27.05.2015 16:27
Lokadagurinn
HELGAFELL
Smíðað fyrir SÍS (Ríkissjóður Ísl, talin
eigandi í sumum gögnum, Gæti verið út af ríkisábyrgð á lánum.Ekki veit
ég,) 1954 í Oskarshamns Varv. Oskarshamn Svíþjóð.2194 ts 3250 dwt.
Loa;88.2 Brd 12.4.SÍS selur skipið 1979 og fær það nafnið Susan.
Skráður kaupandi Mouhahal Sg Co 1982 er skipið selt og fær nafnið
Laurence( í sumum gögnum Lawrence) Skráður kaupandi Navimpex. 31-03-1982
brennur skipið í Constanta.Það er svo rifið í Indlandi í nóv, 1988
26.05.2015 16:09
Davíð og Mette
"Miklar breytingar hafa átt sér stað varðandi stærðir gámaskipa frá því að Ideal X gamall T2 tankari frá heimstyrjaldarárunum var breytt 1956 til að geta flutt gáma á þilfari og gat tekið 58 gáma á þilfar. Frá þeim tíma hafa gámaskipin stækkað mikið og fyrir skömmu var tveimur skipum sem A.P.Möller lét smíða í Yangshan í S. Kóreu gefið nafn Þau fengu nöfnin Margrethe Mærsk og Mette Mærsk.
Bæði skipin eru nú farin frá Yangshan í sína fyrstu ferð til hafna í Kína þar sem lestun hefst. Mette Mærsk er engin smásmíði GT 194849, Net 79120, DWT 196000, lengdin 399, 2 / 376,21 m, breiddin 59 m , dýptin 30,3 m og djúpristan 16 m Gámafjöldin gefin upp 18.270 sem er með því mesta sem gerist í dag. Það verður þó ekki lengi ef marka má frétt á netmiðli þar sem segir Maersk Line is in early talks with Asian shipbuilders for an order of up to 10 container ships that would have capacities of up to 20,000 20-foot-equivalent units. Ekki er nú víst að þau skip verði mikið stærri mælingalega séð, eitt lag til viðbótar í hæð og smá aukning á breidd gerir sjálfsagt langleiðina í þann teus fjölda. Það þarf jú að hugsa fyrir fleiru en að sigla þessu yfir hafið það þarf að koma þessu inn á oft þröngar hafnir og skipaskurði þar sem plássið er oft í það knappasta að ekki sé nú talað um þegar vindfangið bætist við ef eitthvað hreifir vind."
Gamli T2 tankarinn Ideal I sem segja má að sé fyrsta gámaskipið gat flutt 58 gáma.Sem Heiðar talar um Svo sendi hann mér myndir "ættaðar"frá Davíð Guðmunds skipstjóra á METTE MÆRSK Og eru þær hér með skýringum
Skipstjórarnir á Mette Mærsk og Margrethe Mærsk Skipstjórarnir á Mette Mærsk Tom Olsen og Davíð Ágúst til hægri
Skrifstofa skipstjóra sennilega orðið uppfullt af möppum og skipsgögnum nú.
Vélaraflið 2x 29680 kW gefur siglingahraðan rúmar 22 sjóm. / klst
Skipstjórinn og stýrimaður í brúnni
Davíð við stjórnpúltið í miðri brúnni
Stjórnpúltið í miðri brúnni
Legufærin ekki neinir smá drekar 32 tonn hvort akkeri með tilheyrandi keðjum.
Ærið tilefni til að skála fyrir nýju skipi. Einhver tíma hefði nú tilefnið verið minna og drykkurinn magnaðri.
Tekin bunkers í fyrstu ferð. Pláss er fyrir HFO 13.845 m3 og MDO 970 m3 það slagar langleiðina uppí einn farm á Hamrafelli sem stundum hefur verið rætt um hér á síðunni.Ég þakka þeim félögum Heiðari og Davíð kærlega fyrir pistilinn og myndirnar
24.05.2015 19:37
OCEAAN
OCEAAN
© Rick Cox
Skipið var smíðað hjá Van Diepen í
Waterhuizen Hollandi 1955 sem: OCEAAN Fáninn var: hollenskur Það
mældist: 498.00 ts, 1050.00 dwt. Loa: 68.90. m, brd 10.20. m Skipið gekk
aðeins undir tveimur nöfnum: en 1969 fékk það nafnið MARIA TERESA Nafn
sem það bar síðast undir ítölskum fána En það strandaði nálægt Napóli
20.12.1979 Og var rifið upp úr því
OCEAAN
© T.Diedrich
24.05.2015 15:46
Lagarfoss VI
LAGARFOSS VI

© Jói Listo
Skipið var smíðað hjá Miho í Shimizu Japan 1995 sem SHANSI Fáninn var Líbería Það mældist: 7869.0 ts, 10740.0 dwt. Loa: 129.80. m, brd: 22.10. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum 1998 SEA EXPLORER II - 1999 APL ROSE -2001 APL BELEM - 2004 FLORENCE - 2004 LAGARFOSS - 2005 FLORENCE 2012 DAMAI SEJAHTERA II Nafn sem það ber í dag undir fána Indónesiu

© Jói Listó
© Pilot Frans
© Pilot Frans
© Marcel & Ruud Coster
© Marcel & Ruud Coster
24.05.2015 13:13
Múlafoss II
Hér sem Thor Amalie
@Humbertug
Skipið var smíðað hjá Sietas Shipyard Neuenfelde, Þýskalandi 1984 sem Calypso Fáninn var þýskur. Það mældist: 3120.0 ts 4145,0 dwt. Loa: 88.60 m brd:15,90 m.Skipið gekk undir þessum nöfnum:1985 Band Aid Hope 1986 Calypso 1992 Helga Og 1993 Múlafoss 1997 Helga 1998 Thor Amalie 2004 Amalie 2006 Maritime Bay 2007 Thor Amalie 2008 Calypso III 2010 TIGER I nafn sem skipið bar síðast undur fána Georgíu (heimahöfn Batumi sem margir gamlir sjóarar kannast við) En skipið dró akkerið og rak á land við Tartous,Sýrlandi þ 12.12.2010 Og verð þar til
Hér sem CALYPSO III
© Angel Godar
© Angel Godar
© Angel Godar
© Angel Godar
© Dick Smith (dicamus) Shipsnostalgia

© Mahmoud shd
23.05.2015 17:59
Mánafoss IV
Hér heitir skipið Mirabelle
© Frode Adolfsen
MIRABELLE
© Tomas Østberg- Jacobsen
© Tomas Østberg- Jacobsen
© Tomas Østberg- Jacobsen
Ekki
er hægt að segja að gæfan hafi fylgd þessu skipi eftir Íslandsveruna.
En 3 mars 2055 varð það hroðalega slys að skipið sem þá hét KAREN
DANIELSEN sigldi á fullri ferð undir brúna á Stórabelti á röngum
stað Stýrishúsið flettist af skipinu og stýrimaðurinn á vakt fórst. Hann
mun hafa látið "Bakkus" stýra fyrir sig og það er ekki til
framdráttar.Það veit ég
KAREN
DANIELSEN eftir slysið 2005
© Dixon Shipspotting
© Dixon Shipspotting
Brúin yfir Stórabelti
Myndin er fengin af netinu © ókunnur
Hér heitir skipið LADY
MARIA
© Will Wejster
22.05.2015 20:55
Álafoss II
Hér er skip sem á sínum tíma þótti mikið "framtíðarskip". En ég held að þessi "ro ro" tegund skipa hafi dottið uppfyrir ef svo skáldlega má að orði kveða Eða er það kannske ekki rétt hjá mér
Hér sem DANA ATLAS
© Bob Scott
Skipið var smíðað hjá Frederikshavns Værft í Frederikshavns Danmörk 1978 sem DANA ATLAS Fáninn var:danskur Það mældist: 1599.0 ts,
3620.0 dwt. Loa: 105.60. m, brd 18.80. m 1985 var skipið lengt og mældist eftir það: 1613.0 ts, 4400.0 dwt
loa 118.70 m, 5613gt/4400dw Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum:
1980 ALAFOSS - 1989 NORTH COAST - 1989 CALA TERAM - 1990 CALA SALADA -
2000 LORENA B. - 2006 KANO II 2010 EXPRESS K. 2014 MIRA Nafn sem það ber í dag undir fána Moldóvíu
© bs1mrc
© Patrick Hill
© Frits Olinga-Defzijl
© Frits Olinga-Defzijl
22.05.2015 20:09
HANSEDOE
© Jói Listó
Skipið var smíðað hjá Sietas í Neuenfelde, Þýskalandi 1984 sem CARAVELLE Fáninn var þýskur. Það mældist: 3999.0 ts, 8350.0 dwt. Loa: 117.50. m, brd: 20.40. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1984 KAHIRA - 1986 HOLCAN ELBE - 1986 CARAVELLE - 1988 EMCOL CARRIER - 1989 JOANNA BORCHARD - 1995 KENT EXPLORER - 1996 SEA MARINER - 1998 HANSEDUO - 2004 ARMADA HOLLAND - 04 HANSEDUO - 05 MCC CONFIDENCE - 09 HANSEDUO - 2012 LILY REGAL Nafn sem það bar síðast undir fána
Mongoliu En skipið var rifið í Pakistan 2014
Hanseduo
© Patrick Hill

© Andreas Schlatterer
21.05.2015 20:33
Selfoss V
Hér heitir skipið OSTEREMS
© PWR
Skipið sem var smíðað hjá Sculte & Bruns í Emden Þýskalandi 1977 sem OSTEREMS Fáninn var þýskur .Það mælist :2870.0.ts.4369.0 dwt.Loa: 91.0 m brd:14.60 m Eimskipafélagið Íslands kaupir það 1987 og gefur því nafnið SELFOSS.Það er selt úr landi 1993 og fær nafnið GARDSUN 2003 nafnið GLORIA Nafn sem það bar síðast undir rússneskum fána en það var rifið í Kína 2012
OSTEREMS
Hér heitir það SELFOSS
© Rick Cox
Hér heitir það GARDSUN
© Pilot Frans
19.05.2015 21:28
Annika Benita
ANNIKA BENITA
© Frits Olinga-Defzijl
Skipið var smíðað hjá CSPL Yard í Decin Tékklandi (skrokkur) fullgert í SW Peters, Kampen Yard .Þýskalandi 2005 sem:MARIETJE DEBORAH Fáninn var: hollenskur Það mældist: 2437.00 ts, 3200.00 dwt. Loa: 82.50. m, brd 12.5. m Skipið hefur gengið undir tveim nöfnum en 2012 fékk það nafnið ANNIKA BENITA Nafn sem það ber í dag.En fáninn er sá sami
ANNIKA BENITA
© Frits Olinga-Defzijl
© Frits Olinga-Defzijl
© Frits Olinga-Defzijl
© Marcel & Ruud Coster
© Marcel & Ruud Coster
19.05.2015 12:55
Winter Bay
Þetta skip WINTER BAY er að lesta í Hafnarfirði afurðir til Japan
Hér heitir skipið VICTORIAHAMN
© Frode Adolfsen
Hér NORDVÆR
© Frode Adolfsen
© Willem Oldenburg
© Marcel & Ruud Coster
© Marcel & Ruud Coster
17.05.2015 14:29
Mette mærsk
Hin nýja METTE MÆRSK
© Lappino
METTE MÆRSK
© Lappino
Hér er skipið að fara í fyrstu áætlunarferðina
Síðasta METTE MÆRSK Heitir nú GUSTAV MÆRSK
Skipið var byggt hjá Odense Staalskibs í Lindö Danmörk 2008 sem METTE MAERSK Fáninn var danskur Það mældist: 98268.0 ts, 115993.0 dwt. Loa: 371.0.0. m, brd: 42.90. m Skipið hefur aðeins gengið undir tveim nöfnum En 2014 fékk það nafnið GUSTAV MÆRSK Nafn sem það ber í dag undir sama fána

© Derek Sands
Ég fékk rafpóst frá Davíð um daginn og tel mig ekki brjóta neinn trúnað þó ég birti hér brot úr honum þar skrifar hann m.a : "Èg fer heim i frí i byrjun mai - tegar skipid siglir hédan og fer fyrst umbord í endadan juni - en ég er búinn ad vera meira eda minna á stanslausu flakki umm heimin á ca 14 mismunandi stærdum á skipun sidasta 1,5 ár - ég hef verid á bakvagt og farid á stad í mismunandi tilfellum" svo mörg voru þau orð skippstjórans farsæla En eigum við að kíkja á fleiri skip með þessu nafni Á undan því skipi sem sagt er frá hér að ofan Kom METTE MÆRSK sem smíðuð var 1989
Hér heitir skipið MAERSK MERRITT
© Will Wejster
Skipið var smíðað hjá Odense Staalskibsi Odense Danmörk 1989 sem METTE MÆRSK: Fáninn var:danskur Það mældist: 52191,00 ts, 60900,00 dwt. Loa: 294.10. m, brd 32.30. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum:2006 MAERSK MERRITT - 2007 MSC SWEDEN - 2010 MAERSK MERRITT - 2011 MSC VERONIQUE Nafn sem það ber í dag undir fána Panama
Hér heitir skipið MAERSK MERRITT
Hér sem MSC SWEDEN
© Will Wejster
© Will Wejster
METTE MÆRSK
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Skipið var smíðað hjá Odense Staalskibsi Odense Danmörk 1950 sem METTE MÆRSK: Fáninn var:danskur Það mældist: 10508.00 ts, 17522-7.00 dwt. Loa:160.60. m, brd 20.80. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1968 ELPHINE - 1969 SNOW LILY - 1976 HONG QI 117 1962 var skipinu breitt í"bulk carrier" og mældist þá , 11658.00 og 17250.00 dwt Skipið var rifið í Kína 1991
METTE MÆRSk
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
14.05.2015 12:32
Høydal Høydal
Høydal heitir þetta norska skip og mun vera fyrsta "gasknúna"skip heims Þetta virðist snoturt skip og myndi sóma sér vel hérna á ströndinni
Høydal
© Tomas Østberg- Jacobsen
Høydal
© Frode Adolfsen
© Frode Adolfsen
© Frode Adolfsen
© Frode Adolfsen
13.05.2015 20:16
Sunna
Hér heitir skipið SAVA OCEAN

Skipið var smíðað hjá Sava SY í Macvanska Mitrovica í Serbíu 1993 sem: SAVA OCEAN Fáninn var: Panama Það mældist: 2026.0 ts, 3050.0 dwt. Loa: 74.70. m, brd 12.70. m Skipið gekk aðeins undir þessu eina nafni eða þar til 1 sept 2013 að það fær nafnið Sunna og Færeyiskan fána
Hér heitir það SUNNA
© Pilot Frans
© Pilot Frans
© Marcel & Ruud Coster
13.05.2015 17:33
Eyrarfoss
Hér er skipið nýtt
© BANGSBO MUSEUM
Skipið
var smíðað hjá Frederikshavns Værft í Frederikshavns Danmörk 1978
sem:MERCANDIAN IMPORTER II Fáninn var:danskur Það mældist: 1599.00 ts,
3620.00 dwt. Loa: 105.60. m, brd 18.80. m Það var lengt 1984 og mældist
eftir það 1864.00 ts 4400.00 dwt Loa: 118.70 m. Skipið hefur gengið
undir þessum nöfnum: 1980 EYRARFOSS - 1989 SOUTH COAST - 1990 CALA
FUSTAN - 1999 LUCIA B. - 2007 JIGAWA II - 2010 SAMSUN EXPRESS - 2014
AMAZON Nafn sem það ber í dag undir fána Moldóvíu
Hér sem EYRARFOSS
© Paul Morgan (simonwp)
Hér sem JIGAWA II
© Marcel & Ruud Coster
© Marcel & Ruud Coster
© Marcel & Ruud Coster

