af stað kl. 10:30 og eftir nokkrar prufuferðir á Eyrarsundi þar sem m.a. hraði skipsins með farmi var kannaður var lagt af stað til Íslands með viðkomu í Leith. Mánudag 14. júní 1915 er fyrst fært í leiðarbók skipsins hún stimpluð og löggild í SÖ og Handelsretter í Kjöbenhavn Justitscontoret og gjald fyrir þá þjónustu var 2 kr.Þann sama dag er fyrst fært í bókina og er sú færsla eftirfarandi:
Mánudagur 14. Júní 1915 Kl. 06:00 árdegis byrjaði starfa. Fermdi allan daginn í öllum 3 farmrúmum með starfsmönnum frá landi, vindumenn hásetar.Skipið ristir farmlaust með öllum seglfestukössum og stafnkössum fullum af sjó ásamt 14 1/2 smálestum af kolum og 14 smálestum neysluvatn 7´9" að framan og 13´7" að aftan ennfremur lá skipið kjölrétt.
GOÐAFOSS I
© photoship
Hinir lögbundnu skoðunarmenn skoðuðu björgunarbáta ásamt öllum áhöldum til mannbjargar og slökkvitækjum og fundu allt í fullkomnu ástandandi eftir því sem lögin ákveða. Veður bjart hægur vestan kaldi loftv. 768mm Stikaði í öllum botnræsum og dældi þurrt." Vökumaður settur frá Flyðedokken
Miðvikudaginn 16. júní er lögskrá á skipið í fyrsta sinn og í eftirfarandi stöður samkvæmt leiðarbókinni:
2 Stýrimenn , 1 Bátsmaður , 4 Hásetar fullvanir , 1 Háseti léttvaninn, 3 vélstjórar , 1 Dunke-mand , 3 Kyndarar , 1 Bryti ,1 Matsveinn, 2 Þjónar , 2 Vikadrengir , 2 Þernur (eða meyjar).Fyrsta dagbókarfærslan á GOÐAFOSSI I
© Heiðar Kristinsson
GOÐAFOSS I
© photoship
Goðafoss var annað skipið sem Eimskipafélagið lét smíða ( Norðurlandsskipið) og var því ætlað að sigla á austur og norðurströnd Íslands frá Djúpavogi til Norðurfjarðar á Ströndum þar sem snúið skildi við og sigld sama leið til baka. Í fyrstu ferð sinni fór Goðafoss þessa leið og ásamt Ísafirði, Reykjavík þar sem snúið var við og í bakaleið komið í Stykkishólm og Flatey. Nokkru síðar var áætluninni svo breitt og sigldi skipið þá áfram frá Norðurfirði og allt til Reykjavíkur þar sem snúið var við og haldið til baka austur um og út oftast frá Fáskrúðsfirði. Eftir að hafa í þessari fyrstu ferð lestað viðbótarfarm í Leith var haldið til Íslands og gekk sú verð vel og áfallalaust og er held ég eina ferð skipsins á ferli þess þar sem herskip eða skip á vegum hernaðaryfirvalda höfðu ekki afskipti af því en heimstyrjöldin fyrri 1914 - 1918 stóð þá sem hæðst.
Opna úr dagbók GOÐAFOSS I
© Heiðar Kristinsson
Komið til Íslands: Fyrstu athuganir skipsins við Ísland eru mánudag 28 júní þá er fært í leiðarbókina Kl.11:40 Hvalbakur í NØ fjarl. 1,5 sjómílurHádegisathugun (miðdegisathugun) er Streitishorn í mv. N. t V. ¼ V fjarlægð 12 sjómílur.
Frá miðdegi stýrt með landþekkingu inn Berufjörð.Kl. 14:00 kasta bb akkeri 45 faðmar keðja við Djúpavog.
Skiluðum og móttókum póst. Affermdi ca. 21 smálest vörum. Fermdum nokkur stykki hafnarvörur[2] ásamt nokkrum farþegum Kl. 8:15 e.h. (20:15) léttum akkeri siglt til Fáskrúðsfjarðar eftir þekkingu af landi .
Kl. 12:00 miðnætti komið á Fáskrúðsfjörð bundið við innstu bryggjuna. Skiluðum pósti affermdum vörur h.u.b. 5 smál. Logn þykkt loft. Skipið hélt svo næsta dag 29. Júní frá Fáskrúðsfirði til Reyðarfjarðar og áfram norður og vestur um til Reykjavíkur þar sem snúið var við og haldin sama leið til baka og út frá Fáskrúðsfirði. Goðafoss hafði þá komið á 26 hafnir og haft 41 viðkomu þ.e. komið á margar hafnirnar í báðum leiðum. Ferðin frá því að komið var á Djúpavog þar til farið var frá Fáskrúðsfirði tók 28 dag Það má ljóst vera að vinnutíminn hefur verið bæði langur og strangur unnið við skipið strax og komið er í höfn hvort heldur er að nóttu eða degi.Siglingin verið erfið mikill ís við Norðurland og Húnaflóa og veður misjöfn þó svo að komið sé fram í júlímánuð
Dagbókaropna
© Heiðar Kristinsson
Leiðrétting: Í bókum sem gefnar hafa verið út á tímamótum Eimskipafélagsins þ.e. Eimskipafélag Íslands 30 ára eftir Guðna Jónsson, Eimskip
frá upphafi til nútíma 1998 og Eimskipafélag Íslands í 100 ár eftir
Guðmund Magnússon er ranglega sagt að skipið hafi komið í fyrsta sinn i
höfn á Íslandi 29. júní 1915 og höfnin hafi verið Reyðarfjörður Í
skipasögu Eimskipafélags Íslands eftir Hilmar Snorrason sem kom út
aukin og endurbætt á 100 ára afmælinu er sagt að strand Goðafoss hafi
verið 3. Nóvember 1016 sem er ekki rétt skipið strandaði aðfaranótt 30.
nóvember 1916