07.03.2014 11:00
Selá II
Hér skiftast þeir á fánum Rögnvaldur skipstjóri í norski skipstjórinn

BOMMA
© Sjöhistorie.no
Skipið var smíðað hjá Trondhjems MV í Þrándheimi Noregi 1970 sem: BOMMA Fáninn var:norskur Það mældist: 1516.0 ts, 2828.0 dwt. Loa: 87.00. m, brd 15.00. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1980 SELA - 1985 SELFOSS - 1986 KYTHERA SEA - 1987 NEPTUNE STAR - 1990 ODESSA STAR - 1992 MEDINA STAR - 1995 FB PIONEER - 1996 VAROT Nafn sem það bar síðast en það var rifið Banglades 1997
Skipinu stýrði fyrst hérlendis Rögnvaldur Bergsteinsson skipstjóri
Með Örn Steingrímsson sem yfirvélstjóra
SELÁ
© Phil Eng
Hér sjá líkan af skipinu
06.03.2014 12:56
Ginaldag
Hér er tankskipið sem SARATOV
© Pilot Frans
Skipið var smíðað hjá Admiralty í St Pétursborg sem: SARATOV Fáninn var: rússneskur Það mældist: 13815.0 ts, 19800.0 dwt. Loa: 147.20. m, brd 24.50. m Skipið hefur aðeins gengið undir tveim nöfnum en 2008 fékk það nafnið GINALDAG Nafn sem það ber í dag undir fána Möltu
SARATOV
© Pilot Frans
© Pilot Frans
ARKLOW MUSE
Skipið var smíðað hjá Dae Sun SB & E Co í Pusan Kóreu 2013 sem: ARKLOW MUSE Fáninn
var: írskur Það mældist: 9682.0 ts, 19800.0 dwt. Loa: 136.47. m, brd 21.00. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni og fáninn se sá sami
Mynd af Vesseltracker.com © sést á henni
05.03.2014 20:46
KLOS.C
Hér sem KLOSTERTA
Mynd af Vesseltracker.com © sést á henni
Skipið var smíðað hjá Severney í St Petersburg Rússlandi (skrokkur) fullsníðað hjá Neptun Reparaturwerf, Rostock 1996 sem: KLOSTERTAL Fáninn var: Austurrískur Það mældist: 5622.0 ts, 6985.0 dwt. Loa: 108.80. m, brd 17.80. m Skipið hefur aðeins gengið undir tveim nöfnum En 2012 fékk það nafnið KLOS C. Nafn sem það ber í dag undir Panama fána
Hér sem KLOSTERTA
Mynd af Vesseltracker.com © sést á henni
Mynd af Vesseltracker.com © sést á henni
Mynd af Vesseltracker.com © sést á henni
Mynd af Vesseltracker.com © sést á henni
02.03.2014 13:26
Íslenski fáninn
Nei hollustu við þjóðfánan ern hvergi að finna innan þeirrar samkundu er alþingi nefnist. Góðir og gegnir íslendingar sem muna meira en 30-40 ár aftur í tíman muna hve stórt hlutverk Íslenski fáninn lék í sjálfstæðisbaráttunni.Og hvað íslenskir sjómenn léku þar einnig stórt hlutverk í að kynna hann framandi þjóðum. Mig langar að vitna í skrif eins af skipstjórunum sem drógu hann að húni 1 des 1918. Péturs Björnssonar skipstjóra á BORG:" Við sjómennirnir hlökkuðnm ekki minna en aðrir til sjálfstæðis landsins, en það, sem vakti mesta hrifningu hjá mér, og svo mun hafa verið um flesta aðra íslenzka sjómenn. var tilhugsunin um það, að eiga að fá okkar eiginn fána að sigla undir." Og seinna:" Ég hlakkaði svo mikið til að mega draga íslenska fánann að hún, því ekki var hann einungis tákn sjálfstæðis föðurlands míns, heldur þótti mér þá, eins og mér hefir einlægt þótt síðan litirnir í fánanum svo undur fallegir, að kalla mætti hann fallegasta fána í heimi."
Ríkisfáninn íslenski
Og Pétur lýkur grein sinni á þessum orðum:"Það verða víst margir sem brosa er ég segi,að það halfi verið eitthvað líkt tilhlökkun ungrar meyjar sem á að fara í fyrsta skipti á dansleik, en þó held ég að samlíkingin sé ekki úr vegi. Þennan fyrsta dag, sem íslenski fáninn blakti yfir mér gat ég staðið stundum saman og horft á hina hreinu fallegu liti blakta í vindinuin, og ég óskaði þess þá, eins og ég veit að allir sannir íslendingar hafa óskað þann dag, að aldrei kæmi blettur á þetta fagra sjálfstæðismerki Íslands. Svo mörg voru þau orð skipstjórans farsæla Leturbreytingarnar voru mínar
Hér má lesa færslu frá því 1 des sl um sama mál
Fáni Forseta Íslands
Annar farsæll kaupskipaskipstjóri Jón Eiríksson skrifar m.a. um sama mál: "Þjóðfáninn á að vera hverjum þjóðhollum manni heilagt tákn. Hann má ekki óvirða. En það er hægt að óvirða hann bæði með því að sýna hann á röngum stað, og röngum tíma og á rangan hátt. Og með því að sýna hann ekki á réttum stað og réttum tíma og á réttan hátt" Síðan heldur Jón áfram og segir m.a :Íslenskir sendiherrar eða ræðismenn eða aðrir fulltrúar fyrir íslenska ríkið voru þá engir í öðrum löndum, svo ísl. sjómenn munu að mestu hafa verið einir um þann heiður að kynna fánann út um heiminn fyrst í stað." Tilv lýkur Nú er búið að taka þennan heiður af íslenskum sjómönnum. Bjarni Jónsson frá Vogi orti 1918 ljóð sem heitir Fáninn"
Svona er fyrsta erindið
"Höfin lengi horfðu' og spurðu:
Hvar er, ísland, fáni þinn,
þeim er léttfær áður urðu
úthöfin sem fjörðurinn?
Höfin, fáni, fagna þér!
Far og langþráð svar þeim ber."
Og síðasta erindið:
"Undir loft og löndin taka
landvættanna siguróð,
sól og eldar yfir vaka
íslands heiðri, göfga þjóð.
Víða' um heim til heiðurs þér
hátt þinn fána, ísland, ber!
En nú er Snorrabúð stekkur hvað þetta varðar Enginn. Alls enginn ráðamaður hérlendis er það mikill íslendingur í sér að honum varði eitthvað um þetta mál Og íslenskir alþingismenn láta taka af sér myndir "skælbrosandi" við sjósetningu á glæsilegum skipum í íslenskri eigu en sem eiga af veifa annara landa fána. Þeir ættu hreinlega að skammast sín fyrir að láta þetta mál kyrrt ligga Þó þeir státi af lopapeysum sem jafnvel eru prjónaðar erlendis með íslensku munstri. Þeir ættu að hreinlega að hrista af sér slenið og gefa þjóðinni það í 70 ára þjóðhátíðargjöf að hin glæsilegu íslensku skip hafi hinn fallega fána í skut en ekki sem gestafána í íslenskum höfnum En hér má lesa samþykkt alþingis frá 2007 um íslenska skipaskráningu
01.03.2014 20:55
Góður vinur
Í gær hringdi í mig gamall og góður vinur Páll Árnason sem býr í Svíþjóð. Þá rifjuðust upp fyrir mér skipin sem ég vissi að hann hefði stjórnað m.a og sem ég mundi eftir, en þau voru mikið fleiri
© Phil English
Skipið var smíðað hjá Neptun VEB í Rostock (þv Austur Þýskalandi) 1974 sem
BRUNLA Fáninn var: norskur Það mældist: 5944.0 ts, 7900.0 dwt Loa: 121.40. m, brd 17.60. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1984 WARDA - 1991 YUAN MING Nafn sem það bar síðast undir kínverskum fána En þetta segja mín gögn um skipin No Longer updated by (LRF) IHSF(since 18/06/2012)
Næsta skip, en þar var ég stm hjá Páli hét ZAFIRO
© Brian Fisher
Skipið var smíðað hjá Duro Felguera í Gijon Spáni 1983 sem ZAFIRO Fáninn var:spænskur. Það mældist: 3997.0 ts, 7114.0 dwt Loa: 104.10. m, brd 95.40. m Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1991 ZAFIRO XI - 1991 ZAFIRO - 1998 ZAFIR Nafn sem það bar síðast undir fána Portúgal En skipið lenti í árekstri þ 13-02-2000 á 38°34´0 N og 016° 42´0 A og sökk
Palli hætti með skipið að mig minnir 1993 og fór þá strax til Möltu til að fylgast með smíði nýs tankskips STAVTANK fyrir þá sem áttu ZAFIRO En það var útgerð í Stavanger
Hér sem STAVTANK
© Andreas Spörr
Skipið var smíðað hjá Malta SB í Marsa, Möltu 1995 sem: STAVTANK Fáninn var:norskur Það mældist: 5378.0 ts, 8491.0 dwt. Loa: 115.10. m, brd 18.30. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 2006 BETTY THERESA - 2009 ENERGIZER Nafn sem það ber í dag undir fána Panama
Hér sem ENERGIZER
© Rick Vince (patalavaca)
Þetta voru bara þau skip sem ég man eftir og vissi deili á sem Páll stjórnaði
27.02.2014 21:07
COSTA CONCORDIA
26.02.2014 12:39
Skipið rétt af
24.02.2014 10:57
Katla
Hér sem MARINA DANIA
@ PWR
Það var byggt hjá Båtservice Verft Mandal í Noregi sem MARINA DANIA 1968 Fáninn var danskur .Það mælist: 395 ts.828 dwt Loa:55.0.m brd:9.30 m.Skipið gekk undir þessum nöfnum:1980 ERIK BOYE - 1997 KATLA - 2011 MISS EVA II 2013 EVA Nafn sem það ber í dag undir St.Kitts and Nevis
Hér sem Katla
@Allan Geddas
@Pilot Frans
@ Harma Sin
@Pilot Frans
@Pilot Frans
@Pilot Frans
@Pilot Frans
23.02.2014 22:02
Meira Hafskip
© Rick Cox
© Rick Cox
23.02.2014 14:45
Enn eitt vandamálið
22.02.2014 16:32
Rangá II
Skipinu stjórnaði í fyrstu hérlendis Örn Ingimundarsson skipstjóri
Með Örn Steingrímsson sem yfirvélstjóra
Skipið var smíðað hjá Schulte & Bruns í Emden Þýskalandi 1966 sem Peter Wessels fyrir þýska aðila. 1975 kaupir Hafskip h/f í Reykjavík skipið og gefur því nafnið Rangá. Sjóleiðir h/f (Guðmundur Karlsson og Sigurður Markússon og fl) í Reykjavík kaupa skipið 1981 og það fær nafnið Saga (II). Skipið lendir í vélabilun í franskri höfn 1988. Skipið er selt uppúr því Fær flagg Madagascar 17 des 1988 og nafnið Anais Sett undir Panamaflagg 1990 og aftur flagg Madagascar 1991. Það er svo tekið af skrá 1993
Hér er skipið sem Peter Wessels
© Carl Gustaf söhistoriska museum se
© Carl Gustaf söhistoriska museum se
Hér sem RANGÁ

© Bjarni Halldórsson
Hér í fyrstu ferðinni í eigu Sjóleiða en enn með merki Hafskip og nafnið Rangá
© óliragg
Hér sem Saga. Myndin tekin í Mostyn Englandi
© óliragg
Hér sem Anais Myndin tekin í Brest í Júlí 1989
22.02.2014 14:50
Frá Selá II
1) TV USSR í Archangel að athafna sig.Við skildum ekki hversvegna verkakarlarnir fóru frá borði til hreinsa bryggjuna. En svo kom TV bíllinn og það voru tekin viðtöl á bryggjunni - en verkakarlarnir komu aftur um borð eftir 3 daga !!
© Bjarni Halldórsson
2) Stýrisvélin bilaði í leiðindaveðri 40 mílur NA af Svinö (Færeyjum) stýrðum með krafttalíum (púllurum) til Þórshafnar .Gamla blakkarsystemið gekk ekki.
© Bjarni Halldórsson
3) Þetta er stýrisvélarrórmaðurinn.
© Bjarni Halldórsson
21.02.2014 21:24
Laxá II

© Bjarni Halldórsson
Skipið var smíðað hjá Jadewerft Wilhemshaven í Þýskalandi 1967 sem ROLANDSECK fyrir þýska aðila. Það mældst 1000.0 ts 2030 dwt.Loa: 79,50 m brd 13.1 m Skipið er selt 1973 og fær nafnið SIMONE Það kemst í eigu Hafskips 1975 og fær nafnið LAXÁ (heimahöfn Húsavík) Hafskip selja skipið úr landi 1985 og fær nafnið KATY Það skemmist ílla í bruna 1994 og rifið upp frá því í Ravenna
Skipinu stýrði fyrst hérlendis Steinarr Kristjánsson skipstjóri
Neð Jón Sveinsson sem yfitvélstjóra

Hér er skipið sem ROLANDSECK

© Sterntube
Ég ætla bara rétt að vona að félagi minn Hafliði Óskarsson leyfi mér að nota myndirnar hans af skipinu aftur en hann sendi mér þér á sínum tíma
© Hafliði Óskarsson
© Hafliði Óskarsson
21.02.2014 18:44
SELÁ II
Hér sem Selá II

Úr safni Bjarna Halldórs © ókunnur
Skipinu stýrði í byrjun hérlendis Sveinn Valdimarsson skipstjóri
Með Lárus Hallbjörnsson sem yfirvélstjóra
Hér sem GRECIAN

Skipið var smíðað hjá Kramer & Booy í Kootstertille Hollandi 1966 sem: ANDROMEDA Fáninn var:hollenskur Það mældist:
1450.0 ts, 1968.0 dwt. Loa: 80.30. m, brd
11.80. m Skipið gekk undir þessum
nöfnum:1969 GRECIAN - 1974 SELA - 1980 GHADA - 1983 JARASH - 1996
MARIAM - 1997 SAFAGA ISLAND - 2001 LADY O. Nafn sem það bar síðast undir
fána N-Kóreu En skipið sökk í vondu veðri í Eyjahafi 17-01-2005 3 menn
björguðust 2 menn fundust látnir en 5 fundust aldrei
© Rick Cox

© Rick Cox
© Wim den Dulk
Hér er búið að afhenda Selá II í júlí 1980 og flaggið orðið Panama
© Bjarna Halldórs
21.02.2014 11:55
Hvítá
Skipinu stjórnaði fyrst hérlendis Steinarr Kristjánsson skipstjóri
Með Jón Sveinsson sem yfirvélstjóra

OSTECLIPPER
© Peter Schliefke
Skipið var smíðað hjá Meyer J.l í Papenburg Þýskalandi 1966 sem O.R. Schepers fyrir þarlenda aðila .Það mældist 500.0 ts 1235.0 dwt. Loa: 73.60.m brd: 11.52.m 1970 fær skipið nafnið Osteclipper 1974 kaupir Hafskip h/f í Reykjavík skipið sem gefur því nafnið Hvítá 1978 er skipið selt til Egyptalands og fær nafnið Halima Awal 1981 nafnið Alima Selt 1987 til Ítalíu og fær nafnið Monte Cervati 1992 Geto 1994 Jihad I 1997 Nour El Moustafa 2001 Younes 2006 Rahma nafn sem það ber í dag og veifra fána Tasmaníu
HALIMA AWALl
C
RAHMA
© WOLFGANG KRAMER