07.02.2015 20:03

Lesto

Það kom fljótlega í ljós eftir að WW 2 byrjaði að Íslendingar urðu að treysta á sinn eigin  kaupskipaflota.Skipakostur hans annaði þó engan veginn nauðsynlegum flutningum sem nú beindust enn meir vestur um haf.Og lítið var um leiguskip.En þau fengust af og til og kannske meira af þeim er leið á styrjöldina T. d eftir hersetuna. Þ.á.m þetta skip LESTO

LESTO

                                                                                                                                                  © photoship

Skipið var smíðað hjá J.Crown & Sons í Monkwearmouth Bretlandi 1918 sem: LESTO Fáninn var: breskur Það mældist: 1043.0 ts, 1893.0 dwt. Loa: 81.70. m, brd 11.60. m Skipið gekk undir þessu eina nafni undir sama fána En það var rifið í Bretlandi 1954

LESTO

                                                                                                                                                                       © photoship

Barátta íslenskra sjómanna til að tryggja landinu næg aðföng byrjaði má segja fyrsta dag WW 2 og endaði ekki fyrr en við uppgjöf Þjóðverja vorið 1945. Þessari baráttu megum við aldrei gleyma. Og að ætti að vera hverjum einasta íslending ljóst hve þýðingarmikið EIGIN skipafloti er hverju eylandi nauðsynlegur.
Lokað fyrir álit

07.02.2015 12:43

Edda

Í byrjun WW 2  var e.s Edda stödd í Port Talbot Þegar hún kom til Reykjavíkur hitti blaðamaður Vísis einn skipverja og spurði hvort þeir hefðu ekki orðið fyrir neinum óþægindum af striðinu. "Ónei, svaraði hann,við sluppum alveg óáreittir í þetta sinn. Við vorum í Port Talbot í Englandi daginn sem stríðið skall á. Auðsjáanlega var nokkur töf á skipaferðum,en alt gekk stórskrikkjalaust fyrir okkur. Við sigldum okkar leið eins og venjulega, en þegar komið var skamt norður fyrir Færeyjar sáum við kafbát i sjóskorpunni alllangt frá okkur, hann gaf engin merki til okkar og við sigldum hiklaust áfram, ekki vissum við hvort hann var þýskur eða breskur. Nokkru síðar sáum við hvar norskt flutningaskip kom i ljós sem virtist vera á vesturleið, það lét sem það sæi ekki kafbátinn og sigldi áfram stefnu sína, en ekki leið á löngu þar til kafbáturinnm ,sneri i veg fyrir það og gaf því stöðvunarmerki. Skömmu siðar höfðu þessir ósamstæðu sjófarendur, staðnæmst skamt hvort frá öðru, en við fjarlægðumst nú meir og meir og vissum ekki hvað fleira gerðist, nema hvað flutningaskipið "heisti* bómmur sínar (sennilega til þess að sýna
kafbátsmönnum eitthvað af farmi sinum) og var það,það síðasta sem við sáum af þessum viðskiftum á hafinu.

EDDA


Jón Kristófersson skipstjóri stjórnaði skipinu til 1941 að það var selt til E.I


EDDA var smíðaðuð hjá Haarlemsche Shipsyard í Harleem Hollandi 1919 sem MERWEDE fyrir þarlenda aðila,Skipið mældist 1413.0 ts 2060,0 dwt Loa: 82.90 m brd : 11.0 m Áður en skipið var afhent fékk það annað nafn AMSTELSTROO.Fáninn var hollenskur 1934 kaupir Skipafélagið Ísafold skipið og gefur því nafnið EDDA Eimskipafélag Íslands kaupir öll hlutabréf í Skipafélaginu Ísafold og þar með skipið 1941 og gefur því nafnið FJALLFOSS Það er selt til Ítalíu 1951 og fær nafnið SIDEREA 1957 nafnið OMMALGORA og 1968 STAR OF TAIF  1978 þá 59 ára var skipinu sökkt út af Jeddah.Þá var skipið undir fána Saudi Arabíu Takið eftir krönunum á afrurskipinu, Þeir voru að sjálfsögðu gufudrifnir og sennilega þeir 1stu í íslensku skipi

FJALLFOSS I


                                                                                                                                            Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Ásgeir Jónasson skipstj. var fyrsti skipstjórinn á skipinu hjá Eimskipafélaginu



Þetta skip er svolítið bundið bernskuminningu minni, Móðir mín hafði sett mig í fóstur vestur á Ísafjörð hjá systur sinni er ég var tveggja ára. En svo fimm árum seinna var faðir minn giftur og vildi"gæjann" suður, Vinkona stjúpu minar var svo í heimsókn hjá systur sinni á Ísafirði og tók ræfilinn með sér suður. Og farkosturinn var Fjallfoss I .En skelfing var ég sjóveikur enda víst vonsku veður Þetta var 1945. Þegar ég hóf svo mína sjómennsku á Eldborginni 1953 var búið að selja hann blessaðan til Ítalíu, Svo ekki gat ég endurnýjað kynnin með að berja hann augum.

FJALLFOSS I


                                                                                                                           © Sigurgeir B Halldórsson

Þetta skip er svolítið bundið bernskuminningu minni, Móðir mín hafði sett mig í fóstur vestur á Ísafjörð hjá systur sinni er ég var tveggja ára. En svo fimm árum seinna var faðir minn giftur og vildi"gæjann" suður, Vinkona stjúpu minar var svo í heimsókn hjá systur sinni á Ísafirði og tók ræfilinn með sér suður. Og farkosturinn var Fjallfoss I .En skelfing var ég sjóveikur enda víst vonsku veður Þetta var 1945. Þegar ég hóf svo mína sjómennsku á Eldborginni 1953 var búið að selja hann blessaðan til Ítalíu, Svo ekki gat ég endurnýjað kynnin með að berja hann augum.


FJALLFOSS I



                                                                                                mynd úr mínum fórum  © ókunnur

Skipið slapp við vandræði í WW 2 en sigldi milli landa öll árin Mikið til Miðjarðarhafslandanna
Lokað fyrir álit

06.02.2015 17:04

Stríðsbyrjum 1939

 

Úr Alþýðublaðinu þ 08-09-1939: "Stjórn Eimskipafélags íslands hefir undanfarið svo að segja dag og nótt unnið að og undirbúið stríðssiglingar skipanna. Leitaði hún til enska Lloydvátryggingarfélagsins um að stríðstryggja skipin. Lengi barst henni ekkert svar, en loksins í gær fékk hún svar um, að Selfoss, sem liggur í Englandi, hefði verið tryggður, enda var stjórnin búin að gefa fyrirskipun um að tryggja skipið samkvæmt breskum lögum. Selfoss lá fullfermdur af nauðsynjum í Englandi og með eins mikið af farþegum og rúm var fyrir. Hafði skipið legið svo að segja síðan stríðið braust út tilbúið að sigla. Búist er við, að skipið fari áleiðis heim í dag.




Skipstjóri þarna hefur sennilega verið Ásgeir Jónasson


Dettifoss liggur eins og kunnugt er í Hull. Hann átti að hlaða vörur til landsins, en nú hefir orðið éihhver tregða á útflutningsleyfi á þeim vörum, sem skipið átti að taka. Frekara svar um þetta atriði hafði Eimskipafélaginu ekki borist í morgun. Lloyd mun taka öll Eimskipafélagsskipin til tryggingar, en stjórn Eimskipafélagsins barst tilkynning um það í morgun, að það hefði að eins ekki unnist tími til þess í gær að ganga frá tryggingu skipanna

DETTIFOSS I

                                                                                       Mynd úr mínum fórum © óþekktna.

Einar Stefánsson (1884-1951) hefur sennilega verið með skipið þarna

 

.
Brúarfoss liggur í Kaupmannahöfn, eins og kunnugt er, albúinn til að sigla. Framkvæmdarstjóri Eimskipafélagsins sagði við Alþýðublaðið í morgun, að Brúarfoss myndi geta lagt af stað frá Kaupmannahöfn síðdegis á morgun, ef tilkynning kemur í dag síðdegis eða í fyrramálið iim að búið sé að ganga frá tryggingunum, en það tekur alltaf dálítinn tíma að ná í hina mörgu farþega, en þeir eru búnir að bíða eftir því, að skipið geti lagt af stað síðan á þriðjudag, en þann dag átti skipið að leggja af stað frá Kaupmannahöfn.

BRÚARFOSS I

                                                                      Mynd úr gömlum ritum um E.Í © óþekktur

Júlíus Teitur Júníusson hefur sennilega verið með skipið þarna




Gullfoss liggur hér albúinn til að sigla og Lagarfoss er einnig tilbúinn. Bæði skipin munu fara beint til Kaupmannahafnar, og það er með þau, eins og skipin, sem eru í erlendum höfnum, að þau sigla undir eins og tilkynning kemur um" að skipin séu tryggð.Er talin von um, að Gullfoss geti lagt af stað annað kvöld. Alþýðublaðið spurði framkvæmdarstjóra Eimskipafélagsins að því, hvernig varið væri tryggingum á skipum, er sigldu til Ameríku héðan. Hann svaraði að tryggingin væri margfalt lægri fyrir slíkar siglingar"

GULLFOSS I


                                                                                        © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Sigurður Pétursson (1880-1956)  var eini fasti skipstjórinn á skipinu undir íslenskum fána 




LAGARFOSS I


                                                                                                    Mynd úr mínum fórum © óþekktur

Nú margnefndur Jón Eiriksson var sennilega með "Laggann" þarna

 

 

Lokað fyrir álit

05.02.2015 21:06

Brúarfoss I frh

Áhöfnin á BRÚARFOSS undir stjórn Jóns Eiríkssonar auðnaðist tvívegis að bjarga mönnum af sökkvandi skipum í WW 2 Fyrra atvikið skeði 20 maí 1941  þegar skipið var á leið frá Halifax til Reykjavíkur hlaðinn hveiti Að morgni þ 20 nai heyrði loftskeytamaður BRÚARDFOSS neyðarskeyti frá tveimur  breskum  skipum og var annað eimskipið  ROTHERMERE. Bandaríkjamenn voru ekki byrjaðir þáttöku í WW 2 þegar þarna var komið En höfðu nokkra tundurspilla í Julianehåb í Grænlandi Þeir fóru strax að leita að skipbrotsmönnum.

BRÚARFOSS I

                                                                      Mynd úr gömlum ritum um E.Í © óþekktur

Þeir sendu svo frá sér upplýsingar um veður ,sjólag og aðrar upplýsingar sem kæmi að gagni við leit að mönnunum. Veður var gott hæg NV-átt BRÚARFOSS-menn sáu að leið þeirra myndi liggja nærri staðarákvörðun annars skipsins með litlum breitingum en þó þannig að þeir breittu um 11°í bb Og viti menn um kl 1800 sáu þeir ljós fram undan aðeins á bb Það kom svo í ljós að þarna voru á ferðinni tveir björgunarbátar af  ROTHERMERE með 34 menn innanborðs. Vel tóks að ná skipbrotsmönnunumum borð í BRÚARFOSS sem kom með þá til Reykjavíkur. Vegna hveitisskorts hafði bökurum verið bannað að baka vinarbrauð og önnur þannig sætabrauð. En því banni var aflétt þegar sást til ferða BRÚARFOSS við Gróttu

ROTHERMERE


                                                                                                                                             © photoship

Skipið var smíðað hjá Charles Connell & Co í Scotstoun Bretlandi  sem Fáninn var breskur. Það mældist: 4750.0 ts, 5356.0 dwt. Loa: 128.40. m, brd: 17.20. m Skipið hafi aðeins þetta eina nafn og fána Hér má sjá endalok skipsins




                                                                                                                             © photoship

Seint í október 1942 lagði Brúarfoss af stað frá Ameríku í skipalest sem í
voru 27 skip. Velgengni kafbátanna hafði óhjákvæmilega áhrif á áhafnirnar..Þau skip sem fluttu skotfæri og sprengiefni voru óbeint hvött til að yfirgefa skipalestina og freista þess að  komast undan einskipa. Þau áttu meiri möguleika á að komast heil á áfangastað með því móti. Önnur skip máttu ekki yfirgefa skipalestina. Ef skipalestir voru heppnar var björgunarskip með í för. Að öðrum kosti urðu kaupskipin sjálf að annast bjarganir og það var ekki vinsælt hlutverk.

BRÚARFOSS I



                                                                                                         © photoship
Björgunarskipið varð að vera aftast og var eitt kaupskipa skilið eftir, því skipalestin hélt alltaf áfram. I í einni ferðinni var björgunarskipið orðið fullt. Þá yfirgaf það lestina og hélt til hafnar.4. nóvember 1942, fékk Brúarfoss skipun um að vera björgunarskip og vera aftast. Ástæðan var sú að Brúarfoss hafði gott farþegarými. Skipið átti ekki að vera björgunarskip fyrir alla skipalestina  skipalestina heldur fyrir fjórar raðir. Vindur var hvass á norðvestan og töluverð hvika Sama kvöld, í náttmyrkri og haugasjó, barst neyðarskeyti frá enska skipinu Daleby sem sigldi stjórnborðsmegin við Brúarfoss. Skipið var þegar stöðvað og Jón Eiríksson skipstjóri kallaði skipverja upp á þilfar og bað þá að vera viðbúna. Skömmu síðar komu björgunarbátar og fleki upp að skipshliðinni og var 37 skipverjum hjálpað um borð.

DALEBY

                                                                                                                             © photoship

Skipið var smíðað hjá Armstrong, Whitworth & Co í Willington Quay Bretlandi 1929 sem: KITTY TAYLOR Fáninn var: breskur Það mældist: 2736.0 ts, 4640.0 dwt. Loa: 120.40. m, brd 16.40. m Skipið gekk undir þessum nöfnum:1934 DALEBY Nafn sem það bar síðast undirsama fána En  hér má sjá endalok skipsins

DALEBY
                                                                                                                                                          © photoship


Eftir voru níu menn í hinu sökkvandi skipi. Jón Eiríksson tilkynnti skipverjum að hann myndi ekki leggja að neinum að fara til bjargar þeim sem eftir voru og leggja þannig líf sitt í hættu en sjálfboðaliðar væru vel þegnir. Þegar gáfu fimm skipverjar sig fram og einn skipbrotsmaður. Þeir fóru í björgunarbátinn, áttæring, sem skipbrotsmennirnir höfðu komið á. Sjórinn gekk látlaust yfir bátinn oghálffyllti hann svo hann flaut aðeins á flotholtunum. Kristján Aðalsteinsson, sem fór í bátnum, segir að Jón Eiríksson hafi helst ekki viljað láta björgunarbátana á Brúarfossi í þessa ferð, þegar svo margt fólk var um borð, og þess vegna hafi þeir farið í bátnum af Daleby. Er þeir komu að hinu sökkvandi skipi var ógjörningur að leggja bátnum að. Sjór gekk yfir skipið og steyptist út af því á hléborða og hefði strax fyllt bátinn ef hann hefði reynt að leggja að.

Kristján Aðalsteinnsson (1906-1996) var annar stm á BRÚARFOSS og stjórnaði fyrri björgunarferðinni




Auk þess virtust mennirnir um borð ekki vera í þannig ástandi, að þeir gætu veitt einhverja hjálp til að taka á móti bátnum, sem var þungur og illviðráðanlegur í sjóganginum. Fjórir köstuðu sér þegar í sjóinn en fimm voru með öllu ófáanlegir til þess og voru þeir þá skildir eftir og farið til baka. Ferðin tók um tvo tíma. Nú var að mestu skipt um áhöfn í björgunarbátnum og hann útbúinn betur að árum og ræðurum. Átta fóru af stað til að bjarga þeim sem eftir voru. Þegar þeir áttu eftir 300-400 faðma að skipinu sökk það. Auðvelt var að sjá mennina í sjónum þar sem rauð ljós voru í björgunarvestum þeirra. íslendingunum tókst að bjarga tveimur en tundurspillir bjargaði þremur. Þegar komið var með þessa tvo menn um borð í Brúarfoss var annar þeirra orðinn líflaus.Þetta var fimmtán eða sextán ára strákur, lítill og léttur. Ég hélt að hann væri dáinn. Svo réðst ég á hann og reyndi að lífga hann við, blés og hamaðist á honum en ekkert gekk

Sigurður Jóhannsson (1914-1972) var þriðji stm á BRÚARFOSSI og stjórnaði ferð nr 2.



Ég var alveg að gefast upp, en allt í einu kom hrygla. Ég hef aldrei séð mann skjálfa annað eins. Hann ætlaði aldrei að geta hitnað. Við gáfum honum kaffi og  brennivín í það og stöfluðum hitaflöskum í kringum hann allan en hann skalf í eina tvo þrjá tíma. Þá hitnaði hann. (Kristján Aðalsteinsson segir frá)
Björgunin stóð yfir í fimm klukkustundir, frá klukkan hálfsjö til hálftólf að kvöldi. Þá hafði 44 skipbrotsmönnum af Daleby verið bjargað um borð í Brúarfoss. Eitt af hjálparskipunum, korvetta, kom í ljós og spurði hversu mörgum hefði verið bjargað. Kom þá í ljós að öll áhöfnin á Daleby hafði komist af. Búið var um skipbrotsmennina á öðru farrými en þar var skipshöfnin vön að sofa á siglingu í samræmi við öryggisreglur sem settar voru árið áður. En nú flutti áhöfnin sig fram í. Síðan var siglt af stað og Brúarfossi tókst að ná skipalestinni daginn eftir, en ganghraði hans var níu til tíu sjómílur á klukkustund. Með skipalestinni var síðan siglt síðasta spölinn, en sunnan við ísland skiptist lestin. Brúarfoss, ásamt korvettu og tveimur dráttarbátum, sigldi til Reykjavíkur en aðalskipalestin hélt áfram til Bretlands.

Heiðurskjal frá Eimskipafélagi Íslands úr eigu Geirs Jónssonar háseta á BRÚARFOSSI



                                                                                               Myndin skönnuð úr bókinni í "Skotlínu" með leifi höfundar

Af þeim 27 skipum sem lögðu af stað komust aðeins 14 skip heil til hafnar en 13 enduðu á hafsbotni Þeir, sem fóru í ferðirnar á lífbátnum að hinu sökkvahdi skipi fengu heiðursskjal fyrir voru: Kristján Aðalsteinsson 2. stýrimaður, Sigurður Jóhansson 3. stýrimaður, Jörundur Gíslason 4. vélstjóri, Guðmundur Sigmundsson loftskeytamaður, Svavar Sigurðsson háseti, Geir Jónsson háseti, Einar Þórðarson háseti, Kristján I.Einarsson farþegi, Þórarinn Sigurjónsson háseti, Sigurbjörn Þórðarson háseti, Gunnar Einarsson kyndari. Ungi maðurinn, ungi sem Krirtján lífgaði við náði fullri heilsu eftir hjúkrun þeirra Brúarfossmanna

Lokað fyrir álit

05.02.2015 11:50

Brúarfoss I

BRÚARFOSS I var fyrsta skipið sem kom frá útlöndum eftir að WW2 skall á  Hann kom til Reykjavíkur þ 14 sept 1939 með fullfermi af vörum og um 100 farþega.Meðal farþega voru knattspyrnumenn sem höfðu farið til Þýskalands í keppnisferðalag   Skipið var mikið happaskip Sigldi áfallalítið WW 2 Og áhöfn hans varð þeirri ánægju aðnjótandi að takast að bjarga yfir 70 manns af sökkvandi skipum


Falleg málverk af "Gamla BRÚSA" málað af Robert Panitzsch 1937


                                                                                             Úr safniFinn Bjørn Guttesen
 

Árið er 1940 fyrsta heila ár WW 2 þá birtist  viðtal  í Sjómanninum  3 tbl 1940. Viðtalið var við ónefndan sjómann á  BRÚARFOSSI I Og er færslan byggð í meginatriðum á þessu viðtali:  "Þetta var lang versta ferðin okkar og tvimælalaust sú hættumesta, segir skipverjinn.



"Gamli BRÚSI" á kunnulegum slóðum

                                                                                       Mynd úr mínum fórum © óþekktur   

Það tekur töluverðan tíma að átta sig á þvi, að við skulum vera komnir heim í friðinn og rólegheitin, sem þó eru með öðrum svip en verið hefir.Ferðin út gekk ágætlega og að koman til Liverpool var alveg eins og á friðartimum, að þvi undanskildu,að nú gaf að lita öðru hverju herskip og flugvélar, sem þó i engu létu sig skifta, að því er virtist, ferðalag þessarar litlu,íslenzku fleytu.


BRÚARFOSS I


                                                                                                                                         © photoship


En Adam var ekki lengi í Paradís. Eftir að okkur hafði tekisl að komasl klakklaust fram hjá ósýnilegum kafhátum, tundurduflum og flugvélum og komið var heilu og höldnu í höfn í Liverpool,byrjaði sá ægilegasti hildarleikur, sem ég býst við að nokkru sinni hafi fyrir augu og eyru íslenzkra sjómanna borið. Við höfðum ekki staðið við nema í einn sólarhring, er þessi djöflagangur byrjaði.Loftið virtist þrungið af öllum þeim óhljóðum, sem hægt er að framkalla, samfara sífeldri skolhríð og eldglæringum og ljóshlossum, er allt virtist


Fyrstu 13 árin stjórnaði Júlíus Teitur Júniusson (1877- 1973) skipstjóri BRÚARFOSSI





Kvöldið eftir fyrstu loftárásina á Liverpool,heyrðum við um horð í Brúarfossi í útvarpinu frá Kaupmannahöfn, að sagt var frá miklum skemdum og ægilegu tjóni, sem árás þessi hefði valdið á Liverpool, einkum höfninni. En þetta var með öllu tilhæfulaust, þó merkilegt megi teljast. Engar skemmdir urðu á hafnarmannvirkjum, en smávægilegar skemmdir á húsum, að þvi er best varð séð og okkur var sagl. Okkur varð hugsað heim til vandamannanna, ef slíkar fréltir bærust þeim einnig gegnum íslenska útvarpið. Og við sáum í
anda kviðafulla og dapra kyrrð færast yfir heimilislíf og aðslandendur okkar heima.

BRÚARFOSS I


                                                                                          © Coll. R.Cox Sea the ships


En við því var ekkert að gera slíkt er hlutskipti aðstandenda þeirra sjómanna, er nú sigla til ófriðarlanda.Næstu nætur og daga voru gerðar ailmargar loftárásir á borgina. Við dvöldum alls í 27 daga á höfninni; alla þessa daga og á næturnar lika voru loftárásrmerki gefin. Árásarmerkin voru að minnsta kosti tvisvar til þrisvar á dag að tveim dögum undanskildum  Aðalárásirnar voru gerðar að nóttu til. Sáum við glögglega kúlnaregnið frá loftvarnar byssunum og ótölulegan grúa byssusprengja  ásamt þeim mynda samfellda hringi i loftinu. Þegar þessi ófögnuður allur stóð yfir, var ekki um annað að gera en halda sig undir þiljum, því við og við lentu kúlnabrot á skipinu og lenti eitt þeirra í kassa á brúnni, er liggur utan um stýrisleiðsluna og sat þar fast.


Sigurður Gíslason (1890-1978) gæti hafa verið skipstjóri á  BRÚARFOSSI I umrædda ferð. Því hann var þar fastur 1 stm og með skipið lungan úr árinu 1940. Tók svo við því í des 1940 þegar Júlíus Teitur hætti alfarið með það. Sigurður stjórnaði svo skipinu fram í febr 1941 að Jón Eiríksson tók við því



Önnur lentu á spili og víðar um skipið. Hvert þessara brota hefði hæglega drepið mann eða stórsært, ef það hefði lenti á honum. Ég þarf þvi ekki að taka það fram, að meðan loflárásirnar slóðu yfir, hætti öll vinna og menn forðuðu sér. Á nóltinni reyndist erfitt með svefn þvi náttmyrkrið er aðalvörn óvinaflugvélanna. Þá demba þær yfir borgirnar, ef þær geta, hinum hvæsandi sprengjum sem þannig eru útbúnar, að á leiðinni niður til jarðar láta þær frá sér alls konar öskur, en springa svo, er til jarðar kemur sumar þó eftir misjafnlega langan tíma og valda miklum eyðileggingum. Þá eru eldsprengjurnar. Þær lýsa upp umhverfið þar sem þær fara um og valda eldsvoða, ef ekki tekst að slökkva i þeim á augabragði. Ein slík eldsprengja féll niður að nóttu til á að giska 50 metra frá okkur.

Jón Eiríksson (1893-1982) var með BRÚARFOSS I 1941-1948



Skipverjar á skipi, er þar var nær, réðu niðurlögum hennar á um tíu mínútum, var það rösklega að verið og varð því ekkert tjón af henni. Skömmu siðar féll sprengja á tígulsteinshús, er stóð um 100 metra frá okkur. Varð það að einni steinhrúgu, eins og gefur að skilja.Ég held að okkar hús myndu þola betur loftárásir heldur en tígulsteinshúsin, en vonandi kemur aldrei til þess, að á það reyni.



Hluti af höfninni Liverpool




Stundum, þegar mest gekk á, og okkur hafði ekki komið dúr á auga alla nóttina, þá ræddum við um það okkar á milli, að nú mundi lítið verða úr vinnu næsta dag. En er við að slikum nóttum liðnum hófum vinnu að morgni, þá gat að líta hvar sem farið var starfandi fólk eins og venjulega og mundi enginn trúa þessu, sem ekki hefir séð það sjálfur. Á daginn skruppum við stundum í land, þá einkum til að versla, kom það þá fyrir, að við urðum að leita til loftvarnabyrgja með íbúum borgarinnar. Margur skildi halda, að ósköp þessi hefðu haft þau áhrif, að fólk sæti þar hnípið með kvíðasvip en þvi fór fjarri


Eftir loftárás á höfnina í Liverpool



Fólk skeggræddi þar saman um allt milli himins og jarðar rétt eins og það væri að bíða eftir strætisvagni eða járnbrautarlest. Svo þegar hættan var liðin hjá fór hver sína leið eins og gerist og allt virtist gleymt sem ollið bafði því, að farið var inn í loftvarnabyrgin. Sumir okkar fóru i bíó og hver skildi trúa því, að þar gat að líta myndir af bruna i London er stafaði frá loftárásum. Þannig var fólki sýnt, hvað í vændum getur verið. í loftárás einni leituðum við hælis í nýja stýrishúsinu okkar, sem er afleiðing síðustu samninga okkar og sem ætti að vera lögboðið á hverju skipi, svo mikið öryggi og þægindi veitir það okkur sjómönnum. Horfðum við á hvernig sprengjubrotin frá loftvarnabyssunum féllu að þvi er virtist i milljónatali til jarðar, á húsþök og skip og köstuðust þaðan aftur með miklu afli. Slafaði auðsjáanlega stórkostleg bætta af þeim.


Eftir loftárás á Liverpool



ÖII forvitni, eins og t. d. okkar í stýrihúsinu  hefir hættu í för með sér, og ekki annað ráð vænna, en leita hælis og hreyfa sig hvergi á meðan hættan varir. En það er þreytandi og tekur á taugarnar, þegar ekki er og vinna verður á daginn á milli þess sem leita verður hælis undir þiljum. Við dvöldum þarna i 27 sólarhringa og af þeim var aðeins einn án loftárása. Þarf engum getum að þvi að leiða, að menn voru orðnir sáruppgefnir og svefnlausirmargir hverjir. Er ekki til of mikils mælst, að þessar ferðir lendi ekki alltaf á sömu mönnunum, heldur fari menn á víxl, því enn sem komið er, eru engar ferðir líkar þeim, sem hér hefir verið lýst. Öll skynsemi mælir með því, að skiftst sé á um að fara slíkar ferðir meðan óhjákvæmilegt er að fara þær, því heilsutjón biður þeirra, sem  að staðaldri standa í slíkum ferðum, þó ekkert óvænt komi fyrir og þá ekki síður heilsutjón fyrir aðstandendur þeirra, er lifa í stöðugum ótta heima" Þetta var meginefni greinarinnar Ofangreindir 3 menn stórnuðu skipinu farsællega í WW 2 ásamt sínum dugmiklu áhöfnum


Lokað fyrir álit

04.02.2015 11:56

Lagarfoss I

Annað skip skráði nafn sitt feitu letri í sögu siglinga íslenskra kaupskipa í WW1 og WW2 Það var eimskipið LAGARFOSS I sem Eimskipafélag Íslands keypti 1917. LAGARFOSS var aðeins meira skip en SELFOSS,þó með mikilli virðingu fyrir því skipi. Bæði var "Laggi" lengri og breiðari og minnstakosti 500 ts í dwt stærri.Ekki hef ég heyrt eða lesið um nein vandræði hvað varðar skipið í siglingum á stríðsárunum.Nema kannske sprengingin í Halifax

Eftir sprenginguna miklu í Halifax 1917



Það mætti kannske segja  léleg kol hafi öfugt við SELFOSS bjargað LAGARFOSSI frá stórum skakkaföllum þarna 1917. Þau komu í veg fyrir að skipið hefði unnið kappsiglingu við annað skip á leiðinni frá New York. Þannig að það skip komst miklu lengra inn í höfnina í Halifax. En LAGARFOSS kom að hafnsöguskipinu 1/2 klst seinna En á dekki LAGARFOSS var farmur af bensíni og sprengiefni á milliþilfari Og svo var loftþrýstingurinn mikill þar sem hann var staddur, eða um 7 sml frá aðalsprengingunni að rúður brotnuðu í yfirbyggingu og menn á dekki féllu um koll. Hefði sennilega ekki þurft að spyrja að leikslokum hefði skipið komist á undan í hafnsögumanninn


LAGARFOSS I við komuna til Reykjavíkur í fyrsta sinn 17 maí 1917



                                                                                                           Mynd úr mínum fórum © óþekktur

Skipið var smíðað hjá Nylands Værft í Kristjaníu (Osló) í Noregi 1904 fyrir þarlenda aðila, H.Klær & co, Skipið var gefið nafnið PROFIT  Það mældist 1126 ts loa:68,6 m brd 10.3.m.Aðalvélin var gufuvél 700 Hö Ganghraði9.0 smlEimskip kaupa skipið 1917 og fær það nafnið LAGARFOSS.1920 var skipið eiginlega endurbyggt og mældist þá 1211 ts 1600 ts dwt,Það var rifið í Kaupmannahöfn 1949

LAGARFOSS I


                                                                                                    Mynd úr mínum fórum © óþekktur

Lagarfoss I sigldi sem fyrr sagði farsællega í báðum WW.  Í ferðum milli Íslands og USA 1917-1920 Og skipið var statt í Halifax í hinni miklu sprengingu sem þar varð 1917 án þess þó að skemmast 1920 var skipið eiginlega endurbyggt í Kaupmannahöfn Eftir það var skipið bæði í ferðum til Vesturheims og Evrópu Eftir 1922 var það eingöngu í Evrópusiglingum 1927 byrjaði skipið að sigla áætlunarferðir þar sem siglt var frá Kaupmannahöfn um Leith til Djúpavogs og síðan um Austfirði,Norðurland til Norðurfjarðar á Ströndum Þar snúið við og sigld sama leið til baka.



                                                                                                    Mynd úr mínum fórum © óþekktur


Í þessum ferðum var skipið svo til 1940 að Norðurlönd lokuðust vegna stríðsins. Þá hóf skipið aftur Vesturheimsferðir og sinnti þeim til 1945 að stríðinu lauk Eftir það sigldi það aftur til Norðurlanda og Evrópu Þar til yfir lauk En 13 mars 1949 þegar skipið var statt í brælu undan Danmerkurströndum brotnaði öxull aðalvélarinnar. SELOSS I dró þá skipið inn til Frederikshavn. Ekki þótti borga sig að gera við vélina og var skipið selt til niðurrifs Það kom svo til Kaupmannahafnar í togi 13 apríl 1949 og var rifinn þar. Hafði þá þjónað Eimskipafélagi Íslands í 32 ár


LAGARFOSS I


                                                                                                    Mynd úr mínum fórum © óþekktur


Ingvar Þorsteinsson (1875-1949) stjórnaði skipinu í WW1 eða frá 1917-1921




LAGARFOSS I


                                                                                                    Mynd úr mínum fórum © óþekktur

Jón Eiríksson (1893-1982) stjórnaði skipinu frá 1930-1941



LAGARFOSS í Reykjavíkurhöfn eftir stríð



                                                                                                             © Tóti í Berjanesi

Sigurður Gíslason  (1890-1978) stjórnaði skipinu 1941-1942



LAGARFOSS I


                                                                                                             © Tóti í Berjanesi

Bjarni Jónsson (1889-1974) stjórnaði skipinu 1941-1948




Þetta voru mannirnir sem stjórnuðu skipinu svo farsællega í gegn um styrjaldirnar tvær. Vitaskuld með sínum dugmiklu áhöfnum af íslensku sjómönnum. Mér finnst það satt að segja skylda að á næsta Sjómannadag (þegar verða tæp 70 ár liðin síðan þessari miklu ógn linnti ) verði þeirra sjómanna sem lögðu líf sitt og limi til að afla þessari þjóð nauðsynja í WW2 sérstaklega minnst á viðeigandi og virðulegan hátt Og þar á ég við bæði farmenn og fiskimenn Fiskimennirnir öfluðu galdeyrisins sem svo notaður var til að kaupa nauðsynjavörur sem farmennirnir fluttu svo heim 
                                                                                            
Lokað fyrir álit

03.02.2015 20:25

Selfoss I

Er þegar maður hugsar til stríðsáranna og orustunnar á N-Atlantshafi getur maður ekki annað er hrifist af þeim mönnum sem sigldu þessu litla skipi þunnglestuðu í stórviðrum á fg svæði. og maður hreinlega undrast seigluna í þvi en það varð 42 ára gamallt

WILLEMOES


                                                                                                                                                    Úr mínum fórum © ókunnur 

Skipið var smíðað í Porsgrunds MV í Porsgrund Noregi 1914 sem Villemoes Fáninn var danskur; Skipið mældist: 627.0 ts 775.0 dwt. Loa:61.60 m brd:9.80 m.Íslenska landstjórnin kaupir skipið 1917 En Eimskipafélag Íslands sá um útgerð skipsins 1928 kaupir félagið svo skipið og og gefur því nafnið Selfoss, Það var selt til niðurrifs og rifið í Ghent Belgíu 1956

WILLEMOES

                                                                                                                    ©Handels- og Søfartsmuseets dk


Selfoss I var virkilega merkilegt skip. Þeir sem ég þekkti sem kannske ekki voru svo margir og höfðu verið á honum hældu honum. Þetta skip komst allra sinna ferða með fólk og farm sama á hverju gekk. Öldur N Atlandshafsins, heimstyrjaldir, (hann tók þátt í 2) ekkert raskaði ró hans. Hann sullaðist þetta bara um á sínum 7-8 mílum.

 

SELFOSS


                                                                                         Mynd úr gömlum ritum um E.Í © óþekktu

Churchill kenndi honum jafnvel um  hve orustan um Atlandshafið drægist mikið á langinn Hann er sennilega eina íslenska kaupskipið sem hefur raskað ró ráðamanna annara landa.Hann bar ýmis gælunöfn t.d. "Selló" "Selurinn " og jafnvel "blessaður svanurinn" 

SELFOSS


                                                                                                                                        Mynd úr mínum fórum © Ókunnur 

 Sigling SELFOSS í "skipalestinni" SC-122 í mars 1943 var lengi í minnum höfð Þátttaka hans í þessari lest átti sér  töluverðan aðdraganda Á þessum tímum þegar rými kaupskipa var dýrmætt var venja að hlaða skipin vel en eftirlit með hleðslumerkjum lítið sem ekkert. SELFOSS var hlaðinn timbri.Og var hátt staflað á dekkið. "Selurinn" var því mjög þungur á sér þegar hann lagði af stað frá Halifax heimleiðis í annari skipalest hálfum mánuði áður Ekki hafði lestin farið langt þegar brast á vitlaust veður.Og allt lagðist á eitt. Kolin sem skipið hafði fengið voru léleg og reyndust nú algert rusl sem illa logaði í

SELFOSS


                                                                                                       Mynd úr mínum fórum © Ókunnur 


Og ekki hraðaði það ferð skipsins Önnur skip týndust í burtu og var Selurinn orðinn einn. Ísing hafði hlaðist á dekklestina svo skipið lagðist á stb síðuna.Strax og veður fór að ganga niður fóru allir skipverjar út að berja ís af skipinu.Augljóst var að um áframhaldandi ferðalag
var ekki um að ræða Svo skipinu var snúið við til Halifax.
Næstu daga unnu skipverjar við að berja ís af skipinu.Timbrið á dekkinu hafði blotnað og þyngst það mikið að ekki var unnt að koma skipinu á réttan kjöl Helmingurinn af dekklestinni var því losaður Að því loknu var þungi farmsins sá sami og í upphafi.Þetta tafði SELFOSS um hálfan mánuð en nú var ekkert að vanbúnaði fyrir skipið að taka þátt í næstu lest sem var SC-122. Hann seig því af stað á ný með sinni þekktu varkárni.Á ýmsu gekk í siglingu þessarar lestar sem of langt er að rekja hér. SELFOSS hafði seiglast svona nokkurn veginn með skipalestinni til að byrja með.

Hérna sést sigling SC-122 og svo sólósigling SELFOSS til Íslands í mars 1943


                                                                                                                          Kortið er fengið úr bókinni "Í skotlínu" með leyfi


Oft var hrópað húrra fyrir skipinu á morgnana ,því á kvöldin var hann langsíðastur í lestinni.En þegar birti á morgnana var hann orðin alfremstur Hann sullaðist alltaf sínar 7-8 sjml en lestin hægðist á sér á nóttina. 17 mars var komið vitlaust veður aftur og fór dekklestin þá að aflagast aftur Þá var skipinu beitt "uppí" og andæfði það svo upp í veðrið. Þegar veðrinu slotaði var skipalestin horfin sjónum þeirra SELFOSS, manna.Tveim dögum seinna hittu þeir breska korvettu sem ráðlagði þeim þeim að hætta að leita að lestinni og sigla burt af þessu svæði. Og var nú stefnan tekin á Reykjanes einskipa. Sex dögum seinna komst svo skipið klakklaust til Reykjavík Eftir 1000 sml siglingu í gegn um eitt mesta kafbátasvæði á N-Atlantshafi í WW2

 

SELFOSS



                                                                                         Mynd úr gömlum ritum um E.Í © óþekktu

Við samningu á þessari færslu er stuðs við bók Huldu Sigurborgu Sigtryggsdóttir "Í skotlínu" (1992) Hef ég stuðs mikið við þá bók í samningu á færslum síðustu daga Bók sem allir íslenskir sjómenn ættu að ná sér í og lesa

SELFOSS

                                                                                                                                       Úr mínum fórum © Ókunnur 

Og  einhvern tíma heyrði ég að Gullfoss hafi mætt "blessuðum svaninum" tvisvar á útleið Þ.e.a.s Gullfoss þá á leið til Kaupmannahöfn mætti honum í Skagerak. Sigldi hann svo uppi á heimleið og mætti honum aftur á N-Atlantshafinu.

Ásgeir Jónasson (1884-1946) var fyrsti skipstjórinn á skipinu hjá Eimskipafélagi Íslands og var með það 1928-1941

Næsti skipstjóri á Selfossi var Sigmundur Sigmundsson (1890-1979) sem var með skipið 1941-1948

Þessir menn sigldu skipinu í WW 2 ásamt sínum dugmiklu áhöfnum. Þessum mönnum og öllum þeim sem tóku þátt í þess tíma siglingum farmönnum sem og fiskimönnum megum við íslendingum aldrei gleyma. Og minnast þeirra ávallt með mikilli virðingu

SELFOSS á Dalvík

 

                                                                                                                                                © Þráinn Hjartarson.

Lokað fyrir álit

03.02.2015 17:09

Selfoss ex Willemoes

WILLEMOES seinna SELFOSS I á sér mjög sérstæðan og happasælan feril innan hins íslenska kaupskipaflota, Íslenski "Landsjóðurinn" keypti skipið 1917 þá þriggja ára gamallt. Það hefði verið hægt að skrifa bók um þetta litla skip.Sem sullaðist á sínum 8 sjóm í gegn um  tvær heimstyrjaldir.Ég hef aðeins verið að grúska í byrjunninni á ferli skipsins hérlendis. Hann kom nýkeyptur til Reykjavíkur um miðjan júni 1917 Lítum aðeins í dbl Vísir þ 21 júní sama ár



Skipið:
                                                                                                                    ©Handels- og Søfartsmuseets dk

Árni Riis (1882-1960)



Jón Erlendsson (1878-1967)



En svo skeður þetta


Og þetta næst



Umræddur danskur stýrimaður mun hafa heitið Steffensen Þá um Þórólfur Beck hafa orðið yfirstýrimaður En hann tók svo við skipinu af þessum dana að ég  best get séð

Þórólfur Beck ( 1883-1929) En Þórólfur veiktist um borð í þv skipi sínu ESJU I í maí 1929 í sinni 101 ferð kring um landið og andaðist svo á sjúkrahúsi mánuði seinna



Svo lítum við í dbl Vísir þ10-08-1918



Júlíus Júníusson




Þetta voru mennirnir sem stýrðu þessu litla skipi svo farsællega í "frumbernskunni" hérlendis. Vitanlega ásamt sínum dugmiklu áhöfnum
Lokað fyrir álit

02.02.2015 15:56

Baltara

Eitt af skipunum sem stunduðu siglingar hingað til lands í WW 2 var þetta:

BALTARA

                                                                                                                                                  © Rick Cox

Skipið var smíðað hjá Gray í W Hartlepool Bretlandi 1918 sem: WAR COUNTRY Fáninn var: breskur Það mældist: 3099.0 ts, ???0 dwt. Loa: 100.90. m, brd 14.20. m Skipið gekk undir þessum nöfnum:1919 GLACIERE - 1933 BALTARA - 1956 NIFKIL Nafn sem það bar síðast undir fána Honduras.En það var svo rifið í Bretlandi 1960

BALTARA

                                                                                                                                                           © photoship



                                                                                                                                         ©
photoship


                                                                                                              © photoship


                                                                                                                                                          © photoship
Lokað fyrir álit

01.02.2015 18:50

Skaane

Eitt af skipunum sem sigldu hingað til lands með nauðsynlegar vörur í WW2 var þetta skip sem þá hét SKAANE.Ef maður grúskar svolítið í sögunni sér maður að þeir sem stjórnuðu skipaflæðinu til flutninga hingað í WW 2 höfðu áhyggjur af að sett væri stundum of mikið af "óþarfa" í vörusendingunum hingað til lands. En á hersetuárunum var í byrjun mikill skortur á skipum en miklir flutningar hingað vegna þess. Var þá reynt að skera niður óþarfann.

SKAANE

                                                                                                                                       © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Skipið var smíðað hjá Stuhrs Maskin-og skibsbyggeri í Ålaborg Danmörk 1919 sem:ROTA  Fáninn var: danskur Það mældist: 1254.0 ts, 1731.0 dwt. Loa: 72.20. m, brd 11.00. m Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1923 SKAANE - 1950 ERNA - 1951 ERNA RONNEBAUM - 1953 PRIMO - 1960 BETTY - 1962 DOMENICO LUBRANO - 1962 ANNA PAOLA - 1963 SIOR PIERO Nafn sem það bar síðast undir ítölskum fána En það var rifið í því landi 1967

SKAANE

                                                                                                                         © Handels- og Søfartsmuseets.dk


                                                                                                                          © Handels- og Søfartsmuseets.dk


                                                                                                             © Handels- og Søfartsmuseets.dk


                                                                                                                        © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Lokað fyrir álit

01.02.2015 17:45

Rother

Hér er einn, ROTHER  sem sigldi hingað til lands í WW2 Og sem slapp lítt skaddaður úr báðum WW Maður getur ekki annað en dáðst að þeim mönnum sem sigldu á þessum litlu fleytumá N-Atlantshafinu í baráttu við vítisvélar, ísingu,storma og stórsjói. Og allir núlifandi íslendingar ættu að vera þessa meðvitandi og minnast þessara manna með virðingu

ROTHER


                                                                                                                                                          © Rick Cox

Skipið var smíðað hjá Clyde SB & E Co í Glasgow Skotlandi 1914 sem:ROTHER  Fáninn var: breskur Það mældist: 986.0 ts, 1098.0 dwt. Loa: 73.10. m, brd 10.40. m Skipið gekk aðeins undir þessu eina nafni og  fáninn var sá sami.En það var rifið í Bretlandi 1956 


ROTHER

                                                                                                                                                             © photoship


                                                                                                                                                     © photoship



                                                                                                                © photoship

Lokað fyrir álit

01.02.2015 16:40

Varegg

Eitt af skipum "Nortrashipflotans" sem sigldu til Íslands í WW2 var þetta skip VAREGG. Þetta skip sigldi báðar WW án nokkura áfalla. Myndin hér að neðan er jafnvel talin úr safni einhvers þýska kafbátsins

VAREGG


                                                                                                                                                     © roymuir

Skipið var smíðað hjá Laxevåg M&J í Bergen Noregi 1910  sem: OTTO SINDING  Fáninn var:norskur Það mældist: 948.0 ts, 1460.0 dwt. Loa: 65.30. m, brd 9.80. m Skipið gekk undir þessum nöfnum:1938 VAREGG Nafn sem það bar síðast undir sama fána En það var rifið í Noregi 1960

VAREGG

                                                                                                                                             © Sjöhistorie.no



                                                                                                                                            © humberman
Lokað fyrir álit

28.01.2015 20:28

EVERELZA

Þetta skip EVERELZA kom hingað til land um miðjan okt 1939 með kolafarm. En þá var orðin skortur á þeim hérlendis. En skipið var frá Lettlandi

Hér heitir skipið CYCLE

                                                                                                                                                        © photoship

Skipið var smíðað hjá Thompson, J.L.í North Sands Bretlandi 1921 sem:CYCLE  Fáninn var:austurrískur Það mældist: 4626.0 ts,???0 dwt. Loa: 111.10. m, brd 16.10. m Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1936 CAPE WRATH - 1937 EVERELZA Nafn sem það bar síðast undir Lettneskum fána En skipið var skotið niður þ13-08-1942 Eins og sést hér neðar
Hér heitir skipið CAPE WRATH
                                                                                                                                                                                                                                                                        © photoship

                                                                                                                                                           © photoship

Endalok skipsins má sjá  hér  En þau voru víðsfjarri Íslandi eins og sjá má
Lokað fyrir álit

27.01.2015 22:09

"Hamborgarskipin"

"Hamborgarskipin" voru þau kölluð GOÐAFOSS II og DETTIFOSS I sem hreinlega var smíðaður með Þýskalands siglingar í huga. Nokkrum dögum áður en WW 2 braust út var GOÐAFOSS í Hamborg eða frá 20 - 25 ágúst 1939.

Goðafoss II


                                                                     Ljósmyndasafn Ísafjarðar  © Sigurgeir B Halldórsson


Skipið var eitt af alsíðustu erlendum skipum sem yfirgáfu Hamborg þegar stríðið var í aðsigi. Hér má lesa um skipið og endalok þess DETTIFOSS fór frá Vestmannaeyjum þ 29 ágúst 1939.( síðuhaldari 1 árs þann dag !!!) áleiðist til Grimsby og Hamborgar. Aðallega með vörur frá SÍS Þ.á.m lifandi hesta og saltfisk auk pósts Þegar til Grimsby kom þ 2 sept var stríðið skollið á. Þessvegna var nokkrum hestum og hluta af öðrum þýskalands vörum skipað þar upp. Sem og þýskalandspóstinum  sem gerður var strax upptækur.

DETTIFOSS I

                                                                                       Mynd úr mínum fórum © óþekktna.

Þá barst E.Í skeyti frá McGregor Gov & Holland Ltd í Hull sem voru  aðalumboðsmenn þeirra í Bretlandi um að allar vörur sem fara áttu til Hamborgar nema umhleðsluvörur væru gerðar upptækar af breskum tollyfirvöldum sem stríðsbannvörur. Var skipið sent til Hull þar sem afgangurinn af Hamborgarvörunni var svo skipað upp. Málið var svo leyst eftir "diplómatískum" leiðum og fékk svo skipið fararleyfi þ 16 sept og kom það svo til Reykjavíkur 4 dögum seinna. Lauk þar með siglingum "Hamborgarskipanna" tveggja til Þýskalands Hér má lesa meira um DETTIFOSS I og endalok hans
Lokað fyrir álit

27.01.2015 15:34

Byrjun WW 2

 

Mér finnst satt að segja, að í ár þegar 70 ár eru liðin síðan hinni ógnvekjandi orustu á N-Atlantshafinu lauk eigi maður sem oftast að minnast þeirra fjölda bæði íslenskra og erlendra sjómanna sem lögðu líf sitt og limi í mikla hættu til þess að íbúar þessarar litlu eyju á umræddu hafi gæti lifað nokkuð mannsæmandi lífi.

Kaupskipi sökkt í WW 2

                                                                                                         Mynd skönnuð úr gamalli bók © óþekktur

 

Í 39 tbl Lesbókar Morgunblaðsins þ 17- 09 -1939 birtist þessi grein undir nafninu "Hlífiskjöldur skipanna" En 1 sept. það ár braust WW2 út með mikilli hættu fyrir sjófarendur á N- Atlantshafi Þessi þarna nefndur "Hlífiskjöldur" mun hafa veitt Íslenskum skipum einhverja vörn í byrjum stríðsins En svo kom hafnbann Þjóðverja. Kæmi til stríðs í dag skildi fáninn sem skip Gufuskipafélags AG sigla undir veita þeim íslensku sjómönnum sem á þeim eru nokkra vörn???


                                                                      

Flutningaskipið Katla I heitir hér MANCHIONEAL

                                                                                                  © Sjöhistorie.no

Skipið var smíðað hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn Danmörk1911  sem MANCHIONEAL Fáninn var: norskur Það mældist: 1654.0 ts, 2010.0 dwt Loa: 77.80. m, brd 10.90. m Skipið  gekk undir þessum nöfnum: 1934 KATLA - 1945 REYKJAFOSS - 1949 NAZAR - 1955 CERRAHZADE  Nafn sem það bar síðast undir tyrkneskum fána  En það var rifið í Tyrklandi 1967

Hér sem KATLA með "öryggisskildina" á síðunum


.                                                                                           úr mínum fórum © ókunnur     

Þegar seinni heimstyrjöldin (WW2 eins og ég kalla hana sennilega út af of mikilli nennu ) skall á þ 1 sept 1939 lá Katla I í höfninni í Port Talbot í Wales. Í farmi skipsins voru m.a 12 tonn af striga sem nota átti til pökkunnar á saltfiski og síldarmjöli.Bretar töldu þennan varnign stórhættulegan því hægt væri að nota þetta sem umbúðir fyrir sendingar til Þýskalands.

Um borð í fylgdarskipi skipalestar


                                                                                                                   Mynd skönnuð úr gamalli bók © óþekktur

 

Það var ekki fyrr en Sveinn Björnsson þ.v sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn hafði útvegað yfirlýsingu frá íslensku ríkisstjórninni að efnið yrði ekki notað á þann hátt að það kæmist í hendur "óvinarins". Þá losnaði skipið úr prísundinni og kom svo til Reykjavíkur 18 okt 1939. Við brosum nú að þessu nú til dags.En þá var þetta grafalvarlegt mál í augum breta.Sem sést af, að skipinu var haldið um hálfan mánuð út af því.

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 3791
Gestir í dag: 84
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 193884
Samtals gestir: 8228
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 16:28:43
clockhere