28.03.2015 18:22
FRIO DOLPHIN
FRIO DOLPHIN
© Björgvin S Vilhjálmsson
Skipið var smíðað hjá Imabari Zosen í Imabar Japan 1989 sem: GLORIOUS EXPRESS Fáninn var: Vanuatu (Eyja í S Kyrrahafi fv frönsk nýlenda) Það mældist: 8519.0 ts, 8830.0 dwt. Loa: 141.60. m, brd 21.00. m Skipið gekk undir þessum nöfnum En 1993 GLORIOUS HARVEST 2010 FRIO DOLPHIN Nafn sem það ber í dag undir sama fána
© Björgvin S Vilhjálmsson
© Björgvin S Vilhjálmsson
© Björgvin S Vilhjálmsson
28.03.2015 17:07
Delia
En það er hægt að segja að ég hafi ekki gengið heill til skógar undanfarið. En nú vona ég að þessar skógarferðir verði teknar með stæl á komandi mánuðum En að slepptu öllum fífaskap og voli þá er hér myndir af DELIA skipi sem mikill velunnari síðunnar og gamall vinur minn Björgvin S Vilhjálmsson segir að sé orðin tíður gestur við kornkajann új Sundahöfn. En Björgvin hefur verið ötull við að senda mér myndir.Sem ég hef svo verið latur við að birta. En hér er smá bót á því Og ég þakka Björgvin kærlega fyrir sendingarnar Og biðst afsökunnar á letinni í mér
DELIA
© Björgvin S Vilhjálmsson
DELIA
© Björgvin S Vilhjálmsson
© Björgvin S Vilhjálmsson
© Björgvin S Vilhjálmsson
22.03.2015 20:09
Strand við Noreg
Hér heitir skipið ROSE-MARIE S
© Peter William Robinson
Skipið var smíðað hjá Gutehoffnungshutte í Duisburg Þýskalandi 1972 sem:ROSE-MARIE S. Fáninn var:þýskur Það mældist: 498.00 ts, 1270.00 dwt. Loa: 71.30. m, brd 11.60. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum:1994 NORSEL - 2009 SCAN MASTER Nafn sem það ber í dag undir norskum fána
Hér og einnig hér má lesa meira um atvikið og enn meira hér
© Peter William Robinson
© Marcel & Ruud Coster
© Marcel & Ruud Coster
22.03.2015 17:01
Skemmdir á Dockhliði í Kiel Kanal
Engin ósköp sáust nú á heilagheitunum
© Arne Jürgens
SAINT GEORGE
©
Marcel & Ruud Coster
Skipið var smíðað hjá Fujian New Shenghai í Longhai Kína 2008 sem: HYFOUR Fáninn var: Saint Vincent & the Grenadines Það mældist: 6680.0 ts, 8500.0 dwt. Loa: 131.60. m, brd 18.8. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum:2008 ONEGO FORESTER - 2009 LEHMANN FORESTER - 2010 NUNUKAS - 2011 CLIPPER MARIA - 2013 SAINT GEORGE Nafn sem það ber í dag undir Kýpur fána
SAINT GEORGE
© Marcel & Ruud Coster
© Marcel & Ruud Coster
22.03.2015 14:32
ELFRIDA
Hér sem ELFRIDA
© Rick Cox
Skipið var smíðað hjá Flensburger í Flensburg Þýskalandi 1926 sem: ILSE L.-M.RUSS Fáninn var:þýskur Það mældist: 994.0 ts, 2600.0 dwt. Loa: 80.20. m, brd 12.80. m Skipið gekk undir þessum nöfnum:1945 EMPIRE CONQUEROR - 1946 EKORNES - 1947 ELFRIDA Nafn sem það bar síðast undir norskum fána En skipið fórst með allri áhöfn á 58°09´0 N og 003° 03´0 A þ 10.12.1959 Á leiðinni frá Archangel til Danmörk hlaðið timbri
Hér sem ELFRIDA
22.03.2015 13:30
Troja
Hér sem SKELWITH FORCE
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Hér sem SKELWITH FORCE © photoship
Hér sem TROJA
22.03.2015 12:46
SMERALDA
Hér heitir skipið MOSLI
© söhistoriska museum se
MOSLI
© Sjöhistorie.no
16.03.2015 22:25
Bláfell
Nokkur kveðjuorð til lítils skips
Ég held að skipstjórar hafi verið erlendir: (er samt ekki alveg viss) En eitthvað af íslendingum hafi verið þar sem stýrimenn, Allavega þekkti ég einn. Öðlingin Guðjón Vigfússon seinna skipstj. á AKRABORG.Svo var ljúfmennið Ásmundur Guðmundsson seinna skipstj. á LITLAFELLI einnig þarna stýrimaður Skipið var smíðað hjá Kalmar Varv Kalmar Svíþjóð 1944 fyrir þarlenda aðila. Það mældist: 395.0 ts 740.0 dwt. Loa:42.60 m brd: 9.0 m. Skipið hét nokkrum nöfnum eftir Bláfellsnafnið 1954 GLASSVIK - 1961 ANITA - 1968 VAPPU - 1970 MARIESTRAND - 1972 MARIA Skipið var rifið hjá Hummelklepp LH í Stockholm des..1974.
BLÁFELL © söhistoriska museum
16.03.2015 15:50
Skipadeildin fyrir 60 árum
Mig langar að líta með ykkur á grein í Tímanum í mars 1956 Þar sem fjallað var um siglingar á vegum Skipadeildar SÍS 1955.Þá var bjart yfir hjá íslenskum kaupskipum og mönnunum sem á þeim sigldu Lítum í Tímann: "Kaupskip samvinnumanna höfðu á árinu 1955 956 viðkomustaði í 66 íslenzkum höfnum, eða sem næst þrem viðkomum á hverjum degi allt árið.Fluttu skipin tæplega 200 000 smálestir af vörum og sigldu 235 000 sjómílur, og eru þá ekki meðtalin leiguskip, sem SÍS þurfti að taka. Eitt á viku og nokkru betur. Fyrir réttum tíu árum voru forráðamenn Sambandsins að ganga frá samningum um kaup á fyrsta kaupskipi Samvinnumanna, Hvassaíelli. Síðan eru skipin orði
sex og er nú verið að undirbúa kaup eða smíði á 18-20 þús. smálesta olíuskipi, sem ekki aðeins verður langstærsta skip íslendinga, heldur nálega tvisvar sinnum stærra að smálestatölu en öll hin samvinnuskipin sexÞegar greinin var skrifuð var farið að huga að þessu skipi MOSTANK seinna HAMRAFELL
Hvassafell, fyrsta kaupskip Sambandsins, var keypt frá ítalíu 1946 og kom til heimahafnar sinnar á Akureyri þá um haustið. Síðan komu svo Arnarfell, Jökulfell, Dísarfell, Litlafell og Helgafell, öll smíðuð í Svíþjóð, nema Dísarfell, sem smíðað var í Hollandi. Skipin hafa ekki aðeins reynst hin hentugustu i alla staði, heldur og verið gæfuskip í hvívetna, mönnuö hinum vöskustu áhöfnum. Hefur það verið heppni samvinnuhreyfingarinnar, hversu ungir og dugandi menn hafa valist í hvert rúm á skipunum, en meðalaldur skipstjóranna er nú aðeins 40 ár og fyrstu stýrimanna 35 ár.
Hvassafell (2300 Dwt) fór s.l. ár17 ferðir, flutti 31.153 smálestir af vörum og sigldi 36.270 sjómílur Skipstjóri er Guðmundur Hjaltason.

© söhistoriska museum se
Arnarfell (2300 dwt) fór 9 ferðir, flutti 17.375 lestir og sigldi 43.944 sjómílur. Skipstjóri er Sverrir Þór.
© söhistoriska museum se
Sverrir Þór skipstjóri
Jökulíell (1045 dwt) fór 22 ferðir, flutti 18.402 lestir og sigldi 43.046 sjómílur. Skipstjóri er Guðni Jónsson.
© söhistoriska museum se
Guðni Jónsson skipstjóri
Dísarfell (1031 dwt) fór 17 ferðir, flutti 15.397 lestir og sigldi 41.164 sjómílur. Skípstjóri er Arnór Gíslason.
@ Malcom Cranfield Shipsnostalgia
Arnór Gíslason skipstjóri
Litlafell (917 dwt) fór 115 ferðir, flutti 88.285 lestir og sigldi 28.137 sjómílur. Skipstjóri er Bernarð Pálsson.
Úr safni Samskip © óþekktu
Bernhard Pálsson skipstjóri
Helgafell (3250 dwt) fór 12 ferðir, flutti 25.761 lest og sigldi 43.100 sjómílur. Skipstjóri er Bergur Pálsson.
© söhistoriska museum se
Bergur Pálsson skipstjóri
Viðkomur og staðir: Akranes 27 Borgarnes 10 Hellisandur 3 Ólafsvík 11 Hólmavík 18 Óspakseyri 4 Borðeyri 6 Hvammstangi 16 Grundarfjörður 11 Stykkishólmur 13 Búðardalur 3 Salthólmavík 2 Gjögur 2 Króksfjarðarnes 2 Hvalsker 1 Flatey 3 Patreksfjörður 15 Tálknafjörður 7 Bíldudalur 12 Þingeyri 24 Flateyri 23 Súgandafjörður 11Bolungarvík 1 ísafjörður 33 Langeyri 3 Ingólfsfjörður 1 Norðurfjörður 5 Drangsnes 4 Djúpavík 1 Blönduós 3 Skagaströnd 28 Sauðárkrókur 25 Hofsós 8 Haganesvík 3 Siglufjörður 37 Ólafsfjörður 14 Dalvík 25 Hrísey 14 Dagverðareyri 1 Krossanes 3 Hjalteyri 6 Akureyri 56 Svalbarðseyri 13 Húsavík 37 Kópasker 6 Raufarhöfn 13 Þórshöfn 16 Bakkafjörður 7 Vopnafjörður 17 Borgarfjörður 9 Seyðisfjörður 25 Norðfjörður 19 Eskifjörður 16 Reyðarfjörður 34 Fáskrúðsfjörður 28 Stöðvarfjörður 11 Breiðdalsvík 11 Djúpivogur 20 Hornafjörður 23 Vestmannaeyjar 22 Þorlákshöfn 23 Keflavík 118 Hafnarfjörður 24 Reykjavík 122 Gufunes 4 Hvalfjörður 65
Samtals: 66 hafnir, 1178 viðkomur
Á þessu sést hve yfirdrifsmikil þjónusta Skipadeildar SÍS var við landbyggðina á þessum tímum.Einnig hve dugmiklum og færum mönnum hún hafði á að skipa sem yfirmenn á skipunum. Og menn skulu hafa það í huga að engar voru þá bógskrúfurnar eða bekkerstýrin. Akkerin hugvitið og handaflið notað
15.03.2015 16:56
Litlafell I
Ungfrú Hjördís Þór dregur íslenska fánan að hún á skipinu þ 13 mars 1954
Skipið keypt notað frá Svíðþjóð 1953 af Sambandi ísl. Samvinnufélaga og Olíufélaginu h.f. og ætlað til dreifingar á olíuafurðum til hafna á Íslandi. Skipið flutti einnig frá Íslandi lýsi til Evrópu. Þá var skipið einnig notað nokkrum sinnum til flutninga á lausu fóðri frá Evrópu til Íslands.
Vilhjálmur Þór forstjóri SÍS bíður Sjövald sænskan skipstjóra skipsins velkomin með það til landsins Sænskur stm stendur á milli þeirra
Mynd skönnuð úr gamalli Samvinnu © óþekktur
Ekki virðist tækjaútbúnaðurinn á dekkinu hafa verið verið flókinn svona í fljótu bragði
Mynd skönnuð úr gamalli Samvinnu © óþekktur
LITLAFELL I
Litlafell I var smíðað hjá Norrköpings Varv í Norrköping Svíþjóð 1950 sem MAUD REUTER. Fáninn var sænskur Það mældist: 803.0 ts 879.0 dwt. Loa: 65.60. m brd: 9.00. m Skipadeild SÍS og Olíufélagið h/f keyptu skipið 1954 og gáfu því nafnið Litlafell.Þeir selja það svo 1971 og fær það nafnið POLYXENI 1973 GLAROS - 1975 MARK III Um endalok skipsins er þetta að segja í þeim plöggum sem ég hef um skipið::No Longer updated by (LRF) IHSF (since 05-08-2010) Síðasta flaggið var Honduras
Úr safni Samskip © óþekktur
Skipinu stjórnaði í fyrstu hérlendis Bernharð Pálsson skipstjóri
Með Sigurjón Jóhansson sem yfirvélstjóra
LITTLAFELL I
Úr safni Samskip © óþekktur
15.03.2015 16:14
Sunnudagur 15-03
Ekki það, að það sem ég skrifaði um vini mína hér í Eyjum var hverju orði sannara. En ég hafði átt að halda kjaf.. um þetta með "slenishristið". Það hélst í hendur þegar dópið var að renna af mér þá reið í hlað einhver versta flensa sem ég hef fengið lengi. Ég stóð eiginlega engan veginn undir sjálfum mér .
Enda þarf jú krafta til að halda uppi hundrað og ... já ekki fleiri orð um það, kg skrokk . Veðrið og flensuskíturinn lengdu svo tíma minn í f.g borg En í annari tilraun tókst það Mikið var ég svo feginn þegar þeir Ernismenn lentu vélinni eins mjúkt og þeir hreinlega tækju tillit til beinverkjanna í skrokknum á mér ,á flugvellinum hér sl miðvikudag . Og hingað boðin velkominn sem ávallt af góðum vinum sem keyrðu mig beint heim þar sem ég tók svo nokkra svingi við flensuna í bælinu næstu dægur Nú er þessum harða kafla í lífinu lokið Harðastur var hann þó þegar ég með gegnvotun fingri af handspritti álpaðist með hann upp í skurðinn á viðkvæmsata stað líkamans En nú er ég að reyna að taka við þessu á daginn sem af langri reynslu lært ég hef
Eða eitthvað íþá átt sem, Káinn kvað um Ekki meir um það snúum okkur að tilgangi síðunnar: Skrifa færslur um "fragtskip" Vinur minn Torfi Haraldsson lét ekki deigan síga í vináttunni við mig þegar ég var "erlendis" Hingað kom skip á vegum Eimskip sem, 3 OAK heitir Og þrátt fyrir slæmt veður og skyggni náði hann þessum myndum af skipinu
3 OAK
© Torfi Haraldsson
Það var smíðað hjá Peters,Hugo í Wewelsfleth Þýskalandi 2006 sem:EURO SOLID Fáninn var: Gíbraltar Það mældist:7100.0 ts,8800.0 dwt.Loa: 125.80. m, brd 21.70. m Skipið hefur aðeins gengið undir tveim nöfnum: En 2012 fékk það nafnið 3 OAK Nafn sem það ber í dag undir Malta fána
3 OAK
© Torfi Haraldsson
© Torfi Haraldsson
06.03.2015 20:55
Daniel D
Hér sem DANIEL
© Frits Olinga-Defzijl
Hér sem DANIELLA
© Frits Olinga-Defzijl
© Frits Olinga-Defzijl
© Frits Olinga-Defzijl
© Frits Olinga-Defzijl
06.03.2015 20:46
Með bilað lensikerfi
HERJÓLFUR
© óli ragg
HERJÓLFUR
© óli ragg
HERJÓLFUR
© óli ragg
28.02.2015 19:40
Nordana Sky
Nordana Sky
© Frits Olinga-Defzijl
Nordana Sky
© Frits Olinga-Defzijl
© Frits Olinga-Defzijl
© Frits Olinga-Defzijl
© Frits Olinga-Defzijl
© Frits Olinga-Defzijl
Ég gæti trúað það það væri ekki fyrir sjóveika að ráða sig þarna um borð Hérna er vídeóbútur sem sýnir sjósetninguna
28.02.2015 15:19
Reykjafoss II
Í janúar sl voru 50 ár síðan þetta að mínum dómi fallega skip var selt til Grikklands Hvað skipið varðaði held
ég að öllum sem á því sigldu hafi þótt vænt um það.
Svona segir Morgunblaðið frá endalokum skipsins sem Reykjafoss þ 22 jan 1965
Þarna
sést að síðasti skipstjóri skipsins undir íslenskum fána var Haraldur
Jenssonn faðir hins góða drengs Guðmundar sem er nú er skipstjóri á nýjasta
skipi Eimskip LA GARFOSS
Haraldur Jensson skipstjóri (1923-2003)

Hér er hann að yfirgefa Eyjar
© Tryggvi Sigurðsson
Skipið var smíðað hjá Rosi SpA í Taranto Ítalíu 1947 Sem GEMITO.Fáninn var ítalskur Það mældist 1560 ts. 3070.dwt.Loa:89.90.m Brd 12.70. Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1951 REYKJAFOSS - 1965 GRETA - 1969 ANNOULA - 1973 ANNA
Fyrsti íslenski skipstjórinn á REYKJAFOSSI II var Sigmundur Sigmundsson (1890-1979)
Með Ágúst Jónsson (1901-1976) sem yfirvélstjóra
Það var skemmtileg tilviljun að yfirstýrimaður Reykjafoss II var Eyjólfur Þorvaldsson sem svo sótti næsta nýja skip Eimskipafélagsins sem skipstjóri. Þ.e.a.s nýsmíðina TUNGUFOSS tveimur árum seinna.
Reykjafoss
Úr mínu fórumi en © mér óþekktur
© Rick Cox
Úr mínu fórum en © mér óþekktur
@ Hawkey01 Shipsnostalgia
@ PWR
Hér heitir skipið Greta
© T.Diedric